SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 55
Erró
S
jáðu,“ segir Erró, grípur í blaðamann og bendir
honum á hillu í leskróknum í Hafnarhúsinu, þar
sem listatímaritin liggja eitt af öðru.
Það má ráða af látbragði Errós að hann er
hrifinn. Kannski af því að ekki er búið að klippa út
myndirnar, eins og í tímaritunum heima hjá honum og á
vinnustofunni í París.
Í bókaherberginu stendur líka taflborð með stórum
uppröðuðum taflmönnum, sem Erró gefur þó engan
gaum.
– Teflirðu? spyr blaðamaður.
„Nei,“ segir hann. „En ég tefldi og kunni ýmislegt fyr-
ir mér. Ég tefldi meira að segja við Marcel Duchamp.“
Hann lítur á blaðamann sposkur á svip.
„En bara til að reyna …“
Svo heldur hann áfram.
„Arturo Schwarz, galleríisti Duchamps, sem var fræg-
ur á þeim tíma, hafði lært að tefla og bauð mér til sín.
Þetta átti að vera upp á peninga. Á endanum hafði ég
hann undir, en þá tók hann upp viskíglas, sagðist hafa
keypt það á flugvelli, bauð mér og ruddi taflmönnunum
til hliðar til að tapa ekki. Ég hætti við skákina eftir það.“
– Ótrúlegt en satt, það eru 60 ár síðan þú byrjaðir að
fást við klippimyndir!
„Já, fyrstu myndina gerði ég í Handíðaskólanum,
Verksmiðjuna og nokkrar myndir frá þeim tíma eru á
sýningunni, sem var að hefjast [í Hafnarhúsinu]. Þetta
kom dálítið á óvart allt saman. Ég er búinn að klippa,
klippa, klippa, og hef aldrei tekið það alvarlega, yfirleitt
notað það sem fyrirmyndir að málverkum. Svo var eitt
verkanna sýnt í Palazzo Grassi-safninu og furðuðu
margir sig á því að maturinn væri frá 1960. Svo yfirmað-
ur Pompidou [nýlistasafnsins í París] spurði hvort ég
hefði gert fleiri klippimyndir á þeim árum. Þegar ég
sagðist eiga margar slíkar, þá sagði hann: „Þú varst sá
eini. [Harold] Rosenberg gerði bara pínulitlar myndir.
Má ég koma á vinnustofuna?“ Þar átti ég mikið safn og
hann sagði: „Við skulum setja upp sýningu.“
Hún var sett upp í grafíkherberginu í Pompidou og við
fengum 300 þúsund manns í salinn! Það fór fram úr öll-
um væntingum. Yfirleitt koma 3 til 4 þúsund manns í
grafíksalina og það er allt og sumt. Svo nú verð ég að
taka þetta alvarlega; ég ætla að setja grafíkmyndirnar á
sérstakan pappír, láta verðmeta þær og byrja að skrá
þær í rólegheitum.“
Hann yppir öxlum.
„Svona er þetta.“
– Hvert sækirðu efniviðinn?
„Þú veist ég vinn alltaf í syrpum, svo fer það eftir því
hvað ég finn. Þegar ég kom til Parísar árið 1958, þá voru
allar listaverkabækur svarthvítar, þannig að ég hafði
ekkert til að moða úr. En þegar ég kom til Bandaríkjanna
1962-1963, þá fann ég ekki langt frá Chelsea Hotel á
Manhattan rosalega stóra hæð, yfirfulla af tímaritum,
Time og Life. Við fórum þangað allir, Lichtenstein og
Warhol, og svo var bara klippt. Þetta er tákn um þessa
tíma, að sýna myndir af því hvernig fólk var klætt,
hvernig það leit út, hvað það borðaði og svo framvegis.
Þá gat maður ekki legið á Netinu, þar sem endalaust er
hægt að grafa eftir efni. Mér finnst skemmtilegt þegar
margir stílar eru í einni mynd. Og
aldrei að vita hvað kemur upp ef
maður fær að vera aleinn í ró og
næði. Í fyrrasumar gerði ég 240
klippimyndir og var samt á spítala!“
Erró lítur í augun á blaðamanni.
