SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 54
54 18. júlí 2010 H jónin Péturs Arason verslunarmaður og Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður hafa um árabil verið ötulir safnarar samtíma- myndlistar, ekki síst í tengslum við rekstur sýningarrýmanna Annarrar hæðar og síðar Safns á Laugavegi 37, en starfsemi þess var því miður hætt fyrir nokkrum árum. Telur safneign þeirra um 1.000 verk og á sýningunni „Annað auga“ á Kjarvalsstöðum eru nú til sýnis um 60 þessara verka, nánar tiltekið ljósmynda- verk, og þar sést glögglega hversu vel með á nótunum þau hjónin eru hvað snertir strauma og stefnur í mynd- list samtímans. Ljósmyndin hefur verið áberandi miðill í myndlist á undanförnum áratugum og er sýningin skipulögð á þann hátt að kynntar eru mismunandi áherslur mynd- listarmanna. Salnum er skipt í fjóra sýningarhluta sem hver hverfist um tiltekin svið. Sviðin skarast auðvitað, þannig gætu ljósmyndir Hrafnkels Sigurðssonar af tjöld- um úti í náttúrunni, staðsettar í hlutanum „Umhverfi/ ástand“, alveg eins átt heima á svæðinu sem lýtur að samfélagslegum og menningarsögulegum vísunum, sökum skírskotunar í landslagshefðina í málverki, eða jafnvel í hlutanum sem sýnir ljósmyndina sem gjörn- ingatengdan miðil þar eð uppstilling tjaldanna og myndatakan felur í sér athöfn af slíku tagi. Fjórða sýn- ingarsvæðið lýtur að „ljósmyndinni sem tímatengdum skúlptúr“ og má þar nefna myndir Hamish Fulton sem fela í sér tjáningu er tengist gönguferðalagi hans á Ís- landi – en Fulton á sambærilega mynd í fyrstnefnda hlutanum. Slíka göngu má líta á sem skúlptúr í tíma, en jafnframt fela verkin í sér frásögn um stað og samhengi. Sú aðferð að sýna verkin á skilgreindum merking- arsviðum, gagnast sýningargestum vel og glæðir skiln- ing þeirra án þess að njörva hann of mikið niður. Það er margt að sjá á sýningunni; samansafn alls kyns óvenjulegra og oft á tíðum ögrandi sjónarhorna og hug- leiðinga um veruleikann og listina. Fræðandi og vel unnir textar fylgja hverju verki, að vísu eru þeir stund- um staðsettir of lágt á veggnum miðað við leturstærð. Roni Horn er mikilvægur hlekkur í safni Péturs og Rögnu og á hún mörg verk á sýningunni, þó að textinn sem fylgir sé alltaf sá sami. Verkafjöldinn er mikill og sýningargestir þurfa að halda árvekni sinni til að missa ekki af ljóðrænum perlum á borð við Skipbrot eftir Kristján Guðmundsson, tærleika sjoppumyndar Guð- mundar Ingólfssonar eða fínlegum annarleika í fugla- myndum Carstens Höllers. Myndverkin eru oft á tíðum krefjandi, ekki síst þau sem vísa til sársaukafullra sam- félagsvandamála og eyðileggingar eins og í Berl- ínarverkum Tacitu Dean. Önnur kalla á heimspekilega íhugun, t.d. verk Hreins Friðfinnssonar eða Sigurðar Guðmundssonar, sem voru báðir virkir þátttakendur í framúrstefnuhræringum í kringum 1970. Safn Péturs og Rögnu er öðrum þræði vitnisburður um þá framsæknu menningariðju sem hér hefur fest rætur á síðustu áratugum, og sem mótast hefur af sam- skiptum við alþjóðlegan listheim. Slík starfsemi er hluti af íslenskri listasögu og vert er að hafa í huga að virtir listamenn eins og Roni Horn, Hamish Fulton, Karin Sander og Richard Long, sem eiga öll verk á sýningunni, hafa öll unnið verk í íslensku umhverfi. Sýningin „Ann- að auga“ skartar ekki aðeins mörgum góðum ljós- myndaverkum, heldur hefur hún umtalsvert fræðslu- gildi hvað lýtur að ljósmyndun í samtímamyndlist í erlendu sem innlendu samhengi. Jafnframt gefur sýn- ingin vísbendingu um gildi safneignarinnar í heild – og það gefur auga leið hversu mikill fengur væri að því að hafa slíkt safn aðgengilegt kennslustofnunum, söfnum og almenningi, allt árið um kring. Auga gefur leið MYNDLIST Annað auga – Ljósmyndaverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur bbbbn Listahátíð/Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Til 22. ágúst 2010. