SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 4
4 26. september 2010 Þúsaldarmarkmiðin ná meðal annars til þess að bæta eigi heilsufar og innviði í fátækustu ríkjum heims. Að fátækustu íbúar heimsins fái viðunandi næringu er gríðarlega mikilvægt. Árið 2000 var markið sett við að árið 2015 myndu helmingi færri svelta, en árið 1990, eða 600 milljónir manna. Sam- kvæmt tölum frá matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO, þjást á þessu ári um 925 milljónir manna af hungri og næringarskorti. Sennilega þjáist um milljarður manna í viðbót af vannæringu. Vannærð börn vaxa hægar, en þau, sem fá nóg að borða, eru oft andlega á eftir og veikari fyrir sjúkdómum. Rann- sókn sýnir að einstaklingur, sem ekki fær nóg af vít- amínum og steinefnum í bernsku verður 30 árum síð- ar með 40% lægri laun en vel nærð börn. Talið er að á næstu fjörutíu árum muni jarðarbúum fjölga úr sjö milljörðum manna í níu. Eigi að næra allt þetta fólk og leysa úr skortinum mun matvælafram- leiðsla þurfa að aukast um 70%. Hvernig á að gera það? Margir binda vonir við erfðatæknina, en hún er umdeild. Einnig er því haldið fram að breyta þurfi um áherslur. Iðnvæðing landbúnaðar hefur haft mikið að segja, en engu að síður eru smábændur víða hryggj- arstykkið í landbúnaðinum. Í Brasilíu er til dæmis mikið af framleiðslu stóru búanna flutt út. Smábænd- ur framleiða 70% af landbúnaðarvörunum, sem neytt er innan lands. 70% íbúa Afríku lifa á því, sem þeir rækta á eigin skikum. Aðeins brot af opinberri þróun- arhjálp fer hins vegar í landbúnað. Árið 1979 var hlutfallið 18%, en árið 2007 var það komið niður í 5,5%. „Afleiðingarnar voru skelfilegar,“ segir Jac- ques Diouf, forseti FAO. Hvernig á að næra heiminn? Vannært barn í Sómalíu. Hátt í tveir milljarðar jarð- arbúa fá ekki nóg að borða. Reuters Á þeim tíma sem Obama forseti stóð í ræðustól og flutti ræðu sína fyrir Sameinuðu þjóðunum munu 30 kon- ur hafa dáið af barnsförum og 66 börn úr malaríu,“ sagði Ray Offenheiser, tals- maður góðgerðarsamtakanna Oxfam, þegar þriggja daga leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um fátækt og þúsaldarmarkmiðin, sem sett voru fyrir tíu árum, lauk í New York á miðvikudag. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnti að ríkisstjórnir, einstaklingar og góðgerðarsamtök hefðu skuldbundið sig til að safna fjörutíu milljörðum dollara til að bjarga líf- um milljóna kvenna og barna. Barack Obama sagði í ræðu sinni að þjóðir heims myndu ekki ná þúsaldarmarkmiðunum, sem miðast við árið 2015, að óbreyttu. Margt hefði náðst, en það hefði „ekki gerst næstum því nógu hratt“. Obama boðaði breytingar í þróunarhjálp. „Hugsið ykkur þær milljónir manna, sem treyst hafa á matvælaaðstoð áratugum saman,“ sagði hann. „Það er ekki þróun, það er að vera háður og þann vítahring verðum við að rjúfa.“ Obama skoraði á þróunarríkin að taka frum- kvæðið og sagði: „Þeim tímum, sem þróun ykk- ar er ákveðin í erlendum höfuðborgum, verður að ljúka.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem tóku til máls á fundinum, og fjallaði hún meðal annars um áhrif heimskreppunnar. „En þau vandamál, sem blasa við þróuðu ríkjunum, eiga ekki að beina athygli okkar frá brennandi málefnum dagsins,“ sagði hún. „Athygli okkar á að beinast að sárri neyð fátækustu svæða heimsins.“ Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, minnti leiðtoga heims á loforð um að verja 0,7% af vergum þjóðartekjum í aðstoð. „Að bjóða brauðhleif er nytsamlegra en innantómt loforð,“ sagði Wen og gagnrýndi þjóðir heims fyrir að hafa ekki staðið við orð sín. Hann sagði að auð- ugustu þjóðir heims ættu að gefa án skilyrða. Hann sagði að í lok 2009 hefði Kína gefið eftir skuldir 50 ríkja að andvirði fjóra milljarða doll- ara. Kínverjar myndu einnig gefa eftir lán, sem kæmu á gjalddaga á þessu ári. Til þessa hafa aðeins fimm ríki uppfyllt skil- yrðið um að veita 0,7% af vergum þjóðartekjum í þróunarhjálp. Ísland er ekki þeirra á meðal, þótt það hafi verið lengi á dagskrá. Árið 2008 var hlutfallið hæst, fór upp í 0,36% af vergum þjóð- artekjum, en lækkaði samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu niður í 0,32% 2009 og á þessu ári er gert ráð fyrir að það verði 0,24%. Leiðtogafundinum var ekki fyrr lokið en gagnrýnin hófst. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að 120 milljarða dollara þurfi til að ná markmiðunum og jafnvel meira. Mun minna fé var lofað á fundinum. Samtökin Oxfam segja að ekki sé allt sem sýnist með þær upp- hæðir. „Það er ljóst að ríku löndin eru að setja gömul loforð með að því er virðist háum verð- miða í nýjan, glansandi Sameinuðu þjóðapappír fremur en að þær séu að tilkynna fátækustu þjóðum heims eitthvað nýtt,“ sagði Emma Seery, talsmaður Oxfam. „Nánast helmingi fjár- ins hefur þegar verið lofað annars staðar.“ Joanna Kerr, framkvæmdastjóri ActionAid, sem vinnur gegn hungri, sagði að leiðtogafund- urinn hefði verið „dýr hliðarsýning“ og „skriða af velvilja, sem hefði kænskulega falið þá stað- reynd að ekki var tilkynnt um neinar aðgerð- aráætlanir til að taka á fátækt sem hefðu verið að fullu fjármagnaðar“. Salil Getty, framkvæmdastjóri Amnesty Int- ernational, dró trúverðugleika yfirlýsinga á fundinum í efa: „Leiðtogar heimsins eru í raun að biðja okkur um að treysta sér, sem er ótrúleg krafa þegar gjáin á milli þess sem þeir þurfa að gera og hafa gert er skoðuð.“ Bent hefur verið á að af þeim sex milljörðum, sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims lofuðu að láta af hendi rakna á fundi sínum í L’Aquila í fyrra, er megnið enn aðeins á pappírnum. Í Der Spiegel var rifjað upp að rétt fyrir leið- togafund Sameinuðu þjóðanna í New York hitti Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÞ, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín. Hann sagði henni að standa yrði við loforðin að baki þúsaldarmarkmiðunum. Það væri einnig í þágu ríku landanna: „Á því veltur stöðugleiki al- þjóðasamfélagsins.“ Bilið milli orða og gerða Loks alvara eða gömul loforð í nýjum umbúðum Wen Jiabao, leiðtogi Kína, gagnrýndi þjóðir heims fyrir að standa ekki við skuldbindingar um þróunarhjálp. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að margt hefði náðst, en hlutirnir yrðu að gerast hraðar. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hjónin Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Melinda Gates eru meðal þeirra, sem mest ætla að láta af hendi rakna til að ná þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna. Á næstu fimm árum mun stofnun þeirra veita Samein- uðu þjóðunum 1,5 milljarða dollara til ráðstöfunar. Féð á að fara í baráttuna gegn sjúkdómum. Gjöf frá Gates Nýtt steinbakað, heilkorna brauð frá Jóa Fel Kóngabrauð - þétt, heilkorna, bragðgott, dökkt og án sykurs

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.