SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 19
26. september 2010 19
fannst mér erfiðast að sjá þegar hann var vakinn í hádeg-
inu, þannig að hægt væri að gefa honum lyfin. Þá sá maður
vanlíðanina, því hann var tengdur öllum þessum tækjum.
Mér fannst það langsamlega erfiðast. Samt er sagt strax
við mann, að hann muni ekkert eftir því þegar hann vaknar,
hann viti ekkert af þessu. En það er óhugnanlegt fyrir því og
óþægilegt að sjá viðbrögðin.“
– Það hefur verið þægilegra um eftirmiðdaginn?
„Já, og strax á laugardag var hann farinn að háma í sig
morgunmat. Ég held það hafi verið um kaffileytið á laug-
ardaginn, að hann sat í stólnum og borðaði, aðeins klukku-
tíma seinna kom kvöldmaturinn og hann tróð honum í sig –
ég hef aldrei séð hann borða af svo mikilli lyst!“
– Þú hefur verið úti allan tímann?
„Já, já, ég hef ekkert vikið frá. Það er voðalega skrítið að
vera svona lengi frá vinnu, því ég er grunnskólakennari. En
einhvern veginn bjargast það.“
– Þú hefur sögu að segja krökkunum?
„Já, þau fylgjast örugglega vel með. Kennararnir eru nátt-
úrlega vinir manns á facebook, nokkrir foreldrar líka, og
þetta er svo lítið samfélag; þau fá alltaf einhverjar fréttir af
manni.“
Og hún er ánægð með aðstöðuna í Svíþjóð.
„Það er rosalega þægilegt að vera í Jóhannesarvillu, sem
er inni á lóðinni. En það er náttúrlega ekki skemmtilegt að
hanga svona. Það er hins vegar ekkert annað í stöðunni.
Æ, vertu ekkert að hlusta á þetta!“ segir hún svo hneyksluð
á sjálfri sér. „Auðvitað er skrítið að vera kippt út úr öllu, en
samt er þetta óskaplega fínt allt saman. Ég vona bara að
þrátt fyrir þetta bakslag styttist í að við komumst heim.“
Horfði á Miami Vice
um nóttina
26. ágúst, kl. 11:29
Kjartan Birgisson Biðstofustjórinn hélt upp á 19
vikna biðafmæli með því að taka á því í æf-
ingasalnum, sit svo slakur heima og legg á Esjuna
á eftir. Síðan er það Fylkir – KR í kvöld, ætli ég ljúki
svo ekki deginum með að fara í bíó og Kringlukr-
ána … ;-)
26. ágúst, kl. 16.19
Kjartan Birgisson Pabbi hætti skyndilega við öll
plön dagsins og ákvað að skella sér frekar til Sví-
þjóðar! Kallið kom rétt fyrir 14:30. Mamma trúði
ekki sínum eigin eyrum þegar pabbi hringdi en þau
eru núna í loftinu á leiðinni út! Aðgerðin verður
framkvæmd í nótt og fyrstu fréttir berast ekki fyrr
en einhvern tímann eftir hádegi á morgun.
Kv. Hildur og María
26. ágúst, kl. 21.33
Sigurður Ingi Halldórsson Ok stakkst af til Sverige
til að losna við að fara með mér á leikinn. Barði
húsið að utan í kvöld áður en leikurinn byrjaði. En
annars gangi ykkur vel.
27. ágúst, kl. 9.59
Kjartan Birgisson og nýja hjartað sem sló í fyrsta
skipti kl. 6:02 í morgun! :) Það er allt sem við vitum
í bili … látum vita með frekari fréttir þegar þær ber-
ast :)
27. ágúst, kl. 10.30
Hildur Kjartansdóttir Elsku bestasti pabbi minn!
Þú ert mesta hetja sem ég þekki! :) Sjáumst um
næstu helgi! (María er að leita að miðum handa
okkur :)) Þangað til verða rafræn (og símræn?)
knús og kossar að duga! Hlakka til að heyra í ÞÉR!
