SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 40
40 26. september 2010 F yrir síðustu jól kom út matreiðslubókin Eldað af lífi og sál eftir Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa er landsfræg fjölmiðlakona og skrifaði meðal annars um mat og matreiðslu í Gestgjafann í um áratug. Hún hefur haft brennandi áhuga á eldhúsverkunum allt frá því að hún var unglingur. „Ég hafði mikinn áhuga á matreiðslu þegar ég var ungling- ur. Þá fór ég að pæla í öllu sem tengdist matargerð og viða að mér efni og klippti til dæmis út greinar úr erlendum tímaritum. Svo var ég að vinna með skólanum á veitingastað og í veislueldhúsi þar sem ég lærði mjög mikið af kokkunum,“ segir Rósa og bætir því ákveðin við að sennilega sé ástríðan genatengd. „Það er mikill áhugi fyrir því að elda mat og borða mat í föðurfjölskyldunni minni, margir sjálflærðir og útlærðir kokkar.“ Eftir að Rósa fór út á vinnumarkaðinn og hóf störf á frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar varð matreiðslan leið til að losna við álagið og stressið sem fylgdi annasömu starfinu. „Þetta kom í staðinn fyrir hugleiðslu fyrir mig. Mér fannst notalegt að að koma heim eftir langan vinnudag og grúska í mat og hlusta á útvarpið og dútla við að elda. Stressið lak af manni við að setja saman hráefnin og búa til eitthvað gott. Og þannig lærði ég eiginlega að njóta þess að elda mat.“ Eldað af lífi og sál Rósa fékk tækifæri til að sameina áhuga sinn á mat og starf sitt í fjölmiðlun þegar hún hóf að skrifa fyrir Gestgjafann fyrir um 12 árum. Hún hefur einnig skrifað og fjallað um mat í öðrum fjölmiðlum og segir góð viðbrögð almennings hafa orðið til þess að hún ákvað að gefa út bókina Eldað af lífi og sál en hún hafði mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig bókin ætti að vera. „Mér fannst mjög mikilvægt að hún væri hlýleg, væri fal- lega myndskreytt og ekki síst að uppskriftirnar væru settar fram á einfaldan hátt. Hvað matinn sjálfan varðaði þá valdi ég úr það sem ég hef mest verið að elda í gegnum árin og það sem hafði fengið bestu viðtökurnar, hvort sem er hjá fjölskyld- unni eða gestum.“ Rósa segir uppskriftirnar allar eiga það sameiginlegt að þær séu afurð áralangs nosturs hennar sjálfr- ar og nefnir kjötbolluuppskriftina, sem hún leyfði okkur góð- fúslega að birta, sem dæmi. „Þessar kjötbollur eru undir ítölskum áhrifum; ég set ferska steinselju, hvítlauk, lauk og furuhnetur út í og krydda vel. Þannig verða bollurnar hollari fyrir vikið og einstaklega bragðgóðar.Við erum fimm í heimili og þar sem uppskriftin er fyrir fjóra geri ég hana alltaf tvö- falda og jafnvel þrefalda ef einhver gestur skyldi kíkja í heim- sókn, því þá klárast alltaf síðasta bollan,“ segir Rósa og hlær. Einn af köflum bókarinnar er um barnaafmæli en það var eitt af föstum umfjöllunarefnum Rósu í Gestgjafanum og að hennar sögn sívinsælt þar sem fólk vanti alltaf nýjar hug- myndir um það hvað eigi að bjóða upp á í barnaafmælum. Eigum að vita hvað er í matnum „Þótt mér finnist gaman að elda vil ég alls ekki vera marga klukkutíma að því,“ segir Rósa sem hafði það að leiðarljósi að hafa uppskriftirnar í bókinni sem aðgengilegastar fyrir fólk. „Mér fannst það mikilvægt að uppskriftirnar væru einfaldar þannig að fólk fengi það ekki á tilfinninguna að það þyrfti til dæmis að eiga fullan skáp af sérstökum olíum og kryddum sem það hefur kannski aldrei heyrt um áður. Bókin er miðuð við það að hún sé notuð dagsdaglega og fólk hefur komið til Hugleiðir við matreiðsluna Rósa Guðbjartsdóttir gaf út mat- reiðslubókina Eldað af lífi og sál í fyrra. Hún lagði áherslu á að upp- skriftirnar væru aðgengilegar og hvet- ur fólk til að gefa sér tíma í eldhúsinu. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Matur Eplakökuunnendur verða ekki sviknir af henni þessari. Einföld og ljúf kaka sem gaman er að bera á borð. Botninn: 150 g smjör 180 hveiti 100 g sykur 3 eggjarauður Hnoðið vel saman og kælið deigið í um 20 mínútur. Fletjið að- eins út og þrýstið því svo í botninn og hliðarnar á eldföstu móti. Bakið botninn í um 10 mínútur við 180 gráður. Búið til eplafyllinguna á meðan. Fylling: 6-8 epli 1 sítróna, börkur og safi 1 dl vatn 40 g sykur Skrælið eplin og skerið í bita. Sjóðið þau í vatni með safa og rifn- um berki af sítrónu, ásamt sykr- inum og hrærið í á meðan. Þegar þetta er orðið nokkuð vel maukað er fyllingunni hellt í forbakaða botninn og marengsinn hrærður. Marengslok: 3 eggjahvítur 100 g sykur Hrærið mjög vel saman þar til orðið stíft. Sprautið eða smyrjið marengsinum yfir eplamauksfyll- inguna og bakið í 10-15 mínútur, þar til marengsinn hefur tekið á sig gylltan blæ. Kakan er borin fram volg eða köld, gjarnan með rjóma. Eplabaka með marengs Fyrir fjóra Þessar kjötbollur eru ákaflega vinsælar á mínu heimili þótt upp- skriftin taki stundum örlitlum breytingum. Um að gera að elda nóg af þeim. 500 g nautahakk 1 tsk. kummín, malað, en má líka nota kummínfræ 1 msk. fersk steinselja, söxuð ½ dl furuhnetur 2 hvítlauksrif, marin 1 msk. laukur, smátt niðurskorinn 1 egg 1 dl brauðmylsna salt og grófmalaður pipar 1 msk. ólífuolía Kryddið nautahakkið með kummíni, salti og pipar og bætið hvítlauk, lauk, steinselju og furu- hnetum saman við. Hrærið síðan egg og brauðmylsnu saman við og mótið bollur. Steikið í um 10 mín- útur við miðlungshita í ólífuolíu á stórri pönnu. Snúið bollunum við meðan á eldun stendur svo þær brúnist og steikist jafnt. Berið fram með góðu pasta eða spaghettíi og tómatsósan ljúf- fenga gegnir lykilhlutverki. Tómatsósa: 1 msk ólífuolía 1 laukur, smátt skorinn 3-4 hvítlauksrif, marin 2-3 msk basilíka, smátt skorin 1 tsk sykur 1 dós niðursoðnir tómatar salt og pipar Mýkið lauk og hvítlauk í ólífu- olíu á pönnu við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið síðan nið- ursoðnum tómötum saman við, og nokkru af safanum af þeim líka og sykri og látið malla í nokkra stund. Dreifið basilíkunni yfir rétt í lok suðutímans. Saltið síðan og piprið að smekk. Suðrænar kjötbollur með tómatsósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.