Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FYRSTA háskastig viðbragðs- áætlunar almannavarnadeildar vegna eldgoss í Eyjafjallajökli var virkjað í gær. Endurtekin kvikuinn- skot hafa verið undir jöklinum allt frá árinu 1994 en undanfarið hefur skjálftavirkni farið vaxandi og verið viðvarandi síðustu sólarhringa. Verulegar líkur eru því á að ókyrrðin endi með gosi í jöklinum, ef ekki nú þá á næstu árum. Styrkur nýjustu skjálftanna, sem hafa nokkrir verið af stærðinni 2-3 stig, hefur þó gefið Almannavörnum til- efni til að vera í viðbragðsstöðu. Öskufall og jökulhlaup Eyjafjallajökull er megineldstöð og þótt gos þar hafi almennt ekki verið hamfaragos gætu afleiðing- arnar orðið miklar á stóru landsvæði allt umhverfis jökulinn þar sem eru blómlegar sveitir, en rýmingar- áætlun almannavarnadeildar nær allt frá Pétursey undir Eyjafjöllum út Fljótshlíðina og til Þykkvabæjar. Verði gosið með svipuðum hætti og fyrir 189 árum þegar síðast gaus má búast við töluverðu öskufalli í sveitum og því nauðsynlegt að forða fé frá flúoreitrun auk þess sem ekki er hægt að útiloka hættu af hraun- rennsli. Þar sem eldgosið yrði undir ís stafar þó mest hætta af jökul- hlaupi. Í hættumati sem gefið var út árið 2005 fyrir ríkislögreglustjóra vegna eldgosa og hlaupa frá vest- anverðum Mýrdalsjökli og Eyja- fjallajökli kemur fram að gos á þessu svæði eru talin geta valdið jökulhlaupum með rennsli á bilinu 3.000-30.000 m³/s. Viðvörunartími vegna eldgosa og hlaupa á svæðinu getur verið mjög stuttur en þar skiptir máli hvar upp- tök gossins eru. Í hættumatinu kem- ur fram að víðast hvar næðu hlaup fjallsrótum og byggð aðeins 15-30 mínútum eftir að gos hefst. Verði gos í norðvestanverðum Eyjafjalla- jökli gæti hlaup náð að varnar- görðum við Fljótshlíð á 45-60 mín. Spá því hvar gos kemur upp Ármann Höskuldsson, eldfjalla- fræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir erfitt að segja nákvæmlega fyrir um hvar gosið muni koma upp í jöklinum. Hópur vísindamanna undir stjórn Bryndísar Brjánsdóttur jarðeðl- isfræðings setti í gær niður fær- anlega skjálftamæla til að þétta skjálftanetið. „Við fáum þá betri staðsetningu á skjálftunum og kannski betri hug- mynd um hvar við eigum von á því að þetta komi upp, en við vitum ekki fyrir víst hvort það kemur úr suður- eða vesturhlíðunum eða úr tind- inum,“ segir Ármann. Eldfjöll ólíkar persónur Hann ítrekar þó að „ef“-in séu mörg. Meðgöngutími gosa í eld- fjöllum eins og Eyjafjallajökli sé 10 - 20 ár og það geti allt eins verið að skjálftavirknin dofnaði aftur og ekk- ert yrði af gosi í þetta skiptið. „Við þekkjum ekki aðdragandann að gosi í Eyjafjallajökli því síðast þegar gaus voru engin mælitæki til. Eldfjöll eru eins og persónur og ekkert þeirra hegðar sér eins og annað, þess vegna er svo mikilvægt að skilja hvert og eitt eldfjall fyrir sig.“ Ýmsar breytur eru því fyrir hendi sem ekki sjást fyrr en hugsanlegt eldgos byrjar. „Nú verða bara fræði- menn og íbúar að vera vakandi og því viðbúnir að það gerist eitthvað en líka að það gerist alls ekki neitt.