:)
27. ágúst, kl. 17.07
Halldóra Ingólfsdóttir Kjartan er laus ur öndunar-
velinni (fyrir 4 klst). Byrjadi ad segja fimmaura-
brandara eins og hann var buinn ad lofa.
28. ágúst, kl. 10.28
Halldóra Ingólfsdóttir For um kl 9 og stoppadi 3
klst. hja KB. Hann bordadi morgunmat, thjalfadi
lungu, bordadi svo hadegismat. Er hinn spraekasti.
Farinn ad standa a faetur. Mjög lystugur. Lagdi sig
eftir matinn :) Hugsanlega losnar hann af gjörga-
eslu seinni partinn …
28. ágúst, kl. 17.15
Halldóra Ingólfsdóttir Losnar líklega af gjörgæslu
a morgun þegar blóðþynning verður orðin fullkomin
og slöngur teknar. KB hitti sætan, saklausan
sjúkraþjálfara í morgun og sagði: „Are you going to
kill me?“ (þegar hann fékk friðarpípuna). Alltaf
fyndinn ;)
30. ágúst, kl. 18.20
Kjartan Birgisson Þetta er ábyggilega mjög lítið
stykki, því ég græt bara ;-) Takk fyrir góðar kveðjur
allir. Sigur er innan seilingar en mikið verk fram-
undan.
2. september, kl. 18.43
Kjartan Birgisson Góðan daginn öll, dagur sjö að
byrja hér í borginni hans Gauta. Enn mjög þreyttur
og finnst það mætti fara að breytast. Reyni að
halda mig á beinu brautinni ;-).
2. september, kl. 19.14
Halldóra Ingólfsdóttir Ískaldur kjúklingaborgari og
franskar (McDonalds): „Besti matur sem ég hef
fengið lengi“ (KB)
4. september, kl. 13.06
Kjartan Birgisson Loksins kominn með tölvuna
mína ;-) Vona að hún virki áfram, síðasta klukkutím-
ann rúmlega hef ég verið að lesa kveðjur frá vinum
og fjölskyldu og brest í grát öðru hvoru, vona að
lyklaborðið sé vatnshelt og ég fari að þorna! Eins
og við var að búast þá small fréttin! (símtalið) á
manni „án fyrirvara“ og lítill tími … til nokkurs. Náði
þó að hringja í Dóru og nokkra aðra ;-)
Hjartnæmar færslur
á fésbókinni
Laugardagur kl. 12:13
Halldóra flettir fésbók á gistiheimilinu Jóhannesarvillunni.
Laugardagur kl. 09:52
Kjartan kominn á ról. Matarlystin með besta móti.
Laugardagur kl. 10:04
Sjúkraþjálfarinn mættur. Blásið til að ná upp þreki.
Næsta vika: Fjallað um líffæragjafir almennt
og rætt við nýrnaþegann Oddgeir Gylfason sem
lauk þríþrautarkeppninni Ironman í sumar.
„Mig langar að deila þessu með vinum mínum hér á
„Facebook“ með þeirri von að einhverjir séu aflögufærir
um eitthvað til handa þessari vinkonu minni.“
Þannig hefst færsla Kjartans á fésbókinni 17. sept-
ember síðastliðinn. Þar vísar hann á umfjöllun í Skessu-
horni um fjársöfnun handa Pálfríði Sigurðardóttur frá
Stafholtsey í Borgarfirði, sem glímt hefur við veikindi
síðasta áratug eða allt frá því hún greindist með vírus í
hjarta í nóvember 2000, þá 29 ára gömul.
Pálfríður fór í hjartaígræðslu á undan Kjartani, en lá
enn á gjörgæslu þegar hann útskrifaðist þaðan. Er
langt í frá að batinn hafi verið nógu góður og verður
hún ytra einhverjar vikur í viðbót. Pálfríður er einstæð
móðir, en sonur hennar var eins árs þegar hún greind-
ist. Hann er nú ellefu ára, býr á meðan hjá ömmu sinni í
Stafholtsey og sækir skóla í sveitinni. Staða Pálfríðar
er erfið fjárhagslega og verða henni flestar bjargir bann-
aðar næsta árið í það minnsta. Vinir hennar hafa því
stofnað bankareikning, þannig að landsmenn geti
styrkt hana á þessum erfiðu tímum í lífi hennar. Banka-
númerið er 0326-13-007171 og kennitala 281071-
5649.
