SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 42
42 26. september 2010
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
T
íbetar hafa í yfir hálfa öld barist
fyrir sjálfstæði frá Kína án ár-
angurs. Árið 1959 gerðu Tíbetar
misheppnaða uppreisn og Dalai
Lama, andlegur leiðtogi þjóðarinnar,
þurfti að flýja land ásamt ríkisstjórn
sinni og þúsundum stuðningsmanna
sinna. Á þeim áratugum sem liðið hafa
frá því þetta var hafa mörg hundruð
þúsund Tíbetar látið lífið af völdum her-
náms Kínverja.
Leikstjóri myndarinnar, eða höfundur,
Þjóðverjinn Dirk Simon, vann í sjö ár að
myndinni og þurfti á endanum að vinna
úr átta klukkustundum af myndefni en
tökur fóru fram víða, m.a. í Tíbet, Kína,
Indlandi og San Fransisco. Blaðamaður
ræddi við Simon um myndina sem
bönnuð hefur verið í Kína, eins og menn
geta ímyndað sér.
Simon segir um fjögur ár hafa farið í
tökurnar sjálfar, sem hlýtur að teljast
býsna langur tími. „Ég ætlaði ekki að
eyða svo löngum tíma í þetta, mér fannst
tvö til þrjú ár frekar langur tími. En sag-
an tók breytingum, varð umfangsmeiri
og flóknari, þess vegna tók þetta svo
langan tíma,“ segir Simon. Í upphafi hafi
hann ekki ætlað að fjalla um ákveðnar
hliðar málsins en áttað sig á því þegar
líða tók á tökuferlið að þeim yrði að gera
skil.
-Það hlýtur að hafa verið erfitt að
klippa myndina?
„Það var það, við eyddum, að ég held,
fimmtán mánuðum í eftirvinnsluna.
Fyrstu tveir mánuðirnir og hálfum betur
fóru í að raða efninu en tökur stóðu enn
yfir þegar klipping hófst. En þetta tók
fimmtán mánuði sökum þess hversu
mikið efni við vorum með í höndunum.“
Skæruliðatökulið
-Þurftuð þið að mynda í laumi í Tíbet?
„Það var mjög áhugavert. Við vorum
ekki með tökuleyfi og fórum um landið
sem ferðamenn. Við fórum huldu höfði,
vorum eiginlega eins og skæruliðar. Við
vorum með falda myndavél en líka tvær
litlar háskerpumyndatökuvélar og þrí-
fót. Við tókum upp fyrir allra augum í
Tíbet og Lhasa (höfuðborg Tíbet) og fólk
varaði okkur við því að myndavélar yrðu
teknar af okkur ef við tækjum myndir af
kínverskum, vopnuðum hermönnum.
Ég ákvað að láta á þetta reyna, við tókum
áhættuna. Hermenn tóku eftir því að við
vorum að taka myndir og spurðu hvað
við værum að gera en okkur tókst að tala
okkur út úr því, með aðstoð leiðsögu-
mannsins okkar. Við komumst upp með
svo margt að ég átti erfitt með að trúa
því. Satt að segja var erfiðara að mynda í
Lhasa án hermanna en með þeim, því
þeir voru allt um kring,“ segir Simon.
Þetta hafi vissulega verið áhættusamt en
þó tekist. „Við reyndum að láta líta út
fyrir að við værum ferðamenn og sögð-
um að þetta væri háskólaverkefni.“ Sim-
on segir að það sama hafi átt við um tök-
urnar í Peking, þau hafi tekið upp án
leyfis í Forboðnu borginni, Sumarhöll-
inni og fleiri stöðum, m.a. uppi á þökum
þegar opnunarhátíð Ólympíuleikanna
2008 stóð yfir.
Sendiráðið mótmælir sýningu
-Þú ert sennilega ekki velkominn í Kína
núna?
„Mig langar reyndar að komast að því
hvort svo sé. Þú veist kannski af því að
kínverska sendiráðið á Íslandi hefur
mótmælt sýningu myndarinnar (á RIFF)
og við ætlum að hafa Asíufrumsýningu á
myndinni í næsta mánuði í Taívan. Ég
hef ekkert heyrt af mótmælum tengdum
henni en það verður áhugavert að sjá
hvort kínversk stjórnvöld finni sig knúin
til að tjá sig um hana.“
-Í myndinni kemur berlega í ljós að
það er klofningur innan raða stuðnings-
manna Dalai Lama, sumir vilja að landið
fái sjálfstjórn en aðrir sætta sig ekki við
annað en sjálfstæði og enn aðrir styðja
ofbeldisfullar aðgerðir gegn stjórninni í
Kína. Þetta hlýtur að veikja baráttuna.
„Algjörlega. Ég held að á endanum hafi
það orðið meginefni myndarinnar, án
þess að ég hafi ákveðið það í upphafi. Það
vantar upp á samheldni og forystu, sem
er kaldhæðnislegt í ljósi þess að Tíbetar
hafa Dalai Lama, það vantar mikið upp á
pólitíska forystu. En vegna þessa hefur
frelsishreyfingin orðið virkilega máttlítil,
nánast máttlaus, og á seinustu tuttugu
árum hefur ekkert breyst. Dalai Lama
sagði m.a.s. fyrir ekki svo löngu að
ástandið hefði bara versnað. Ég er al-
gjörlega sammála honum og á þetta er
bent í myndinni, að jafnvel þó að frels-
ishreyfingin njóti stuðnings frá Vest-
urlöndum þá mun henni ekkert miða
nema eitthvað breytist innan hennar.“
Kínverskir embættismenn
þora ekki að tjá sig
-Reyndir þú að fá kínverska embætt-
ismenn til að segja sína skoðun á sjálf-
stæðisbaráttunni í myndinni?
