SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 54
54 26. september 2010
M
argir kannast við Bollywood-æðið í indverskri
kvikmyndagerð sem blómstrað hefur á und-
anförnum árum. Færri þekkja hins vegar til
indverskrar myndlistar í samtímanum. Nú
gefst tækifæri til að bæta úr því, skunda í Listasafn Reykja-
víkur og sökkva sér niður í það nýjasta í indverskri skjá-
myndlist. Listamennirnir hafa flestir verið valdir af sýn-
ingarstjórum Serpentine gallerísins í London og Astrup
Fearnley safnsins í Osló, þar sem upphaflega var efnt til
sýningarinnar „Indian Highway“ en sýningin hér á landi er
önnur útfærsla hennar. Sýnd eru skjáverk eftir á þriðja tug
ungra myndlistarmanna í sölum A, B og C í Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu.
Strax í upphafi verður sýningargestinum ljóst að verkin
einkennast flest af raunsæi og frásagnarþörf sem tengist
indverskum þjóðfélagsmálum. Þarna er því hægt að fá
töluverða innsýn í framandi veruleika þessa forna menn-
ingarsamfélags. Þess má geta að enska er ríkjandi talmál í
verkum sýningarinnar. Fjöldi verkanna virkar í fyrstu yf-
irþyrmandi en fyrir vikið getur sýningarreynslan orðið
býsna sterk, enda umfjöllunarefnið margbrotið; saga þessa
næstfjölmennasta ríkis heims hefur einkennst af miklum
átökum, þar er nú hagvaxtarskeið en misskipting auðs er
veruleg. Verk Tejal Shah í sal A, I Love My India, end-
urspeglar á ýmsan hátt langa og flókna stjórnmálasögu
landsins og vekur áleitnar spurningar um viðhorf almenn-
ings til lýðræðis en þar eru viðmælendur í Mumbai fáfróðir
og áhugalausir um fjöldamorð á fólki úr minnihlutahópi
indverskra múslima í Gujarat, og þeir beinlínis skjóta niður
ástarjátningu til heimalandsins af furðulegu skeyting-
arleysi. Landamæri Indlands og Pakistans eru meðal um-
fjöllunarefna í verki Amar Kanwar og Shilpa Gupta í sal C á
efri hæðinni. Mynd Kanwar, A Season Outside, er frá
árinu 1997 þegar liðin var hálf öld frá því að Pakistan
klofnaði frá Indlandi, en það hafði auðvitað mikil áhrif á
tilveru margra. Í verkinu á Kanwar í persónulegu, mynd-
rænu og ljóðrænu samtali við opinbera sögu, en því miður
heyrist frásögn listamannsins (sem berst úr hátölurum)
ekki nægilega vel. Mynd Gupta, National Highway No 1,
lýsir sýn ferðalangs sem keyrir meðfram landamærunum
og eru vopnaðir landamæraverðir óþægilegur hluti af
landslaginu sem þýtur hjá.
Hraði nútímavæðingar og upplausn gamalla hefða hafa
orðið Subodh Gupta að yrkisefni í tveimur skemmtilegum
verkum í sal B, Still Life Juggler og Pure. Hefðbundnir
eldhúsmunir fara á fleygiferð með tilheyrandi gauragangi í
fyrrnefnda verkinu, og í því síðara verður moldarleðja
sveitar og fortíðar ekki svo auðveldlega afmáð. Sjónvarps-
myndir Ashok Sukumaran og Shaina Anand lýsa m.a. við-
brögðum við alþjóðavæðingu bandarískra stórfyrirtækja og
hlýnun jarðar. Spor frá óminni er seiðandi innsetning
skjáverka í sal á efri hæð undir sýningarstjórn Raqs Media
Collective-hópsins. Hvert verk er þar eins og brot úr vit-
undarflæði um sögu og samtíð Indlands, þar bregður m.a.
fyrir gyðjulíkri veru innan um verslunarmiðstöðvar og
glæsihýsi, trúarleg líkneski sjást í forgrunni iðnaðarlands-
lags og þota sem flýgur yfir fátækrahverfi undirstrikar
misskiptingu.
„Indian Highway“ er krefjandi sýning; það er óvenjulegt
að sjá stóra sýningu sem byggist eingöngu á skjáverkum en
fyrir vikið hverfur miðillinn í bakgrunninn og athyglin
beinist að innihaldinu – áhorfandinn getur því gleymt sér á
hraðbrautum sýndarveruleikans og öðlast nýja tilfinningu
fyrir landinu Indlandi.
Hraðbraut til Indlands
Myndlist
Indian Highway – Skjáverk í indverskri sam-
tímalist
bbbbn
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Til 10. október 2010. Opið daglega kl. 10-17 og fimmtudaga til kl.
22. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Hafþór Yngvason.
Anna Jóa
National Highway No 1, 2002-04 eftir Shilpa Gupta.
Lesbók
S
amskipti safnara við bækur geta
verið tilfinningaþrungin, enda er
bókaskápurinn oft ekki bara safn
af innbundnum pappír heldur
ævisaga þess sem safnað hefur, hver bók
saga af ævintýrinu þegar bókin fannst,
ánægjan af því að eiga eitthvað einstakt
eða upprifjun allra þeirra gleðistunda sem
farið hafa í það að handfjatla bækurnar,
strjúka þeim og lesa í þeim.
