SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 26
26 26. september 2010
Þ
að sem af er umræðum um
skýrslu þingmannanefnd-
arinnar og tillögur hennar um
að ákæra nokkra fyrrverandi
ráðherra fyrir landsdómi hefur þing-
mönnum ekki tekizt vel til. Í þessum um-
ræðum er allt í einni og sömu grautarskál,
umræður um það, hvort lögin frá 1905 eru
nothæf og umræður um efni málsins, þ.e.
hvort ráðherrarnir fyrrverandi hafi gerzt
brotlegir við lög um ráðherraábyrgð. Til
viðbótar koma svo pólitísk spjótalög.
Þetta eru ekki góð vinnubrögð. For-
senda þess, að þingið geti tekizt á við
spurninguna um ráðherraábyrgð er auð-
vitað sú, að sæmileg samstaða sé til staðar
um málsmeðferðina sjálfa. Fyrir einu ári, í
september 2009, skilaði vinnuhópur
þriggja sérfræðinga, sem forsætisnefnd
Alþingis hafði skipað í júní 2008 skýrslu,
en vinnuhópurinn átti að fara yfir „nú-
gildandi lagareglur um eftirlit þingsins
með handhöfum framkvæmdarvalds og
leggja mat á hvort breytinga sé þörf“.
Vinnuhópurinn, sem starfaði undir for-
ystu Bryndísar Hlöðversdóttur, skilaði
gagnmerkri skýrslu og efni hennar snýr
beint að umræðuefni líðandi stundar. Í
desember 2009 bar Arndís Soffía Sigurð-
ardóttir fram fyrirspurn til forseta Alþing-
is, þar sem m.a. sagði:
„Telur forseti og forsætisnefnd ástæðu
til að hefja almenna endurskoðun laga um
landsdóm, nr. 3/1963 og laga um ráð-
herraábyrgð, nr. 4/1963, við þær að-
stæður, sem nú eru?“
Í svari forseta Alþingis segir m.a.:
„Í áðurnefndri skýrslu vinnuhóps for-
sætisnefndar komu fram nokkrar ábend-
ingar um atriði í lögum um ráðherra-
ábyrgð og landsdóm, sem ástæða þykir til
að endurskoða. Áður er getið ábendingar
um skipan landsdóms. Að auki er talið
nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga
um ráðherraábyrgð með tilliti til kröf-
unnar um skýrleika refsiheimilda. Þar er
einkum vísað til 10. gr. laganna þar sem
fjallað er um brot þar sem ráðherra „mis-
beitir stórlega valdi sínu“ án þess að fara
beinlínis út fyrir embættistakmörk sín
samkvæmt lögum eða „stofnar heill rík-
isins í fyrirsjáanlega hættu“ án þess að
framkvæmdin sé sérstaklega bönnuð í
lögum … Tillaga hefur komið fram um að
skipa nefnd, sem verði falið að endur-
skoða löggjöf á þessu sviði og semja drög
að frumvörpum. Ætla yrði þeirri vinnu
nokkurn tíma … Þó að þessi undirbún-
ingur hæfist fljótlega mundu tillögur að
öllum líkindum ekki koma til afgreiðslu
fyrr en þau mál, sem nú eru efst á baugi
yrðu yfirstaðin.“
Og loks segir í svari forseta Alþingis:
„Komi til þess að það reyni á lög um
ráðherraábyrgð og landsdóm áður en
þeim yrði breytt verður að ætla að
fyrirmæli þeirra verði túlkuð til samræmis
við kröfur 69. gr. stjórnarskrárinnar um
lögbundnar refsiheimildir og 70. gr. um
réttláta meðferð fyrir dómi. Með breyt-
ingum, sem gerðar voru á lögum um
landsdóm með lögum nr. 88/2008 um
meðferð sakamála, hefur enn fremur verið
tryggt að meðferð mála út af embættis-
broti ráðherra taki nú í meginatriðum mið
af almennum kröfum til málsmeðferðar í
sakamálum.“
Þegar forseti vísar í svari sínu til skýr-
leika refsiheimilda er m.a. vísað til skýrslu
nefndar á vegum forsætisráðuneytis frá
1999 þar sem vakin er athygli á óljósu
orðalagi 10. gr. ráðherraábyrgðarlaga, sem
talið er nauðsynlegt að breyta.
