Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ✝ Guðmundur Ás-björnsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 19. október 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- manneyja 23. febr- úar 2010. Foreldrar Guð- mundar voru Sig- urbjörg Stef- ánsdóttir, f. 15. maí 1908 á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, d. 18. febrúar 1992 í Vestmannaeyjum, og Ásbjörn Guðmundsson, f. 25. júlí 1894 á Brekku í Mjóafirði, d. 22. júlí 1975 í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi bræður Guðmundar eru Garðar, f. 27. mars 1932 í Vestmannaeyjum og Fjölnir, f. 7. mars 1951 í Vestmannaeyjum. Kona Garðars er Ásta Sigurð- ardóttir, f. 1. ágúst 1933. Sonur Ástu og stjúpsonur Garðars er Sigurður Kristinn Ragnarsson, f. 29. desember 1951, börn Garðars og Ástu eru Daði, f. 14. desember 1954, Ásbjörn, f. 31. mars 1956, mannaeyjum. Börn hennar með fyrri manni sínum, Þórarni Torfasyni, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996, eru Unnur Katrín, f. 26. desember 1952, Ólafur, f. 14. apríl 1957 og Torf- hildur, f. 20. ágúst 1960. Guðmundur ólst upp í Vest- mannaeyjum. Sem ungur maður vann hann um tíma á símstöðinni í Vestmannaeyjum en hóf árið 1952 störf við Vinnslustöð Vestmannaeyja og þar starfaði hann samfellt til ársins 1999 eða í 47 ár. Lengst af starfaði hann sem verkstjóri við Vinnslustöðina, eða í rúma þrjá áratugi. Hann sat um áratugaskeið í stjórn Verk- stjórafélags Vestmannaeyja, lengst af sem gjaldkeri. Skömmu eftir að Guðmundur lauk störfum við Vinnslustöðina hóf hann störf fyrir Félag eldri borgara í Vest- mannaeyjum en hann sinnti fyrst og fremst störfum gjaldkera fyrir það félag. Útför Guðmundar verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag, laugardaginn 6. mars, kl. 14. Gylfi, f. 5. ágúst 1957, Sigmar Einar, f. 19. september 1959, Lilja, f. 10. febrúar 1961, Gerð- ur, f. 21. maí 1963 og Ásta, f. 12. maí 1965, d. 27. mars 1999. Fyrri kona Fjölnis er Kristbjörg Lóa Árnadóttir, f. 7. ágúst 1954. Börn þeirra eru Árni Sveinn, f. 24. júlí 1974, Sigurbjörg, f. 8. desember 1975, Þórdís, f. 24. janúar 1990 og Hrafnkell, f. 16. mars 1992. Síð- ari kona Fjölnis er Guðlaug Kjartansdóttir, f. 14. september 1954. Dætur hennar og stjúpdæt- ur Fjölnis eru Hildur Gunnlaugs- dóttir, f. 11. maí 1979 og Nanna Guðlaugardóttir, f. 26. október 1988. Árið 2000 hófust kynni Guðmundar og Þórunnar Sig- urlaugar Ólafsdóttur og deildu þau síðasta áratugi ævi Guð- mundar. Þórunn Sigurlaug Ólafs- dóttir fæddist 6. júní 1929 í Vest- Guðmundur bróðir minn var mér sem faðir lengst af, enda aldursmun- ur okkar 21 ár. Við ólumst upp á sama heimili þrátt fyrir þennan mikla ald- ursmun. Í æsku leit ég til hans sem fyrirmyndar og uppalanda þó að for- eldrar okkar sinntu þeim hlutverkum ákaflega vel. Guðmundur var ákaf- lega þolinmóður og hafði mig með sér við ótrúlegustu tækifæri. Í ófá skiptin fékk ég að sitja með honum á skelli- nöðrunni, sem hann átti á þessum tíma, og þeysa um bæinn á þann hátt. Við vorum alla tíð mjög nánir og átt- um afskaplega gott samband okkar á milli eftir að ég flutti af æskuheimili mínu. Skömmu fyrir sjötugsafmæli Guð- mundar haustið 2000 fór að fréttast af því að hann væri ekki lengur maður einsamall, en fram að því hafði hann fetað lífsins slóð einn og án lífsföru- nautar. Nú fór í hönd mjög gæfuríkur tími í lífi hans þar sem Þórunn Sig- urlaug, sem helst aldrei er kölluð ann- að en Silla, fór að deila hluta af lífi sínu með honum. Óhætt er að segja að Silla hafi verið stóri vinningurinn í lífi Guðmundar. Börn mín og barnabörn minnast Guðmundar frænda með miklum hlý- hug. Guðmundur var einstaklega barngóður og hafði endalausa þolin- mæði, var skemmtilegur og börnum leið vel í nálægð við hann. Til marks um hvað börnum leið vel með Guð- mundi er skemmtilegt að nefna hér að þegar Auður, eitt barnabarna Sigur- laugar, var lítil og nýbúin að kynnast Guðmundi færði hún það í