Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ✝ Þórður Snjólfssonfæddist í Vetur- húsum í Hamarsdal 15. júlí 1922. Hann lést 24. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ásdís Sigurð- ardóttir og Snjólfur Stefánsson sem bjuggu í Veturhúsum í 37 ár. Hann var yngstur sjö systkina, systur hans voru Steinunn Dagmar, Málfríður Halldóra, Sigurbjörg og Kristborg Stefanía og bræður hans voru Sigurður Kristinn sem lést á fyrsta ári og Ingvar Þórlindur, þau eru nú öll látin. Hann giftist Ásdísi Böðv- arsdóttur, f. 28. mars 1928, d. 8. október 2002. og stofnuðu þau heimili á Djúpa- vogi og eignuðust þrjú börn, Ásdísi, Ólaf Böðvar og Lindu Heiðrúnu, en fyrir átti Ásdís sonin Sigmar Ægi. Útför Þórðar fer fram frá Djúpavogskirkju 6. mars kl. 14. Elsku afi er nú látinn en minningin um hann mun lifa með okkur. Þú með þitt skarpa augnaráð og alltaf var stutt í gamnið og góðlátlega stríðni. Þú ólst upp í Hamarsdal og þar þekktir þú hverja þúfu og hvern stein og talaðir oft um það hve mikið af berjum fannst nú alltaf undir þessum klettum eða í þessari laut. Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með þér á æskuslóðir þínar og ég man hvað okkur þótti alltaf mikið til litla steinkofans þíns koma sem þú byggð- ir þegar þú varst 10 ára gamall. Ham- arsdalurinn geymdi líka ótal sögur sem tilheyrðu æsku minni, sögur sem hræddu mann á meðan aðrar voru minni um löngu liðna tíð. Þrátt fyrir að hræðast mjög kindur sóttumst ég líkt og systkini mín alltaf í það að fara með þér inn í Hjáleigu að gefa ánum eins og þú talaðir alltaf um féð þitt. Þar flýtti ég mér inn í hús og upp í garðann og inn í hlöðu því þang- að komust kindurnar ekki. Svo hjálp- aði maður við að losa heyið og gefa á garðann. Eftirsóknarverðast var þó að fá að fara með þér á meðan á sauðburði stóð, að fá aðeins að koma við litlu lömbin og fylgjast með þeim. Hjáleig- an var líka algjört ævintýraland þar sem við lékum okkur í læknum, klifr- uðum upp kambinn og skoðuðum gömlu tóftirnar. En skemmtilegast þótti manni þegar heyskapurinn stóð yfir. Ég get enn séð þig fyrir mér þar sem að við sátum öll saman í túngarð- inum í einstakri veðurblíðu og drukk- um saman ískalt gos sem hafði verið geymt í brunninum yfir daginn og borðuðum kremkex. Maður beið spenntur eftir því að farið væri að hirða því skemmtilegast þótti manni að fá að leika sér í heyinu, stökkva í nýhirt heyið í hlöðunni og velta sér upp úr því. Enn saknar maður þess að taka ekki þátt í heyskapnum seinni part sumars. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ykkar ömmu út í Þórsmörk og þar var dekrað við mann. Þú slapp- aðir af inni í litla herbergi eða varst að vinna í fallega stóra garðinum ykkar á meðan amma stússaðist í eldhúsinu. Þar var líka alltaf spennandi að fá að fara með þér niður og skoða alla dýr- gripina sem leyndust í afaherbergi, eins og við kölluðum það, gamlir mun- ir sem þú hafðir safnað að þér í gegn- um tíðina, allar bækurnar þínar og ýmislegt smálegt sem börnin þín höfðu fært þér í gegnum árin. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allar ánægjulegu stundir sem þú hefur gef- ið mér, ég minnist þeirra með söknuði en einnig með gleði yfir að hafa fengið að taka þátt í þeim. Það er svo margs að minnast og minningarnar mun ég geyma með mér um ókomna tíð. Þín Ragnhildur. Elsku afi okkar er látinn. Við minn- umst þín með söknuði og höldum í þær minningar sem við höfum um þig. Við þökkum fyrir að hafa fengið að verða þess aðnjótandi að eiga allar þessar ánægjulegu stundir með þér hvort heldur úti í Þórsmörk þegar maður kom þar við eða í Hjáleigunni að stússast í kringum ærnar. Aldrei féll þér verk úr hendi og alltaf hafðir þú eitthvað fyrir stafni, hvort heldur sem var í garðinum í Þórsmörk eða í kringum kindurnar. Eftir að frítími þinn varð meiri varstu iðinn við prjónana eða útsaum sem þú svo útdeildir til okkar þegar við komum í heimsókn til þín þannig að allir fengu með sér ullarsokka eða prjónaskó því alla tíð þurfti að gauka að manni einhverju svo við færum ekki tómhent. Kindurnar þínar í Hjáleigunni áttu stóran sess í lífi þínu og okkar þar sem við fylgdumst með þér og tókum þátt í því með þér að hugsa um þær og sinna þeim. Kisurnar í Rækjuverinu og inni í Bræðslu voru þínar og fórum við oft í heimsókn til þín í vinnuna til þess að skoða kisurnar sem voru svo hændar að þér. Alltaf fannst þér gam- an þegar við komum í heimsókn til þín, að sýna okkur dýrin þín, bækur, myndir, gamla hluti og steina sem þú sankaðir að þér. Alltaf var stutt í spaugið og stríðn- ina hjá afa og var hann mikill grallari og eru til ótal sögur um hrekki hans sem voru góðlátlegir og oft á tíðum mjög sniðugir þar sem hann notaði útúrsnúninga við stríðnina eins og að veðja því að hann gæti komið 100 eld- spýtum í einn eldspýtustokk sem þótti af og frá en þá náði hann í stóran eldspýtustokk sem hann átti í fórum sínum eða að hann gæti gengið upp á Búlandstind á 5 mínútum sem þótti af og frá en þá náði hann sér í stiga og fór upp á þakið á fyrirtækinu Bú- landstindur. Afi þótti líka alltaf mjög myndarlegur maður og var oft gant- ast með það þegar amma sat við gluggann sinn í Vestmannaeyjum og sagði við systur sínar hvað þetta væri myndarlegur maður sem kæmi þarna gangandi en varð svo vandræðaleg þegar hún sá hver þetta var, sá sem síðar varð maðurinn hennar. En nú ertu kominn á betri stað við hlið ömmu og minningarnar lifa í okk- ur Þín barnabörn, Gunnlaugur Rúnar, Þórdís, Ragnhildur og Ingunn. Þórður Snjólfsson ✝ Guðbjörg Hall-dórsdóttir (Stella) fæddist 7. mars 1914 í Hraungerði í Álfta- veri. Hún lést á Mora Sjukhus Dalarna í Svíþjóð 14. febrúar 2010. Foreldrar hennar voru Halldór Guð- mundsson, bóndi í Hraungerði, f. 1872, d. 1964, og Sigrún Þorleifsdóttir, kona hans, f. 1879, d. 1937. Systkini Stellu voru: Sigmundur, f. 1903, d. 1993, Guð- björg (Bagga), f. 1905, d. 1983, Sig- urður Rögnvaldur, f. 1909, d. 1990, Hall- grímur, f. 1910, d. 1996, Sigríður, f. 1916, d. 1999, og Rannveig, f. 1919. Fyrri maður Stellu var Karl Sigurðsson verkamaður, f. 1913 á Akureyri, d. 1953. Seinni maður var Konrad Hilmar Hatle- mark verkstjóri, f. 1904 í Noregi, d. 1991. Útför Guðbjargar fór fram frá Mission- skyrkan í Leksand í Svíþjóð 26. febrúar síðastliðinn. Elsku Stella móðursystir, í dag eru liðin 96 ár frá fæðingardegi þín- um. Þú hefur nú kvatt þetta líf og langar okkur að þakka þér samveru liðinna ára. Þar sem þú bjóst var allt- af notalegt og gott að koma, eins þótti okkur gaman að fá þig í heim- sókn upp að Ferjubakka eins og þú gerðir gjarnan meðan heilsan leyfði. Mömmu hefur þótt tilbreyting í að fá þig og oft varstu nokkrar vikur í einu. Þá var oft hlegið mikið og varst þú eins og stelpa, létt, kát og gam- ansöm. Í einni heimsókn okkar systra til þín fyrir 10 árum tókum við með okkur segulbandstæki og tókum upp frásögn þína af uppvaxtarárunum í Álftaverinu. Hraungerði, þar sem afi Halldór og amma Sigrún bjuggu á í tæp 40 ár, var ykkur mjög kært og hafa verið blendnar tilfinningar þeg- ar systkinahópurinn