Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ✝ Eggert IngvarIngólfsson fædd- ist hinn 15. maí 1940 í Neðri-Dal undir Eyja- fjöllum. Hann and- aðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnu- daginn 21. febrúar sl. Foreldrar hans voru hjónin þar, Ing- ólfur Ingvarsson bóndi, fæddur í Selshjáleigu í Austur- Landeyjum og Þor- björg Eggertsdóttir húsfreyja, fædd í Dældarkoti í Helgafellssveit. Ingvar var elstur fimm systkina þeirra; Guðbjargar Lilju, f. 1943, Svölu, f. 1944, d. 1992, andvana fæddrar systur 1948, Tryggva, f. 1950. Fóst- ursystir hans er Ásta Gréta Björnsdóttir, f. 1957. Fyrri eiginkona hans var Aðal- heiður Sæmundsdóttir frá Heylæk í Fljótshlíð, foreldrar hennar voru Guðlaug Einarsdóttir og Sæmund- unnusta hans er Guðný María Sig- urbjörnsdóttir. Ingvar ólst upp í Neðri-Dal og hóf snemma að taka til hendinni þar og aðstoða foreldra sína við búskapinn og önnur störf. Hann hóf ungur störf hjá Vega- gerðinni og fór á vertíðir til Vest- mannaeyja og var m.a. á bátunum Ófeigi, Halkíon og Kap. Síðan flutti hann til Hvolsvallar þar sem hann stofnaði heimili og vann hann hjá Kaupfélagi Rangæinga, fór á náms- samning hjá þeim og varð vél- virkjameistari 1970. Fljótlega upp úr því hóf hann að starfa hjá verk- takafyrirtækinu Suðurverki og vann þar til dauðadags. Ingvar átti heimili sitt á Hvolsvelli þar til þau hjónin, hann og Helga Fjóla, fluttu heimili sitt að Skarði á Landi 2004. Sem starfsmaður Suðurverks kom hann að fjölþættri uppbyggingu virkjana víða um land og vega- og samgönguframkvæmdum, nú síðast á sínum heimaslóðum við uppbygg- ingu Landeyjahafnar í Bakkafjöru. Hann var félagi í björgunarsveit- inni Dagrenningu á Hvolsvelli og ungmennafélaginu Trausta. Útför hans verður gerð frá Skarðskirkju á Landi í dag, laug- ardaginn 6. mars, kl.14. ur Úlfarsson. Börn þeirra eru þrjú; 1) Guðlaug, f. 1963, heilsunuddfræð- ingur, maður hennar er Olav Heimir Dav- idson og eiga þau þrjár dætur, 2) Ing- ólfur, f. 1966, sjómað- ur, kvæntur Snjó- laugu Elínu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn, 3) Sæ- mundur, f. 1969, vél- smiður, kvæntur Björgu Egilsdóttur og þau eiga eina dóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Fjóla Guðnadóttir frá Skarði í Landsveit, þar fædd, dóttir hjónanna Sigríðar Theodóru Sæ- mundsdóttur og Guðna Krist- inssonar og eignuðust þau þrjá syni; 1) Erlendur, f. 1981, bóndi, kona hans er Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og eiga þau tvö börn, 2) andvana fæddur drengur 1984, 3) Guðni, f. 1986, rafvirki, Í dag kveð ég pabba minn með miklum söknuði. Minningarnar hlaðast upp og í senn hugsa ég með kvíða til þeirra stunda sem ég mun ekki koma til með að fá að deila með pabba mínum. Fyrsta minningin sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til pabba er þegar við vorum að stússast saman í bílskúrnum í Stóragerðinu. Þar var margt bardúsað, ýmis tækin og tólin tekin sundur eða sett saman og auð- vitað var hlustað á handboltalýsing- arnar í útvarpinu með Bjarna Fel. Þeir sem þekktu pabba vissu að hann var mikið fyrir handbolta, en það eru ekki margir sem vita hversu mikla aðdáun í raun pabbi hafði á leiknum og var hann alla tíð dyggur aðdáandi íslenska landsliðsins. Með áhuga sínum á leiknum náði hann að smita sína nánustu af handbolta- áhuganum og var það þar með kveikjan á mínum handboltaferli. Pabbi studdi mig í spilamennskunni frá fyrstu stundu og var stuðningur hans dyggari með hverju árinu og verð ég ævinlega þakklátur fyrir hversu oft hann lét sjá sig á leikjum og þá sérstaklega síðustu misseri. Það eru ófáir landsleikirnir sem við höfum farið á saman og stórmótin sem við höfum fylgst með hvor í sín- um stólnum í stofunni heima. Þegar spennan magnaðist í leikjunum lét hann ekki spennu sína í ljós með miklum æsing, heldur hallaði hann sér rólega fram í stólnum og handlék tóbakshornið af miklum ákafa og eft- ir mikla spennuleiki mátti sjá á horn- inu bletti sem höfðu eyðst