„Ég hef séð yfirlýsingar kínverskra
stjórnmálamanna og ég veit að kínversk-
ur stjórnmálamaður myndi ekki vilja
stefna starfi sínu í hættu og myndi aðeins
segja það sem kommúnistaflokkurinn
ætlaðist til að hann segði. Ég vissi að þeir
myndu bara líta bjánalega út eða jafnvel
verr en þeir gera nú þegar. Mér tókst
með aðstoð vinar míns að ná sambandi
við háttsettan embættismann í Kína og
spurði hann hvort hann vildi tjá sig. Í
fyrstu virtist hann áhugasamur en sagð-
ist svo ekkert geta sagt um málið,“ segir
Simon. Því hafi hann heldur kosið að
sýna viðtöl við kínverska listamenn og
venjulega Kínverja, til að sýna að Kín-
verjar séu ekki vont fólk og vilji Tíbetum
ekki illt. Að Kínverjar séu friðelskandi
fólk.
-Kínverska kommúnistastjórnin hefur
greinilega engan áhuga á því að veita
Tíbetum aukið frelsi, sjálfstjórn eða sjálf-
stæði. Mun Tíbet nokkurn tíma hljóta
sjálfstæði?
„Kínverjar hafa enga ástæðu til að
fara. Það er enginn þrýstingur í þá átt.
Eins og þetta er í dag mun alþjóða-
samfélagið ekki ýta á eftir því að Kín-
verjar yfirgefi Tíbet, þvert á móti. Kín-
verjar taka alla kverkataki, m.a.
Þýskaland. Angela Merkel tók á móti
Dalai Lama 2008 og það vakti hörð við-
brögð Kínverja og á endanum reyndu
Þjóðverjar að bæta stjórnvöldum í Kína
þetta og Kínverjar fengu þá til að við-
urkenna að Tíbet og Taívan væru hluti af
Kína. Þannig að þegar allt kom til alls var
meiri skaði unninn en gagn. Þetta er bara
eitt dæmi af mörgum.
En til að svara spurningu þinni þá
verður afstaða stjórnvalda á Vest-
urlöndum að breytast og tíbeska sjálf-
stæðishreyfingin að taka sig taki, annars
verður engin breyting á.“
Kommúnistastjórninni líkt við nasista
-Í lok myndarinnar líkir einn viðmæl-
enda þinna aðgerðum kínverskra stjórn-
valda í Tíbet við útrýmingu nasista á
gyðingum. Ertu sammála þeirri samlík-
ingu?
„Ég get ekki spáð um framtíðina. Þetta
var mikið rætt þegar við vorum að vinna
myndina, hvort þetta ætti að vera með
eða ekki af því þetta væri afar ögrandi,“
svarar Simon. En hann hafi litið svo á að
hann ætti ekki að meta það. Eftir alla
þessa áratugi án raunverulegs stuðnings
séu Tíbetar enn kúgaðir. „Í tíbeskum
spítölum eru börn enn andvana fædd af
því kínverskir læknar og hjúkr-
unarkonur neita að hjálpa og gera það
sem til þarf. Til eru sannanir fyrir því og
dæmi um að mæður og börn sem hægt
hefði verið að bjarga en Kínverjar gera
það hreinlega ekki. Til eru myndbönd
sem sýna það, þar sem ákveðið er að
hjálpa ekki og börn fæðast andvana,“
segir Simon. Þó ekki sé helför á ferðinni
eins og hjá nasistum, sem drápu sex
milljónir gyðinga, minni aðgerðir kín-
verskra stjórnvalda í Tíbet á menning-
arlegt þjóðarmorð og jafnvel raunveru-
legt þjóðarmorð. „Því ákvað ég að hafa
þetta með. Ég held að þessi staðhæfing
sýni líka hversu örvæntingarfullir Tíb-
etar eru, að fá heiminn til að sjá hvað er
að koma fyrir þá. Við erum langþreytt á
öllum þessum slæmu fréttum, hvað
þurfa þeir að gera til að fólk fari að hlusta
á þá og skilja hvað er á ferðinni?“ segir
Simon. Efast hafi verið um þessa stað-
hæfingu en myndinni hafi aldrei verið
ætlað að svara öllum spurningum heldur
spyrja réttu spurninganna: Er þetta í
raun og veru helför? Er þetta þjóð-
armorð? Hvað er að gerast? Fólk þurfi að
hugleiða það og tilgangurinn með mynd-
inni sé að fá fólk til að hugsa.
Drekinn sem
gleypti sólina
Heimildarmyndin When the Dragon Swallowed
the Sun fjallar um áratugalanga sjálfstæðisbar-
áttu Tíbeta. Í myndinni er kommúnistastjórninni
í Kína líkt við nasista. Það tók sjö ár að gera
myndina, allt frá því hugmyndin kviknaði.
Helgi Snær Sigurðssonhelgisnaer@mbl.is
Tíbetar krefjast sjálfstæðis á fjölmennum útifundi í San Fransisco árið 2008.
Höfundur myndarinnar, Dirk Simon, er fylgj-
andi sjálfstæðisbaráttu Tíbeta en þó ekki
bjartsýnn á að landið verði sjálfstætt, eins
og staðan er í dag.
Rætt er við hinn 18 ára gamla Lhagyari
Trichen Namgyal Wangchuk í heimild-
armyndinni en hann er 18. afkomandi
hinna miklu konunga Tíbet, skv. trúar-
brögðum þar í landi.