Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ÉG DATT um fyr- irsögnina „Kosið um breytingu á lögum“ í Fréttablaðinu 3. þ.m. Þrjár fullyrðingar blasa við: 1. Að kosn- ingarnar snúast alls ekki um hvort greiða á skuldina. 2. Að verði svarið nei í kosning- unum standi fyrri lögin eftir. 3. Að semja þurfi upp á nýtt ef svarið verður nei í at- kvæðagreiðslunni. Sjálfur forsætis- ráðherra hefur endurtekið lýst því yfir að kosningarnar séu markleysa. Skoðum sannleiksgildi fullyrðing- anna nánar: 3. fullyrðingin er rétt (sem nánar verður vikið að.) 2. full- yrðingin er út af fyrir sig rétt en þar sem 3. fullyrðingin er líka rétt þá er 2. fullyrðingin marklaus! En hvað um 1. fullyrðinguna? Hugsum okkur að fjölskyldufaðir komi heim með samning við bílasala um að kaupa breskan Jagúar með þeim fyrirvara að fjölskyldan sem telur 6 manns samþykki. Meirihlut- inn hafnar tilboðinu með þeim rökum að fjölskyldan sitji uppi með tvo bíla á afborgunum. Konan segist auk þess hafa fundið skítalykt af samn- ingnum og við blasi að hann geti með tímanum rústað fjárhagsstöðu heim- ilisins. Ekkert verður af bílakaupum. Augljóst er af þessu að 1. fullyrðingin er ekki aðeins röng heldur kolröng og að nei í kosningunum gæti hrakið málið fyrir dómstóla þannig að hryðjuverka(laga)maðurinn, krata- foringinn breski, sem sagt er að berji starfsfólk sitt, sæti á endanum uppi með krógann. Lítum á annað analog- dæmi: Gefum okkur að breskir rass- setumenn sendiráðsins á Íslandi hafi keypt sendiráðsbyggingarnar af ís- lenskum einkaaðila í góðærinu 2007 og greitt fyrir £ 4 millur. Haustið 2008 ríður jarðskjálfti (12 á Richter) með upptök sín í BNA yfir norð- urhvelið. Orsök skjálftans má að mestu rekja til glæfralegra kjarn- orkuvopnatilrauna BNA neð- anjarðar. Ísland fer ekki varhluta af skjálftanum og sendiráðsbyggingar Breta og Hollendinga hrynja meira og minna og fleiri byggingar. Breska ríkisstjórnin sem við skulum kalla Hryðju til styttingar krefst þess að Íslendingar borgi skaðann, telur hús- in illa byggð, eftirlitið lélegt og að óprúttnir íslenskir kaupahéðnar hafi okrað á byggingunum. Ríkisstjórn Íslands leggst meira og minna á sjúkrabeð við þessi válegu tíðindi. Böðullinn Brown notar tækifærið og setur hryðjuverkalög á Íslendinga þannig að orðspor þeirra erlendis er nú flokkað sem sorp. Hryðja ákveður að bæta blýantsnögurunum skaðann og kaupa af þeim rústirnar fyrir £ 4 millur. Böðullinn Brown kippir nú í tvo bakdyraspotta sem merktir eru Brussel og AGS sem svo aftur kippa í bak- dyraspotta íslenska ut- anríkisráðuneytisins. „Ber er hver að baki nema bróður eigi“. Hugsar utanrík- isráðherrann, tekur símann og segir upp viðhaldinu til tveggja ára. Ný (ó)stjórn er mynduð sem við skulum kalla Kratíu til stytt- ingar enda virðist kjör- orð stórnarsáttmálans ganga út á að krítisera og kratísera. Óðara fer hún að flaðra upp um kratann Brown eins og illa taminn sveitaseppi. Við þessi fleðuhót gengur krataforinginn á lag- ið og býður til makindalegra við- ræðna. Íslenskum samningamönnum er smalað saman í flýti, þeir eiga það sameiginlegt að vera bláeygir a.m.k. í annarri af tveimur merkingum orðs- ins. Mánuðir líða en loks dúkka þeir upp með illa þefjandi uppfærðan Versalasamning í skötulíki. Þing- heimur tekur fyrir vitin en Kratía harkar af sér að undanskildum tveimur þingmönnum hennar. Eftir miklar skylmingar í þinginu liggur tilboð á borðinu: Hryðju eru boðnar £ 3 millur fyrir rústirnar. Forsetinn samþykkir lög með fyrirvara. Hryðja svarar