SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 2

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 2
2 26. september 2010 4-8 Í spegli vikunnar Var hún fær um að skipuleggja morð?, gömul loforð í nýjum umbúðum og neyðarlegir foreldrar á fésinu. 24 Það þarf hugrakka menn Guðmundur Ólafsson hagfræðingur talar um refsigleði, hugrakkan þingmann Sjálfstæðisflokksins og vonda skattastefnu stjórnvalda. 27 Kynfræðingur á ferð og flugi Jóna Ingibjörg Jónsdóttir opnar myndaalbúmið. 32 Þetta snýst ekki bara um að veiða? Breska veiðikonan Lilla Rowcliffe er kunn fyrir að hafa veitt óvenju- stóra fiska. Í tæp tuttugu ár hefur hún veitt í Aðaldalnum. 42 Drekinn sem gleypti sólina Rætt við leikstjóra kvikmyndarinnar When the Dragon Swallowed the Sun sem sýnd er á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. 44 Ert þetta þú, Guð? Gítargoðið Eric Clapton gefur út plötuna Clap- ton eftir helgi sem inniheldur blöndu af frum- sömdum lögum og tökulögum. 45 Litríkir þræðir Mannleg samskipti eru ákveðin list, oftast skemmtileg og gefandi en stundum líka óvænt og flókin. Lesbók 48 Að spyrja efnið „Mér er alveg sama í hvaða efni ég vinn,“ segir Erlingur Jónsson mynd- höggvari sem sýnir verk sín í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. 50 Af víðförlum mönnum Einar Már Guðmundsson fjallar um Thor Vilhjálmsson í tilefni af 85 ára afmæli þess síðarnefnda fyrir skemmstu. 52 Gefandi textar og næmir Lesari vikunnar er Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt. 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af hjartaígræðslu í Gautaborg. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 43 36 Augnablikið F innur einhver lykt af Pepsíi? Ungur maður vopnaður gjallarhorni varpar fram þessari spurningu í áhorfendastúkunni við Þórs- völlinn á Akureyri. Það er laugardagur 18. september 2010, klukkan er að nálgast fjögur. Fjöldi áhorfenda bregst við með lágværum hlátri. Líka einstaka maður niðri á vellinum, en enginn þorir að hlæja dátt. Ekki alveg strax. Sæti í efstu deild er ekki öruggt fyrr en flautað verður af fyrir sunnan. Að minnsta kosti einn leikmaður er í símanum, kófsveittur eftir leik sem nýbúið er að flauta af. Í stúkunni sjást nokkrir símar við eyra. „Staðan er ennþá 3:1, það er búin 91 mínúta,“ kallar stuðningsmaður í stúkunni. Hann hafði hringt í vin. Sá er staddur á Leiknisvellinum í Breiðholti þar sem Leiknir glímir við Fjölni. Vík- ingar tryggðu sér sæti í úrvalsdeilinni, sem kennd er við Pepsí, viku fyrr en Leiknir og Þór gerðu báðir tilkall til annars sætis í 1. deild og þar með að kom- ast í hóp þeirra bestu næsta sumar. Leiknismenn voru með pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina í dag. Þeim nægði jafntefli en Þór þurfti að sigra Fjarðabyggð og treysta á að Breiðhyltingarnir töpuðu. Fljótlega eftir að blásið er til leiks í Glerárhverfi og Breiðholti berast þær fregnir að Fjölnir hafi tekið forystu. Hjarta vallarstjóra Þórsara virðist hætta að slá ör- skamma stund því nánast samtímis gera Þórsarar fyrsta markið. Hann fölnar af spenningi. „Eigum við að tilkynna stöðuna fyrir sunnan? Nei. Stein- þegjum.“ Skyldi þetta verða okkar dagur? hugsar lífs- reyndur maður niðri við völlinn. Mörkin hrannast svo upp. Lokastaðan er 9:1 fyrir Þór. Klukkan stöðvast á 91:11. Rétt fyrir leikslok hringir síminn í vasa mínum. „Heldurðu að þetta sé ekki orðið öruggt?“ spyr maður nákominn mér. „Veistu hvernig staðan er?“ spyr ég. „Já, ég er austan við völlinn. Í bílnum.“ Ég sá bílinn í fjarska. Þessi mikli Þórsari hefur ekki þorað á völlinn í mörg ár vegna spennings, en stóðst ekki mátið í þetta skipti. Draumurinn er að rætast og hann hefur drifið sig af stað þegar ekkert gat lengur klikkað! „Staðan er ennþá 3:1, það eru búnar rúmar 92 mínútur,“ kallar maðurinn í símanum í stúkunni. Svo leggur hann fingur á varir sínar. Biður um hljóð. Í nokkur andartök má heyra saumnál detta. Svo verður allt vitlaust. Menn taka á sprett. Dansa. Faðmast. Brosa. Sumir hafa ekki brosað svona breitt í mörg ár. Sumir hafa ekki hlaupið svona hratt í mörg ár! Krakkarnir sem laumast inn í búningsklefann og fylgjast með áframhaldandi fögnuði þar hafa aldrei séð annað eins. Þeir hafa heldur aldrei séð Þór spila í efstu deild karla. Það upplifa þeir í fyrsta skipti næsta sumar. skapti@mbl.is Brosað út að eyrum. Nokkrir ungir Þórsarar laumuðust inn í búningsklefa þegar sæti í Pepsídeildinni var í höfn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 9-1 91:11 2. október Hátíðin Haustroði haldin á Seyð- isfirði. Markaðir, ljósmynda- og sultukeppni, leiðsögn um gamla bæinn. 2. október Jógvan Hansen og kórinn 17 Sangarar frá Klaksvík í Fær- eyjum syngja í Langholts- kirkju. 2. okt Matarveislan Sauðkindin haldin á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit. Á boðstólum verður ýmislegt gómsætt sem tengist íslensku sauðkindinni. Veislustjórn, harmonikku- leikur og hópsöngur undir borðum. Við mælum með … 6. október Björn Finnsson kynnir hnútagerðarlist og kennir viðstöddum að búa til apahönd í Gerðubergi miðvikudaginn sjötta október. Apahönd er skraut- hnútur sem myndar eins konar bolta sem hægt er að nota í ýmsum til- gangi, til að mynda sem lyklakippu eða sem leikfang fyrir hunda. Efniviður verður á staðnum og fá gestir að útbúa sína eigin apahönd og taka með sér heim. Björn Finnsson er áhugamaður um ýmiss konar handverk og hefur leiðbeint börnum og fullorðnum um árabil á ýmsum vettvangi. Áttu apahönd? Fitul í t i l l Ferskur Jógúrt ís Hollusta & Ferskleiki FroYo jógúrtís fæst aðeins í FroYo jógúrtís er á Facebook Ávextir – Hnetur – Granola – Nammi Yfir 40 tegundir af fersku og spennandi meðlæti Nýr frábær Jó gúrtís ferskari og fit uminni Fituinnihald m inna en 1% Fjöldi spenna ndi bragðtegu nda Ísbúðinni Álfheimum 4 S í m i 5 6 8 0 0 5 0 · f r o y o @ s i m n e t . i s

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.