SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 41
26. september 2010 41 A lsace (borið fram Elsass) er að mörgu leyti einfaldasta víngerðarhérað Frakklands fyrir leikmenn að átta sig á. Það er enginn aragrúi undirsvæða sem flækir málið og fær vínáhugamenn um allan heim til að reyta hár sitt. Vínin eru einfaldlega öll flokkuð sem AOC Alsace auk þess sem bestu ekr- ur héraðsins eru kallaðar Grand Cru. Vínin eru nær ávallt nefnd eftir þeirri þrúgu sem notuð er, nær alltaf einni þótt leyfð sé ræktun á alls níu þrúgum. Það sem skiptir máli þegar Alsace-vín er valið er annars vegar þrúgan og hins veg- ar framleiðandinn en stíll þeirra getur verið mjög ólíkur. Héraðið er að finna á norðausturhorni Frakklands á vinstribakka Rínar og vínrækt hefur verið stunduð þar frá því á tímum Rómverja, líkt og annars staðar við Rín. Vínræktarsvæði Alsace eru í austurhlíðum Vosges-fjalla og teygja sig yfir um hundr- að kílómetra langt svæði. Miðstöð vínræktarinnar er kringum bæina Ingolsheim og Riquewihr, norður af borginni Colmar. Göfugasta þrúga héraðsins er Riesling, sem gefur af sér þykk, ilm- og bragðmikil vín í Alsace. Stíll þeirra er töluvert frábrugðin þýskum Riesling-vínum, Alsace-vínin eru þurrari og feitari en þau þýsku. Úr þrúgunni Gewürztraminer eru framleidd bragðmikil og krydduð vín, sem henta vel með mat og þá ekki síst austurlenskum. Muscat-vínin eru þurr, létt og ein- kennast af arómatískum ávaxta- og blómakeim. Glas af Muscat er tilvalinn for- drykkur en vegna þess hve sérstök þau eru geta Muscat-vínin ráðið við mat sem er flestum öðrum vínum ofviða, s.s. reyktan fisk. Eitt matvænasta vínið er hins vegar Pinot Gris sem margir þekkja líka undir ítalska nafninu Pinot Grigio. Pinot Gris-vínin geta tekið á sig margar myndir og virðist vera til Pinot Gris fyrir hvert tækifæri. Vín sem ber að drekka ung og fersk eru Sylvaner og Pinot Blanc og vín sem kölluð eru Edelzwicker eru oftast ódýr neysluvín, blönduð úr tveimur þrúgum eða fleiri. Eina þrúgan sem rauðvín eru framleidd úr er Pinot Noir og einnig eru framleidd rósavín úr henni. Þetta eru létt rauðvín og geta verið þægileg en ná aldrei gæðum í líkindum við þau í Búrgund. Alsace er fyrst og fremst hvítvínshérað. Fyrir aldarfjórðungi var svo tekin upp flokkun á bestu vínekrum héraðsins – Grand Cru – og allt í einu varð héraðið flóknara en áður. Um fimmtíu ekrur eru flokkaðar sem Grand Cru og má setja nafn þeirra á flöskumiðann. Að auki má setja ýmis nöfn á flöskumiðann þó að ekki sé um Grand Cru að ræða. Sumir af bestu fram- leiðendum Alsace, s.s. Trimbach og Hugel, hafa hins vegar neitað að nýta sér þetta kerfi þótt þrúgur þeirra komi af Grand Cru-ekrum. Það er hins vegar augljóst að hinar fjölbreyttu aðstæður – eða terroir – Elsass bjóða upp á flokkun af þessu tagi. Það er gífurlegur munur á víni milli ekra og flokkaðar ekrur búa flestar yfir miklum persónuleika. Á ekrum, sem flokkaðar eru sem Grand Cru má einungis rækta Riesling, Gewürztraminer, Pinot Gris og Muscat hyggist menn nýta sér skilgreininguna enda er litið svo á í Elsass að þær séu æðri öðrum þrúgum, sem ræktaðar eru í héraðinu. Í Elsass er einnig framleitt þurrt freyðivín undir nafninu Crémant d’Alsace, með sömu aðferð og í Champagne og þegar vel árar eru búin til dýrleg sætvín undir skil- greiningunni Vendanges Tardives og Sélection de Grains Nobles. Vendanges Tardives þýðir bókstaflega sein uppskera og eru þau vín sjaldan eins sæt og Grains Nobles, þar sem þau síðarnefndu eru alfarið unnin úr þrúgum, sem eðalmyglan botrytis hefur þurrkað. Við framleiðslu á sætvínum er einungis heimilt að nota þrúgurnar Muscat, Riesling, Gewürztraminer og Pinot Gris. Næst: Búrgund Alsace - Auð- skiljanleg franska Vín 101 