“ Óvissa undir Eyjafjallajökli Rýmingarsvæði vegna eldgosa í Eyjafjallajökli Hella Hvolsvöllur Skógar Rýming forgangur 1 Rýming forgangur 2 Rýming forgangur 3 Rýming forgangur 4 Upplýst um hættu, ekki rýming Fjöldahjálparstöð Þykkvibær Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Tindfjallajökull Þórsmörk Vestmannaeyjar  Almannavarnadeild virkjaði í gær viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli á óvissustigi  Gos í jöklinum hafa almennt ekki verið hamfaragos en hættan af jökulhlaupi og öskufalli er fyrir hendi Í HNOTSKURN »Jarðskjálftahrinan hófst íEyjafjallajökli á miðviku- dag og hafa síðan mælst um 3.000 skjálftar. »Skjálftarnir hafa verið á 7-10 km dýpi. Flestir eru að- eins um 1 stig en stærsti skjálftinn hingað til var í gær- morgun og náði 3 stigum. »Stærstu skjálftarnir hafafundist í Fljótshlíðinni. Hátt í 200 ár eru síðan Eyjafjalla- jökull gaus síðast en hugsast getur að nú stefni í næsta gos. Áhrifin á nærsveitir gætu orðið afdrifarík og verður náið fylgst með þróun mála næstu daga. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FÁIR tengja nú Eyjafjallajökul við eldgos enda gaus fjallið síðast árið 1821-1823. Það er með hærri fjöllum, 1.666 metrar og dregur nafn sitt af Vestmannaeyjum sem eru skammt undan. Fjallgarðurinn liggur í vestur af Mýrdalsjökli og er á eldvirkasta svæði landsins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur bent á að mikil tengsl séu á milli eldstöðvanna í jöklunum tveim og stundum hafi gos í Eyjafjallajökli ýtt undir Kötlugos. Gossaga Eyjafjallajökuls síðustu 1.500 ár er þekkt, á því tímabili hefur jökullinn gosið fjórum sinnum með 300 til 700 ára millibili. Um árið 600 hefur gosið í toppgígnum og um 920 við Skerin, hrygg sem liggur upp eftir norð- vesturhlið jökulsins. Árið 1612 gaus í toppgígnum og aft- ur á árunum 1821-1823. Öll þessi gos munu hafa verið fremur lítil samanborið við Kötlugos. Hvergi sást í stein milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla Síðasta gosið í Eyjafjallajökli hófst 20. desember 1821. Samtímalýsingar segja að fyrstu dagana hafi vötn og fljót vaxið nokkuð. Fyrri hluta ársins 1822 urðu einstök vatnsflóð við og við „með nokkru jökulhruni“. Eitt þeirra varð þó langstærst og fyllti alla farvegi Markarfljóts að fornu og nýju, hvergi sást í stein milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, að sögn heimildarmanna. Almannavarnir ríkisins létu skömmu eftir aldamótin 2000 vinna hættumat og áhættugreiningu vegna gosa og jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli og ritstýrðu Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, og Ágúst Gunnar Gylfason hjá almannavarnadeild Rík- islögreglustjórans verkinu sem kom út 2005. Sagt er í skýrslunni að stór jökulhlaup hafi á síðustu árþúsundum farið niður Markarfljót á 500-800 ára fresti að jafnaði, orsök hlaupanna hafi verið gos í vesturhluta Kötluöskjunnar. „Gos í tindi Eyjafjallajökuls verða á nokkur hundruð ára fresti en þau eru yfirleitt mun minni en Kötlugos,“ segir í skýrslunni. Leggja höfundar hættumatsins því áherslu á að vöktun sé ávallt í góðu horfi. Gaus síðast árið 1821  Eyjafjallajökull er á einu eldvirkasta svæði landsins  Jökullinn dregur nafn sitt af Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Einar Falur Stilltur? Fljótshlíð og Eyjafjallajökull, sakleysislegur í sumarblíðunni en hann getur sýnt á sér aðra hlið. » Gos í jöklinum gætu stundum hafa „startað“ Kötlugosum » Hamfarahlaup niður Markarfljót gætu náð Fljótshlíðinni á þrem klukkustundum Óvissustigið sem lýst hefur verið yfir undir Eyjafjallajökli er fyrsta háskastig almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra af þremur. