Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 6. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 54. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sunnudags Mogginn er borinn út með laugardags Morgunblaðinu «DAGLEGTLÍF BJARNI OG BÆKUR Í NETHEIMUM «MENNINGHÖNNUN Kjólar Veru vekja athygli í tískuviku 6 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is EFTIR að nýir eigendur FL Group náðu undirtökunum í Glitni varð al- ger stefnubreyting í rekstri bank- ans. Áform fyrri stjórnar um var- færna lánastarfsemi og hægari vöxt voru sett til hliðar og seglin þanin. Stjórnendum Glitnis hafði tekist að hægja á útlánavexti hans á síðari hluta árs 2006 og í byrjun 2007. Eftir að FL Group náði undirtökum í bankanum og réð Lárus Welding sem bankastjóra tóku útlán bankans mikinn kipp og jukust um 190 millj- arða sumarið 2007. Nú átti Glitnir að vaxa í gegnum erfiðleikana, sem voru þá þegar hafnir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Fundargerðir stjórnar Glitnis á árinu 2006, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, varpa ljósi á vilja meirihluta stjórn- armanna til að skerpa áherslur bankans og draga úr áhættusækni hans. Ekki voru þó allir hluthafar sáttir við þá þróun. Herða átti reglur um lánveitingar til tengdra aðila og heildaráhættu bankans gagnvart einstökum við- skiptamönnum. Hannes Smárason, sem sat í stjórn bankans í maí 2006, en hætti skömmu síðar, lagðist gegn þessu og sagði sína menn þurfa pen- ingana. Hannes hætti skömmu síðar í stjórninni vegna fjárfestinga sinna í Straumi. Kynningarherferðin 2007 Haustið 2007 réðust Glitnismenn í mikla kynningarherferð um allan heim. Um miðjan desember 2007 kynnti Lárus Welding fjárfestum áætlanir stjórnar bankans um að stækka lánabókina margfalt, úr 17,6 milljörðum evra í 44,3 milljarða 2009. Ný stefna felldi Glitni  Lárus Welding, forstjóri Glitnis, boðaði gríðarlegan vöxt bankans um miðjan desember 2007  Lánabókin átti að margfaldast  Óveðursský voru löngu farin að hrannast upp á fjármagnsmörkuðum  Hættu fundaherferð eftir fall Gnúps Þorsteinn M. Jónsson Lárus Welding Jón Ásgeir Jóhannesson Hannes Smárason » Stjórn vildi herða lánareglur árið 2006 » Lánveitingar til tengdra aðila áttu að minnka » Nýir eigendur sneru við af þeirri leið 2007 » Vaxtaráætlanir kynntar erlendum fjárfestum » Stækka átti lánabókina margfalt » Fjallað um málið í Sunnudagsmogganum í dag ÍSLENDINGAR greiða atkvæði um það í dag hvort Icesave-lögin frá því í desember, sem forseti Íslands stað- festi ekki, eigi að halda gildi sínu eða ekki. Er þetta fyrsta þjóðarat- kvæðagreiðslan frá stofnun lýðveld- isins. Spáð er leiðinlegu kosningaveðri, hvassviðri og jafnvel stormi norð- vestanlands og talsverðri úrkomu vestanlands. Rétt rúmlega 230 þúsund manns eru á kjörskrá. Mun færri hafa kosið utan kjörfundar en í síðustu alþing- iskosningum. Þegar kjörstað var lokað í Laugardalshöll í gærkvöldi höfðu verið skráð 12.297 atkvæði af landinu öllu en hluti þeirra gæti ver- ið tvískráður. Skráð atkvæði í Reykjavíkurkjördæmum voru 7.981. Það er nærri fimm þúsund atkvæð- um færra en föstudagskvöldið fyrir síðustu þingkosningar. Kosið er eftir sömu reglum og við alþingiskosningar. Kjörstaðir á stærri stöðum eru almennt opnir frá klukkan 9 til 22 en styttri opn- unartími er á minni stöðum. Yfir- kjörstjórnir kjördæmanna sex telja atkvæðin auk þess sem settar verða upp umdæmiskjörstjórnir á tveimur stöðum á Vestfjörðum vegna ótryggs veðurútlits. Búist er við fyrstu tölum upp úr klukkan 22. Morgunblaðið/Kristinn Allt klárt Starfsmenn í Ráðhúsinu gerðu kjörkassana klára í gærkvöldi. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla frá stofnun lýðveldis á Íslandi fer fram í dag Atkvæði greidd um Icesave-lög  Spáð er leiðinlegu kosningaveðri, hvassviðri og úrkomu vestanlands  Þjóðaratkvæði | 2, 4, 8, 14, 18 „Við vitum öll að rétturinn til að kjósa er helg- asti réttur hins lýðræðislega samfélags og í rauninni grund- völlur þess,“ segir Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Ís- lands, sem ætlar að taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Ólafur Ragnar sagðist ekki vilja svara sjónarmiðum þeirra sem segja þjóðaratkvæðagreiðsluna vera marklausa, en bætti við: „Ákvörðunin um þjóðaratkvæða- greiðslu hefur þegar skilað því að Bretar og Hollendingar hafa séð sig knúna til að leggja fram mun betra tilboð. En það breytir því ekki að samkvæmt íslenskri stjórnskipan felur þjóðaratkvæða- greiðslan í sér ákvörðun um það hvort Icesave-lögin, sem tóku gildi í kjölfar samþykktar Alþing- is daginn fyrir gamlársdag, gildi áfram.“ egol@mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa Ólafur Ragnar Grímsson  Almannavarnir eru í viðbragðs- stöðu vegna hugsanlegs eldgoss í Eyjafjallajökli. Þúsundir skjálfta hafa mælst undanfarna sólarhringa og ekkert lát virðist á. Í gærkvöldi mældust aðallega litlir skjálftar, 0,7-1,8 stig, en síðdegis nokkrir yfir tveimur stigum. Aðeins örfáar mín- útur voru á milli skjálfta. Um 500-600 manns búa á rýming- arsvæðinu undir Eyjafjallajökli í Rangárþingi ytra. Viðvörunartími vegna eldgosa og hlaupa á svæðinu getur verið mjög stuttur. Í hættu- mati sem gefið var út árið 2005 kemur fram að víðast hvar næðu hlaup fjallsrótum og byggð aðeins 15-30 mínútum eftir að gos hefst. Rýmingaráætlun verður kynnt íbúum á næstunni og eru íbúafund- ir boðaðir um miðjan mánuð. »6 Morgunblaðið/RAX Stöðug hrina jarðskjálfta í gær og fram eftir kvöldi  Veiðar á makr- íl gætu hafist eft- ir um fjóra mán- uði. Ekki liggur enn fyrir hvernig stjórnun verður háttað en útgerð- armenn telja ekki eftir neinu að bíða að út- hluta makrílheimildum á skip, lög um það séu skýr. Talið er að mikil verðmæti hafi farið í súginn í „kapphlaupinu“ sem var við mak- rílveiðarnar á síðasta ári. Á undanförnum fjórum árum hafa íslensk skip veitt um 270 þús- und tonn af makríl. Uppsjávar- skipin, 31 að tölu, hafa veitt 99,99% af þeim afla en 108 smærri bátar af- ganginn. »26 Telja ekki eftir neinu að bíða að úthluta makrílkvóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.