Tuttugasti og áttundi hluti Steingrímur Sigurgeirsson Vín Eftirfarandi vín eru mjög frambærileg dæmi um það sem Alsace hefur upp á að bjóða. Trimbach er eitt besta vínhús Alsace en einkenni Trimbach- vínanna er þroskaður og mikill ávöxtur, ber sem eru tínd seint og ná fullri dýpt viðkomandi þrúgu en þó aldrei framleitt með neinum votti af sætu. Trimbach Pinot Gris Reserve 2005 (2.922 krónur) er flott- ur fulltrúi Trimbach-vínanna. Þykkur og fallegur litur. Fíkjur, ferskjur, hunang og þroskuð epli í ilmkörfunni. Vínin frá Domaine Weinbach eru einhver þau mögnuðustu í Alsace. Í rúma öld hefur Weinbach verið í eigu Faller- fjölskyldunnar og frá 1978 hafa mæðgurnar Colette, Cather- ine og Laurence séð um víngerð og rekstur. Einkenni Wein- bach-vínanna er mikill þroski, allar þrúgur eru lífrænt rækt- aðar og handtíndar seint á haustin. Domaine Weinbach Cuvé St. Catherine 2005 (5.000 krónur) er Pinot Gris sem endurspeglar þetta vel. Kryddað með hunangi, bragðsprenging í nefi, ljúffengur, sætur ávöxtur, vínið þurrt en samt með þeirri dýpt og þeim þunga sem einkennir vendange tardive-sætvínin. Muré-fjölskyldan er með rótgrónustu vínræktendum í Alsace í Frakklandi, hefur ræktað vín þar frá því um miðja sautjándu öld. René Muré Gewurztraminer 2008 (2.390 krónur) er hörku Gewurztraminer, angan vínsins sæt, arómatísk og krydduð í senn með þurrkuðum ávöxtum. mín og sagt: „Jæja, nú er ég komin/n á þessa blaðsíðu“ og það er náttúrlega alveg æðislega gaman að fá þannig viðbrögð.“ Hún leggur einnig mikla áherslu á að nota ferskt og gott hráefni og henni er sérstaklega hugleikin sú skyndibitamenn- ing sem hefur verið við lýði. „Það er allt í lagi að kaupa tilbú- inn mat af og til en kosturinn við að elda heima frá grunni er að þá veistu hvað þú ert að setja í matinn og gefa fjölskyld- unni. Ef þú kaupir tilbúnar bollur veistu ekkert hvaða auk- efnum er búið að bæta við.“ Börnin læra að borða á heimilunum Henni er umræðan um skólamáltíðir ofarlega í huga í þessu samhengi. „Þessi umræða um skólamat er góð og nauðsynleg af því að við viljum náttúrlega að börnin í skólanum fái hollan og næringaríkan mat í skólanum og að hann sé ekki of mikið fyrirfram unninn og svo brasaður. En mér finnst líka að við foreldrarnir verð- um að stunda slíkt hið sama inni á heim- ilunum. Ástæðan fyrir því að þessi matur er borinn á borð í skólunum er að börn- unum líkar hann og þeim líkar hann af því að þau hafa vanist honum. Við getum ekki ætlast til þess að aðrir ali börnin okkar upp í þessum efnum, við verðum að kenna þeim að borða fisk, grænmeti og annað sem uppfyllir næringarþörf þeirra.“ Rósa, eins og svo margir sem hafa deilt með okkur upp- skriftum á þessum síðum, minnir einnig á að það að elda góða máltíð þurfi ekki að taka mikinn tíma. „Fólk miklar það svo fyrir sér að elda heima en það þarf ekki að taka meira en 20 mínútur að búa til eitthvað sem er hollt og gott. Það er svo dýrmætt að við gefum okkur tíma í þetta og setjumst öll sam- an niður við matarborðið á kvöldmatartímanum. Við megum ekki gefast upp fyrir því. En það verður að verða einhver vit- undarvakning. Það er ekkert skrýtið að ungt fólk í dag sem er að stofna heimili gefi sér ekki tíma til að elda ef þau eru vön því að fá pylsur og pitsur í hvert mál. Auðvitað eru margir meðvitaðir um þetta en kannski ekki nógu margir. Það er sorglegt að horfa upp á fólk sem er að verða þrítugt og kann ekki og vill ekki borða fisk.“ Rósa ásamt syninum Jónasi Bjartmari að búa til kjötbollur í eldhúsinu heima. Morgunblaðið/Ómar ’ Mér fannst mjög mik- ilvægt að hún væri hlýleg, væri fallega myndskreytt og ekki síst að uppskriftirnar væru settar fram á einfaldan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.