SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 15

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 15
26. september 2010 15 É g segi bara gott heilt yfir. Það er smáaft- urkippur í augnablikinu. En það er ekkert slæmt – enginn heimsendir,“ segir Kjartan Birgisson, sem gengur nú fyrir nýju hjarta eftir hjartaígræðslu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og lengst af á undan áætlun. Aðgerðin gekk vel, við vorum komin af gjör- gæslu fyrr en varði, og svo var spurning hvort ég færi í þrjár sýnatökur eða fjórar. Það hefur verið spurningin eilífa. Síðast um miðja viku vissi ég ekki annað en að ég færi heim á fimmtudag. Síðan kom bakslag í sýnatök- unni.“ Hann segir hjartað „fúnkera“ alveg 100%. „Það þarfnast þjálfunar og aðlögunar, en það þarf engin tæki til að halda því gangandi, engin utanaðkomandi áhrif, nema eitt lyf, hjartamagnyl, sem hjálpar hjartanu sjálfu. Hitt eru allt lyfjakúrsar vegna ónæmiskerfisins, þvag- ræsilyf og fleira.“ Og hann finnur mun á hjartslættinum. „Ég finn mik- inn jákvæðan mun. Hitt var náttúrlega hávaðaseggur, en þetta er talsvert rólegra. Það heyrist minna í því. Ef ég hreyfi mig verð ég var við áreynslu, sem er gott, en hjartað er fljótt að jafna sig. Mér finnst þetta líta mjög vel út, allavega frá mínum bæjardyrum séð. Ég veit ekki annað en að læknarnir séu líka ánægðir, að öðru leyti en því, að það var lítil höfnun í vikunni. Ég fór í þriggja daga lyfjameðferð út af henni og veit ekki um sjúkra- húsvistina eftir það, hvað verður í framhaldi af því, hvort ég fer heim og bíð þar eða hvort ég bíð hérna úti í rúma viku í viðbót.“ Þeim tekst ekki að slökkva á mér Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð. Hún hófst með símhringingu rétt fyrir tvö fimmtu- daginn 26. ágúst. Sjö tímum síðar var Kjartan kominn á Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og tvær mínútur yfir sex að morgni föstudagsins 27. ágúst var nýtt hjarta farið að slá í líkama hans. „Það er algjörlega með ólíkindum að hægt sé að flytja líffæri á milli einstaklinga, að ekki sé talað um ferðalögin sem það krefst – að geta beðið heima í Árbænum, fengið símtal rétt fyrir tvö og verið kominn á spítalann í Gauta- borg hálfníu um kvöldið [að íslenskum tíma],“ segir Kjartan. Og hann rifjar upp augnablikið sem hringingin barst. „Það er hálfgerður brandari að segja frá því,“ segir hann. „Vinur minn sem býr í Mosfellsbæ var búinn að boða sig í kaffi til mín, ætlaði að láta mig vita á heimleið- inni, þannig að ég gæti kveikt á kaffivélinni. Þegar sím- inn hringdi bjóst ég við að Pálmar væri í símanum, en þá var það kona sem kynnti sig sem starfsmann á hjarta- deild Landspítalans og sagði að fréttir hefðu borist frá Svíþjóð – það væri til hjarta handa mér. Ég gladdist yfir því, en kveikti óvart á kaffivélinni. Ég hringdi strax í frúna, kallaði hana heim úr vinnunni og hún kom á sama tíma og Pálmar. Það var svolítil rekistefna um það hvort við fengjum okkur bollann eða ekki. En það komu boð um að drífa okkur út á flugvöll, þeir gætu flýtt flug- inu frekar en seinkað. Svo biðum við alveg í klukkutíma úti á flugvelli eftir fluginu, þannig að okkur lá ekki svo mikið á.“ Hildur, eldri dóttirin, var heima þegar símtalið barst. „Við vorum að spjalla í eldhúsinu, að mig minnir um háskólann frekar en eitthvað annað. Svo hringdum við í Maríu, sem var í tíma í MH. Hún er nú ekki vön að svara símanum í skólatíma, en af því að þetta var pabbi henn- ar, þá þóttist hún vita hvað væri í pípunum og svaraði. Hún kom svo og hitti okkur úti á flugvelli. Þetta var hálfgerður símafundur þar, vinir og ættingjar látnir Fimmtudagur kl. 23:52 Kveðjukossinn. Kjartan og Halldóra kyssast fyrir aðgerðina. Fimmtudagur kl. 15:12 að íslenskum tíma Hildur og María kveðja pabba á Reykjavíkurflugvelli. Fimmtudagur kl. 23:26 að sænskum tíma Kjartan búinn í baði og bíður þess að leggjast undir hnífinn. Fimmtudagur kl. 19:08 Halldóra sat og prjónaði í flugvélinni á leið til Gautaborgar. 

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.