SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 23
’ Tásunuddið og það að gefa sól á bakið er okkar helsta slök- unarleið. setjast niður, óma og segja „jóg-aaa.“ Síð- an hefst ævintýrið þar sem kennara og börnum er gefin frjáls taumur ímynd- unaraflsins. Það er auðvelt að nálgast börn í gegnum sögur. Umfram allt viljum við hafa þetta skemmtilegt.“ Á Reynisholti er einnig stundað jóga utan dyra. „Við erum svo heppin með umhverfið. Í vettvangsferðum upp að Reynisvatni höfum við t.d. stundað jóga. Í vor létum við hanna sérstakan jógalund hér á leikskólalóðinni þar sem börnin geta stundað jóga í návígi við náttúruna,“ segir Sigurlaug og við blaðamanni blasir skjólsæl hringlaga laut umkringd trjá- gróðri. Foreldrum og starfsfólki boðið í jóga Það eru ekki einungis börnin sem stunda jóga á leikskólanum heldur hefur for- eldrum og starfsfólki einnig staðið til boða að fræðast um þessa fornu leið til sjálfsbetrunar og mannræktar. „Á tíma- bili buðum við foreldrum upp á jóga- tíma. Þeir voru ekkert svakalega vel nýttir en flestir foreldrar eru afar já- kvæðir í garð jógaiðkunar barna sinna. Sú hefð hefur jafnframt skapast að starfsfólki er boðið að sækja jógatíma í leikskólanum vikulega yfir veturinn. Allir skipulagsdagar okkar hefjast á jógatímum.“ Í eigu leikskólans er myndarlegt safn af margvíslegum stuðnings- og náms- gögnum um jóga. Má þar nefna ýmsar bæk- ur, mynddiska og jógaspjöld. „Jógaspjöldin hafa vakið mikla lukku í kennslunni. Þau sýna ýmsar jógastellingar með myndum og útskýringum. Spjöldin eru yfirleitt notuð á þann hátt að börnin fá að draga spjald og hafa þannig áhrif á ákvarðanatökuna,“ seg- ir Sigurlaug og dregur fram fallega mynd- skreytt spjöld. Eitt gagnlegasta kennslugagnið að mati kennaranna er handbókin Snerting, jóga og slökun sem Sigurlaug skrifaði ásamt Elínu Jónasdóttur. Bókin er byggð á samnefndu meistaraprófsverkefni Sigurlaugar í upp- eldis- og menntunarfræðum frá árinu 2002. Samstarfsverkefnið Birta Sigurlaug hefur um árabil haldið námskeið og fyrirlestra um ávinning þess að vinna markvisst með jóga og snertingu í skóla- starfi. Sú nálgun sem viðhöfð er í Reyn- isholti hefur nokkra sérstöðu á meðal leik- skóla. Þessi sýn gengur nú undir nafninu Birta. Verkefnið hefur fært út kvíarnar og ný- lega voru samtökin Birta stofnuð sem er samstarfsverkefni fjögurra leikskóla sem vinna með jóga í lífsleikninámi barna. Reynisholt er móðurskóli samstarfshóps- ins, en aðrir leikskólar sem að samstarfinu koma eru; Akrasel á Akranesi, Rauðaborg í Reykjavík og Sunnuhvoll í Garðabæ. „Við lærum mikið á því að vera í samstarfi með öðrum, þar erum við að miðla þekking- unni, kenna hvert öðru, starfsmenn heim- sækja leikskóla hver annars og þannig erum við alltaf að læra eitthvað nýtt sem gerir starfsemina enn öflugri fyrir vikið,“ segir Sigurlaug og kveður. Börn í jóga utandyra í leikskólanum Reynisholti undir stjórn Aðalheiðar Stefánsdóttur. 26. september 2010 23 ’ Ávaxtasnarlið er siður sem mörg börn taka með sér heim, og er það mjög ánægjuleg þróun. stúlkanir í skráningu,“ bætir Unnur við en verkefnið hlaut tvívegis styrk frá heil- brigðisráðuneyti og Landlæknisembætti. Veganesti til frambúðar Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífs- hætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. „Þegar ég mótaði starfsemi heilsuleikskólans, ásamt mínum kennurum, lagði ég mikið upp úr því að kennsla í íþróttum og list- um væri í höndum sérmenntaðra starfs- manna. Ráðinn var fagstjóri í listum sem hafði umsjón með hópvinnu og sá um markmiðasetningu á því sviði. Að sama skapi fengu börnin skipulagða hreyfingu 1-2 klst. á viku í sérútbúnum íþróttasal undir stjórn íþróttakennara.