Það liggja sem sagt fyrir skýrslur frá ár-
unum 1999 og 2009 um nauðsyn breyt-
inga og endurskoðunar á lögum um
landsdóm og ráðherraábyrgð og athygli er
vakin á málinu á Alþingi í desember 2009.
Samt sem áður er niðurstaða Alþingis sú
að víkja þeim ítrekuðu ábendingum til
hliðar og vinna málið áfram á grundvelli
100 ára gamalla laga.
Hvers vegna var ekki sett vinna af stað
strax í september 2009 við að undirbúa
nauðsynlegar breytingar á lögum? Í
skýrslu vinnuhóps Bryndísar Hlöðvers-
dóttur eru allar upplýsingar fyrir hendi,
sem til þarf m.a. ítarleg umfjöllun um
þróun þessara mála í Danmörku og Noregi
og efnislegar tillögur um breytingar á lög-
um hér.
Ég er þeirrar skoðunar að fyrrverandi
ráðherrar hljóti að standa við þá ábyrgð,
sem þeir öxluðu, þegar vegsemdin var
þeirra. En þrennt þarf að gerast áður en
Alþingi getur snúið sér að þeirri spurn-
ingu, hvort yfirleitt sé tilefni til að ákæra
þá fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð.
Í fyrsta lagi verður löggjöfin um þá máls-
meðferð að vera á þann veg, að hafið sé
yfir allan efa, að réttarstaða þeirra sé ótví-
ræð og að fullu virt.
Í öðru lagi er grundvallaratriði að þeir
einstaklingar sem hér eiga hlut að máli fái
tækifæri til að skýra sín sjónarmið og gera
þingi og þjóð grein fyrir því hvernig þau
álitaefni, sem um er að ræða horfa við
þeim. Ekkert þeirra hefur nokkru sinni
talað til þjóðarinnar og haft uppi nokkra
opinbera málsvörn. Þau hafa gefið skýrslu
fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og þau
hafa sent þingmannanefndinni bréf. Þau
eiga rétt á að því að þeim verði tryggður
vettvangur til þess að lýsa sínum sjón-
armiðum og viðhorfum. Það er t.d. hægt
að gera með því að ráðherrarnir fyrrver-
andi svari fyrirspurnum þingnefndar á
fundi sem yrði sjónvarpað þannig að
málsvörn þeirra og málstaður næði til
þjóðarinnar allrar.
Í þriðja lagi er nauðsynlegt að þingmenn
ræði efnislega ástæður hrunsins og ákæru-
efni á hendur fyrrverandi ráðherrum, sem
þeir hafa ekki gert að nokkru ráði til þessa.
Þá gefst þeim, sem sátu á Alþingi fyrir
kosningar 2009 og sitja þar enn tækifæri
til að útskýra hvers vegna þeir sjálfir
hreyfðu engum viðvörunarorðum, en
þögðu þess í stað þrátt fyrir ítrekaðar
ábendingar frá árslokum 2005 um að ekki
væri allt með felldu í íslenzka bankakerf-
inu.
Þau eiga rétt á að tala til þjóðarinnar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
M
ikil skelfing greip um sig í öryggismiðstöð
sovéska hersins skammt frá Moskvu laust
eftir miðnætti á þessum degi fyrir 27 árum.
Viðvörunarbjöllur glumdu, ekki var um að
villast, fimm langdrægar bandarískar eldflaugar voru
komnar inn í sovéska lofthelgi og stefndu á höfuðborg-
ina. Yfirmaðurinn á vakt, Stanislav Petrov ofursti, hafði
skýr fyrirmæli kæmi þessi staða upp. Hann átti um-
svifalaust að svara í sömu mynt – og þar með hrinda af
stað þriðju heimsstyrjöldinni.
Til að setja málið í samhengi var kalda stríðið í al-
gleymingi á þessum tíma og þremur vikum áður höfðu
Sovétmenn skotið niður suður-kóreska farþegaþotu
sem af gáleysi hafði flogið inn í sovéska lofthelgi. Allir
um borð, 269 manns, týndu lífi, þeirra á meðal margir
Bandaríkjamenn, svo sem þingmaðurinn Larry McDo-
nald. Þá var Atlantshafsbandalagið í þann mund að hefja
umfangsmikla heræfingu, Able Archer 83, sem sovéska
leyniþjónustan, KGB, leit á sem mikla ögrun.
