SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 2
2 8. ágúst 2010 4-8 Vikuspeglar Nýr eigandi Newsweek, Gay Pride og fljúgandi furðuhlutir. 13 Vegamynd Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson nennti ekki að bíða styrks, fór aftur til níunda áratugarins og gerði kvikmynd í fullri lengd. 14 Englar Heimsfrægi ljósmyndarinn Mary Ellen Mark heillaðist af leikhópnum Perlunni í myndbandi Sigur Rósar og myndaði þessa engla. 18 Bak við tjöldin Eggert Jóhannesson ljósmyndari fylgdist draggkeppni á Gay Pride. 20 Björk Viðtal um Magma, afskiptin af pólitík og áhrifin á tónlistina. 24 Ástin og listin Helgarviðtal Kolbrúnar Bergþórs- dóttur við leikstjórann Ingu Bjarnason. 27 Myndaalbúmið Ragna Ingólfsdóttir badmintonspilari í myndum. 28 Sagan á bakvið myndina Ragnar Axelsson, RAX, lýsir eftirminnilegri myndatöku í Eldey. 32 Sléttan og Öxarfjörður Guðrún Hálfdánardóttir með úttekt á mannlífinu á Melrekkasléttu og í Öxarfirði. 36 Flateyri Rætt við Martein Þórisson, leikstjóra heimildarmyndar um björg- unarstörfin eftir snjóflóðið á Flateyri. 39 Matur og vín Uppskriftir Friðriks V. og Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um Rioja. 42 Kvikmyndir Auglýst eftir leikstjóranum Frank Darabont. Lesbók 48 Borða, biðja, elska Tungutak Guðrúnar Egilson og Elizabeth Gil- bert, höfundur metsölubókarinnar Borða, biðja, elska. 50 Jazzhátíð Trommuleikarinn Pétur Grétarsson um hátíðina sem er að hefjast. 52 Bókaopnan Orðanna hljóðan, Lesarinn og burður um barna- söguna Spóa. 54 Að lokum Þankar um þjóðminjar, myndlistargagnrýni og ævisaga Castrós. Ljósmynd Mary Ellen Mark úr myndaröðinni Undrabörnum. 41 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Vera Pálsdóttir. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið Þ að var undarleg tilfinning að ganga inn að Seljavallalaug í liðinni viku. Stórskorið landslagið varð enn mikilúðlegra í svartri öskunni og grárri þokunni sem grúfði yfir. Minnugir orða Eyfellingsins Páls Andréssonar, sem sagði dalinn nú eins og „dauðs manns gröf“, hvarfl- aði ekki að ferðalöngunum, að hægt væri að baða sig við þessar aðstæður, svo sundfötin voru skilin eftir í bílunum. En þegar komið var að sundlauginni, voru þrír að lauga sig og ekki bar á öðru en að það yljaði þeim á sál og líkama. Greinilegt er að hreins- unarstarfið hefur skilað nokkrum árangri, þó að öskutunga teygði sig ofan í tært vatnið. Seljavallalaugin er friðuð útisundlaug, sem stendur fremst í Laugárgili. Hún er í eigu Ungmennafélagsins Eyfellings og var byggð árið 1923 að frumkvæði Björns J. Andréssonar, eins og fram kemur á skilti á laugarhúsinu. Þó að bannárin séu liðin, þá er strangt áfengisbann í lauginni. Þar stendur ennfremur: „Laugin er elsta uppistandandi sundlaug landsins og sú fyrsta þar sem kennt var skyldunám í sundi. 25 m löng og var um árabil lengsta sundlaug landsins.“ Ótrúlegt er til þess að hugsa að Laugárgilið sé alla jafna gróðursæll staður, hlýlegur og fagur á sumrin, þegar farið er troðninginn í öskunni meðfram hlíð- inni og horft yfir þennan svarta dal. En þó má sjá gróður á stangli teygja sig upp úr öskunni. Og fólk er farið að baða sig. pebl@mbl.is Halldóra og Ólöf Kristrún skrifa í öskuna, sem síðan fýkur á haf út og kannski til fjarlægra landa. Sundlaug í öskunni Umhverfi Seljavallalaugar er drungalegt eftir eldgosið. Ljósmynd/Pétur Blöndal 7. og 8. ágúst Síðastliðinn fimmtudag voru Hinsegin dagar 2010 settir í Reykjavík. Þá fjóra daga sem hátíðin stendur er boðið upp á ótal viðburði þar sem gleði, glys og glaumur ráða ríkjum. Klukkan 14 laugardaginn 7. ágúst verður haldið í hina stórkostlegu gleðigöngu niður Laugaveginn sem endar svo með Hinsegin hátíð við Arnarhól kl. 15.30. Um kvöldið efnir DJ Páll Óskar að vanda til hátíðardansleiks á Nasa en fyrir þá sem verða sprækir dag- inn eftir er um að gera að skella sér á fjölskylduhátíð í Viðey kl. 13. Hinsegin dagar í Reykjavík Við mælum með … 10. ágúst Næstkomandi þriðjudag blæs málmblásarasveitin Wonderbrass til tón- leika á Kjarvalsstöðum kl. 20. Hópurinn samanstendur af 10 konum og var settur saman af Björk Guðmundsdóttur fyrir Volta World Tour. Á efnisskránni er að finna verk eftir t.d. Björk, Gershwin og Kristínu Bergs. 5.-22. ágúst Næstu vikur stendur yfir í Reykjavík listahátíðin artFart en hún er haldin af Sambandi ungra sviðslistamanna. Á dagskrá hátíð- arinnar má finna sýningar, list- viðburði, fyrirlestra og vinnustofur. Ítarlegar upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðu hátíð- arinnar, www.artfart.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.