SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 43
26. september 2010 43
Þuríður Sandfells á Sundum
segir oft gaman með hundum,
gelti og bola
og brimli og fola
en bara með bóndanum, stundum.
Þ
annig hljómar limra ein eftir Davíð Hjálmar Har-
aldsson og vekur hún sannarlega meðaumkun með
bóndanum.
Það er nú fokið í flest skjól hjá karlgreyinu ef aðr-
ar skepnur á heimilinu eru teknar framyfir hann í beðmál-
unum.
Ég tel næsta víst að veslings
bóndanum hennar Þuríðar hafi
fundist freklega framhjá sér
gengið, svo ekki sé meira sagt.
En gera má ráð fyrir að það hafi
einmitt verið tilgangur þess að
setja saman þessa limru, að gera
lítið úr karlkvölinni.
Og það er ekki fráleitt að
limra þessi sé hugarburður einn, eða hvernig í veröldinni ætti
að vera hægt að koma við hvílubrögðum brimils og kven-
manns?
Sennilega er það ómöguleg leikfimi.
Og ætli þörfin fyrir bókstafinn bé hafi ekki átt stærstan þátt
í því að Þuríður er sögð njóta brimils.
En hvað sem líður henni Þuríði og meintu samneyti hennar
við önnur dýr en húsbóndann, þá kom ágætur vinur minn að
máli við mig um daginn og hvatti mig til að taka fyrir í pistli
mínum fyrirbærið sultuhunda.
Sultuhundur ku vera kjölturakki sem kona heldur og nýtir
meðal annars til að flaðra um sköp sín.
Til að hvetja hunda þessa til dáða smyrja konurnar sætri
sultu á sinn heilaga stað.
Hvaða hundur getur staðist sultugljáða skapabarma, ef þeir
eru bornir á borð fyrir þá, gæti einhver spurt.
„Splunkuný sólberjasulta er víst mjög vinsæl þessa dagana
hjá sultuhundunum,“ sagði þessi vinur minn eins og ekkert
væri eðlilegra en að konur og hundar þeirra stunduðu þenn-
an leik grimmt.
Ekkert skal fullyrt um hvort fyrirbærið sultuhundur sé
hugarburður einn eða staðreynd, en eitt af því sem fær mig til
að efast um ágæti þessa meinta gjörnings fjölda kvenna er sú
staðreynd að hundstungur eru eitthvað svo linar og þunnild-
islegar.
Ég hef ákveðnar efasemdir um að smáhundar séu með
nógu sterka tungu til að kalla fram alvöru unað í
kvenmannsklofi.
Hann var mun trúverðugri þéttleikinn í snertingunni sem
hún Didda skáldkona lýsti í einhverjum texta sínum, þar sem
sagði frá stúlku sem átti leið framan við bás í fjósi og naut eitt
slengdi sinni gríðarsterku, stóru og þéttu tungu milli fóta
henni.
Sultuhundar
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Þessar tvær hafa verið þó nokkuð fyrir kjölturakka.
Reuters
Til að hvetja
hunda þessa til
dáða smyrja kon-
urnar sætri sultu
á sinn heilaga
stað.
Gatan mín
R
eyðarfjörður hefur gjörbreyst á und-
anförnum árum. Með byggingu álvers-
ins fékk staðurinn nýjan svip. Vel-
flestir sem hér búa hygg ég að séu
ánægðir með þá framþróun enda þótt margir
brottfluttir Reyðfirðingar sakni þess litla og ró-
lega þorps sem byggðarlagið var áður. Sjálfri
finnst mér þetta allt hafa verið til góða. Áður en
framkvæmdir við iðjuverið hófust bjuggu hér
rétt rúmlega 600 manns en eru nú um það bil
1.100. Eðlilega verður bæjarbragurinn annar en
var þegar íbúatalan nærri því tvöfaldast,“ segir
Jóhanna Hallgrímsdóttir á Reyðarfirði.
Austurvegur liggur þvert í gegnum byggðina á
Reyðarfirði; Búðareyri eins og staðurinn var
gjarnan nefndur fyrr á tíð. Heiðavegurinn liggur
af Austurvegi upp í brekkuna sem bærinn stend-
ur undir og að Búðará en efstu húsin við götuna
eru nánast á árbakkanum.
