SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 47
18. júlí 2010 47 LÁRÉTT 1. Bárur við byggingu sem drukkið er í. (8) 4. Það er þvættingur að frelsa Mark. (9) 7. Pólitíkusar töpuðu Rós en það er sér kafli. (8) 8. Kynni gest minn fyrir geðblæ (8) 10. Eðli flækist fyrir sorgmæddri. (4) 11. Malbika í desember með einhvers konar matarvökva. (10) 12. Þreyttir á keyrslu um hefðbundnar slóðir. (9) 14. Söngur virtur eins og niðursuðuvaran. (8) 16. Það var náð í kyrrð frá munstraði. (6) 17. Klaufi sem er á mörkum á klukkunni. (6) 18. Smár borðaði hjá hógværri. (8) 20. Orðtökin eru ekki OK þegar þið skjálfið. (6) 22. Of mikið tilboð um hræðslu (5) 24. Þekki héraðsveitu. (4) 27. Sjá hrosshársreipið í látunum. (8) 31. Drepinn við götuna. (6) 32. Fær oft sin til að tengjast á endanum við þvældan garm. (10) 34. Kitli vin einhvern veginn með tilfellunum. (8) 35. Nísk eða er það einföldun sem er ný til komin. (6) 36. Missir sig aðeins yfir ráðgátunni og tapar varkárni sinni. (5) 37. Veitti aðstoð og batt í ljóðaform. (8) LÓÐRÉTT 1. Ökutæki sem er gagnlegt í eldgosum? (8) 2. Sem betur fer byggir dómskerfið ekki á röngum venjum heldur á andstæðu þeirra. (12) 3. Beitið brögðum til fá suðurvind til að hálfliðast. (8) 4. Tónelsk með nagdýr lendir í Satan svona næstum því. (9) 5. Keyr til baka óslétt svæðið með villidýrið til að fá skrið- dýrið. (11) 6. Skriflist Gunnars getur lent hjá norðlensku. (10) 9. Fæðingin í flýti? (8) 13. Innyflin í viðrininu. (5) 15. Geri einhvern veginn út um og viðurkenni. (6) 19. Fá til baka frá jöklinum áganginn á landið. (6) 21. Eflir á einhvern hátt tröppur á villigötum. (11) 22. Sagt er að opinn gjaldmiðill finnist hjá kjaftforri. (9) 23. Lemur herra okkur út af hryssu? (8) 25. Við samskonar rytma er eitthvað óvenjulegt. (8) 26. Vildi tíð flækjast um með súrefnið (8) 28. Djöfull fær skít fyrir skrifað. (6) 29. Ráða við þrátt fyrir allt þó það sé mikið að gera. (8) 30. Núna Gunnar gat náð í sælgæti. (6) 33. Ég vil panta fen. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úr- lausn krossgátu 18. júlí rennur út fimmtudaginn 22. júlí. Nafn vinn- ingshafans birtist í blaðinu 25. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 11. júlí er Hallfríður Frímanns- dóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Píslarvottar án hæfileika eftir Kára Tulinius. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Þegar spurt er að því hvaða skák- maður hafi verið bestur þeirra sem aldrei hrepptu heimsmeist- aratitilinn koma nöfn Kortsnoj og Keres upp í hugann. Saga þess síðarnefnda, Eistlendingsins Paul Keres (1916-1975) er áhugaverð. Á árunum 1954-1962 tók hann þátt í fjórum áskorendamótum og varð alltaf í 2. sæti. Á AVRO- skákmótinu í Hollandi 1938 bar hann sigur úr býtum og skaut aftur fyrir sig öllum helstu meisturum þess tíma. Viðræður um heimsmeistaraeinvígi við Aljékín voru hafnar þegar seinni heimsstyrjöldin greip inn í. Keres var í Buenos Aires vegna Ólymp- íumótsins en þegar hann sneri aftur höfðu Eystrasaltslöndin verið innlimuð í Sovétríkin. Stuttu síðar hernámu nasistar Eistland og Keres tók þátt í nokkrum mótum á þeirra yf- irráðasvæði. Í stríðslok reyndi Keres að flýja hina nýju og gömlu herra, var handtekinn og yf- irheyrður í nokkra daga. Honum var m.a. gefið „að sök“ að hafa búið í sama húsi og þekktur and- spyrnumaður. Það mál var tekið fyrir á ráðstefnu sem haldin var um arfleifð Keres í Tallinn árið 2006 en meðal gesta var Friðrik Ólafsson. Því hefur verið haldið fram að skáksnilld Keresar hafi forðað honum frá aftökusveitum Stalíns. Hann var „endurreistur“ og fékk að tefla á fimm manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Haag og Moskvu árið 1948. Aðr- ir keppendur voru Botvinnik, Smyslov, Reshevsky og Euwe en tefld var fimmföld umferð. Sjötti maður, Ruben Fine, hafnaði þátttöku en að Miguel Najdorf skyldi ekki vera með mun eiga sér þá undarlegu skýringu að í Groningen tveim árum fyrr hafi Najdorf stofnað til veðmála um að hann myndi sigra Botvinnik í því móti – og það gekk eftir! Ker- es tapaði fjórum fyrstu skákum sínum fyrir Botvinnik. Fullvíst er talið að haft hafi verið í hótunum við hann. Til að sanna styrk sinn vann Keres Sovétmeistaramótið þrisvar með stuttu millibili: 1947, 1950 og 1951. Annálað prúðmenni en keppn- ismaður; hann lét svo ummælt að nauðsynlegt væri þeim reyndari að temja og vinna unga og upp- rennandi skákmenn, þeir gætu annars orðið vandmál síðar. Friðrik Ólafssyni gekk illa gegn Keres sem vann Bobby Fischer þrívegis með svörtu. Fyrir löngu gekk ég fram á gamlan Íslands- meistara sem tjáði viðstöddum að hann hefði skoðað allar skákir sem Keres hafði teflt á ferlinum og þær höfðu reynst honum mikill bálkur fróðleiks. Keres var mikill meistari í Tsjí- gorín-afbrigði spænska leiksins. Vann þar marga sigra eins og þennan gegn hinum harðvítuga Efim Geller: Moskva 1951: Efim Geller – Paul Keres Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Bb7 14. Rf1 Hac8 15. Bg5 d5 16. exd5 exd4 17. Bg5 h6 18. Bh4? Geller brast kjark til að leika 18. Bxh6! gxh6 19. Dd2 með óstöðvandi sókn. Svartur leikur betur, 18. .. Hfd8 og svartur heldur í horfinu. 18. … Rxd5 19. Dd3 g6 20. Bg3 Bd6 21. Bxd6 Dxd6 22. Dd2 22. … Rf4! 23. Dxa5 Betra var 23. Be4. 23. … Bxf3 24. gxf3 Rxh3+ 25. Kg2 Rf4+ 26. Kg1 Rh3+ 27. Kg2 Rf4+ 28. Kg1 Dd5! 29. Rg3 d3! 30. Re4 Df5 31. Db4 Hfe8! - Þögull leikur og afgerandi. Geller gafst upp því hann átti enga vörn við hótuninni 32. … Hxe4 ásamt 33. … Dg5+ og mátar. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Sá besti sem aldrei varð heimsmeistari Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.