SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 49

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 49
26. september 2010 49 skaplega forvitinn í sambandi við allt efni. „Erlingur minn, þú verður bara að spyrja efnið,“ var hann vanur að segja við mig. Myndhöggvarinn er í stöðugum samræðum við efnið sem hann vinnur í, alveg eins og stang- arstökkvarinn er stöðugt að ræða við stöngina sína.“ Fyrir vikið ægir öllu saman á verk- stæði Erlings sem hann líkir við svína- stíu. „Eitt augnablikið er ég að steypa gifs, það næsta að hefla trékubb. Það eru jafnan mörg járn í eldinum og þröng á þingi. En maður reynir að halda jafnvægi.“ – Hvernig gengur það? „Þú verður að spyrja skúlptúrana!“ – Vinnurðu mikið? „Já, blessaður vertu, ég er alltaf að. Hef ekkert annað að gera.“ – Hvert sækirðu helst innblástur? „Allt sem ég reyni að gera í efnið er út frá áreiti í mínu lífi. Skáldin eru mínir menn, ég er alltaf með bækur á verkstæðinu. Ég er of þreyttur til að lesa á kvöldin. Tónlistin er líka mikil hvatning, ég hlusta mest á stöð sem flytur blandaða tónlist. Það er klassi yfir þeirri stöð sem er sú vandaðasta og innihaldsríkasta í glymskrattanum. Það er líka mikilvægt að fylgjast með og ég missi aldrei af fréttum. Veð- urfréttir hafa sérstaka þýðingu fyrir mig en þar fæ ég að vita hvernig lægðir eru á leiðinni frá Íslandi. Veðurfregnir segja manni meira en margan grunar, einkum ef maður er lengi fjarri heima- högum.“ Erlingur er fæddur árið 1930. Hann lauk kennaraprófi í mynd- og hand- mennt frá Kennaraskóla Íslands 1953 og kenndi lengi við hina ýmsu skóla í Reykjavík og á Suðurnesjum. Á ofanverðum áttunda áratugnum hélt hann utan til framhaldsnáms í myndlist í Noregi. Skömmu eftir að Erlingur sneri aftur heim lést Sigurjón Ólafsson. „Það var mikið áfall og mér fannst ég vera í algjöru tómarúmi. Mér leið ekki allskostar vel og fór að hugsa minn gang. Niðurstaðan var sú að ég passaði ekki inn í umhverfið hér og fyrir vikið ákvað ég að verða við til- mælum norskra vina minna og flytja til Noregs.“ Einsog hængur við svilhvíta hrygnu Erlingur sótti um stöðu háskólalektors í Ósló og fékk hana. „Ég ætlaði að vera eitt ár í Noregi en er þar enn, 26 árum síðar. Ég er alltaf á leiðinni heim en það er hægara sagt en gert að flytja verkstæðið milli landa. Ég reikna með að koma heim á endanum en ég veit ekki hvað mér tekst það fljótt.“ Erlingur fylgist vel með þjóð sinni úr fjarska á viðsjárverðum tímum og spurður hvernig honum lítist á ástand- ið svarar hann með því að fara utan- bókar með fyrsta erindið í ljóðaflokkn- um Að vökunnar mildandi ljósi eftir Matthías Johannessen: Hvít er minning þín við sam- fellda daga og sólir: Leggst vikurgrá nótt að jörð sem herpist við hraunið einsog hængur við svilhvíta hrygnu í sandmjúku botnfalli tímans og skafhreinn sem flekklaus hugur klökknar jökull til norðurs, en logsuðueldar til suðurs og sjóða einslita dagana saman og fella þá einn af öðrum að hekluhvítu hjarni, rís dögun og herðist við sólris og edensgræn fyrirheit fjallhvítra vinda sem vængmjúkri hugsun snerta Bláfjöll sem bæn. Erlingur gerir stutt hlé á máli sínu. Segir svo: „Þjóð sem býr við þennan bakhjarl getur aldrei annað en spjarað sig. Matthías er stórkostlegt skáld, mér finnst hann vera okkar þjóðskáld nú.“ Þeir þekkjast ágætlega en fyrir nokkrum árum gerði Erlingur lágmynd af Matthíasi sem hangir uppi í höf- uðstöðvum Morgunblaðsins við Rauða- vatn. Sest ekki í dómarasæti Menn flugu hátt um stund en nú segir Erlingur mestu máli skipta að horfa fram veginn. „Í bernsku studdist mað- ur við ýlustrá. Ýlustrá fjármálamanna voru kenningar alheimshagfræðinga. Það er ekki mitt hlutverk að setjast í dómarasæti yfir þessu fólki. Til þess eru aðrir hæfari. Það er létt að vera vitur eftir á.“ Erlingur Jónsson varð áttræður fyrr á þessu ári. Þegar hann er að lokum spurður hvernig hann sé stemmdur á þeim tímamótum svarar hann því til að hann sé lukkunnar pamfíll. „Ég segi bara eins og Jón Helgason: „Sú gjöf væri mér gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd.“ Ég er áttatíu ára og hef það fínt. Er bara eins og ég hef alltaf verið – og stefni á framtíð- ina ...“ ’ Það er ekki mitt hlut- verk að setjast í dóm- arasæti yfir þessu fólki. Til þess eru aðrir hæf- ari. Það er létt að vera vitur og ennþá léttara að vera vitur eftir á. Erlingur Jónsson myndhöggvari ásamt Nirði sem bíður ekki eftir byr heldur blæs sjálfur í seglin. Í bakgrunni er brjóstmyndin af Vigdísi Finbogadóttur. Fuglinn Fönix í allri sinni dýrð. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.