Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 60
Heitast 10 °C | Kaldast 0°C Suðvestanátt, víða 13- 20 m/s. Rigning eða slydda S- og SV-lands, él norðvestan til. Annars úrkomulítið. » 10 LAUGARDAGUR 6. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2010                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. )/),/- )*0,+ *0,01. *),223 )+,.-* )).,2. ),3*/) )/2,0. )+0,3.  456  4 2"  5 *1)1 )*+,/. )/*,30 )*3,1- *0,0+- *),-)+ )+,/)3 )).,/) ),3000 )/2,/- )+0,/) **/,0/30 %  78 )*.,*. )/*,/ )*3,3* *0,333 *),-. )+,/-- ))/,*3 ),30+2 )/-,23 )+3,3- FÓLK Í FRÉTTUM» KVIKMYNDIR» Brot úr Kóngavegi sýnt á hátíð í Grundarfirði. »50 Arnar Eggert Thor- oddsen fjallar um rómantíska ímynd og væntingar til þátttakenda í spurn- ingakeppnum. »54 SPURNINGAKEPPNIR» Rómansinn farinn KVIKMYNDIR» Lögregluskólinn snýr aftur í áttunda sinn. »57 SPURNINGAKEPPNIR» Lið MR og Kvennó hita upp fyrir kvöldið. »56 Hjálmtýr Heiðdal frumsýnir heimild- armynd um við- burðaríkt lífshlaup Sveins Bergsveins- sonar. »50 Hlutskipti útlagans LISTIR» Menning 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fyrsta háskastigi lýst yfir 2. Fannst látinn 3. Hvað á Steingrímur við? 4. Íþróttaálfurinn gaf Michelle epli Íslenska krónan stóð í stað  Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low, semur tónlist við kvik- myndina Kónga- veg, sem verður frumsýnd í lok mars. Íslenskir út- varpshlustendur fá forsmekkinn af því sem koma skal því laginu „Bye Bye Troubles“ eftir Lay Low verður dreift á útvarpsstöðvar í næstu viku. Leikstjóri myndarinnar er Valdís Óskarsdóttir og í helstu hlutverkum eru Gísli Örn Garðarsson, Daniel Brühl, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. TÓNLIST Lay Low semur tónlistina við Kóngaveg  Bandaríkjamað- urinn David Car- son er meðal fremstu og róttæk- ustu grafísku hönnuða samtím- ans. Hann verður einn af heiðurs- gestum og aðalfyrirlesurum á Hönn- unarMars 2010 sem hefst 18. mars. Hann er hvað þekktastur fyrir ótrú- lega nýbreytni í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á let- urgerðum og prentfrágangi. Carson- áhrifin mátti sérstaklega greina í tímaritinu Ray Gun þegar Carson starfaði þar sem listrænn hönnuður. HÖNNUN Einn af fremstu hönnuðum heims á HönnunarMars  Póstkortamorð- in, samvinnuverk- efni þeirra Lizu Marklund og James Patterson, fara beint á topp- inn á bóksölulista Félags bókaútgef- enda, sem birtur er í Lesbók Morg- unblaðsins í Sunnudagsmogganum í dag, en bókin kom út í síðustu viku. Millennium-þríleikur Stiegs Lars- sons er áberandi á listanum, en Larsson á bækurnar í öðru og þriðja sæti og hann á líka söluhæstu bók ársins hingað til, Loftkastalann sem hrundi. BÓKMENNTIR Póstkortamorðin beint á topp bóksölulistans CINDY Sherman, einn kunnasti ljós- myndari samtímans, verður meðal gesta á Listahátíð í Reykjavík í vor og verða verk hennar sýnd í Listasafni Ís- lands. Sherman er einkum kunn fyrir konsept-portrett sín og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars hin virtu MacArthur- verðlaun. Ljósmyndun verður gert hátt undir höfði á Listahátíð að þessu sinni og annar kunnur listamaður sem sýnir verk sín er David Byrne, sem margir þekkja líklega betur sem tónlistarmann og forsprakka bandarísku nýbylgju- sveitarinnar Talking Heads. Byrne hefur lagt stund á ljósmyndun um nokk- urt skeið og hafa verk hans vakið athygli víða. Sherman og Byrne koma bæði til landsins vegna sýninganna. Nánar er rætt um Listahátíð í Reykjavík við listrænan stjórnanda hennar, Hrefnu Haraldsdóttur, í Sunnudagsmogg- anum. Sherman og Byrne koma á Listahátíð David Byrne Cindy