Í viðtali við tímaritið Tatler fyrir stuttu
lætur leikskáldið Tom Stoppard þau orð
falla að hann óski sér helst þess bana að
verða undir bókahrúgu; að bókaskápur
falli yfir hann, með þeim varnagla þó að
það á helst ekki að bera við alveg strax:
„Ýmsir hafa sagt að þeir vilji helst að
hjartað gefi sig í heitum ástarleik, en ég
kysi heldur að falla fyrir bókaskáp.“
Svo fór fyrir sérvitringnum Langley
Collyer í mars 1947, en þó er kannski
réttara að segja
að það hafi verið
dagblöð sem
bönuðu honum,
enda varð hann
undir þungum
dagblaðabunk-
um þar sem hann
skreið í gegnum
leynileg rusla-
göng á heimili
sínu í New York.
Sagan segir og
svo frá að franska
tónskáldið Char-
les-Valentin Alkan, sem lést 1888, hafi
orðið undir bókahrúgu á heimili sínu og
þar sem hann var bæði gamall og lasburða
hafi hann legið fastur undir hrúgunni yfir
helgi sem varð honum að aldurtila, en svo
vel vildi til að ein bókanna var lærdómsrit
gyðinga, Talmúd, sem hann gat dundað
sér við að fletta síðustu ævistundirnar.
Sumir hafa reyndar dregið í efa söguna
af Alkan, kalla hana flökkusögu og vísa til
þess að hún sé furðulík sögu af rabb-
ínanum Aryeh Leib ben Asher Gunzberg,
sem lést ríflega hundrað árum á undan
Alkan, en hann var rabbíni í Metz þaðan
sem Alkan var ættaður.
Bókaskápur hrundi yfir Gunzberg þar
sem hann sat við fræðastörf. Það varð
honum þó ekki að aldurtila, því nem-
endur hans grófu hann undan hrúgunni.
Hann mun þá hafa sagt þeim að bækurnar
sem hrundu yfir hann hafi allar verið eftir
menn sem hann hefði deilt við í gegnum
árin. Alla höfundana hefði hann reyndar
verið búinn að biðja fyrirgefningar og all-
ir fyrirgefið honum nema einn og því ljóst
að hann ætti stutt eftir sem kom á daginn.
(Það hlýtur svo að teljast hámark
sjálfselskunnar að óska sér þess að hjartað
gefi sig í miðjum ástarleik, nema viðkom-
andi hafi hugsað sér að vera einn í þeim
leik.)
Ban-
vænar
bækur
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
’
Ýmsir
hafa sagt
að þeir
vilji helst að
hjartað gefi sig
í heitum ást-
arleik, en ég
kysi heldur að
falla fyrir
bókaskáp...
Ég les alveg slatta en aldrei þannig að
mér finnist sjálfri nóg. Allt í kringum
mig eru hraukar af bókum og greinum
sem kalla á mig og vekja hjá mér und-
arlega blöndu af girnd, þorsta og sam-
viskubiti.
Þessa dagana er förunautur minn um
borgina The Book of Laughter and For-
getting eftir Milan Kundera, næmur
textinn og hugvekjandi gerir lítið af því
að létta mér lund og láta mig gleyma, er
þvert á móti algert „litost“. Ég gæti
auðvitað verið heiðarleg og gefið eitt-
hvað upp um sjálfshjálparbunkann, en
þar sem ég stjórna sjóinu hér er hann
eingöngu gefinn í skyn, eitthvað prívat
verður maður jú að eiga.
Megnið af lestíma mínum fer reyndar
í fræðin, alls kyns bækur um borgina og
það að búa, það að byggja og það að
vera. Ég starfa að hluta til við kennslu
og henni fylgja sjálfskapaðar lestr-
arálögur mínar sem ég framsel mis-
kunnarlaust til nemenda. Hef þó ekki
samt aldamótalíf og misst félaga í sjó-
inn í áhrifamiklum englabókum Jóns
Kalmans – næst á listanum er saga af
norn frá kærri veru.
Sumarið hefur hins vegar farið í að
feta slóðann Heim til míns hjarta með
Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Hún talar
sterkt til mín, hvort sem um er að ræða
efniskennd kápunnar sem teygir sig
niður á þrívítt dýpi með gægjugötum
og grafísku táknmáli eða nærandi sam-
ansafn vísana og hugleiðinga textans,
smjattsagna og orðgerðrar leitar sem
maður getur speglað sig í og nærst á.
Undirtitill hennar er ilmskýrsla um
árstíð á hæli og í raun spennti hún mér
út nákvæmlega það; friðar- og átaka-
rými og teygðan tíma á huglægu einka-
hæli, sem ég gat skriðið inn og hafst við
í, hliðarvídd við hversdagsleikann sem
fylgir meðalstórri barnafjölskyldu í
sumarfríi. Svona bók sem maður klárar
aldrei heldur les í gegn, snýr við og
bankar svo aftur upp á kafla 0.
af því miklar áhyggjur, margir text-
anna finnast mér svo gefandi að ég les
þá aftur með þeim á hverju ári – ræ þá á
kunnugleg mið og fiska oftast nýmeti.
Þannig texta elska ég hreinlega, játa
t.d. hálfpínlega táningsást á Gilles De-
leuze. Mér þykir líka vænt um bóka-
pakka með pælingu. Til dæmis lagðist
dóttir mín 9 ára í heilmikla rannsókn í
fyrra til að velja handa mér bækur. Í
kjölfarið hef ég barist í gegnum vinda-
Lesarinn Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og stundakennari við LHÍ
Gefandi textar og næmir
Oddný Eir Ævarsdóttir
Morgunblaðið/Heiddi