SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 18

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 18
18 26. september 2010 Laugardagur kl. 18:02 Klukkan slær 18.02. Liðinn einn og hálfur sólarhringur frá því nýja hjartað byrjaði að slá. Kjartan byrjaður í endurhæfingu. Það er bara meistaravonin sem er farin, en ég verð áfram KR-ingur!“ Það sem var erfiðast Og það var „fínt“ að vakna, að sögn Kjartans. „Það gekk alveg vel og tiltölulega snemma, strax klukkan þrjú á föstudeginum. Aðgerðin var ekki búin fyrr en átta um morguninn, þannig að þetta var bara sjö tíma svefn. Ég held að Kristinn ljósmyndari hafi farið upp úr átta, þeg- ar búið var að setja hjartað í. En hann veit það betur en ég – ég var steinsofandi!“ – Var erfitt að koma sér á lappir? „Nei, það er aldrei erfitt að koma sér á lappir. Svefn- inn var erfiðastur framan af, en það hefur lagast. Ég sef allar nætur, fer á fætur hálfátta og aftur að sofa eftir tíu á kvöldin, sofna um ellefuleytið. Ég má alltaf búast við að vera truflaður klukkan sex út af blóðprufum. En þetta er búið að vera ótrúlega auðvelt líkamlega. Ég hef verið á fullu hjá sjúkraþjálfurum, án þess að ofgera mér, hef labbað í stiganum nokkrum sinnum, en ekki mátt það undanfarna dag út af lyfjameðferðinni. Það er frekar að haldið sé aftur af mér í þjálfuninni, því ekki skortir vilj- ann. Ef ég væri í ræktinni heima, þá væri ég að gera miklu meira. Ekki þar fyrir að ég myndi ábyggilega ekk- ert nenna að vera þar – mér hefur alltaf þótt leiðinlegt í líkamsrækt.“ – Það er auðfundið og fleiri hafa haft orð á því við mig, að þú temur þér jákvætt viðhorf í garð þessara veikinda. „Já, maður verður að gera það,“ svarar Kjartan ein- beittur. „Það verður að vera sól fyrir utan gluggann. Þó að maður geti pexað út af einu eða öðru, þá heldur mað- ur því bara fyrir sig og horfir jákvætt á tilveruna. Maður þarf líka að hafa vit á því að hlýða starfsfólkinu, þau kunna þetta. Stundum má setja út á eitthvað, þau hlusta og reyna þá að bæta sig. Svo er maður hálfgerður skap- ofsamaður fyrst á eftir, þá er búið að brjóta ónæm- iskerfið niður og dæla í mann á sterum, en konan mín tekur því með miklu langlundargeði.“ – Það verður gaman að komast í golfið? „Já, já, já, og helst vil ég komast í badmintonið líka. En þá er ég að horfa eitthvað lengra, til áramóta. Það verður gaman að sjá, hvort ég get dundað mér eitthvað með spaðann.“ – Stundum er talað um að fólk breytist þegar það fær nýtt líffæri? „Að ég fari að skrifa skáldsögur eða gerist listmálari,“ svarar hann og hlær. „Maður heyrir ýmislegt. Ef svo er, þá er það í leyni ennþá. Kannski kemur það í ljós innan ársins. Ég veit það ekki...“ Hann veltir vöngum. „Eigum við ekki að gefa því séns bara? Ég er opinn fyrir öllu. Enginn er svo góður að það megi ekki bæta hann!“ Og hann hefur fengið mikla hvatningu frá vinum og ættingjum. „Ég hef fengið mikinn stuðning héðan og þaðan, ekki síst á facebook. Eitt lítið „like“ segir mér að fylgst sé með. Og það er yndislegt að finna, að maður er ekki einn. Með þessari tækni er hægt að gera það, sem ekki var hægt áður. Þá var maður einn úti í heimi og enginn vissi hvað var að gerast. Nú fengum við spít- alatölvu frá byrjun og dætur okkar sáu líka um að upp- færa heiman frá. Svo komu þær fyrir rúmri viku og voru hjá okkur. Það var náttúrlega alveg yndislegt!“ – Hvað var erfiðast? „Það var í rauninni að kyssa konuna mína bless á ganginum við svæfingarstofuna. Það var erfiðast. Allt sem fylgdi eftir það var ekki í mínum höndum, heldur þeirra sem hafa sérfræðiþekkinguna. En að skilja hana eftir í þeirri óvissu sem var framundan hjá henni og kveðja stelpurnar á flugvellinum, þetta fannst mér erf- iðast að glíma við – tilfinningahliðin. Líkamlega hliðin fannst mér létt, meðal annars af því að ég hef mikla reynslu eftir að hafa gengið í gegnum fjórar lokuaðgerð- ir, sem allt eru svipaðar aðgerðir í sjálfu sér. Munurinn er fyrst og fremst lyfjaaðgerðin sem fylgir á eftir. Lík- amlega finnst mér allt hafa gengið ofboðslega vel og ég er ánægður með allt – nema kannski rúmið mitt.“ – Ha? Rúmið þitt? „Já, ég er ekki ánægður með þessi rúm. Og ekki á Landspítalanum heldur. Mér finnast þessi spítalarúm ekki góð – þau eru ekki vel hönnuð fyrir sjúklinga, að minnsta kosti ekki stærri menn. Ég myndi ekki vilja vera þú í þessu rúmi. Ef ég man rétt, þá ertu nokkrum sentimetrum hærri en ég!“ Föstudagur kl. 10:43 Halldóra bíður hjá Kjartani, þar sem hann liggur sofandi á gjörgæslu og er enn í öndunarvél. Föstudagur kl. 15:42 Kjartan vaknaður. Halldóra vætir á honum varirnar. Vilborg læknir og séra Ágúst líta við. ’ Þetta gerist alltaf svona. Það er ekki fyrr en maður gerir áætlanir um framtíðina, sem framtíðin er tekin af manni. Ef maður er búinn að lifa klukkutíma fyrir klukkutíma í nítján vikur, þá kemur að því að maður bókar sig út daginn.  Lífið hefur oft hangið á bláþræði hjá Kjartani Birgissyni, sem hefur farið í ófáar hjartaaðgerðir í gegnum tíð- ina. Veikindi Kjartans gerðu snemma vart við sig og fann hann fyrir þrekleysi strax í æsku. „Það verður léttir þegar þetta er búið,“ sagði hann í samtali við Sunnudagsmoggann 15. ágúst. „Það sem vinnur gegn mér er þrekleysið. Undanfarin ár hefur þrekið minnkað og minnkað hjá mér. Núna er heilsan þannig að ég á erfitt með stystu göngutúra. Ég reyni að halda þreki með því að ganga en sama hversu lítið ég geng, þá er það alltaf of mikið.“ Hann sagði jafnframt að hann hefði þurft að aðlagast því að vera viðbúinn kallinu í hjartaígræðslu. „Það þýðir ekki að boða sig í afmæli á Hvammstanga. Ég reyni að hugsa um annað og skipulegg ekkert fram í tímann, lofa engu eftir viku, mánuð eða þrjá mánuði. Ég segi bara: „Ég geri það ef ég get.“ Það miðast allt við að ég geti horfið með skömmum fyrirvara. Ég hef gert það áður, var bara í göngutúr vestur í bæ þegar hjartað stoppaði.“ Lífið oft hangið á bláþræði

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.