SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 29
26. september 2010 29
Þ
að eru forréttindi að fá tækifæri til að kynnast æðruleysi og jákvæðni Kjart-
ans Birgissonar, sem fékk nýtt hjarta fyrir tæpum mánuði á Sahl-
grenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg og er nú í endurhæfingu.
Kjartan hefur glímt við veikburða hjarta alveg frá því í æsku, átt við
þrekleysi að stríða frá því hann man eftir sér og farið í ófáar hjartaaðgerðir í gegnum
tíðina.
Oft hefur lífið hangið á bláþræði.
Myndaþáttur Kristins Ingvarssonar frá hjartaígræðslunni, sem birtist í Sunnudags-
mogganum í dag, er afar áhrifaríkur. Og sýnir hversu læknavísindunum hefur fleygt
fram. Það er til marks um, hversu vel lítilli þjóð hefur tekist að byggja upp velferð-
arsamfélag, að Íslendingar sem glíma við hjartabilun á lokastigi eiga kost á hjarta-
ígræðslu.
Auðvitað er það ekki sjálfsagt.
En lærdómurinn felst ekki síst í orðum Kjartans. Hann ber með sér, hversu mik-
ilvægt það er að temja sér jákvætt lífsviðhorf, jafnvel frammi fyrir nánast óyfirstíg-
anlegum erfiðleikum.
„Það verður að vera sól fyrir utan gluggann,“ segir hann, þar sem hann liggur á
sjúkrastofunni ytra. „Þó að maður geti pexað út af einu eða öðru, þá heldur maður því
bara fyrir sig og horfir jákvætt á tilveruna.“
Og þrátt fyrir allt eru það áhyggjurnar af öðrum sem eru erfiðastar.
„Svo má líka koma fram, að það er fyrir okkur sjúklingana agalegt og erfitt að vita af
ættingjum og vinum, sem bíða frétta látlaust, alla daga, alltaf. Við reynum að uppfæra
upplýsingarnar eins mikið og við getum, en í raun eru að minnsta kosti til tvö svör við
hverri spurningu. Það vilja allir fá svar við því, hvað ef þetta eða hitt, fá að vita mögu-
leikana, en temja sér jafnframt að nýta jákvæða svarið og það er það sem við höldum á
lofti.“
Þá er gott að finna stuðninginn. „Ég hef fengið mikinn stuðning héðan og þaðan,
ekki síst á facebook. Eitt lítið „like“ segir mér að fylgst sé með. Og það er yndislegt að
finna að maður er ekki einn.“
Í úttektinni kemur fram, að á næstu stofu við Kjartan á Sahlgrenska er annar Íslend-
ingur, Pálfríður Sigurðardóttir frá Stafholtsey í Borgarfirði, sem einnig er nýkomin úr
hjartaígræðslu.
Hún hefur verið ein um tíma í Svíþjóð, eftir að systir hennar þurfti að fara heim til
að vinna, og heima á Íslandi bíður ellefu ára sonur hennar tíðinda af móður sinni.
Hún er á hægari batavegi en Kjartan.
En þrátt fyrir allt, þá er hún ekki ein. Ættingjar hennar og vinir hafa efnt til fjár-
söfnunar til að hjálpa þessari einstæðu móður yfir erfiðasta hjallann, því ljóst er að hún
verður frá vinnu næsta árið hið minnsta.
Víst er að landsmenn láta ekki segja sér það tvisvar.
Yndislegt að vera ekki einn
„Skórinn er númer 36, þú notar núm-
er 44. Þú kemst ekki í þennan skó.“
Andri Snær Magnason rithöfundur lýsir rökræðum
sínum við suma áhugamenn um virkjanir.
„Ég ætla bara að telja upp að tutt-
ugu og sofa á þessu.“
Atli Gíslaon eftir ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra um vinnubrögð þingmanna-
nefndar um ráðherraábyrgð og landsdóm.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
ég er hræddur; ég er hræddur
fyrir hönd þjóðarinnar, ég er
logandi hræddur um að
[stjórnvöld] raunverulega
fari með okkur til helvítis.“
Magnús Magnússon, sem veiktist og
missti í framhaldinu hús sitt á uppboði.
„Auðvitað viljum við að kerfið
sé mennskt.“
Ögmundur Jónasson dómsmála- og
mannréttindaráðherra.
„… þrátt fyrir allar
þær hörmungar sem
margir telja að
[Stalín] hafi leitt yfir Rússa.“
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur.
„Við grenjum þetta í viku eða svo.“
Halldór Kristinn Halldórsson fyrirliði Leiknis sem
missti naumlega af sæti í efstu deild í fótbolta.
„Karlmaður í svörtum jakkaföt-
um, sem starfaði í banka eða í
fjárfestingarfyrirtæki,
keyrði um á svörtum
Range Rover og átti
fallega eiginkonu var
á tíma góðæris ímynd
hinnar fullkomnu
karlmennsku.“
Dr. Þorgerður Einarsdóttir pró-
fessor og dr. Gyða Margrét Pét-
ursdóttir aðjunkt í kynja-
fræði.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
ekki bréfritara. Og einnig er rétt að geta þess að
hugmyndin um að loka gatinu í draumafjárlög-
unum með því að uppræta öll skattsvik er ekki ný
af nálinni. Til að mynda notaði Jóhanna Sigurð-
ardóttir hana jafnan á móti útgjaldatillögum sín-
um sem félagsmálaráðherra og gerði ekkert með
ábendingar fjármálaráðherrans um að tekjuvönt-
un vegna skattsvika væri ekki meiri hér á landi en
í nálægum löndum og hrúga þyrfti ofurefli liðs
inn í skattheimtukerfið, þótt ekki væri nema til
að gera helmingi betur í þeim efnum en allar aðr-
ar þjóðir og reyndar alls óvíst að það tækist.
Skoðanabræður skynsamari
Af atkvæðagreiðsluskrá núverandi forseta Banda-
ríkjanna, Baracks Obama, frá þingmannstíma
hans, draga fréttskýrendur þá ályktun að enginn
þingmaður á Bandaríkjaþingi hafi skipað sér jafn
langt til vinstri með skráðri afstöðu sinni og hann.
Um þetta eru fréttamenn á öllum vængjum hins
pólitíska litrófs sammála, þótt þeir séu mjög
ósammála um hvort hin pólitíska afstaða sem þar
kemur fram sé góð eða slæm. En jafnvel manni
eins og Obama, með þá pólitísku fortíð og lífs-
skoðun sem atkvæði hans lýsa, dettur ekki í hug
að það sé hollast að hengja síhækkandi skatt-
byrðar á almenning og fyrirtæki þegar að þeim
hefur þrengst, sem gerst hefur í Bandaríkjunum
eins og hér. (Tala banka sem farið hafa á höfuðið í
Bandaríkjunum síðan kreppan hófst haustið 2008
nálgast 200). En hér láta menn sína gamalgrónu
pólitísku afstöðu ráða för en ekki þær aðstæður
sem þjóðin er í. Það er vegna þess að pólitísk for-
merki þeirra sjálfra, sem margföld reynsla hefur
þó gengið gegn, fara framar hagsmunum almenn-
ings. Í þeirri pólitísku súpu mun þjóðin sitja enn
um hríð.
Mótmæli við Alþing-
ishúsið
Morgunblaðið/Golli