SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 53
26. september 2010 53
M
eð mínum grænu
augum er önnur
ljóðabók Sverris
Norland og var hún
BA-verkefni hans í ritlistarnámi
við Háskóla Íslands.
Bókin skiptist í frumsamin
ljóð eftir Sverri með ýmsum stíl-
brögðum og í þýðingar á ljóðum
eftir Robert Bolaño, Richard
Brautigan, Charles Bukowski,
Wislöwu Szymborska, Allen
Ginsberg, Paul Éluard, Langston
Hughes og Carl Sandburg.
Sverrir sagði um bók sína í
viðtali hér í blaðinu að ljóðlist
mætti vera djúp og hræra við
fólki en hún mætti líka vera
skemmtileg. Þegar Með mínum
grænu augum er lesin er augljóst
að Sverrir vill hafa ljóð sín
skemmtileg og hann virðist
skemmta sér vel við að semja
þau. Ljóðin eru létt, það er mikill
leikur í þeim og fyrir vikið er
gaman að lesa þau. Ljóðin eru
líka tilgerðarleg og sumum gæti
þótt þessi ungi maður vera svo-
lítið uppblásinn en í gegnum til-
gerðina má sjá skáldið sem er að
leika sér, hann yrkir í marg-
víslegum stíltegundum og til-
gerðarlegi stíllinn er einn af
þeim og þau ljóð eru líka
skemmtileg. Eins og með öll ljóð
verður lesandinn að kíkja undir
þau, sjá hvað að baki býr.
Bestur finnst mér Sverrir þeg-
ar hann yrkir um daginn og veg-
inn og pælir í manneskjunni eins
og í ljóðinu „Á meðan aðrir fara í
vinnuna fer ég í hundana“,
skemmtilegar pælingar settar
upp á skemmtilegan hátt. Önnur
góð ljóð eru „Dægradvöl“, „Þeir
vissu hvað þeir sungu“ og
„Mátulegur hraði“ sem er í
mestu uppáhaldi hjá mér auk
ljóðsins „Ofsjónir“ þar sem hann
semur um töfrana í hinu ein-
falda. Það fer Sverri vel úr hendi
að semja myndasöguljóð, þau
eru lífleg hjá honum og uppsetn-
ing ljóðanna virkar vel. Minnst
spennandi finnst mér frásagn-
arljóðin eins og „Sorprit“, „Veg-
ir ástarinnar“, „Manskipti“ og
„Njóttu hverrar samloku“.
Framtíðin og betri heimur er
Sverri hugleikinn. Hann vill
augljóslega sjá meiri bóklestur
og í ljóðinu „Heimsyfirráð ís-
lensku þjóðarinnar“ segir hann í
ævintýrastíl frá því hvernig ís-
lenska þjóðin sigraði heiminn.
Yndisleg háðsádeila.
Það hefur verið lenska hjá
ungum ljóðskáldum að reyna að
yrkja sig sem lengst frá ríminu,
þau hafa átt það til að líta með
fyrirlitningu á þetta „gamla“
ljóðform og notað það helst í
háðsyrkingar. Sverrir lætur
nokkur rímuð ljóð fljóta með og
verð ég að segja að mér fannst
þau skrambi góð og skemmtileg,
þetta er form sem hann hefur
augljóslega vald á. Í ríminu má
sjá ljóð í heilræðavísustíl, heim-
þrárljóð og lofrullu um náttúr-
una í anda gömlu meistaranna,
er það augljóslega ort í háði sem
er allt í lagi þegar svona vel tekst
til.
Frumsömdu ljóðin skiptast í
þrjá hluta og finnst mér minnst
til þriðja hlutans koma, ég fékk á
tilfinninguna að Sverrir hefði
ekki haft jafngaman af að yrkja
þau og ljóðin sem á undan koma,
undantekning er ljóðið „Aft-
urhvarf“ sem býr yfir áþreif-
anlegri hlýju.
Bókin endar á þýddu ljóð-
unum og þar sem ég hafði ekki
frumútgáfurnar af þeim undir
höndum á ég erfitt með að segja
eitthvað um þau. Ég get þó sagt
að ljóðaval Sverris er óhemjugott
og þýðingarnar líklega líka því
ljóðin eftir þessi erlendu skáld
heilluðu mig mikið, eins og öll
bókin.
Skemmtilegar yrkingar
Bókmenntir
Með mínum grænu aug-
um –
Sverrir Norland bbbmn
Ljóð
Nykur 2010. Ingveldur GeirsdóttirLjóðskáldið Sverrir Norland.
Verið
velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
27. ágúst – 24. október 2010
Að elta fólk og
drekka mjólk
Að grína í samfélaginu
- Málþing
Laugardagur 25. sept. kl. 15
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
ÁR: málverkið á tímum
straumvatna
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Þorvaldur Skúlason
Kaffistofa
leskró - barnahorn
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Cars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010
Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
Ókeypis aðgangur
MAÐURINN ANDSPÆNIS NÁTTÚRUNNI:
Sunnudagsleiðsögn kl. 14 um allar sýningar safnsins í leiðsögn
Rakelar Pétursdóttur safnafræðings
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar
Jökulsdóttur.
Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
LJÓS // NÓTT. Vinsamlega snertið.
Verk Guðmundar R. Lúðvíkssonar
Sýningin stendur til 17. október nk.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
„SIGGA HEIMIS“
11.9.2010 - 30.1. 2011
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri
og kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Af lifun
Leiðsögn um sýningu
Magnúsar Árnasonar lau-
gardaginn
11. september kl. 14.
Opið mán.–fim. kl. 10–19,
fös. 11-17 og lau. 13-17.
Ókeypis aðgangur.
www.natkop.is
Listasafn Kópavogs
- Gerðarsafn
„9 - samsýning ungra myndlis-
tarmanna í Gerðarsafni“
Sýnendur eru: Berglind Jóna
Hlynsd., Bjarki Bragason,
Etienne de France, Gunndís Ýr
Finnbogad., Helga Björg Gylfad.,
Logi Bjarnason, Páll Haukur
Pálson, Steinunn Gunnlaugsd.,
Styrmir Guðmundson.
Sýningarstjóri er Birta Guðjónsd.
Gerðarsafn er opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
4. til 26. september
SVAVA BJÖRNSDÓTTIR
OG INGA RAGNARSDÓTTIR
„Tíminn fer ekki, hann kemur“
Opið 13-17 alla daga
nema mánud.
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
GEYSISSTOFA –
MARGMIÐLUNARSÝNING
Í nútímalegu margmiðlunar-
safni á Geysi er að finna
margskonar fróðleik um
náttúru Íslands.
OPIÐ: alla daga 10.00-17.00.
AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR.
Afsláttur fyrir námsmenn,
eldri borgara og hópa
Geysir í Haukadal, sími 480 6800
www.geysircenter.is
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods
Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna
Klippt og skorið – um skegg og rakstur
Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík
Fjarskiptasafnið við Suðurgötu
Opið sunnudaga 11-17
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is