Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 36

Morgunblaðið - 06.03.2010, Side 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ✝ Helga Helgadóttirfæddist í Leirhöfn á Melrakkasléttu 28. desember 1930. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrea Pálína Jónsdóttir frá Ás- mundarstöðum á Mel- rakkasléttu, f. 17.1. 1902, látin, og Helgi Kristjánsson, bóndi í Leirhöfn, f. 28.12. 1894, látinn. Systkini Helgu voru Jóhann, f. 20.6. 1924, lát- inn, kvæntur Dýrleifu Andrésdóttur, f. 8.11. 1922, Jón, f. 7.7. 1929, látinn, kvæntur Valgerði Þorsteinsdóttur, f. 23.12. 1927, látin, Birna, f. 20.4. 1927, Helgi, f. 24.5. 1960, kvæntur Sóleyju Jónsdóttur, f. 6.11. 1962, synir Jón Pétur, f. 2.11. 1992, og Hafþór, f. 21.6. 1999. Helga ólst upp í Leirhöfn á mann- mörgu heimili og í stórum systk- inahópi. Hún stundaði nám við Núpa- sveitarskóla og fór síðan í eitt ár í Héraðskólann í Reykholti. Að því loknu fór hún til Reykjavíkur og lagði þar stund á ýmis störf. Síðan lá leiðin norður í heimahaga þar sem hún giftist Pétri og þau bjuggu alla sína tíð í Garði við Kópasker. Auk þess að sjá um heimilið vann hún verslunarstörf og bókvörslu við Bókasafn Norður-Þingeyinga. Bú- skapur var stundaður í Garði fram undir 1980. Áhugamál Helgu snerust um fjölskylduna, félagsmál, bridge og saumaskap. Helga starfaði í kven- félaginu á staðnum alla tíð. Útför Helgu verður gerð frá Snartarstaðakirkju í dag, 6. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 14. látin, Hildur, f. 28.12. 1930, gift Sigurði Þór- arinssyni, f. 23.9. 1931, Birna, f. 20.4. 1932, og Anna, f. 13.1. 1943, gift Barða Þór- hallssyni, f. 13.9. 1943, látinn. Hinn 9. júlí 1955 giftist Helga, Pétri Einarssyni, Garði, Núpasveit, f. 4.6. 1930. Foreldrar hans voru Einar Benedikts- son, Garði í Núpa- sveit, f. 13.6. 1905, lát- inn, og Kristín Björnsdóttir , f, 22.8. 1901, látin. Synir þeirra eru: 1) Ein- ar, f. 31.10 1955, kvæntur Valgerði Áslaugsdóttur, f. 6.5. 1955, dóttir Helga Einarsdóttir, f, 17.5. 1988. 2) Nú hefur elskuleg amma okkar kvatt þennan heim. Það hefur verið fastur hluti af okkar tilveru að fara á sumrin og heimsækja afa og ömmu í Garði. Ef ekki hefði verið svona langt að fara hefðum við eflaust farið oftar. Tilhlökkunin fyrir ferðinni hefur ver- ið mikil og eftir hverja ferð hefur næsta sumars verið beðið með eftir- væntingu þar sem ferðin á norðaust- urlandið hefur alltaf verið hápunktur sumarfrísins hjá okkur bræðrum. Það er skrítin tilhugsun að næst þegar við komum í Garð verði engin amma þar. Þetta eru sannkölluð kaflaskipti í lífinu. Og þó fjarlægðin væri mikil fylgdist hún alltaf vel með okkur. Ef annar okkar var veikur hringdi hún daglega til að athuga með líðanina og hún fylgdist alltaf vel með hvernig okkur gengi í skólanum. Við hugsum til hennar með söknuði og minning hennar mun fylgja okkur alla tíð. Jón Pétur og Hafþór. Elsku Helga, mín kæra mágkona. Þá er búið að leggja þig að velli, það þurfti talsvert til, þú greindist með krabbamein fyrir tæpum tveim- ur árum og gast þá ekki stigið í fæt- urna í nokkrar vikur. Af spítalanum og heim í Garð komstu á fótunum sem var ótrúlegt og næstum fram á síðasta dag varstu ákveðin