SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 42
42 18. júlí 2010
S
ífellt betri og eðlilegri þrívídd-
artækni á vafalaust þátt í vel-
farnaði hinna tilkomumiklu
brellumynda um ofurhetjur
teiknimyndasagnanna, þar sem Avatar
eftir James Cameron sló öll áður þekkt
aðsóknarmet um allan heim á fyrstu
mánuðum ársins, met sem eru ekki
árennileg og Cameron er ekki hættur því
hann er að undirbúa „special edition“
verksins, sem kemur á markaðinn síð-
sumars.
Það vakti athygli í vikunni að Edward
Norton var ekki boðið að leika græna
svaðamennið Hulk, í The Avangers, of-
urmyndinni um flestar ofurhetjur Mar-
vel-útgáfunnar, sem verður frumsýnd að
tveimur árum liðnum. Myndin er að fara í
gang, verið að ákveða leikara sem munu
vinna undir stjórn Joss Whedon.
Fyrst brást Hulk í meðförum Erics Bana
í mynd Angs Lee frá 2003 og næsta til-
raun sem gerð var fimm árum síðar var
slæmur skellur. Þar fór Norton með hlut-
verk Hulk/Bruce Banner. Margt kemur til
að Norton var ýtt til hliðar, aðalástæðan
mun vera orðlögð geðillska leikarans,
sem þykir með vandmeðfarnari mönnum
í Hollywood. Enginn efast um hæfileik-
ana, þá hefur hannn m.a. sannað með
Óskarstilnefningum fyrir Primal Fear
(́96) og American History X (́98).
Svo fór um sjóferð þá – þó enginn efist
um að Norton hefði haldið sínum hlut á
móti öðrum hákörlum sem koma við
sögu The Avengers, þar sem Robert Dow-
ney, Jr., leiðir hetjuskarann sem Iron
Man; Chris Evans leikur Captain Am-
erica; Chris Hemswort fer í fötin hans
Þórs og Sir Anthony Hopkins túlkar sjálf-
an Óðin. Ekki veit ég hvað Ásatrúarmenn
hafa um leikaravalið að segja, en þetta
hljómar ekki illa. Enn eru margir ótaldir
sem koma við sögu The Avengers: Samuel
L. Jackson leikur Nick Fury; Scarlett Jo-
hansson svörtu ekkjuna; Jeremy Renner
(The Hurt Locker), fær að spreyta sig á
Hawkeye, bogamanninum sem aldrei
skeikar skot, og langt er komið að semja
við Don Cheadle um að túlka „stríðsvél-
ina.“
Örugglega þekkt nafn
Mikið er rætt og ritað um hver axli byrðar
Hulks þegar Norton er ekki lengur með í
leiknum. Framleiðandinn hefur látið hafa
eftir sér að það verði örugglega þekkt
nafn. Leikar eru að fara líkt og hjá Ter-
rence Howard, sem var sagður launa-
hæsti leikarinn í Iron Man og var þá varp-
að á dyr fyrir Cheadle. Howard átti að fá
ofurlaun þar sem hann var fyrsti leik-
arinn sem var ráðinn að Iron Man, fyrstu,
eigin kvikmyndaframleiðslu Marvel-
hasarblaðaútgáfunnar, um leið og tekin
var stór áhætta með Downey, sem enn
var tvísýnn kostur sökum eiturfíknar.
Aðdáendur Hulks hafa brugðist
ókvæða við, bíógestir þekkja til vand-
virkni Nortons, fagmennsku og dugn-
aðar. Eigendur Marvel hafa á hinn bóginn
orð á sér fyrir nirfilshátt og það óttast
aðdáendurnir að muni bitna á gæðum
græna risans og myndarinnar The Av-
angers í heild. Hulk má ekki hverfa í
skuggann af gæðaleikurunum sem
manna hetjugengið í The Avengers, líkt
og hinum hrífandi Downey og Jackson,
eða ósviknum atvinnumönnum á borð
við Cheadle og Renner.