„Mér finnst ósköp notalegt að heyra árniðinn
út um svefnherbergisgluggann. Það er líka af-
skaplega þægilegt að geta farið hér út bakdyra-
megin, yfir göngubrú á ánni og upp í hlíðina þar
sem hafa verið lagðir göngustígar um lerkiskóg
og berjabrekkur. Við maðurinn minn, Halldór
Jónasson, fluttum hingað árið 1994. Féllum strax
fyrir þessu húsi og staðsetningu þess. Það er af-
skaplega friðsælt hérna en líka stutt í alla þjón-
ustu svo sem verslanir og skóla bæjarins og yfir
sumartímann sækir ferðafólk talsvert í Stríðs-
árasafnið sem er hér í þarnæsta húsi. Í síðari
heimsstyrjöld voru Bretar með allstóra herstöð
hér og góðu heilli báru Reyðfirðingar gæfu til að
varðveita þær minjar sem herinn skildi eftir sig
og gera úr þeim safn sem er allrar athygli vert,“
segir Jóhanna sem er Eskfirðingur að uppruna.
Reyðarfjörður er gróðursæll staður, enda er
þar skjólsælt inni í fjarðarbotni. Íbúarnir leggja
metnað sinn í ræktunarstarf í bestu merkingu
þess orðs og við æði mörg hús í bænum eru í dag
fallegir skrúðgarðar sem fólk leggur metnað í.
„Hvar sem farið er um landið eru fallegir
garðar. Áhugi fólks á garðrækt hefur aukist mik-
ið. Hér heima í mínum eigin garði hefur mér
þótt gaman að sjá hvernig döglingskvisturinn
með sínum bleiku blómum dafnar. Hins vegar
býr allur gróður hér við aðsteðjandi hættu frá
kerflinum sem æðir hér yfir allt og eirir nánast
engu. Á því vandamáli verður að taka af hálfu
sveitarfélagsins og uppræta plöntuna. Lúpínan er
þó skárri; sáir sér ekki jafnvíða og er oft falleg
þar sem til hennar hefur verið sáð í sárum,“
segir Jóhanna sem starfar við innkaup hjá álveri
Fjarðaáls en eiginmaður hennar í skautsmiðju
fyrirtækisins sem er langstærsti vinnustaðurinn á
Austurlandi og veitir um 450 manns viðurværi.
„Mér finnst golfíþróttin ákaflega skemmtileg.
Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við
gerð nýs golfvallar hér fyrir innan bæinn í landi
Kollaleiru. Gerð vallarins er eitt af þeim góðu
verkefnum sem hægt var að hefjast handa um
þegar íbúum hér fjölgaði með nýjum atvinnu-
tækifærum. Þetta er breyttur bær frá því sem
var. Hér höfum við flest sem þarf, en ekki
myndi saka ef við fengjum hér huggulegt kaffi-
hús með rétta andblænum. Ég bíð eftir því að
einhver opni slíkt fyrr eða síðar. Að því yrði
bæjarbót,“ segir Jóhanna Hallgrímsdóttir að síð-
ustu.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Kristín Ágústsdóttir
Bær sem breyttist
Reyðarfjörður
1
2
Heið
arve
gur
Æg
isg
ata
Ág
at
a
Heiðarvegur
Austurvegur
Melgerði
Br
ek
ku
ga
ta
Kvíabrekka
Hæðargerði
1. Árgil er hér að húsabaki, þar sem Búðaráin fellur of-
an úr fjalli og fram til sjávar. Í hlíðinni voru vegna bygg-
ingar álversins lagðir stígar sem nú nýtast göngufólki
afar vel, enda er gaman að fara um þetta svæði. Það
á ekki síst nú á haustdögum þegar bæði bláber og
krækiber sjást á lyngi og sveppir eru undir lerki-
trjánum. Í raun eru brekkurnar, Hálsinn eins og þetta
svæði er oft nefnt, töfralandi líkastar.
2. Umfram allt annað er heimilið sá staður hér á
Reyðarfirði sem mér er kærastur. Margir leita langt yf-
ir skammt í lífinu. En það er sama hvað hver segir;
heima er alltaf allra best. Flest hér í bæ er mér af-
skaplega gott og Reyðarfjörður er minn staður; en
heimilið mitt eins og ég hef búið það er tvímælalaust
minn uppáhaldsstaður – og þar hefur staðsetningin
hér við Heiðarveginn, þar sem húsið okkar er, mikið
að segja.
Uppáhaldsstaðir
Notalegt að heyra árniðinn út um svefnherbergisgluggann, segir Jóhanna Hallgrímsdóttir.