Söfnun fyrir Pálfríði
Það var búið að hringja út í frímínútur þegar Halldóra Ing-
ólfsdóttir, eiginkona Kjartans, fékk símtalið frá honum. „Ég
var bara að ganga frá og svona, þá hringdi Kjartan í mig
með tíðindin. Hann var hættur að keyra, þannig að ég var á
bílnum. Ég rauk niður í kjallara og út bara. Ég var búin að
vera á tánum. Og ég fór ekkert að hella upp á eins og
hann!“
Hún segist ekki hafa verið með kvíðahnút. „Nei, ég hélt
fyrst að hann væri bara að grínast. Hann orðaði það þannig,
að hann ætlaði að bjóða mér til Svíþjóðar, og var voða ró-
legur. Hann hefur alltaf kunnað að koma mér á óvart. Og þá
áttaði ég mig á hvað var í gangi.“
Halldóra var fimm mínútur að keyra heim. „Ég hugsaði á
leiðinni, að það ætti bara eftir að setja ofan í tösku, og svo
bara út. Það kom mér á óvart hvað allt var í miklum róleg-
heitum heima. En ástæðan var sú, að okkur var sagt að
það lægi ekkert rosalega á, flugið væri ekki fyrr en hálf-
fjögur. Ég hélt að það ætti bara að fara einn, tveir og þrír!“
– Var þetta óraunverulegt?
„Nei, ég var bara rosalega fegin. Þetta var svakalegur
léttir, því ég var búin að heyra, að hann hefði alla burði til að
verða svo miklu betri eftir ígræðsluna. Ég fékk líka svo góð-
an undirbúning í vor, í kynningum og rannsóknum á Sahl-
grenska. En það var skrítið að fara í pínulítilli rellu yfir Atl-
antshafið, náttúrlega í fyrsta skipti á ævinni, og með manni
sem maður þekkti ekki neitt, segir hún og hlær – og vísar til
þess að Kristinn Ingvarsson ljósmyndari var með í för.
„En þetta var flott flug,“ bætir hún við. En orðin drukkna
næstum í hávaða, sem stigmagnast á bak við hana.
„Nú heyrir maður í þyrlunni, sem er að lenda á pallinum
fyrir framan,“ hrópar hún. „Ég er á svölunum og það er sól í
augnablikinu.“
Svo dettur allt aftur í dúnalogn.
Hún segir kveðjukossinn fyrir aðgerðina ekki hafa verið
neitt mál. „Það var bara eitthvað, sem þurfti að klára. Svo
fékk ég sjúkrastofu til að leggja mig og fór að sofa. Það var
ekkert annað hægt en að slaka á. Ég man að ég vaknaði
um miðja nótt og þá var þetta ömurlega efni í sjónvarpinu,
Miami Vice,“ segir hún og hlær innilega. „Ég horfði á einn
þátt af því. Og það eru minningarnar sem ég á af þessari
sjúkrastofu! Svo hitti ég Kristin ljósmyndara um morguninn,
ætli klukkan hafi ekki verið hálfátta, þannig að ég hvíldist
alveg. Þá sagði hann mér að hjartað hefði byrjað að slá
klukkan 6.02. Hann var yfir sig hrifinn, ég heyrði það á hon-
um, að þetta hefði verið svakaleg lífsreynsla fyrir hann.“
Hún þagnar.
„En af því þú spurðir Kjartan hvað hefði verið erfiðast. Jú,
jú, að kyssa bless, það var skrítið og erfitt og allt það. En af
því að ég vissi að hann kveið því að vakna í öndunarvél, þá