SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 16

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 16
16 26. september 2010 Föstudagur kl. 00:35 Kjartan sofnaður. Viðmótið öllu einbeittara hjá Sven-Erik. Föstudagur kl. 00:02 Létt yfir Sven-Erik svæfingarlækni í spjalli við Kjartan. Föstudagur kl. 04:49 Sérfræðingarnir á hjarta- og lungnavélinni. Þegar skipt var um tónlist í aðgerðinni vildi sá eldri spila Lady Gaga. Föstudagur 06:34 Hjartalæknarnir Hans og Ulf í kaffi. Kjartan að jafna sig með nýja hjartað. ’ Ég hef fengið mikinn stuðning héðan og þaðan, ekki síst á facebook. Eitt lítið „like“ segir mér að fylgst sé með. Og það er yndislegt að finna, að maður er ekki einn. Með þessari tækni er hægt að gera það, sem ekki var hægt áður. Þá var maður einn úti í heimi og enginn vissi hvað var að gerast. 1„Íslensku hjartalæknarnir bera það undir okkur efþeir eru með sjúkling með hjartasjúkdóm, sem kemur til greina fyrir hjartaígræðslu,“ segir Vilborg Sig- urðardóttir, yfirlæknir á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu. „Allir fara í gegnum hefðbundið mat, sem í tilfelli Ís- lendinga er unnið á Íslandi, en í því felst meðal annars ómskoðun, hjartaþræðing, sýnataka, kransæðamynda- taka, þolpróf og athugun á ástandi annarra líffæra, svo sem nýrna og lifrar.“ 2Gögnin eru send út til Sahlgrenska með beiðni umformlegt mat. „Ef við sjáum að þessi einstaklingur er með alvarlega hjartabilun á lokastigi og ekki aug- ljósar frábendingar fyrir ígræðslu, sem koma í veg fyrir að hjartaígræðslan geti bætt almenn lífsgæði, þá kem- ur hann hingað út í viðbótarrannsóknir frá þriðjudegi til laugardags,“ segir Vilborg. „Síðan leggjum við erindið fyrir þverfaglegan samráðsfund lækna af helstu fag- sviðum og tökum ákvörðun um ígræðslu, af eða á. Til- kynnt er um það sama dag og ef svarið er já, þá fær sjúklingurinn leiðsögn og fræðslu. Markmiðið með því að fá hann hingað út með aðstandanda með sér er að við teljum hann hafa rétt á því, þar sem þetta er stór aðgerð og stórt skref. Álagið er svo mikið þegar hjart- að bíður, þá er stuttur tími, kannski um miðja nótt, og mikilvægt að umhverfið sé kunnuglegt.“ 3Síðan fer einstaklingurinn heim og er kominn á bið-lista fyrir hjartaígræðslu. „Það er háð því hve margir eru á biðlista hversu fljótt hann kemst að. Í raun eru engar tryggingar, því framboð er takmarkað á líf- færum og framboð sveiflukennt milli ára. Það er helsta fyrirstaðan. Forgangsraðað er á biðlistanum, þannig að þeir sem eru veikastir komast fyrst að.“ 4Hringt er í hjartadeildina á Íslandi og óskað eftir aðsjúklingurinn sé kallaður inn. Þá er séð til þess að hann sé fluttur út með sjúkraflugi. 5Sjúklingurinn kemur á hjartadeildina á Sa-hlgrenska, er undirbúinn, fluttur á skurðstofu og inn til aðgerðar. Aðgerðin tekur allt að tíu tíma, þar með talin svæfingin. 6Síðan vaknar sjúklingurinn sama dag eða nokkrumdögum seinna á gjörgæsludeild. Þar er hann frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur. Tíminn á sjúkra- húsinu er alla jafna ekki skemmri en fjórar vikur. 7Á þessum fjórum vikum er tekið sýni úr hjartavöðv-anum einu sinni í viku. Það er til að fylgjast með að blóðþéttni ónæmisbælandi lyfja sé næg til að bæla höfnun á hjartanu. Þéttnin má ekki vera of mikil, því það getur valdið álagi á nýrun, og ekki of lítil, því það getur valdið höfnun á hjartanu. Enginn getur fengið nýtt hjarta án þess að vera á ónæmisbilandi lyfjum, því annars hafnar líkaminn því. Venjan er að fyrstu tvær vikurnar er þéttni ónæmisbælandi lyfja svo mikil að það verður sjaldnast höfnun. En upp úr því eru ein og upp í nokkrar hafnanir algengar og þá þarf stóran skammt af sterum til að slá hana niður. Höfnun er eitthvað sem flestir eða allir upplifa einu sinni eða oftar á fyrsta árinu, en eftir það er það sjaldgæft, og þess vegna er hætt sýnatökum eftir eitt ár. Hafnanirnar valda yfirleitt ekki afturför, heldur tefja batann um nokkra daga. 8Smám saman líður lengra á milli sjúkrahúsvistar.Við sex mánaða tímabil er einstaklingurinn undir eðlilegum kringumstæðum kominn með allt að 50% þrek miðað við jafnaldra. Og eftir eitt ár er hann kominn með frá 50 til 100% af fullu þreki. 9Fyrir utan ónæmisbælingu þarf fyrirbyggjandisýklameðferð á þessu fyrsta ári, en því fylgir að forðast fyrstu vikurnar og mánuðina að vera innan um fólk með kvefpestir. Hjartaígræðsla í stuttu máli Aðgerðin Fyrst er sjúklingurinn svæfður. Þá er strax farið að opna brjóstholið og undirbúa að geta á stuttum tíma tekið út gamla hjartað til að sauma það nýja inn. Svo er innleitt með ónæmisbælandi lyfjum. Þegar símtal berst um að nýja hjartað sé komið með flugvél er kveikt á hjarta- og lungnavélinni og gamla hjartað tekið út. Nýja hjartanu er haldið ísköldu í vökva sem hægir á efna- skiptum og heldur hjartavöðvafrumunum í jafnvægi. Það er saumað í líkamann, sett í það efni sem hægir enn frekar á efnaskiptum á meðan það er saumað við æðarnar. Þegar heitu blóði er svo leyft að renna um það fer það nær undantekningalaust aftur að slá. Þegar bú- ið er að stöðva blæðingar er hægt að taka af hjarta- og lungnavélina og svo er brjóstholinu lokað.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.