Öll gögn bar að sama brunni þessa nótt, Bandaríkin
voru að gera árás á Sovétríkin. Næstráðendur Petrovs
stukku upp úr sætum sínum og biðu þess að hann ýtti á
hnappinn. En hann beið átekta. Eitthvað stemmdi ekki.
„Ég trúði því ekki að einhver myndi sísona varpa fimm
flugskeytum á okkur,“ útskýrði Petrov síðar. „Fimm
eldflaugar myndu aldrei þurrka okkur út og Bandaríkja-
menn áttu þúsundir flauga í viðbragðsstöðu. Við-
bragðsáætlunin gerði ekki ráð fyrir þessu.“
Innst inni vissi Petrov að hann væri í aðstöðu til að
hrinda af stað heimsstyrjöld, hann minnti sig á þann
möguleika í hvert sinn er hann kom á vakt. Þegar á
reyndi var þetta honum þó alls ekki efst í huga. „Það var
enginn tími til að hugsa, ég hafði verk að vinna.“
Eðlishvötin sagði honum að hér hlyti að vera um kerf-
isvillu að ræða. Það væru engar eldflaugar. Hann ákvað
því að halda að sér höndum. Loftið í öryggismiðstöðinni
var rafmagnað næstu fimmtán mínútur en útreikningar
sýndu að það væri tíminn sem myndi líða frá því gervi-
hnattabúnaður hersins nam eldflaugar þangað til þær
hæfðu skotmark sitt. Tíminn leið og ekkert gerðist. Pet-
rov hafði hitt naglann á höfuðið. Sem betur fer.
„Þetta var bilun í búnaði um borð í gervihnetti,“ upp-
lýsti hershöfðinginn Yuri Votintsev, sem á þessum tíma
var yfirmaður sovésku geim- og eldflaugastofnunar-
innar, síðar. Hann kom strax á vettvang og hlýddi fyrst-
ur manna á frásögn Petrovs. „Petrov ofursti brást hár-
rétt við og fékk lof fyrir framgöngu sína.“
Sjálfur hefur Petrov aðra sögu að segja. Hann við-
urkennir að vísu að sér hafi verið klappað á bakið í
fyrstu en þegar í ljós kom við athugun að agnúar á við-
vörunarbúnaðinum voru fjölmargir hafi málið orðið hið
snúnasta. „Eftir að gallarnir fundust varð vandræðalegt
að hrósa mér enda kom það illa út fyrir vísindamennina.
Það var eins og þeir væru allir ómögulegir og ég sá eini
sem væri starfi mínu vaxinn,“ sagði Petrov.
Fyrir vikið einangraðist hann innan hersins og lét af
störfum fáeinum mánuðum síðar vegna álags.
Lítið fór fyrir Petrov næstu árin eða þar til 2004 að
Heimsborgarasamtökin (AWC), sem eru með höf-
uðstöðvar sínar í Bandaríkjunum, ákváðu að verðlauna
hann fyrir framtakið. Þá um vorið var Petrov, sem dró
fram lífið á lífeyri í litlum bæ skammt frá Moskvu, gerð-
ur að Heimsborgara og leystur út með peningaverðlaun-
um, sem AWC safnaði gegnum heimasíðu sína. Var hon-
um hampað sem „gleymdu hetjunni“.
Arseny Roginsky, forstöðumaður rússnesku mann-
réttindasamtakanna, ávarpaði Petrov við þetta tækifæri
og sagði skömm að því að hann hefði ekki hlotið við-
urkenninguna mörgum árum fyrr. „Fólk sem er þess
umkomið að taka ákvarðanir af þessu tagi er teljandi á
fingrum annarrar handar.“
orri@mbl.is
Heiminum
bjargað á
11. stundu
Hefði Petrov haft rangt fyrir sér væri þessi bygging horfin.
’
Eðlishvötin sagði honum að hér
hlyti að vera um kerfisvillu að
ræða. Það væru engar eld-
flaugar. Hann ákvað því að halda að
sér höndum.
Stanislav Petrov var ekki heiðraður fyrr en 21 ári síðar.
Á þessum degi
26. september 1983