SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Page 31
26. september 2010 31
M
ér finnst alltaf jafn fallegt að sjá óléttar konur.
Sem karlmaður get ég þó á engan hátt vitað
hvað þær eru að ganga í gegnum. Þó maður hafi
nú verið gerður að formanni í stuðnings-
mannaliði óléttrar konu, getur maður ekki sett sig í spor
þeirra. Ég meina, þær eru með aðra manneskju inni í sér.
Líkami konunnar tekur auðvitað stakkaskiptum þegar þær
verða óléttar. Þær breytast úr venjulegri manneskju í fíl og
aftur til baka í venjulega manneskju á innan við níu mán-
uðum. En það er ekki bara líkaminn sem breytist. Heilabúið
líka. Tilfinningalífið blómstrar sem aldrei fyrr. Ég er ekki frá
því að tilfinningalíf kvenna á meðgöngu sé eins og íslenska
veðrið. Blankalogn og 15 stiga hiti getur breyst í norðan
strekking og haglél á innan við mínútu.
Matarvenjur breytast líka. Óléttar konur taka oft ástfóstri
við furðulegan mat og sérstaklega finnst þeim gaman að setja
saman furðulegan mat. Þær geta til dæmis fengið sér 45 kíló
af djúpsteiktum kjúklingi, með grænum frostpinna og harð-
fiski. Ekkert mál. Skýringin á þessum skrýtnu matarvenjum
kvenna þegar þær ganga með börn er auðvitað sú að barnið
þarf sitt. Barnið er í rauninni bara að æfa sig í að panta. Þetta
er svona „Fóstur Take-out.“ Þau toga bara í naflastrenginn og
panta:
„Já, ég ætla fá hérna ostborgara, franskar og stóra kók,
takk. Og ef þú gætir verið svolítið fljót með pöntunina vegna
þess að ég er tímabundinn. Ég á nefnilega að rækta í mig
lungu eftir hálftíma.“
Talandi um take-out. Og Ísland. Það á svolítið vel við okkur
Íslendinga, þetta take-out fyrirbæri. Við erum nefnilega alltaf
að flýta okkur svo svakalega mikið. Allt er á milljón. Og allt á
að vera svo auðvelt. Auðvelt að taka með. Á hlaupum. Þetta
er sennilega ástæðan fyrir því að við fundum upp fyrirbærið
drykkjarjógúrt. Fyrirgefiði, en hvað er það? Ég meina áttum
við í einhverjum erfiðleikum með venjulegt jógúrt? Var
venjulegt jógúrt að hægja eitthvað svakalega mikið á okkur?
Svona heilt yfir?
Karlmaður hringir í kærustuna sína:
„Hæ. Maggi hérna. Eigum við kannski að skella okkur í bíó
í kvöld?“
„Veistu ég held bara að ég nái því ekki. Ég var að opna
hérna jógúrtdós. Sko stóra. Og ég verð sennilega bara alveg
að til miðnættis.“
En konan er auðvitað ekki sú eina sem fitnar á heimilinu. Ó
nei. Og konurnar losna við flest öll aukakílóin sín eftir níu
mánuði. Við karlmennirnir erum stökk með aukabirgðirnar
okkar miklu, miklu lengur. Það er þó ekkert svo skrítið að við
karlmenn fitnum líka á meðgöngunni. Vegna þess einfaldlega
að við erum auðvitað alltaf að ná í mat. Búa til mat. Mat sem
þarf helst að koma strax! Núna! Og svo þegar að maturinn
loksins kemur segir sú ólétta:
„Æ nei, mig langar ekki í lasagna. Mér er flökurt. Mig lang-
ar í peru.“
Og hvað gerir karlmaðurinn? Hann auðvitað stendur þarna
með sjö kíló af lasagna sem enginn hefur áhuga á. Og áður en
hann veit af er hann farinn að líta út eins og fíll. Og öllum er
sama. Öllum er nákvæmlega sama þó karlmenn fitni við
meðgönguna. Meira að segja heilbrigðisstéttinni. Konurnar
fara í skoðun og eru viktaðar og mældar hátt og lágt á meðan
karlinn stendur bara út í horni með Snickers og horfir á.
Karlmaðurinn fær ekki einu sinni hrós á þessum erfiða tíma í
lífi hans. En fólk stendur í biðröðum til að dást að aukakíló-
unum á konunni hans.
Næst þegar þú kæri lesandi hittir verðandi foreldra, próf-
aðu þá að hrósa karlinum aðeins líka. Ég skora á þig.
„Heyrðu þetta er falleg kúla sem þú ert kominn með fé-
lagi.“
„Já, þakka þér fyrir.“
„Hvað ertu kominn langt á leið?“
„18 vikur.“
„Já. Og það bara geislar af þér.“
„Takk.“
„Fyrirgefðu, en má ég nokkuð koma við hana?“
„Þó það nú væri. Gjörðu svo vel.“
Fæðingin
skapar meistarann
Pistill
Bjarni Haukur Þórsson
koma á slíkum netviðburði með litlum
fyrirvara með því að nýta sér sam-
skiptamöguleika netsins, m.a. sam-
skiptasíðuna Twitter en á henni hafi fólk
látið boð út ganga um viðburðinn. Með
þessu sé hægt að færa fólki heim í stofu
listamenn sem það dáist að og hvetja það
til að leggja góðu málefni lið. Heap segir
andrúmsloftið hafa verið afslappað, þótt
tilefnið hafi verið grafalvarlegt. „Ég er svo
þakklát fyrir að vera uppi á þessum tím-
um, það er svo mikil nýsköpun og hug-
myndaflug á ferðinni,“ segir Heap. Tón-
listarmenn geti í dag komist í beint
samband við aðdáendur sína, án milli-
göngu útgáfufyrirtækja.
