SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 27

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 27
26. september 2010 27 J óna Ingibjörg leit dagsins ljós þann 27. október 1960 á fæðingarheimilinu á Eiríksgötu en þar ól hún frumburð sinn, Kára Svan, 25 árum síðar. Jóna er dóttir Sigrúnar Jónsdóttur og Jóns Reynis Eyjólfssonar og er næstelst af fimm systkinum. Erfðamengið er vel hrist saman en hún á ættir sínar að rekja úr öllum landsfjórðungum. Jóna ólst upp í austurhluta höfuðborgarinnar fram að níu ára aldri en þá flutti fjölskyldan til Garðabæjar. Framan af ævi var hún hlédræg en það hefur rjátlast af henni. Mann- leg náttúra hefur ætíð verið Jónu hugleikin sem lýsir sér best í því að eftir að hún lauk prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands setti hún stefnuna á starfsvettvang innan sexólógíunnar. Viðfangsefni kynfræði er kynverund mannsins en nær verð- ur varla komist að kjarna mannsins að mati Jónu. Lífsförunautur hennar er Þórir Jóhannsson tónlistarmaður og eiga þau saman dótturina Sólrúnu Klöru. Á síðasta ári kom út hjá bókaforlaginu Opnu fræðiritið Kynlíf – heilbrigði ást og erótík eftir hana. Jóna hefur starfrækt Kynstur ráðgjafarstofu frá árinu 2008. Í næsta mánuði fagnar hún hálfrar aldar afmæli og þá verður kátt í koti. Sérfræðiviðurkenningin í höfn og skálað í kampavíni með sexólógíukollegum af því tilefni. Í heimsókn á Englandi hjá Guðrúnu systur, Julian og þríburunum. Á fæðingarheimilinu með frumburðinn, Stefnir bróðir í heimsókn. Með uppistand á skemmtikvöldi í Flensborg á menntaskólaárunum. Kynfræðingur á ferð og flugi Myndaalbúmið Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er hjúkrunar- og kyn- fræðingur og hefur hún um árabil uppfrætt Ís- lendinga um kynverund mannsins og hið marg- snúna fyrirbæri sem kynlíf er. Jólaboð í Ægisgrundinni árið 1970, Jóna neðst til vinstri. Barnshafandi að Sólrúnu á leiðinni í starfs- mannapartí árið 1997 í Danmörku. Með Öldu, Jóni Özuri og Gretti í Lónsöræfum árið 1993. Handleggsbrotin á báðum vegna jað- aríþróttameiðsla árið 2008. Í útreiðartúr með Þóri og Sólrúnu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.