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og annarra stofn- ana og rannsóknir og vöktun svæðisins er aukin. Hin tvö stigin eru hættustig og neyðarstig, en þau einkennast af tafarlausum að- gerðum til lífsbjargandi aðstoðar. Um 500-600 manns búa á rým- ingarsvæðinu undir Eyjafjallajökli í Rangárþingi ytra. Komi til eldgoss verður unnið eftir nýrri rýming- aráætlun sem útbúin var síðustu vikur og verður kynnt íbúum á næstunni. Að sögn Kjartans Þor- kelssonar, sýslumanns á Hvols- velli, hafa þrír íbúafundir verið boðaðir um miðjan mánuðinn, 15.- 17. mars, þar sem viðbragðsáætl- un verður kynnt og farið yfir rým- ingaráætlunina. „Það verða eft- irfarar og björgunarsveitir sem sjá um hvert hólf fyrir sig en fólk sér sjálft um að rýma og hengir út tjöld þegar það fer,“ segir Kjartan. Ekki er hægt að vita fyrir víst hvert hlaupið fer fyrr en gos byrjar, en að sögn Kjartans verður allt svæðið rýmt til öryggis ef hætta er talin á gosi. Hann segir íbúa taka aðstæðum af stakri yfirvegun. 500-600 manns búa á rýmingarsvæðinu „VIÐ fylgjumst með þessu en það er nú svo sem ekki mikið stress í gangi hjá okkur, við erum þannig staðsett undir Eyjafjöllum að við teljum okk- ur ekki í mikilli hættu svo við erum ekkert í startholunum,“ segir Ásgeir Árnason, bóndi á Stóru-Mörk. Á Stóru-Mörk er rekin ferðaþjón- usta en hún hefur ekki orðið fyrir meiri áhrifum af hugsanlegri gos- hættu en svo að Ásgeir og kona hans Ragna Aðalbjörnsdóttir áttu von á ferðamönnum í gistingu í gærkvöldi. Þakka fyrir að bjarga sjálfu sér Á Stóru-Mörk er auk þess bæði fjárbú og kúabú. Ásgeir segir að þar sem þetta beri nú að um vetur hafi þau litlar áhyggjur af mögulegum áhrifum öskufalls á búpeninginn, en ef gysi um sumar væri hættan vissu- lega til staðar þó að hann telji lítið hægt að gera til að sporna við henni. „Þó að það væri hætta er þetta svo gríðarlegt að ég held að það væri erf- itt að gera nokkurn skapaðan hlut og fólk verður bara að þakka fyrir að bjarga sjálfu sér, fyrst og fremst.“ Hann segist hins vegar hafa vanist tilhugsuninni um náttúruna sem ná- granna enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem útþensla verði í jöklinum. „Ég held að ég sé nú bara búinn að lifa þrjár svona aðgerðaáætlanir og ætli það séu ekki komin 30 ár síðan ég lifði þá fyrstu. Ef maður væri alltaf með ferða- töskuna úti í dyr- um gerði maður lítið annað. Mesta hættan er kannski sú að það sé of oft byrj- að að kalla úlfur, úlfur og maður hætti að taka mark á því. En ein- hvern tíma gýs, það er alveg ljóst, og það er greinilega eitthvað að gerast þarna núna.“ Verður bankað á gluggann „Auðvitað fylgist maður með þessu, það er greinilega eitthvað að krauma þarna en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ segir Sigurður Þór Þórhallsson, bóndi í Önundar- horni undir Eyjafjöllum. „Ég treysti því að það sé fylgst vel með þessu og það verði komið hérna og bankað á svefnherbergisglugg- ann ef við þurfum að fara.“ Sigurður segist ekki hafa leitt hugann sér- staklega að því hvað hann myndi reyna að hafa með sér ef rýming- aráætlunin yrði sett af stað. „Það verða bara börnin, held ég. Ætli þetta sé ekki bara spurning um að koma sér burtu ef til þess kemur.“ Ekki með ferða- töskuna í dyrunum Íbúar taka umhleypingum af æðruleysi Heklugos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.