Nokkur nöfn eru í umræðunni og ber
efst Adrian Brody (Óskar fyrir Píanóleik-
ara Polanskis), en hann stendur sig eft-
irminnilega vel þessa dagana í skrímsla-
myndinni Predators. Nathan Fillion
hefur borið á góma, hann hefur vakið
verðskuldaða athygli í smáhlutverkum á
tjaldinu og matarmeiri störfum í sjón-
varpi að undanförnu. Enn aðrir vilja sjá
Kevin Spacey í eftirsóttu hlutverki
Hulks/Banners, en það eru sjálfsagt inn-
antómar getgátur, líkt og nöfn þeirra Li-
ams Neeson og Hughs Laurie.
Hvað sem öllum bollaleggingum líður
er talið líklegt að Marvel tilkynni nafn
leikarans fyrir lok mánaðarins.
Það er því dagljóst að þrír leikarar
munu fara með Hulk-hlutverkið á sjö ára
tímabili, það er ekki frekar en annað nýtt
undir sólinni. Þrír leikarar mönnuðu
James Bond á árunum 1969-1973 og sömu
sögu er að segja af Batman frá 1992-1997.
Eric Bana virkaði ekki sem Hulk, nú er búið að leggja Edward Norton fyrir róða líka.
Reuters
Hasarhetjurnar blómstra
– frá Valhöll til Hulks
Velgengni mynda
byggðra á ofurhetjum
hasarblaðanna færist í
aukana ef eitthvað er.
2010- 2012 verða velti-
ár í geiranum, flestir
sótraftar á sjó dregnir,
jafnvel neitar Marvel-
útgáfan að trúa því að
útilokað sé að græða á
The Hulk.
Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Leikstjóri: Richard Brooks.
Aðalleikarar: Burt Lancaster,
Jean Simmons, Arthur Kenn-
edy, Shirley Jones, Dean Jagg-
er. 145 mín.
Smitandi sannfæringar-
kraftur Lancasters í titil-
hlutverkinu og einstæð út-
geislunin sem yfirgnæfir allt
annað, skipar þessum glað-
beitta og frábæra leikara í raðir
þeirra bestu um aldir og ævi.
Gantry er flugmælskur sölu-
maður, drykkjubolti og
kvennabósi, fyrrum ruðn-
ingsleikmaður, sem ákveður
skyndilega að snúa kvæði sínu
í kross og gerast prédikari
Guðs orðs. Ástæðan er ekki
skyndilegur, guðlegur inn-
blástur heldur systir Sharon
(Simmons), gullfallegur pre-
dikari í sértrúarflokki sem
ferðast um landið í kreppunni
miklu. Lancaster tekur sér
góðan tíma, verður hvergi á í
messunni, hvorki í ræðu-
mennskunni né í snörulögn-
um fyrir systur Sharon og
heillar hana, samstarfsmenn
hennar og ekki síst auðtrúa,
illa haldin almúgann. Þá kem-
ur gömul vinkona hans, nú-
verandi gleðikona (Jones), til
skjalanna og gjörbreytir fram-
vindunni. Auk stórleiks glæsi-
mennisins Lancasters prýðir
fjölmargt annað myndina,
einkum leikstjórn og handrit
Brooks; ræðurnar gneista af
eldi og brennisteini og sögu-
þræði bókar Sinclairs Lewis
fylgt af snilld. Jones sýnir fín
tilþrif í litlu, vandasömu hlut-
verki prestsdótturinnar sem
ruðningshetjan Gantry for-
færði á sínum tíma og steypti í
glötun. Hún, ásamt Lancaster
og handriti Brooks, hlutu
Óskarsverðlaunin. Kennedy
er hárfínn sem samviska þjóð-
arinnar, blaðamaðurinn sem
fátt fer fram hjá. Ein magnað-
asta þjóðfélagsádeila Lewis
verður ógleymanleg mynd um
átökin milli ljóss og skugga og
spurninguna sem brennur,
eru sértrúarflokkar almennt
hjómið eitt?