tal við for- eldra sína og ömmu hvort Guðmund- ur gæti hugsanlega orðið „afi“ hennar og reyndist það auðsótt mál. Í júní 2008 þegar Silla og Guð- mundur voru nýlega heim komin eftir velheppnaða ferð með eldri borgurum til Þýskalands og Austurríkis fékk Guðmundur skyndilega heilablæð- ingu sem hafði þær afleiðingar að hann missti mátt í vinstri hlið líkam- ans. Guðmundur tók þessu áfalli af miklu æðruleysi. Dugnaður hans og jákvæðni voru aðdáunarverð. Aldrei heyrðist hann kvarta og hann hélt sínu góða skapi, húmor og jafnaðar- geði og hugsun hans var algerlega óskert. Hann leit á veikindi sín sem hverja aðra áskorun sem þyrfti að takast á við. Hann æfði stöðugt undir handleiðslu sjúkraþjálfara og gerði oftast meira en farið var fram á. Með dugnaði tókst Guðmundi að komast að nokkru á fætur aftur. En enginn getur ráðið við örlög sín. Í upphafi árs 2010 fór hægt að draga af Guðmundi og svo fór að hann lagði í langferð sína 23. febrúar. En fimm dögum áður sagði hann frá því í hópi sjúklinga að hann væri að væri að fara í ferðalag að fimm dögum liðnum – „Mamma kemur og sækir mig“, sagði hann við það tækifæri. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til allra sem önnuðust Guð- mund í veikindum hans. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Vestmannaeyja og einnig starfsfólk á Grensásdeild Landspítalans. Vinir, börn og barnabörn Garðars bróður og Sillu – kærar þakkir. Of langt yrði að telja upp alla þá sem umvöfðu Guð- mund með hlýhug, en kærar kveðjur og þakkir til ykkar allra. Fjölnir Ásbjörnsson. Fyrir tæpum tveimur árum feng- um við Fjölnir þær uggvænlegu frétt- ir út til Portúgals að Guðmundur bróðir hans hefði fengið heilablóðfall og lægi mjög þungt haldinn á spítala. Guðmundur náði verulegum bata í hálft annað ár, enda stundaði hann þjálfun af fullum krafti og ef honum var sagt að æfa sig í korter var segin sagan að hann hélt áfram í hálftíma. Maðurinn með ljáinn hafði þó ekki mikla biðlund og hinn 23. febrúar síð- astliðinn var Guðmundur allur. Guðmundur var sannkallað prúð- menni; elskulegur og hlýlegur í fasi; ljúfur og kurteis við alla. Hann var fágaður maður, ætíð mjög snyrtilega til fara og fallega klæddur. Guðmund- ur var mjög næmur og fljótur að til- einka sér alla hluti, og ekki hvað síst nýjustu tækni, sem oft vill vefjast fyr- ir eldra fólki. Hann var leikinn að nota alls kyns tölvu- og tæknibúnað og oft leituðu menn til hans með ný tæki sem þeir báðu hann um að kenna sér á. Sjálfur stærði hann sig þó hvorki af þessu né öðru, því hann var hógvær og lítillátur í alla staði, og sennilega ekkert eins fjarri honum og að guma af nokkrum hlut. Halldór Laxness segir á einum stað: „Það er einkenni góðra manna, þeim fin[n]st þeir aldrei gera neitt fyrir neinn“ og þetta á svo sannarlega við um Guðmund Ás- björnsson. Guðmundur varði löngum tíma í leit að réttu konunni og honum var svo sannarlega launað fyrir biðlund- ina, því fyrir áratug kynntist hann heiðurs- og sómakonunni Sigurlaugu Ólafsdóttur sem nú kveður ástvin sinn. Guðmundur var einmitt að ljúka langri starfsævi þegar hér var komið sögu og þau Silla kunnu svo sannar- lega að njóta lífsins saman. Þau ferð- uðust utan lands og innan oft á ári og greinilegt var að þau unnu hvort öðru heitt. Þau prýddu hvort annað. Ég votta Sigurlaugu og fjölskyldu henn- ar, bræðrum Guðmundar, þeim Garðari og Fjölni, svo og öllu þeirra fólki, mína innilegustu samúð. Guð blessi minninguna um góðan mann. Guðlaug Kjartansdóttir. Elsku frændi, Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna – þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst að fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum.) Blessuð sé minning Guðmundar. Samúðarkveðja til pabba, mömmu, Fjölnis, Gullu og Sillu. Þín frændsystkin, Lilja, Gerður, Gylfi, Sigmar, Ásbjörn, Daði og Sigurður. Það var mikil sorg á mínu heimili þegar við fréttum að Guðmundur, sem aldrei var kallaður annað en „Guðmundur frændi“, væri látinn. Ég og börnin mín eigum öll yndislega góðar minningar um þennan dásam- lega mann, þó svo að kynni okkar af honum hafi verið mislöng. Sjálf hef ég átt Guðmund frænda allt mitt líf, en Ásbjörn afi dó nokkr- um mánuðum áður en ég fæddist og því fyllti Guðmundur alltaf afaskarðið í mínum huga. Á sumrin þegar ég var yngri fórum við, ég, Árni bróðir, amma Sigurbjörg og Guðmundur oft í bústað Verk- stjórasambandsins og eyddum þar góðum stundum. Amma gaf okkur maísgraut og Guðmundur keyrði okk- ur um sveitirnar þverar og endilangar til að skoða ýmsa markverða staði. Ég man til dæmis eftir ferðum í Mýrdal- inn, Stokkseyri og Eyrarbakka og meira að segja keyrðum við einhvern tímann upp að Sólheimajökli. Alltaf var stoppað í öllum ísbúðum sem við keyrðum framhjá. Amma fékk sér ís í boxi með jarðarberjasósu og Guð- mundur ís í brauði þar sem hann var auðvitað alltaf keyrandi og þurfti að hafa aðra höndina lausa. Mér þykir al- veg óskaplega vænt um þessar stund- ir sem við áttum saman í bústaðnum. Alltaf var Guðmundur jafn þolinmóð- ur og rólegur við okkur systkinin og við bárum gríðarlega virðingu fyrir honum, enda man ég ekki eftir að hafa óhlýðnast honum eða ömmu nokkurn tímann. Jafn yndislegt var að koma heim á Faxastíginn. Guðmundur var alltaf á þönum að hugsa um gestina sína, kaupa inn fyrir okkur, búa um rúmin og þess háttar, sama hvað maður reyndi að malda í móinn og gera það sjálfur. Eitt sinn kom ég til Eyja á vegum vinnunnar með skjólstæðing með mér og hafði ég beðið Guðmund um að sækja mig út á völl. Það var auðvitað sjálfsagt mál og mætti hann með myndavélina til að við hefðum minn- ingar úr ferðinni. Þetta var eingöngu dagsferð og flugum við til baka seinni- partinn. Þegar Guðmundur kom að sækja okkur til að skila út á völl var hann með geisladisk sem hann hafði sett allar myndirnar á sem hann tók af okkur, auk þess að hafa búið til for- síðu á hulstrið. Mig minnir að hann hafi verið 75 ára þegar þetta átti sér stað, en ég held að það séu fáir á átt- ræðisaldri sem kunna að skila af sér jafn tölvuvæddri vinnu. Þegar Guðmundur veiktist sumarið 2008 bað pabbi mig um að fara upp á spítala og huga að Guðmundi, þar sem pabbi var sjálfur erlendis á þeim tíma. Það var auðvitað lítið mál að rúlla upp á spítala og passa upp á að einhver væri hjá honum sem var svo fjarri öllum vinum og ættingjum. En það brást ekki að í hvert skipti sem ég kom upp á spítala var þar múgur og margmenni og þurfti hann yfirleitt að taka á móti gestunum frammi á kaffi- stofu. Það segir mikið um hversu vænt öllum þótti um Guðmund. Að lokum vil ég skila kveðju frá börnunum mínum sem vilja þakka fyrir allar stundirnar sem þau fengu með Guðmundi, en þeim fannst alltaf jafn skemmtilegt að koma í Húsadal- inn og leika sér með allar gersemarn- ar sem finnast þar eða fara á veiðar síðsumars með Guðmund fremstan í flokki hlaupandi á eftir pysjunum. Sigurbjörg Fjölnisdóttir og fjölskylda. Æskuvinur minn Guðmundur Ás- björnsson lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyjar 23. febrúar síðastlið- inn og langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum. Hann veiktist fyrir tæpum tveim árum og hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan. Síðustu mánuðir reyndust honum erfiðir. Kynni okkar hófust þegar við vor- um börn að aldri. Hann bjó með for- eldrum sínum og bróður, Garðari, í Ráðagerði við Skólaveg en undirrit- aður í vestra Stakkagerði. Leiksvæð- ið var Stakkagerðistúnið, Skólaveg- urinn og nágrenni. Síðar er aldur færðist yfir var farið í gönguferðir um eyjuna inn í Dal og upp á Há eins og segir í kvæðinu. Margs er að minnast frá löngu liðnum dögum, glaðværð æskuáranna, er litið var björtum aug- um til framtíðarinnar. Það voru fagrir og áhyggjulausir dagar. Eftir skólagöngu vann hann hjá Pósti og síma um nokkurt skeið en síðan hóf hann störf hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og starfaði