með gagntilboði upp á £ 3,5 millur sem Kratía samþykkir og nær að berja í gegnum þingið en forsetinn neitar að skrifa undir svo málið fer í þjóðaratkvæði. Þjóðin hafnar tilboð- inu með 80% greiddra atkvæða. Skoðanakönnun leiðir í ljós að helm- ingurinn vill að málið fari fyrir dóm- stóla. Fullyrðingar þess efnis að kosningarnar snúast alls ekki um hvort greiða eigi skuldina er auðvitað kolröng. Nei, í kosningunum gæti einmitt orðið fyrsta stóra skrefið í þá átt að borga ekki krónu. „Fyrri“ lög- in eru marklaus en Kratía gæti þó dustað af þeim rykið ef Hryðju sner- ist hugur. Glætan að hinn dramb- sami hryðjuverkamaður muni kyngja svo beiskum bita (og varla eftirmaður hans heldur) en líklegt er að Brown hrökklist frá völdum í vor við lítinn orðstír. Íslendingar eiga ekki að semja við hryðjuverkamenn. Það er ekki kosningin sem er mark- laus eins og forsætisráðherra hefur talað um, heldur „fyrri“ lögin. En það er skiljanlegt að forsætisráð- herra sé gramur enda mun svíða svo- lítið undan vendinum ef þjóðin segir nei! Hvað þýðir nei? Eftir Daníel Sigurðsson Daníel Sigurðsson »Nei í kosningunum gæti einmitt orðið fyrsta stóra skrefið í þá átt að borga ekki krónu. Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. FJÖGURRA ára samgönguáætlun ár- anna 2007-2010 var samþykkt á Alþingi fyrir tveimur árum. Þessi fjögur ár verða notuð til að verja tæp- um 110 milljörðum króna til verkefna á sviði samgöngumála. Stærstur hluti fjár- magnsins, sem er um 98 milljarðar króna, fer til hvers kyns vegaframkvæmda á sviði siglingamála og 1,5 millj- örðum króna verður varið til flug- mála. Fyrrverandi ráðherra Sturla Böðvarsson telur að verkefni sam- gönguáætlunar sýni að yfirvöld séu á réttri braut og vinni ötullega að því að ná langtímamarkmiðum um greiðar, öruggar og hagkvæmar samgöngur. Með skýrum hætti eru kynntar hér helstu framkvæmdir samgöngu- áætlunar næstu árin. Um 20 millj- örðum króna veður varið til verk- efna á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að lagt verði í veru- legar framkvæmdir þar til sam- göngumannvirkin standa undir því að halda í við fjölgun bifreiða og stóraukna umferð sem sprengt hef- ur vegakerfið á öllu suðvesturhorn- inu og í Suðurkjördæmi með skelfi- legum afleiðingum. Ein stærsta framkvæmdin á þessu sviði, sem er gerð Sundabrautar, þolir enga bið. Fyrrverandi samgönguráðherra fullyrðir að teknir hafi verið frá nærri 10 milljarðar kr. til að unnt verði að hefja verkið. Fyrir löngu hefði það átt að vera búið. Í þessari samgönguáætlun verða jarðgangagerð og breikkun vega og akbrauta áberandi þættir fram- kvæmda víða um land næstu árin. Á haustþingi verður að ljúka afgreiðslu tólf ára áætlunar sem hér liggur fyrir. Þar verða lagðar fram nýjar áherslur og skýr stefna mörkuð. Í þeirri fjögurra ára áætlun sem hér er kynnt kem- ur þessi stefna skýrt fram. Hugmyndin um neðansjávargöng til Eyja er áhættusöm og ótímabær vegna skorts á forrannsóknum og áætlaður kostnaður alltof hár. Enn er tími til að afskrifa þetta glapræði sem leiðin 2+1 er. Hún fimmfaldar slysahættuna hvort sem Vegagerðin viðurkennir það eða ekki. Ný samgönguáætlun verð- ur undirbúin og tillögur síðan lagð- ar fyrir ráðherra. Eina ferðina enn var tvöföldun Suðurlandsvegar í uppnámi þegar ég las góða grein sem bæjarfulltrúi í Hveragerði skrifaði í Morg- unblaðið fyrir einu ári. Þingmönn- um Suðurkjördæmis og samgöngu- ráðherra sendi ég þau skilaboð sem eru þessi: Af tvennu illu er það besti kosturinn að afskrifa end- anlega