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndaklassík – Elmer Gantry (’60) *****
Hallelúja, bræður og systur!
Burt Lancaster og Shirley Jones
í klassíkinni Elmer Gantry.
Það var ósvikin flugeldasýning þegar Edw-
ard Norton geystist upp á hvíta tjaldið í
Primal Fear, árið 1996. Hann sló eft-
irminnilega í gegn, sýndi þroskaðan og út-
smoginn leik sem fæstir áttu von á af svo
ungum manni í sínu fyrsta, umtalsverða
hlutverki. Allar götur síðan hefur sópað að
Norton, þá hann hefur fengið bitastæð
hlutverk, og skapað eftirminnilegar, oft á
tíðum eitilharðar persónur. Norton er sval-
ur þegar það á við, eins getur hann fyr-
irhafnarlaust leikið mjúka menn og geislar
jafnan af greind og hæfileikum.
Norton er fæddur í Boston 1969, sonur
lögmanns og kennara. Í fyllingu tímans var
pilturinn sendur til mennta við háskólann í
Yale, þar sem hann nam sagnfræði en
söðlaði fljótlega um yfir í leiklistina og
flutti sig til New York, höfuðvígis leiklist-
arinnar í Vesturheimi. Hann starfaði á fjöl-
unum um sinn, eða þar til hinum unga
leikara bauðst virkilega feitur biti, næst-
stærsta hlutverk geðklofa á móti Richard
Gere í Primal Fear (en slíkir sjúklingar
koma oftlega við sögu í hlutverkavali Nor-
tons.) Hann hlaut einróma lof, óskarstiln-
efningu og ávísun á bjarta framtíð fyrir
frammistöðuna. Ekki lækkaði risið á Nor-
ton þegar hann vann ógleymanlegan leik-
sigur tveim árum síðar í þeirri mögnuðu
mynd, American History X. Þar leikur hann
þjóðernissinna og kynþáttahatara sem
hefur tröllatak á litla bróður sínum, en
hefur séð að sér þegar hann hefur setið
af sér í fangelsi – við litla hrifningu þess
yngri.
Kvikmyndaaðdáendur voru sem berg-
numdir, hvað var að gerast? Var kominn til
sögunnar nýr Pacino, De Niro, Hoffman?
Ekki minnkaði hrifningin þegar hann sló í
gegn ásamt Brad Pitt í Fight Club ’99), því
ljóta og flókna púsluspili Davids Fincher.
Áratugur er liðinn frá stórvirkinu hans
Finchers og satt best að segja hefur Nor-
ton fátt gert síðan sem minnisstætt getur
talist en eiturgrænir dýjapyttir Hollywood
verið þess fleiri. Leikarinn hefur gert tæp-
lega tvær myndir á ári frá 2000 og vissu-
lega er sitthvað bitastætt líkt og auka-
hlutverk Nelsons Rockefellers í Fridu
(’02), og hlutverk Brogans, eiturlyfjasala
sem endurskoðar líf sitt síðasta sólar-
hringinn sem hann gengur laus og er með
því besta sem hann hefur gert. Miskunn-
arlaus mynd um kynþáttaforfóma, eitur-
lyfjaneyslu, ástir og harma. Gerð af Spike
Lee, með væna leikara innanborðs; Brian
Cox, Philip Seymour Hoffman, Rosary
Dawson og Önnu Paquin. Afgangurinn er
ekki nógu áhugaverður fyrir leikara með
hæfileika og metnað Edwards Norto
saebjorn@heimsnet.is
Áhugaverð andlit:
Edward Norton
Ótryggt gengi
gæðaleikara
Kvikmyndir
Edward Norton ásamt Brad Pitt í Fight Club.
Reuters