hann þar alla sína starfsævi, lengst af sem verkstjóri, og innti hann það starf vel af hendi. Hann var félagi í Verkstjór- afélagi Vestmannaeyja og var þar gjaldkeri til margra ára. Þá tók hann þátt í byggingu sumarbústaða félags- ins við Stokkseyri og síðar á Flúðum. Átti hann drjúgan þátt í að fegra um- hverfið með trjárækt og snyrtingu. Guðmundur hafði gaman af að taka ljósmyndir og hafði hann gott auga fyrir mótífinu. Átti hann mikið safn mynda héðan úr Eyjum og ferðalög- um innan- og utanlands. Er tölvan kom til sögunnar var hann fljótur að tileinka sér tæknina. Hann var sjálf- menntaður í faginu og var með ólík- indum hvað hann var duglegur að ná tökum á þessu. Þá fór hann í að tölvu- setja myndir úr hinum ýmsu ferða- lögum, hljóðsetti þær og textaði. Guðmundur var góður drengur og sannur vinur. Hann var dulur að eðl- isfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var hreinskilinn og setti fram skoðanir sínar umbúðarlaust. Fyrir um tíu árum síðan kynntist hann Sigurlaugu Ólafsdóttir, Sillu, en undir því nafni gengur hún. Þetta var mikil gæfa fyrir þau bæði og áttu þau mjög ánægjuleg ár saman og var gaman að sjá hversu mikla virðingu þau báru hvort fyrir öðru. Þau störfuðu mikið í félagi eldri borgara hér í eyjum. Tóku þátt í mörgu því sem boðið var upp á, ferða- lögum hér innanlands sem og ferðir til útlanda. Þá ferðuðust þau mikið á eigin vegum. Guðmundur var lengi í stjórn félagsins og var þar gjaldkeri. Sinnti hann því starfi eins og öðru mjög vel, þar var nákvæmnin í fyr- irrúmi. Nú er leiðir skilja er margs að minnast sem of langt yrði upp að telja og setjum við það í sjóð minninganna. Kæri vinur, um leið og við kveðjum þökkum við tryggð og vináttu og vott- um Sillu, Garðari, Fjölni og fjölskyld- um þeirra dýpstu samúð. Ása og Magnús. Óðum fer fækkandi því fólki sem hóf sitt lífshlaup snemma á síðustu öld og lagði grunninn að þeirri vel- sæld sem við höfum búið við. Þetta fólk sem var sér nægt um flesta hluti, barðist áfram af dugnaði og sam- viskusemi og var sátt við umhverfi sitt og Guð sinn. Einn af þessum mönnum var samstarfsmaður minn til margra ára, Guðmundur Ásbjörns- son, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 23. febrúar sl. eftir erfið veikindi. Ég man fyrst eftir Guðmundi sem ungur drengur, en hann bjó í ná- grenni við æskuheimili mitt í húsi sem heitir Húsadalur og var hann jafnan kenndur við það hús, enda bjó hann þar alla sína ævi og er mér sérstak- lega minnisstætt að á þessum árum ferðaðist hann ávallt á skellinöðru, en þá voru einkabílar ekki eins almennir og nú, en seinna meir keypti Guð- mundur sér Volkswagen-bíl og átti marga bíla af þeirri tegund sem hann hélt alltaf tryggð við. Síðar, eða árið 1979, lágu leiðir okk- ar saman er ég var ráðinn verkstjóri í Vinnslustöðinni, en þar var hann fyrir starfandi verkstjóri og hafði starfað þar um langt skeið. Guðmundur var vandaður maður til orðs og æðis og traustur og samviskusamur yfirmað- ur. Hann starfaði mest við stjórnun á saltfiskverkun og síldarsöltun hjá Vinnslustöðinni og var sérstaklega fær við verkun saltsíldar. Guðmundur hóf störf hjá Vinnslustöðinni um miðja síðustu öld og var búinn að vinna þar hátt í fimmtíu ár er hann lét af störfum. Guðmundi lét sér mjög annt um lít- ilmagnann þótt hljótt færi og var hann þeim hjálpsamur á margan hátt. Guðmundur valdist fljótt til trúnaðar- starfa hjá Verkstjórafélagi Vest- mannaeyja og var gjaldkeri félagsins í 32 ár Árið 2008 var Guðmundur gerður að heiðursfélaga Verkstjór- afélags Vestmannaeyja. Með Guðmundi er genginn góður félagi sem setti mark sitt á atvinnu- sögu Eyjanna með löngu og farsælu starfi við sjávarútveginn. Ég vil að lokum þakka Guðmundi samfylgdina og bið eftirlifandi ættingjum hans Guðs blessunar. Far þú í friði gamli vin með þökk fyrir allt og allt. Þór Í. Vilhjálmsson frá Burstarfelli. Guðmundur Ásbjörnsson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.