upp í öllum ákafanum. Sumrin 2003 og 2004 eru mér afar minnisstæð, en þá unnum við feðg- arnir saman fyrst við Þórisós og síð- ar við Kárahnjúka. Stoltur strákur- inn fylgdist með pabba sínum við störfin, lærði af honum og fann virð- inguna og traustið sem vinnufélag- arnir báru til hans. Í Þórisós kenndi gamli mér á ýtu og gæti ég ekki hugsað mér betri leiðbeinanda, sem er ekki skrítið miðað við hversu lengi hann hafði sjálfur unnið við slíkt. Sumrin sem ég fékk að eyða með pabba á þessum slóðum voru í senn lærdómsrík og skemmtileg. Pabbi minn, besta fyrirmynd sem ég gæti hugsað mér. Hann gerði allt sitt besta til að ég og öll mín fjöl- skylda hefðu það sem allra best, var mjög vandaður í verkum sínum og miðlaði þekkingu sinni markvisst til allra þeirra sem urðu þeirrar gæfu njótandi að fá að starfa og standa við hlið hans öll þessi ár. Það verður erf- itt að geta ekki leitað til pabba í framtíðinni en það er þó huggun í harmi að geta yljað sér við góðar minningar um frábæran mann. Takk fyrir allt, elsku pabbi, hvíldu í friði. Þinn sonur, Guðni. Elsku pabbi, afi og tengdapabbi. Ekki óraði mig fyrir því er við töl- uðum saman föstudaginn 29. janúar sl. klukkan rúmlega fjögur og rædd- um um kaup á dekkjum undir fjór- hjólið að það yrði okkar síðasta sam- tal, því klukkustund síðar fékkst þú hjartaáfall. Á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut háðir þú mikla baráttu sem lauk rúmum þremur vikum seinna. Ég á eftir að rifja upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman á hverjum degi. Allur sá stuðningur sem þú veittir mér í gegnum tíðina er mér ómetanlegur. Má þar nefna hestamennskuna og bústörfin hér heima í Skarði. Öll þau hestamót sem þú fórst með mér á og fylgdist með mér keppa og tókst upp á video eru miklar heimildir sem ekki hefðu komið til nema vegna þess mikla áhuga sem þú sýndir áhugamálum mínum. Ferðin sem við fórum með Jóni heitinum í Skollagróf norður Kjöl mun seint gleymast, þessi ferð verður mín besta minning um þig sem góðan pabba. Eftir að þú festir kaup á rauða Bensanum og við keyptum traktorsgröfuna í samein- ingu voru þér allir vegir færir. Hug- urinn hjá þér var mikill þegar þú byrjaðir að keyra í nýja rúlluplanið og fyrstu útreikningar leiddu í ljós að það þyrfti 40 bílhlöss, þegar búið var að sturta fyrsta hlassinu var endur- reiknað og kom þá í ljós að þyrfti 400 og að sjálfsögðu var planið klárað. Allar þær viðgerðir og smíðar sem þú framkvæmdir fyrir okkur eru okkur ómetanlegar, hvert sem mað- ur lítur í dag hér heima í Skarði sér maður verk eftir þig. Þú hafðir metn- að fyrir búskapnum hér í Skarði, þín verður sárt saknað þegar við látum lömbin á sláturbílana því þar varst þú alltaf til taks þegar þú gast. Óum- beðin tókst þú þér frí í vinnunni sl. haust og smíðaðir framlengingu á Scaníuna „afa Stóra“, eins og Sum- arliði kallar hana, til að koma fleira fé heim úr réttunum. Síðastliðin 23 ár höfum við farið í netaveiði inn í Veiðivötn sem hafa verið skemmti- legar fjölskylduferðir og alltaf fiskast vel. Nú verða miklar breyt- ingar á þeim ferðum, enginn pabbi til að gera bátinn kláran og setja veið- arfærin um borð en við reynum að gera okkar besta. Í dag heima í Skarði ert þú ekki lengur til staðar. Þegar þú komst heim í frí leið aldr- ei langur tími þar til þú komst og kíktir á Helgu Fjólu og Sumarliða sem settust hjá þér og fóru að kíkja í skyrtuvasana og það sem þau fundu alltaf var sími, greiða, penni og lítil símaskrá. Sumarliði var mikið ánægður að fá að fara með þér ferðir í „afa stóra“. Helga Fjóla flýtti sér að byrja að labba svo þú gætir séð það. Við munum aðstoða mömmu við að klára þær framkvæmdir sem eftir eru í Bælinu og passa hana svo henni muni líða sem best. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér. Erlendur, Berglind, Sum- arliði og Helga Fjóla. Það var erfitt að trúa því að Ingvar tengdafaðir minn væri látinn. Hann vildi öllum vel og var umhugað um velferð allra í fjölskyldunni. Mig langar að þakka honum samfylgdina og hans velvilja gagnvart mér og mínum. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Helgu Fjólu og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, Guð blessi þig. Snjólaug Árnadóttir. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir þær skemmtilegu og góðu stundir sem við áttum saman í sveit- inni. Það hefur alltaf verið gaman að koma til ykkar ömmu Helgu, en það verður skrítið að koma næst og þú verður ekki lengur heima. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég skal passa ömmu fyrir þig. Það var gott að koma og kveðja þig á laugardaginn og ég mun alltaf muna eftir þér. Aðalheiður Stella. Þegar ég rita þessi fátæklegu minningarorð um Ingvar bróðir minn, finnst mér það svo ótrúlegt að þetta skuli vera raunveruleikinn. Hann horfði á handboltaleik ásamt okkur Distu á fimmtudegi, Ísland – Noregur í Evrópukeppninni, en Ingvar var mikill áhugamaður um handbolta. Á föstudagskvöldið fengum við þær fréttir að Ingvar hefði fengið slæmt hjartaáfall og yrði að gangast undir erfiða aðgerð strax. Hann var ætíð vinnusamur og virtist vel á sig kominn, því komu þessar fregnir sem reiðarslag. Það var dæmigert fyrir Ingvar og lífshlaup hans að það einkenndist af fumleysi og ákveðni. Þannig voru líka síðustu viðbrögð hans, er hann fann að lengra yrði ekki komist, lagði bílnum í bílastæði, hringdi í 112, síðan hringdi hann í eiginkonu sína, og lét hana vita hvernig væri komið fyrir sér. Ingvar var fæddur og uppalinn í Neðri-Dal og var hann elstur okkar systkina. Það var því ósköp eðlilegt að ég, tíu árum yngri, liti upp til stóra bróður. Á uppvaxtarárum okkar í sveitinni urðu miklar breytingar, hestar viku fyrir dráttarvélum o.s. frv. Í Neðri-Dal varð bylting árið 1954 þegar einn vormorguninn var mættur splunkunýr bensín-Fergu- son í hlaðið. Þar með var vélvæðingin hafin í Neðri-Dal, og Ingvar sjálf- sagður forystumaður í þeirri deild. Þarna held ég að áhugi hans á vél- um hafi vaknað fyrir alvöru og lagt grunn að hans starfsævi, að vinna við vélaviðgerðir og stjórnun vinnuvéla. Undanfarin ár tók Ingvar mikið af myndum af þeim fjölmörgum stöð- um, vítt og breitt um landið. Það voru ófá myndakvöldin, þegar hann kom og sýndi mér myndir m.a. af framkvæmdum við Kvíslaveitur Kárahnjúka, álversframkvæmdir á Reyðarfirði og nú síðast af fram- kvæmdum við Landeyjahöfn. Þú mín fagra fold með fangið mjúka, beltin vatnabreið og bláa hnjúka, þegar finn ég frið í faðmi þínum leggðu bjarkarlauf að legstað mínum. (Guðrún Auðuns.) Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég Helgu Fjólu og börnum okk- ar dýpstu samúð. Tryggvi Ingólfsson. Árið 2010 rann upp, lífið gekk sinn vanagang og þorrinn á næsta leiti. Ekki óraði okkur fyrir að á þorra- blótið á Brúarlundi myndi einn aðal dansherrann til fjölda ára ekki mæta og „þeyta“ dömunum um gólfið en daginn áður hafði hann Ingvar okkar fengið slæmt hjartaáfall. Ingvar kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum 30 ár- um sem unnusti Helgu frænku. Þær eru margar samverustund- irnar sem við höfum átt með Helgu og Ingvari á þessum árum og margs er að minnast. Bíllinn hans, Nallinn, var skemmtilegur bíll með talstöðv- ar, risastórt loftnet og Gufunesradíó og á honum fórum við meðal annars í Þórsmörk sem Ingvar þekkti svo vel. Það var gaman fyrir okkur krakk- ana að fara í heimsókn í Stóragerði 18 á Hvolsvelli þar sem þau áttu heima í mörg ár, fara í Björkina að kaupa nammi og skoða verkstæðið þar sem Ingvar vann. Þegar kapp- reiðarnar voru upp á sitt besta lagði Ingvar sitt af mörkum við að koma kappreiðahrossunum landshorna á milli og ekki hægt að fá ábyrgari mann í hlutverkið. Í 15 ár fór Laufey með Helgu, Ingvari og strákunum í Veiðivötn og skemmtilegast var að fara með Ingvari og Guðna frænda í einkasiglingu á rauða bátnum. Myndbönd frá hinum ýmsu tækifær- um eru til en Ingvar var mikill tækja- kall og fannst gaman að taka myndir á upptökuvélina og voru