SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 49
18. júlí 2010 49 Ljóð eftir Eberhard Rumbke í þýðingu Önnu S. Björnsdóttur I. Síðdegis hefur dökkur fugl sig til flugs þá flytja svanirnir sig um set og þagna og undir vængjunum vex nóttin Síðar flugu aðrir fuglar um himininn úr björtu silki og vindi að mæla tímann fram að dimmum stund- um sporlausir í frosti máls síns leggja þeir dag við nótt vind fjallanna ástina en ofan á frosna jörð II. Í myrkrinu leita ég orða skrifa ég nefni ég mjúka vangamynd hlés um næturbil forma setningar í vindinum fylgist með himninum ókunnum eldingum leiftrandi setning- arbrúar þögullar málfræði næturinnar, sem ég hlusta eftir í andardrætti Íslands III. Næturnar eru lengri hér og í öðrum litum ljóðin hafa lengri hlé Setning er steinn, sem slípast hægt á löngum tíma Ég kasta orði í vindinn Einhver ber það að öðrum orðum, spennir það létt yfir fjöll og vötn með millibili eins og óskum Einhver mælir setningu yfir hafið og bíður í þúsund ár eftir svari Hér ristir enginn lengur rúnir í stein þegar sannleikur stundarinnar er hljóður Þá tala landið og hafið sitt fegurra mál Nætur Íslands hús myndu hafa ólík hlutverk, t.d. varð- andi Sinfóníuna o.fl. Austurbæjarbíó með alla sínu merkilegu menningarsögu gæti haft mjög mikilvægt hlutverk sem nú hill- ir undir að verði að veruleika sem ég er mjög sátt við. Það er auðvitað aldrei of mikið af því góða. Ég var náttúrlega bara að tala fyrir því að Austurbæjarbíó fengi að standa og er mjög ánægð með þá nið- urstöðu, að verið sé að hefja það til vegs og virðingar og koma þar aftur inn menning- arstarfsemi, því það er frábært hús. En það kemur ekki í staðinn fyrir Hörpu og öfugt.“ Í sama ferðalaginu – Nú hefur þú lengi barist fyrir bættum kjörum tónlistarkennara og -manna og viljað efla tónlistarkennslu. Munt þú sinna þeirri baráttu áfram? „Þetta starf kemur ábyggilega til með að taka mikinn hluta af mínum tíma og kröftum, það liggur í hlutarins eðli. En ég tel mig samt vera í sama ferðalaginu, að leggja mitt af mörkum til að stuðla að góðu tónlistarlífi í landinu, hvort sem það hefur beinlínis með tónlistarmenntun að gera eða tónleikahald í tónlistarhúsinu okkar. Ég hef óbilandi áhuga á íslensku tónlistarlífi og tröllatrú á okkar tónlist- arfólki sem ég veit að á eftir að fylla tón- listarhúsið af góðri tónlist áður en langt um líður,“ svarar Steinunn Birna. – Þú hefur störf 1. ágúst og ferð þá væntanlega að skipuleggja fyrsta rekstr- arár Hörpu … „Já, mér finnst líklegt að það bíði mín nokkur verkefni,“ skýtur Steinunn Birna inn í. – … er hægt að spyrja að því hvert verði þitt fyrsta verk? Nú skellihlær Steinunn Birna og blaða- maður hálfskammast sín fyrir spurn- inguna. „Ég fæ svo mörg misvel heppnuð svör upp í hugann að ég veit ekki hvert þeirra ég á að velja,“ svarar hún og hlær enn en segist svo vonast til þess að hún finni stól til að sitja í á skrifstofu rekstr- arfélags Hörpu og kannski líka kaffikrús með nafninu sínu á. „Nei, án gríns, ætli ég byrji ekki á því að skoða stöðuna, í bók- staflegri merkingu, bretta síðan upp erm- ar og hefjast handa,“ segir tónlistarstjór- inn að lokum. ’ Ég hef óbilandi áhuga á íslensku tónlistar- lífi og tröllatrú á okk- ar tónlistarfólki sem ég veit að á eftir að fylla tónlistar- húsið af góðri tónlist áður en langt um líður. Frá kynningu á Hörpu í júní sl. Sviðið sést fyrir miðju en svalir og önnur sætapláss hafa ekki enn verið endanlega mörkuð. Húsið verður opnað 4. maí 2011. Steinunn Birna mun gegna stöðu fyrsta tónlistarstjóra Hörpu. Hún segir það spennandi tækifæri að koma að uppbyggingu og mótun tónlistarhússins. Ljósmynd/Anton Brink Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.