tvöföldun Suðurlandsvegar verði leiðin 2+1 fyrir valinu. Ögrun við Sunnlendinga verður þessi sam- gönguáætlun kölluð af vonsviknum heimamönnum ef ráðherrann af- skrifar leiðina 2+2 og tvöföldun Suðurlandsvegar. Í Suðurkjördæmi skulu allir heimamenn safna undir- skriftum til að dæmið klárist fyrir fullt og allt. Glaður skal ég skrifa nafn mitt á undirskriftalista til stuðnings Sunnlendingum fái ég tækifæri til þess. Áður hef ég varað við því að slysahættan geti fimmfaldast ef tvö- földun Suðurlandsvegar verður mið- uð við leiðina 2+1. Þetta skal ráð- herrann kynna sér fari svo að heildarfjöldi ökutækja á þessari leið verði meira en 40 þúsund bílar á sólarhring. Það væri hnefahögg í andlit Sunnlendinga ef kjörnir þing- menn þeirra byðu kjósendum sínum birginn. Slík vinnubrögð mega þing- menn Suðurkjördæmis ekki sýna heimamönnum. Þetta glapræði sem leiðin 2+1 er eykur hættuna á því að ökumenn beygi yfir á vitlausan vegarhelming. Henni geta allir skynsamir Sunnlendingar vísað til föðurhúsanna þó að oddvitar fortíð- arinnar afskræmi allar staðreyndir tengdar leiðinni 2+2. Þeir sem harðast berjast gegn því að dæmið klárist endanlega munu iðrast þess síðar meir. Slík vinnubrögð bera ógeðfelldan blæ haturs og hefnda. Á Suðurlandi er eitt verkefni í jarðgangagerð réttlætanlegt sem þingmenn Suðurkjördæmis ættu að kynna sér. Það eru stutt jarðgöng undir Reynisfjall. Þau koma allri þjóðinni til góða. Sómakærum Sunnlendingum ofbýður hvernig komið er fram við þá þegar sala rík- iseigna er notuð til að moka nærri 20 milljörðum króna í veggöngin norður í Fjallabyggð. Afskrifum hugmyndina um vegtoll á hálend- isveginum. Tvöföldum Suðurlands- veg austur að Hvolsvelli. Klárum Suðurstrandarveg strax. Ögrun við Sunnlendinga Eftir Guðmund Karl Jónsson » Á Suðurlandi er eitt verkefni í jarð- gangagerð réttlæt- anlegt sem þingmenn Suðurkjördæmis ættu að kynna sér. Það eru stutt jarðgöng undir Reynisfjall. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. ÞEGAR Gordon Brown lýsti Ís- land ranglega gjaldþrota ríki hryðjuverkamanna, þá olli hann Íslendingum og erlendum lán- ardrottnum íslensku bankanna óhemju tjóni. Í ljósi þessa er það ótrúlega ósvífið að þegar íslensk stjórnvöld lýsa Íslendinga fúsa til að taka á sig miklar fjárhagslegar skuldbindingar til þess að leysa evrópskt pólitískt vandamál, nokk- uð sem Íslendingum ber engin lagaleg skylda til að gera, skuli breska ríkið vilja hagnast stórlega á því með því að krefjast hás vaxta- álags. Því til viðbótar heimtar ríkis- stjórn Gordons Browns að öll áhætta af þessari pólitísku lausn eigi að hvíla á Íslendingum, án fyr- irvara. Við Íslendingar eigum fjölda bandamanna í Bretlandi, þ.m.t. rit- stjóra virtustu dagblaða, heims- fræga hagfræðinga, lögfræðinga og ýmsa fræðimenn innan háskóla sem hvetja okkur opinberlega til þess að láta ekki ofbeldi ríkis- stjórnar Gordons Browns yfir okk- ur ganga. Við virkjum áframhald- andi stuðning þessara aðila í leit að lausn og verjum okkar sameig- inlegu hagsmuni með því að senda skýr skilaboð: fjölmennum á kjör- stað í dag og kolfellum Icesave- ólögin. Erlendur Magnússon Fjölmennum á kjörstað og fellum Icesave-ólögin Höfundur er framkvæmdastjóri. ÞAÐ VIRÐIST hafa komið í ljós und- anfarið að alþing- ismenn hafa, að því er virðist, sumir hverjir, margoft unnið eið að stjórnarskránni en aldrei lesið hana! Þetta er þvílík for- smán að engu tali tek- ur. Í þeirri umræðu sem fram hefur komið um frestun á þjóð- aratkvæðagreiðslu er augljóst þeim sem hafa lesið stjórnarskrána að ekki er hægt að fresta henni né heldur hætta við hana. Ef alþingi reynir einhverjar slíkar æfingar er það skýlaust brot á 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Þar segir: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi stað- festingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir at- kvæði allra kosninga- bærra manna til sam- þykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu.“ Það er hvergi gert ráð fyrir að draga at- kvæðagreiðsluna til baka né fresta henni og skiptir þá engu máli hver óskhyggja ráðamanna er, það er hvergi gert ráð fyrir neinni undantekningu í sambandi við at- kvæðagreiðsluna. Ef ætti að gera einhverja breyt- ingu gagnvart atkvæðagreiðslunni þarf að breyta stjórnarskránni og til þess þarf þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mál sem nú liggur fyrir er kirfilega lagt í hendur þjóðarinnar og verður hvorki frestað né aflagt, og gildir einu hvort mönnum líkar það betur eða verr. Að vísu er þetta ekki í fyrsta sinn sem alþingi hefur gert sig sekt um stjórnarskrárbrot og hefur í rúmlega 65 ár dregið lappirnar í því að setja á stofn stjórnarskrárdómstól. Valdhafar hafa því miður í gegnum árin við- haldið hinu ófullkomna kerfi til þess að hagnýta sér hina stóru vankanta í þessu gjörónýta og gallaða kerfi. Það er alveg forkastanlegt að al- þýða manna í þessu þjóðfélagi skuli þurfa að sækja rétt sinn fyrir hæstarétt með verulegum tilkostn- aði þegar stjórnarskráin er brotin af alþingi. Eins hlýtur það að vera dálítið sérkennilegt að ráðamenn í þessu þjóðfélagi, sem eru hvað eftir annað að setja reglu um lágmarks- menntun í sambandi við störf hjá ríkinu, skuli í raun ekki hafa neinar lágmarkskunnáttukröfur fyrir þá sem eru viðriðnir það að setja regl- urnar, þ.e. alþingismenn þurfa greinilega ekki að hafa þá kunnáttu að vera læsir hvað þá meir. Það hlýtur að vera kominn tími til þess að stjórnarskráin verði les- in upp í heyranda hljóði við setn- ingu alþingis svo tryggt verði að þeir sem hafa aldrei lesið hana hafi að minnsta kosti heyrt hvað felst í þessu ákveðna skjali. Þegar litið er yfir það sem skeð hefur í sambandi við val á mönnum í stöður ráðherra í þessu landi virðast ákveðin emb- ættispróf hafa haft næsta lítið gildi í sumum tilfellum. Þegar forsætis- ráðherra var með hagfræðipróf fór hann létt með að keyra þjóðina út í ystu brún efnahagshruns. Eins og fram hefur komið í sam- bandi við hina stóru lögleysu að gengistryggja lán hefur önnur fræðigrein, nefnilega lögfræði, beð- ið mjög alvarlegt skipbrot. Það hlýtur að vera kominn tími til þess að menntun í háskólum landsins verði tekin til mjög alvarlegrar rannsóknar og það fundið út hvern- ig og hvers vegna sú kunnátta sem þar er komið á framfæri skuli geta brugðist eins hrapallega og orðið hefur. Þegar embættisprófsmenn bregðast svona gjörsamlega hlýtur að vera kominn tími til að þeir missi réttindi alveg eins og gildir um skipstjóra eða flugstjóra sem bregðast í sínu starfi. Það er ætlast til þess að menn fari í daglegri um- gengni og allri hegðun samkvæmt lögum en þegar á hólminn er komið virðist ekkert mark vera tekið á þeim reglum sem eiga að vera í gildi, því í raun vísa þær í tvær gagnstæðar áttir sam- kvæmt fræðimönnunum. Ríkisvaldið og stjórnarskráin Eftir Bergsvein Guðmundsson » Þetta mál sem liggur fyrir er kirfilega lagt í hendur þjóðarinnar og verður hvorki frestað né aflagt ... Bergsveinn Guðmundsson Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.