“ Annar höfuðþáttur stefnunnar er áherslan á góða næringu. „Í heilsu- leikskólum er boðið upp á hollan heim- ilismat. Næringarráðgjafi er hafður með í ráðum við gerð matseðla og tekið er mið af ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Reynt er að hafa fæðið fjölbreytt, þar sem sneitt er hjá unnum kjötvörum og sparlega er farið með sykur og salt. Vatn er svala- drykkur en mjólk er matur. Mjólkin er notuð sem ábót í lok hádegisverðar, en í síðdegishressingu drekka börnin mjólk og borða brauð sem bakað er í leikskól- anum. Börn þurfa ákveðið magn af mjólk á dag,“ útskýrir hún og tekur fram að það hafi sýnt sig að matarvenjur manna eru áunnar. Eitt af því nýbreytnistarfi sem tekið var upp í Skólatröð var að leggja niður hefð- bundinn morgunverð og færa hann heim til foreldra en setja þess í stað inn máltíð milli kl. 9-10 þar sem boðið er upp á grænmeti og ávexti og er magnið áætlað sem svarar tveimur þriðja af epli og í boði eru fjórar til fimm tegundir í senn. Í framhaldinu tóku fjölmargir leikskólar í Kópavogi upp sama sið. „Við úttekt kom í ljós að börnin hjá okkur neyttu ekki nægilegs magns af ávöxtum, grænmeti og kartöflum á degi hverjum. Við brugðumst við með því að bjóða upp á þessa máltíð að morgni. Ávaxtasnarlið er siður sem mörg börn taka með sér heim, og er það mjög ánægjuleg þróun.“ Áhersluþættir heilsuleikskóla geta ver- ið mismunandi eftir leikskólum, en rauði þráðurinn er sá sami. Margir heilsuleiks- skólar eru einnig á grænni grein til marks um umhverfismiðað starf og útikennsla hefur verið tekin upp í auknum mæli. Foreldrar eru almennt ánægðir með starfsemi heilsuleikskóla. Þar starfa margir fagmenn og aðsókn í þá er mikil. Að mati Unnar var mikil þörf fyrir heilsuvakningu í leikskólastarfi á þeim tíma sem hún mótaði stefnuna. „Í dag horfir öðruvísi við og heilsuvakning á meðal almennings virðist vera mikil. Umræðan um holla lífshætti og þátttaka í víðavangshlaupum eru til marks um það. Á sama tíma benda rannsóknir til að of- fita barna fari vaxandi og það er áhyggju- efni.“ Frumkvöðlastarf Unnar skilaði sér í al- íslenskri uppeldisstefnu, eins og fram hefur komið. Í hinum vestræna heimi er útbreiðsla hollra lífshátta kærkomin. Það liggur því beinast við að spyrja hvort það sé í bígerð að hefja útflutning á heilsu- stefnunni? „Við höfum velt þeim möguleika fyrir okkur að flytja stefnuna út, sérstaklega til Norðurlandanna. Víða erlendis eru starf- andi leikskólar sem leggja áherslu á hreyfingu og útikennslu en við höfum ekki orðið vör við aðrar stefnur sem hnýta saman þessa þrjá þætti; næringu, hreyfingu og listsköpun. Útrásin er kannski verðugt verkefni framtíð- arinnar,“ segir Unnur sem er önnum kaf- in og nýlent frá Ungverjalandi þar sem hún kynnti sér nýjungar í hreyfistarfi ungra barna, ásamt tíu öðrum stjórn- endum heilsuleikskóla. Þess má geta að Unnur starfaði sem leikskólastjóri á Urðarhóli í 12 ár, en árið 2007 tók hún við stöðu framkvæmda- stjóra skólasviðs hjá Skólum ehf. Fyr- irtækið sér um rekstur á fimm heilsu- leiksskólum á höfuðborgarsvæðinu. Unnur Stefánsdóttir á leikskólanum Skólatröð Betra samfélag Röð viðtala um hugmyndir að því sem betur má fara í íslensku samfélagi. Unnur Stefánsdóttir á leikskólanum Skólatröð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.