og afi tókuð ykkur upp og fluttuð til Reykjavíkur eftir snögg veikindi og andlát ömmu. Hópurinn hélt þétt saman og var mikið talað um „gömlu árin“. Dýr- mætt er að eiga þessa upptöku. Það er gaman að heyra þig tala um nátt- úruna, dýrin, sveitina, störfin og fólkið. Álftaver er ekki stór sveit en tiltölulega fjölmenn á þessum árum og þéttbýl. Þú segist heldur hafa vilj- að vera strákur því þeir gætu frekar farið til náms því þig langaði að læra eitthvað, verða læknir, skáld eða annað. Þú vildir vera með pabba þín- um úti á engjum frekar en við inni- verk og elskaðir að vera með mömmu þinni þegar hún hjálpaði kúnum við burð, segir að hún hafi verið svo dugleg og einstaklega góð við öll dýr og gert margt fyrir þau sem var ekki venja þá. Þú segir: „Ég var afskapleg þæg þegar ég var krakki, en ég veit að ég er það ekki núna,“ þá hefur þú e.t.v. meint að stundum gastu verið djörf að svara eða snögg upp á lagið, en þá mátti geta sér þess til að þú værir illa upplögð eða lasin. Þú segir á öðrum stað: „Ég var víst afskaplega lagleg sem barn, með dökkblá augu eins og pabbi og dökkjarpt hár, en haldiði að sé mun- ur núna“, en þú varst svolítil pjatt- rófa í þér og vildir líta vel út. Svona gerðirðu grín að sjálfri þér og svo kom þetta skemmtilega „hva“ en þetta var einkenni ykkar systkin- anna og oft höfum við hlegið að þessu en þetta var notað sem áhersla. Heyra mátti á þér að Katla bjó djúpt í vitund þinni, og allra er bjuggu í Álftaveri og sléttlendinu. Þrátt fyrir ungan aldur þinn í gosinu 1918 manstu eftir óttanum og ferða- lagi móður ykkar og systkinanna frá bænum, sem stendur lágt, upp í hús sem stóð hærra. Við tóku áhyggjur og angist hvernig þetta færi svo ekki sé talað um ótta vegna eiginmanna, sona, bræðra og feðra sem voru í af- réttinum að smala. Þetta fer að verða gott spjall. Við vitum að Jón á um sárt að binda, en hann spjarar sig og biðjum við um styrk fyrir hann í sorg og söknuði. Hann stóð sem klettur við hlið þér um árabil og sýndi mikinn kærleika og hjálpsemi í ykkar sambúð. Gakktu á guðs vegum og Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. Inga og Guðrún (Dúna) Ferjubakka. Guðbjörg Halldórsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN JÓHANNA ÞORLÁKSDÓTTIR, Bláskógum 11, Hveragerði, áður til heimilis Kirkjuvegi 10, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 13.00. Guðrún Þórlaug Jóhannesdóttir, Hafsteinn Alfreðsson, Guðfinna Ása Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega móðir, amma, langamma, systir og frænka, SALÓME SIGFRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR Lóló, Frá Stóru–Hvalsá, Hrútafirði, lést á Vistheimilinu Holtsbúð Garðabæ föstudaginn 26. febrúar. Útförin verður frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 15. F.h. aðstandenda, Ari Kristinn Garðarsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN S. KRISTMUNDSSON múrarameistari, áður til heimilis Skógargerði 1, lést á Skjóli miðvikudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 15.00. Jónína Jóhannsdóttir, Sigurður G. Benediktsson, Sigurður Jóhannsson, Halldóra Ríkarðsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir, Reynir Sverrisson, Óskar Jóhannsson, Jórunn Jónsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis Kirkjuvegi 12, Keflavík, lést mánudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 11. mars kl. 14.00. Guðný Helga Jónsdóttir, Björn Baldursson, Guðmundur Jónsson, Inga Ólafsdóttir, Brynjar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.