SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 38
38 26. september 2010 Þ að urðu miklir fagnaðarfundir í íslenska skálanum á heimssýn- ingunni í Sjanghæ á dögunum þegar börn úr Íslandsskóla von- ar í Sichuan-fylki í Kína hittu Jón Trausta Sæmundsson, starfsmann íslenska sendi- ráðsins, og Hjalta Þorsteinsson, hvata- mann að byggingu skólans á sínum tíma. „Börnin gerðu sér svo sem enga grein fyrir því hver ég var en þau vita að það voru Íslendingar sem byggðu skólann. Það var merkilegt augnablik að hitta börnin þarna eftir að hafa náð að snerta líf þeirra á þennan ánægjulega hátt,“ segir Hjalti í símasamtali við Sunnudagsmogg- ann. Við hæfi var að draga fram íslenska fán- ann í skálanum og veifuðu börnin honum glöð í bragði. Ekki spillti heldur fyrir að Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morg- unblaðsins, var á staðnum til að taka myndir af hópnum. Hjalti kom fyrst til Sjanghæ árið 1999 og féll strax kylliflatur fyrir landi og þjóð. Hann hefur mestmegnis verið með fasta búsetu þar frá árinu 2003, fyrir utan s.l. tvö ár (eftir hrun), er giftur kínverskri konu og eiga þau saman fimm ára gamlan son. Hjalti hefur rekið fyrirtæki eystra, meðal annars í því skyni að greiða götu ís- lenskra fyrirtækja sem vilja hasla sér völl í Kína, en í seinni tíð hefur hann einkum fengist við það sem hann kallar „menn- ingartúlkun“, það er að upplýsa Kínverja um hvers konar vörur fullnægi venjum og væntingum íslenska markaðarins. „Eðli málsins samkvæmt hefur þessi vinna mín nánast legið niðri eftir hrun, en ég stend samt í þeirri von að í framtíðinni geti ég enn á ný hjálpað til við að skapa samstarf og samvinnu á milli Íslands og Kína, bæði á félagslegum og viðskipta- legum grunni.“ Var mjög sleginn Eins og heimsbyggðinni allri brá Hjalta í brún þegar gríðarlega sterkur jarðskjálfti reið yfir Sichuan-fylki 12. maí 2008. „Eðli málsins samkvæmt var gríðarleg umfjöll- un um hamfarirnar í kínverska sjónvarp- inu og snemma talið að um þrjú hundruð þúsund manns hefðu týnt lífi. Myndirnar voru af því tagi að maður hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Og mun örugglega aldrei sjá aftur. Ég var mjög sleginn,“ rifj- ar Hjalti upp. Hann segir aðdáunarvert hvernig kín- verska þjóðin sneri saman bökum í kjöl- farið og sjálfur lagði hann sitt af mörkum með því að gefa föt, skó og fé í söfnun handa fórnarlömbum skjálftans. En það var ekki nóg. „Kvöld eitt sat ég heima og leiddi hugann að því hvort ég gæti gert meira. Þrjú hundruð þúsund fórnarlömb er ekkert smáræði. Það er eins og öll íslenska þjóðin þurrkaðist út á einu bretti. Mér varð hugsað til orða Johns heitins Kennedys: Spyrðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig, spyrðu hvað þú getur gert fyrir landið!“ Hann settist við tölvuna og skrifaði fé- lögum sínum í Icelandic Business Forum (IBF), sem eiga það sameiginlegt að eiga og starfrækja fyrirtæki í Kína. „Inntakið var eitthvað á þá leið að Kínverjar hefðu tekið okkur opnum örmum, nú þyrftum við að sýna þakklæti okkar í verki. Hvað getum við gert?“ Strax á fyrsta klukku- tímanum eftir að Hjalti sendi bréfið fyllt- ist pósthólfið hjá honum. Allir voru klárir í bátana. Pétur Yang Li, starfsmaður í ís- lenska sendiráðinu í Kína, var meðal þeirra sem gripu hugmyndina á lofti og hélt upp frá því utan um hana innan stjórnsýslunnar. Menn voru að vonum hryggir að sjá öll börnin sem misst höfðu foreldra sína og heimili og snemma var ákveðið að einblína á þau – byggja stönd- ugan grunnskóla í Huidong-héraði sunn- arlega í Sichuan-fylki. Hugmyndin vatt hratt upp á sig og þetta gekk eftir á undraskömmum tíma. Ævintýri líkast „Þetta var ævintýri líkast,“ segir Hjalti. „Það er gríðarlegt átak að byggja svona skóla. Allir lögðust á eitt og það var stór stund þegar skólinn var tekinn í notkun í september í fyrra. Ég hef því miður ekki Harmi slegið fólk, sem lifði af jarðskjálftann hræðilega í Sichuan, reynir af veikum mætti að leita að ástvinum sínum í rústunum. Eyðileggingin var algjör í Sichuan, um það bil þrjú hundruð þúsund manns létu lífið. Það er eins og öll íslenska þjóðin þurrkaðist út. ’ Eðli málsins sam- kvæmt var gríðarleg umfjöllun um ham- farirnar í kínverska sjón- varpinu og snemma talið að um þrjú hundruð þúsund manns hefðu týnt lífi. Myndirnar voru af því tagi að maður hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður. Og munu örugglega aldrei sjá aftur. Ég var mjög sleginn. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.