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir. Anna Jóa Roni Horn: Portrait of an Image með Isabelle Huppert. Ljósmyndir á sýningunni Annað auga á Kjarvalsstöðum. A ð mörgu er að huga við lestur og skoðun nýrrar bókar Einars Fals Ingólfssonar ljósmyndara, Sögu- staðir, þar sem hann teflir sam- an vatnslitamyndum breska lista- og fræðimannsins W.G. Collingwood árið 1897 og eigin ljósmyndum teknum 2007-9. Hlýnun jarðar, saga ferðalaga, ólíkir myndrænir miðlar, en ekki síst tím- inn sem líður án þess að nokkuð fáist við gert flétta þræði þessarar einkar fallegu og innihaldsríku bókar. Nítjánda öldin var mikil ferðaöld, upp- haf ferðamannaiðnaðar. Í kjölfar ferðalaga aðalsmanna, sem fóru það sem kallað var the Grand Tour um Evrópu sér til mennt- unar og fróðleiks, urðu ferðalög vinsæl hjá almenningi. Ferðabækur urðu til, frá- sagnir af ferðalögum voru mikið lesnar og þróuðust úr hálfgerðum skáldskap yfir í ferðabækur eins og við þekkjum þær í dag. Ferðalangar nítjándu aldar skrásettu ferðir sínar, lýstu því sem fyrir augu bar og túlkuðu framandi menningu og lands- lag eftir eigin höfði. Ferðalangar settu sig oft í spor þeirra sem áður höfðu heimsótt fræga staði og í skrifum sínum vitnuðu þeir í ljóð fortíðar, list eða sögulega við- burði. Þannig varð til ferðalag í tíma og rúmi. Bretar voru hér fyrirferðarmiklir, breska stjórnin sendi fjölda manns til ferðalaga í breskum nýlendum á nítjándu öld, með það að markmiði að safna upp- lýsingum, plöntu- og steinasýnum o.s.frv. Það má líta á ferð breska lista- og fræði- mannsins W.G. Collingwoods árið 1897 á slóðir Íslendingasagna í þessu samhengi. Heimsókn á sögustaði var í fyrirrúmi og nákvæm skrásetning ferðalagsins mik- ilvægt markmið. Einar teflir hér saman ljósmyndum sínum og vatnslitamyndum og ljósmyndum Collingwood. Oft verður til samanburður á opnu eða síðu sem sýnir tímans rás. Mannlegar minjar hverfa und- ir græna torfu á ekki lengri tíma en einni öld á meðan fjall stendur óhagganlegt í bakgrunni. Náttúran breytist líka, ár minnka eða skipta um farveg, vötn breyta um lögun. Hlýnun jarðar er sýnileg, í dag er ekki snjór í fjöllum eins og þá var á sama árstíma, nú er ólíkt hlýrra en þá var. En ekki síst kemur vel fram ólík nálgun listamannanna tveggja. Ljósmyndir Coll- ingwood eru svarthvítar heimildir um fólk og staðhætti, en hann leyfir sér að komast á svolítið skáldlegt flug í vatns- litamyndum sínum. Hér koma fram önn- ur viðhorf til náttúru og ferðasagna en í dag þegar sannleikurinn og verðið skiptir mestu. Collingwood gerir heldur meira úr fjöllum en fyrirmyndin gefur tilefni til og hagræðir landslagi í samræmi við ákjós- anlega myndbyggingu. Einar Falur nálgast myndefnin fyrst og fremst með það að leiðarljósi að finna nákvæmlega sama stað og Collingwood birtir en hann leyfir einn- ig eigin höfundareinkennum að fljóta með. Þannig kemur hann í veg fyrir að merkingarheimur bókarinnar lokist í ein- földum samanburði, opnar söguna fyrir lesandanum. Leiksvið náttúrunnar BÆKUR Sögustaðir, Í fótspor W.G. Collingwood bbbbn Myndlist Einar Falur Ingólfsson, Crymogea, Þjóðminjasafnið, 2010. Einar Falur innan um ljósmyndir sem hann tók á slóðum Collingwoods og finna má í bókinni. Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/RAX Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.