SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 2

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 2
2 8. ágúst 2010 4-8 Vikuspeglar Nýr eigandi Newsweek, Gay Pride og fljúgandi furðuhlutir. 13 Vegamynd Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson nennti ekki að bíða styrks, fór aftur til níunda áratugarins og gerði kvikmynd í fullri lengd. 14 Englar Heimsfrægi ljósmyndarinn Mary Ellen Mark heillaðist af leikhópnum Perlunni í myndbandi Sigur Rósar og myndaði þessa engla. 18 Bak við tjöldin Eggert Jóhannesson ljósmyndari fylgdist draggkeppni á Gay Pride. 20 Björk Viðtal um Magma, afskiptin af pólitík og áhrifin á tónlistina. 24 Ástin og listin Helgarviðtal Kolbrúnar Bergþórs- dóttur við leikstjórann Ingu Bjarnason. 27 Myndaalbúmið Ragna Ingólfsdóttir badmintonspilari í myndum. 28 Sagan á bakvið myndina Ragnar Axelsson, RAX, lýsir eftirminnilegri myndatöku í Eldey. 32 Sléttan og Öxarfjörður Guðrún Hálfdánardóttir með úttekt á mannlífinu á Melrekkasléttu og í Öxarfirði. 36 Flateyri Rætt við Martein Þórisson, leikstjóra heimildarmyndar um björg- unarstörfin eftir snjóflóðið á Flateyri. 39 Matur og vín Uppskriftir Friðriks V. og Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um Rioja. 42 Kvikmyndir Auglýst eftir leikstjóranum Frank Darabont. Lesbók 48 Borða, biðja, elska Tungutak Guðrúnar Egilson og Elizabeth Gil- bert, höfundur metsölubókarinnar Borða, biðja, elska. 50 Jazzhátíð Trommuleikarinn Pétur Grétarsson um hátíðina sem er að hefjast. 52 Bókaopnan Orðanna hljóðan, Lesarinn og burður um barna- söguna Spóa. 54 Að lokum Þankar um þjóðminjar, myndlistargagnrýni og ævisaga Castrós. Ljósmynd Mary Ellen Mark úr myndaröðinni Undrabörnum. 41 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Vera Pálsdóttir. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið Þ að var undarleg tilfinning að ganga inn að Seljavallalaug í liðinni viku. Stórskorið landslagið varð enn mikilúðlegra í svartri öskunni og grárri þokunni sem grúfði yfir. Minnugir orða Eyfellingsins Páls Andréssonar, sem sagði dalinn nú eins og „dauðs manns gröf“, hvarfl- aði ekki að ferðalöngunum, að hægt væri að baða sig við þessar aðstæður, svo sundfötin voru skilin eftir í bílunum. En þegar komið var að sundlauginni, voru þrír að lauga sig og ekki bar á öðru en að það yljaði þeim á sál og líkama. Greinilegt er að hreins- unarstarfið hefur skilað nokkrum árangri, þó að öskutunga teygði sig ofan í tært vatnið. Seljavallalaugin er friðuð útisundlaug, sem stendur fremst í Laugárgili. Hún er í eigu Ungmennafélagsins Eyfellings og var byggð árið 1923 að frumkvæði Björns J. Andréssonar, eins og fram kemur á skilti á laugarhúsinu. Þó að bannárin séu liðin, þá er strangt áfengisbann í lauginni. Þar stendur ennfremur: „Laugin er elsta uppistandandi sundlaug landsins og sú fyrsta þar sem kennt var skyldunám í sundi. 25 m löng og var um árabil lengsta sundlaug landsins.“ Ótrúlegt er til þess að hugsa að Laugárgilið sé alla jafna gróðursæll staður, hlýlegur og fagur á sumrin, þegar farið er troðninginn í öskunni meðfram hlíð- inni og horft yfir þennan svarta dal. En þó má sjá gróður á stangli teygja sig upp úr öskunni. Og fólk er farið að baða sig. pebl@mbl.is Halldóra og Ólöf Kristrún skrifa í öskuna, sem síðan fýkur á haf út og kannski til fjarlægra landa. Sundlaug í öskunni Umhverfi Seljavallalaugar er drungalegt eftir eldgosið. Ljósmynd/Pétur Blöndal 7. og 8. ágúst Síðastliðinn fimmtudag voru Hinsegin dagar 2010 settir í Reykjavík. Þá fjóra daga sem hátíðin stendur er boðið upp á ótal viðburði þar sem gleði, glys og glaumur ráða ríkjum. Klukkan 14 laugardaginn 7. ágúst verður haldið í hina stórkostlegu gleðigöngu niður Laugaveginn sem endar svo með Hinsegin hátíð við Arnarhól kl. 15.30. Um kvöldið efnir DJ Páll Óskar að vanda til hátíðardansleiks á Nasa en fyrir þá sem verða sprækir dag- inn eftir er um að gera að skella sér á fjölskylduhátíð í Viðey kl. 13. Hinsegin dagar í Reykjavík Við mælum með … 10. ágúst Næstkomandi þriðjudag blæs málmblásarasveitin Wonderbrass til tón- leika á Kjarvalsstöðum kl. 20. Hópurinn samanstendur af 10 konum og var settur saman af Björk Guðmundsdóttur fyrir Volta World Tour. Á efnisskránni er að finna verk eftir t.d. Björk, Gershwin og Kristínu Bergs. 5.-22. ágúst Næstu vikur stendur yfir í Reykjavík listahátíðin artFart en hún er haldin af Sambandi ungra sviðslistamanna. Á dagskrá hátíð- arinnar má finna sýningar, list- viðburði, fyrirlestra og vinnustofur. Ítarlegar upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu hátíð- arinnar, www.artfart.is.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.