„Það var verið að skera mig upp.“
Hann flettir frá hálsmálinu.
„Þetta var síðasta aðgerðin; þessi
æð var tekin í burtu!“
Svo fær hann sér kóksopa.
„Ég klippti og klippti og klippti,“ heldur hann áfram.
„Ég var heima í marga mánuði, en hafði ekki orku til að
líma saman, svo ég fór í ró og næði til Spánar og límdi.
Þetta er ný syrpa, ég hef ekki hugmynd um af hvaða
rótum hún er runnin. Svo vinn ég að möppu sem nefnist
Helvíti. Það eru rosalegar myndir. Mig langar að gera tíu
eintök, gefa þau á söfn og láta lofa mér því að þau verði
ekki sýnd áður en ég fer í gröfina!“
Hann hlær.
„Og svo mun ég bæta við nokkrum myndum á hverju
ári. Ég læt gera stóra möppu, sem fyllt verður upp í. Ég
held ég lifi ekki í hundrað ár. Ég er búinn að drekka of
mikið af víni og reykja of mikið af vindlum. Ég talaði við
Gunnar Kvaran og honum fannst þetta stórfín hug-
mynd; þetta hefði engum dottið í hug áður. Ég var að
hugsa um að gera titil á arabísku eða kínversku, þannig
að enginn skildi hvað þetta þýddi, en svo fannst mér
beinna og sterkara að verkið héti „Hell“. Maður veit
hvar maður er að minnsta kosti.“
– Felst saga í klippimyndunum?
„Að vissu leyti,“ svarar hann og kinkar kolli. „Flug-
freyjan færði mér Morgunblaðið á leið hingað. Þar var
mynd af stúlku í Afganistan, sem bar olíu í brúsa, og Al-
Qaeda á bak við hana. Þetta passar alveg við myndirnar
sem ég gerði af amerísku flugvélunum og nöktu arab-
ísku stúlkunum. Þannig er ástatt í Kabúl núna, konan er
að verða frjáls og Bandaríkjamenn að reyna að vera lög-
regla heimsins. Sumt kemur fram seinna, en margt hef-
ur þegar ræst. Allt gengur svo hratt fyrir sig, það er svo
mikið efni til að klippa, að það er alveg lygilegt.“
– Þú ert að efna til samkeppni um klippimyndir?
„Það er um að gera að ýta þessu áfram. Og það eina
sem þarf eru skæri og lím. Ég notaði
alltaf skæri frá Austur-Frakklandi,
lítilli borg sem gerir bestu skærin
finnst mér. En þetta er allt og sumt
sem þarf. Og listaverk í verðlaun. Ég
vildi reyndar heldur gefa peninga. Þá
getur fólk gert það sem það vill, farið
á fyllirí eða til Bandaríkjanna, keypt
myndavél eða borgað leiguna. Það er
svo elskulegt að fá peningagjafir.“
– Kemurðu oft til Íslands?
„Ég kom á hverju vori að veiða með Garðari Svav-
arssyni, einkum í Selá fyrir norðvestan. Það var rosalegt
upplifelsi. Það er svo gaman að veiða og leggja laxana
einn við annan í mosann – gera „collage!“
Í þessari heimsókn er galleríistinn minn frá Vín með í
för, Ernst Hilger. Hann gaf Listasafni Reykjavíkur verk
eftir Mel Ramos, sem málaði naktar konur með vindla
og ketchup. Hilger tók mömmu sína með sér, sem er 85
ára og virðist stundum yngri en hann.“
Hann þagnar. Tíminn er á þrotum.
– Hvert er lögmál góðrar sögu?
„Að ljúga eins mikið og hægt er.“
Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Síðasta orðið…
’
Ég held ég lifi
ekki í hundrað
ár. Ég er búinn
að drekka of mikið af
víni og reykja of mikið
af vindlum.
26. september 2010 55