Sherman Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BRANDUGLAN er eina uglan sem verpir hér á landi að staðaldri en ekki er heiglum hent að ná henni á mynd. Hún er náttfugl og mest á ferli snemma á morgnana eða seint á kvöldin. Sigurjón Einarsson áhugaljósmyndari var svo heppinn að ná góðum myndum af branduglu í Borgarfirð- inum á fimmtudaginn. Sigurjón býr á Hvanneyri, er umhverfis- og skipulagsfræðingur að mennt og starfar hjá Landgræðslu ríkisins. „Hún sat á vegstiku þegar ég sá hana fyrst og var óvenjuspök,“ segir Sigurjón. Hann segir bran- duglu oft sjást undir Hafnarfjallinu enda geti þar verið mikið af mús, eftirlætisfæðu uglunnar. Séu ungarnir margir, fimm eða sex, og orðnir stálp- aðir dugi ugluparinu varla sólarhringurinn til að veiða ofan í fjölskylduna nema verið sé að allan sólarhringinn. Branduglan er einkvænisfugl og Sigurjón segir oft gaman að fylgjast með uglunni í tilhugalífinu. Þær eigi til að læsa klónum saman og hrapa í átt til jarðar en taka auðvitað flugið í tæka tíð. „Þær fljúga líka hátt upp og láta sig detta, klappa sam- an vængjunum undir kviðnum. Þetta er mjög skemmtilegur fugl.“ Uglur eru einstakir fuglar að því leyti að augun vísa beint fram eins og á fólki, ekki til hliðanna eins og almennt á fuglum. Lengi hefur uglan verið kennd við mikla visku í þjóðtrú margra landa enda augnaráðið greindarlegt. Vænghafið um einn metri Brandugla er að mestu staðfugl á Íslandi, hún er að meðaltali 37-39 sentimetrar að lengd og veg- ur 300-400 grömm. Hún er því fremur lítill rán- fugl. Hún er venjulega þögul en stundum gefur hún frá sér hátt væl. Vænghafið er um einn metri en vængjatökin sögð silaleg og flugið rykkjótt. Hún getur þó verið snögg og er fimur flugfugl. Stofn branduglunnar hér á landi er ekki stór, líklega aðeins 150-200 varppör, en hér gætu verið allt að 500 fuglar yfir vetrartímann. Hún lifir mest á hagamús og jafnvel húsamús sem hún finn- ur þá í grennd við mannabústaði. Einnig étur hún smáfugla og unga annarra tegunda. Sumir álíta að branduglunni sé að fjölga nokkuð hér á landi vegna aukinnar kornræktar og útbreiðslu lúpínu. Hvorttveggja tryggi meiri stöðugleika í fæðu- framboði músa og þá einnig uglunnar. Ljósmyndir/Sigurjón Einarsson „Mjög skemmtilegur fugl“ Mikið um branduglu undir Hafnarfjallinu Stingandi augu Branduglan tyllti sér á trjágrein er Sigurjón náði stærri myndinni en á þeirri minni horfði uglan beint í linsuna með stingandi augum. Fáum sekúndum síðar var hún flogin á braut. SALA á áfengi í vínbúðum ÁTVR dróst umtalsvert saman fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sömu mán- uði í fyrra. Í febrúar var sala áfengis 8,1% minni í lítrum en árið 2009 og það sem af er árinu hefur salan dreg- ist saman um 8,7%. Vegna tíðra verðhækkana á áfengi er salan í krónum talið þó meiri nú en í fyrra. Áfengi seldist fyrir 2.691 milljón fyrstu tvo mánuði ársins en 2.632 milljónir sömu mánuði í fyrra. Hlutfallslega er samdrátturinn mestur í sölu á blönduðum drykkjum en þar hefur salan dregist saman um 37% í samanburði við árið 2009. Svip- aða sögu er að segja um ókryddað brennivín og vodka en salan á því hefur minnkað um 25% á milli ára. Samdráttur í sölu lagerbjórs hefur mest áhrif á söluþróun, en lag- erbjór er um 79% af heildarmagni seldra lítra. Salan á lagerbjór dróst saman um 7,8% í febrúar en ef litið er til sölu ársins þá er samdrátturinn 8,2% miðað við ár- ið 2009. Sala á rauðvíni hefur dregist sam- an um 7,6% fyrstu tvo mánuði ársins og sala á hvítvíni um 6,6%. sisi@mbl.is Samdráttur í sölu áfengis 8,7% í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.