Peningar kreistir út úr listamönnum
– Talandi um tónlistarmenn, það hefur
orðið heilmikil breyting á undanförnum
áratug eða meira hvað varðar plötuútgáfu.
Stóru plötufyrirtækin hafa þurft að laga
sig að þessum breyttu tímum, netvæðingu
tónlistarinnar, því að tónlistarmenn séu
farnir að markaðssetja sig sjálfir á netinu
og sjá um framleiðslu og útgáfu á verkum
sínum. Hvað heldurðu að framtíðin beri í
skauti sér hvað varðar þessi stóru plötu-
fyrirtæki?
„Ég held að þau hafi aðlagast þessu nú
þegar. Flest útgáfufyrirtækjanna eru að
krafsa eftir peningum, reyna að fá út úr
listamönnunum peninga með tekjum af
tónleikahaldi og sölu á varningi sem teng-
ist þeim. Nú eru listamenn farnir að gera
samninga þar sem allt er innifalið og
plötufyrirtæki komin í samstarf við fyr-
irtæki sem skipuleggja tónleikahald. Þetta
er í raun orðin einokun því þau stjórna
verði á aðgöngumiðum og útgáfu á plötum
listamanna. Að vissu leyti hefur verið farið
eins langt og hægt er í þessa átt, reynt að
kreista eins mikið út úr þeim og hægt er,“
svarar Heap. Plötufyrirtækin komi ekki
mikið að hinni listrænu sköpun, sjái held-
ur um það sem listamenn hafi ekki tíma til
að sjá um, þ.e. kynningarstarf, að skipu-
leggja tónleikahald og þess háttar. Tón-
listarmenn séu jú önnum kafnir við að búa
til tónlist.
„Ég held að margt jákvætt sé að gerast,
börn alast upp með tölvum og eru með
frábæran hugbúnað sem þau kunna sjálf-
sagt að sækja ókeypis á netið. Maður þarf
ekki að hafa mikið handa á milli til að
koma sér af stað og búa til frábært efni,
nánast án nokkurra fjárútláta. Þetta setur
af stað mikið sköpunarferli, á mjög spenn-
andi hátt. Þau geta farið að nýta sér hæfi-
leika sína sem hefðu kannski ekki komið í
ljós hér áður fyrr því þá þurfti fólk að búa
yfir sérstakri fagkunnáttu, hafa aðgang að
upptökuveri eða vera í skóla þar sem
áhersla var lögð á tónlistarsköpun. Nú
geta krakkar gert hvað sem er, allt frá
arkitektúr til myndlistar og tónlistar,
kvikmynda, tækin eru tilbúin til notkunar
og verða sífellt betri,“ segir Heap. Krakk-
arnir séu m.a.s. farnir að búa til eigin hug-
búnað. Framtíðin sé því afar björt hvað
listsköpun varðar og tónlistarmenn hafi
möguleika á því að ná eyrum áhugasamra
með tónlist sinni og geti selt hana á net-
inu. Með netinu hafi líka orðið til ákveðið
síunarkerfi á tónlist og fólk hafi úr svo
miklu meira efni að velja nú en áður fyrr.
Alltaf þörf fyrir leiðtoga
– Dagar risahljómsveita á borð við U2 eru
kannski taldir?
„Ég held að fólk hafi alltaf og muni alltaf
hafa þörf fyrir leiðtoga, í stjórnmálum,
heimspeki eða öðru. Sumt fólk þarf að
fylgja öðru fólki og það held ég að verði
alltaf eðli mannsins,“ svarar Heap. En
meiri gæðakröfur verði gerðar til lista-
manna og sá tími sé þegar genginn í garð.
„Á netinu sér maður ótrúleg myndbönd
þar sem sköpunargáfan er hreint mögnuð,
þar er fólk að setja markið hátt. Til dæmis í
danslistinni, krakkar sjá aðra krakka
dansa á YouTube og prófa sig áfram í
svefnherberginu og taka upp. Það er mikil
framrás í listum, dansi og tónlist,“ bætir
hún við. Og hraðinn sé mikill. „Ég er mjög
spennt fyrir framtíðinni,“ segir Heap, full
bjartsýni. Vissulega sé mikil vitleysa á ferð
í tónlistarheiminum líka, t.d. hæfi-
leikaþættir í sjónvarpi, en engu að síður
skjóti hundruð þúsunda hæfileikaríkra
listamanna upp kollinum á netinu.
Í lok viðtals vill Heap vekja athygli á
verkefni sem hún er að vinna að með
Thomas Ermacora, Love the Earth Film,
náttúrukvikmynd sem unnin verður úr
innsendu efni frá fólki á netinu. „Ég bið
fólk um að senda mér myndskeið sem
sýna af hverju það elskar plánetuna sem
það býr á, eitthvað í náttúrunni sem
hreyfir við því, litla mola. Þetta má vera
myndskeið tekið í sumarfríi eða eitthvað
sem viðkomandi tók upp sérstaklega fyrir
myndina. Það má þó ekki sjást í mann-
eskjur eða dýr.“ Vefsíðu myndarinnar má
finna á slóðinni lovetheearthfilm.org og
rennur frestur út á mánudaginn, 27. sept-
ember, fyrir þá sem áhuga hafa á því að
senda inn efni. Heap hefur samið tónlist
við myndina og vonast til að geta end-
urtekið þennan gjörning á ári hverju.
„Þetta er ekki pólitískt verk,“ bætir hún
við.
’
Nú geta krakkar gert hvað
sem er, allt frá arkitektúr
til myndlistar og tónlistar,
kvikmynda, tækin eru tilbúin til
notkunar og verða sífellt betri