margar víd- eóstundirnar sem við áttum að skoða afraksturinn. Lífið getur tekið óvænta stefnu og það er djúpt skarð höggvið í hjarta okkar við fráfall Ingvars. Að lokum viljum við systkinin frá Skarði þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Ingvari við leik og störf. Hugur okkar er hjá ykkur, Helga, Gulla, Ingólfur, Sæmi, Elli, Guðni og fjölskyldum. Megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Blessuð sé minnig Ingvars. Borghildur, Magnús, Guðni, Sigríður Theodóra og Laufey. Snemma í febrúar sl. fékk ég þær óvæntu fréttir að Ingvar væri kom- inn á Landspítalann mikið veikur, en vonaðist til að hann fengi skjótan bata. Eftir rúmar þrjár vikur kvaddi hann þetta líf, en fjölskyldan vinir og ættingjar fylgdust vel með líðaninni. Hann sem var svo heilsuhraustur. En eigi má sköpum renna. Við Ingvar kynntumst í lok árs 1973 er framkvæmdir við Sigöldu hófust og vorum við miklir félagar æ síðan. Ég lét af störfum árið 2002 fyrir aldurs sakir. Síðast hitti ég Ingvar í árslok 2009 en við nokkrir félagar höfum komið saman og borð- að á Hvolsvelli og Ingvar var einn af okkur hress og kátur eins og venju- lega. Mér fannst Ingvar alveg frá- bær persóna og hans vinátta var mikils virði. Við fylgdumst hvor með öðrum í gegnum síma og með heim- sóknum. Við heimsóttum Tryggva bróður Ingvars. Stundum kastaðist í kekki milli okkar Ingvars en það stóð ekki lengi yfir. Ég læt hér með fylgja línur úr kvæðinu Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson sem mér finnst fegurst kvæða ort á íslenska tungu og margt sem stendur þar minnir mig á Ingv- ar, í nálægð við íslenska fjallasýn og hetjuskap. Skein yfir landi sól á sumarvegi Ingvar Ingólfsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, okkur þykir ákaf- lega vænt um þig og við sökn- um þín mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Minningarnar eru margar og góðar og við erum rík að hafa átt þig að. Kveðja frá barnabörnunum, Ingvari, Þorbjörgu Júlíu og Árna Þór. Mig langar að minnast með fáein- um orðum góðs manns og félaga sem í gær var lagður til hinstu hvílu. Jó- hannes G. Hermundarson, eða Gósi eins og hann var jafnan kallaður, var einn af stólpunum í framvarðarsveit róttæks fólks á Akureyri þegar ég fór að koma þar fyrst við sögu og jafnan á sínum stað eftir það eins og heilsa og aðstæður leyfðu. Ekki svo að skilja að hann væri fyrir það að trana sér fram því hógværari og traustari maður var vandfundinn. En hann var fastur fyrir að sama skapi og hafði sínar meiningar um menn og málefni og fastmótaðar skoðanir. Ég á afar góðar minningar frá nokkrum fyrstu árum þingmennsku minnar þegar ég hafði meira og Jóhannes Gunnar Hermundarson ✝ Jóhannes GunnarHermundarson húsasmíðameistari, eða Gósi Hermundar, eins og hann var oft- ast kallaður, fæddist á Akureyri 6. mars 1925. Hann lést á Kristnesspítala að- faranótt 24. febrúar sl. Útför Jóhannesar fór fram frá Akureyr- arkirkju 5. mars 2010. minna fasta búsetu á Akureyri sumarlangt og fór af og til í morg- unkaffi á verkstæðið til Gósa. Þar voru mál- in krufin til mergjar og spaugsyrði látin fljóta með. Ekki síst var farið yfir, á köflum stormasama sögu, rót- tækrar stjórnmála- baráttu á Akureyri og norðan heiða. Gósa fannst til dæmis merkilegt hversu illa sósíalistum hélst á húsum sínum vegna sviptinga á vinstrivængnum eða aðstöðu til blaðaútgáfu og svo rakti hann það allt saman fyrir mér. Þegar Stefán Jónsson lét af þing- mennsku héldum við honum sam- kvæmi á Akureyri og var fjölmenni í Golfskálanum. Stefán ávarpaði sam- kvæmið, byrjaði á því að líta yfir hópinn og spurði svo: „Hvar er Gósi?“ Stefán sá að bragði að ekki var fullmætt, það vantaði þann í hóp- inn sem hvað traustastur var og hann hafði einna mestar mætur á. Vantaði þó ekki mannvalið. Eins er því farið nú. Gósi er farinn, það vant- ar félaga og vin í hópinn. Ég votta Önnu og fjölskyldunni allri samúð mína. Steingrímur J. Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.