Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 8
8 Fréttir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
MIÐAÐ við skoðanakannanir um af-
stöðu til Icesave-laganna og að afar
fáir mæla með því á opinberum vett-
vangi að þau verði samþykkti, má
gera ráð fyrir að meirihluti lands-
manna greiði atkvæði gegn samn-
ingunum í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni í dag. Mun meiri óvissa ríkir á
hinn bóginn um hver kjörsóknin
verður. Kjörsókn í kosningum á Ís-
landi er góð, á alþjóðlegan mæli-
kvarða, þrátt fyrir að hún hafi dalað
undanfarna tvo áratugi eða svo. Í
þingkosningunum í fyrra var kjör-
sókn t.a.m. um 85%, sem er heldur
betri kjörsókn en árið 2007. Fáir bú-
ast við að kjörsókn að þessari fyrstu
þjóðaratkvæðagreiðslu frá lýðveldis-
stofnun árið 1944 verði svo mikil.
Engin Já-hreyfing
Ýmislegt spilar hér inn í. Stjórn-
málamenn, þ. á m. forystumenn rík-
isstjórnarinnar hafa sagt að í raun
hafi Hollendingar og Bretar boðið
betra samkomulag en það sem nú
verður kosið um. Þá sagði forsætis-
ráðherra í gær að hún myndi ekki
mæta á kjörstað og fjármálaráð-
herra hafði ekki ákveðið sig. Það er
því varla hægt að tala um Já-
hreyfingu í þessu sambandi en hin
óformlega Nei-hreyfing er þeim
mun öflugri. Það blasir því við að
þessi staða er ekki til þess fallin að
hleypa spennu í kosningarnar og
stuðla að jafn mikilli kjörsókn og í
hefðbundnum kosningum. Ein vís-
bending um að kjörsókn verði lakari
er að mun færri höfðu í gær kosið ut-
an kjörfundar en venja er til. Á
fimmtudag munaði þar um helmingi
miðað við sama tíma í fyrra og árið
2007. Reyndar geta verið ýmsar
skýringar á því, m.a. sú að færri eru
á faraldsfæti í byrjun mars en í maí,
þegar kosningar fara alla jafna fram.
Þá skiptir auðvitað miklu að við-
ræður um nýjan samning stóðu fram
á fimmtudag og lengi vel virtist vera
möguleiki á að hætt yrði við at-
kvæðagreiðsluna. Aðsókn í utan-
kjörfundaratkvæðagreiðsluna tók
hins vegar kipp á miðvikudag og hef-
ur síðan verið svipuð því sem gerist
síðustu daga fyrir þingkosningar,
samkvæmt upplýsingum frá sýslu-
manninum í Reykjavík.
Spurningin sem kjósendur standa
frammi fyrir er í eðli sínu einföld.
Annað hvort samþykkja þeir samn-
inginn eða fella hann.
María Thejll, forstöðumaður
Lagastofnunar Háskóla Íslands,
segir að verði lögin nr. 1/2010 sem nú
er kosið um felld úr gildi, haldi fyrri
lög nr. 96/2009 gildi sínu óbreytt. Í
fyrri lögunum er kveðið á um ýmis
skilyrði og fyrirvara við samning
sem var gerður við Breta og Hol-
lendinga í júní 2009. Bretar og Hol-
lendingar féllust hins vegar ekki á þá
fyrirvara og því gátu samningarnir
ekki tekið gildi. Deilan um Icesave
leysist ekki með því að segja nei, því
deila um uppgjör vegna Icesave-
reikninganna er þá enn óleyst milli
Íslendinga, Breta og Hollendinga.
Þjóðin gengur til kosninga
Kosningadagur Í Ráðhúsi Reykjavíkur var í gær byrjað að flokka utankjörfundaratkvæði. Veðurstofan spáði í gær
hvassviðri um allt land og votviðri vestanlands á kosningadag. Hvergi var þó spáð aftakaveðri.
Fáir höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar en kippur kom í aðsóknina síðustu dagana fyrir kjördag
Veðurstofan spáir vindasömu og votu kosningaveðri víða um land en að hvergi verði aftakaveður
Rúmlega 230.000 manns eru á
kjörskrá fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna í dag. Kippur kom í at-
kvæðagreiðslu utan kjörfundar
síðustu daga en aðsókn að henni
er þó minni en síðustu ár.
Heimsóknir á thjodaratkvaedi.is
2.000
1.000
02. feb. -
4. mars 2010
Gestir
á dag
Gestir alls: 8.148
Flettingar: 21.3268. feb 15. feb 22. feb 1. mars
Þjóðaratkvæðagreiðsla 6.mars 2010
230.014 á kjörskrá
Þingkosningar 25. apríl 2009
227.843 á kjörskrá
193.975 greiddu atkvæði (85,1%)
Atkv. utan kjörf. 24.309 (12,5%)
Gild atkvæði 187.183 (96,5%)
Auðir seðlar 6.226 (3,2%)
Ógildir seðlar 566 (0,3%)
Þingkosningar 12.maí 2007
221.330 á kjörskrá
185.071 greiddu atkvæði (83,6%)
Atkv. utan kjörf. 23.713 (12,8%)
Gild atkvæði 182.169 (98,4%)
Auðir seðlar 2.517 (1,4%)
Ógildir seðlar 385 (0,2%)
Þingkosningar 2003
211.304 á kjörskrá
185.392 greiddu atkvæði (87,7%)
Atkv. utan kjörf. 18.068 (9,7%)
Gild atkvæði 183.172 (98,8%)
Auðir seðlar 1.873 (1%)
Ógildir seðlar 347 (0,2%)
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STEFANÍA Ósk-
arsdóttir stjórn-
málafræðingur
segir að vissulega
sé óvenjulegt að
forystumenn rík-
isstjórnar lýsi því
yfir að þeir muni
ekki, eða líklega
ekki, greiða at-
kvæði í þjóð-
aratkvæða-
greiðslu, líkt og þau Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra og
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hafa gert. Jafnframt
verði að hafa í huga að kosningin og
staða Icesave-málsins sé mjög
óvenjuleg og líklega sé það eins-
dæmi að fram fari kosning um mál
samhliða því að verið sé að semja um
niðurstöðu í því við aðrar þjóðir.
Stefanía segir að ríkisstjórnin sé
með þessu að reyna að fjarlægjast
kosninguna og niðurstöðuna. Þá
bendir hún á að Jóhanna og Stein-
grímur séu í þröngri stöðu; þau hafi
samið við Breta og Hollendinga og
heitið því að Íslendingar stæðu við
sitt. Þau geti hins vegar varla stutt
lögin, enda hafi komið fram að betra
tilboð liggi á borðinu.
Óvenjulegar
yfirlýsingar
frá forystu
Kosningin og stað-
an líklega einsdæmi
Stefanía
Óskarsdóttir
Vefurinn thjodaratkvaedi.is er ætl-
aður þeim sem vilja fræðast um
þjóðaratkvæðagreiðsluna og
helstu álitamál sem snerta Ice-
save-samningana . Fáir skoðuðu
vefinn framan af en umferðin tók
greinilegan kipp eftir að fjara tók
undan samningaviðræðum í Lond-
on. Sjá má umferðina til hádegis í
gær á línuritinu.
Lítil umferð en kippur eftir að viðræðum lauk
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010