að gefast ekki upp, svo jákvæð. Alltaf sagðirðu allt gott að frétta af ykkur því sam- band okkar var nú bara símleiðis landshorna á milli. Á bernskuheimilið mitt komstu þegar ég var 10-11 ára gömul og þið Pétur, bróðir minn, hófuð búskap í Garði í tvíbýli með pabba. Ég var hreykin af mágkonu minni, grannri, ljóshærðri og laglegri. Alltaf varstu góð við mig og ég alltaf velkomin með mína fjölskyldu til ykkar eins og allir því gestrisni ykkar var ómæld. Ég er ykkur Pétri svo þakklát fyrir ykkar umönnun og sambúð með mömmu og pabba, því síðustu árin sín hefðu þau ekki verið ein í Garði. Erfitt er að hugsa sér ykkur Pétur sitt í hvoru lagi og hann er búinn að annast þig eins vel og hann hefur best getað og þið stutt hvort annað. Pétur minn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra Takk fyrir allt, Guðbjörg, Olfert og afkomendur. Helga og mamma voru bræðra- dætur, báru nafn ömmu sinnar Helgu Sæmundsdóttur, fyrrverandi hús- freyju í Leirhöfn og ættmóðurinnar stóru. Um og eftir síðustu öld bjuggu á Leirhafnarjörð 50-60 afkomendur hennar á einum 9 heimilum. Á uppvaxtarárum Helgu var Leir- höfn mannmargt stórbýli, þar var miðstöð Landssímans og um árabil starfrækti Helgi faðir hennar lands- fræga húfugerð. Býlið lá um þjóð- braut þvera, gestkvæmt og beini veittur af höfðingsskap. Innanstokks stýrði Andrea, móðir Helgu, fólki sínu og sá um að nóg væri af öllu. Auk Leirhafnar var aðeins eitt býli að auki á jörðinni, Nýhöfn, hvar afi minn Kristinn, bróðir Helga í Leir- höfn, og amma mín Sesselja Bene- diktsdóttir bjuggu. Stutt var milli bæja og föst venja að skiptast á heim- sóknum um jól og áramót. Önnur býli ekki til staðar fyrr en um 1950. Helga frænka mín var flutt að heiman er ég fór að muna eftir mér, þó ekki lengra en í Garð í Núpasveit. Þar bjuggu Kristín Björnsdóttir og Einar Benediktsson bróðir Sesselju ömmu minnar. Og það var einmitt syni þeirra, honum Pétri, sem Helga giftist. Eftir það voru þau eitt í um- ræðunni: Helga og Pétur í Garði. Helga og Pétur voru því ekki að- eins náið frændfólk Miðtúnsfjöl- skyldunnar, heldur urðu þau með ár- unum í hópi bestu vina foreldra minna Helgu og Árna Péturs í Mið- túni. Auðvitað þekktust þær frænkur frá fyrri árum en leiðin milli Núpa- sveitar og Sléttu gat verið löng að vetri til, bílar ekki til staðar og barna- stúss á báðum heimilum. Þegar fór að rofa til í þeim málum urðu samveru- stundirnar tíðari. Bíll rennur í hlað í Miðtúni – pabbi fer út á stétt og kallar „Það eru Helga mín og Pétur“ og snarlega er farið að hella upp á. Heimsóknum þeirra fylgdi hressileiki og glaðværð og al- veg sæmilegur hávaði sem féll vel að Miðtúni – þær höfðu talandann í lagi þær nöfnur og gott ef það fylgir ekki Helgunafninu að geta komið fyrir sig orði og kveða skýrt að. Sannarlega fannst okkur Miðtúns- bræðrum gott að vita að foreldrar okkar ættu góða að eins og Helgu og Pétur og sannarlega nutu foreldrar mínir þeirra stunda er þau bar að garði; soðið hangikjöt, sest við spila- borð og dobluð sex grönd. Til margra ára héldu þau félagsskap í þessa veru Jóhann og Dýrleif í Leirhöfn, Holla og Jónas á Raufarhöfn, Helga og Pét- ur og mamma og pabbi. Komið var snemma á það heimili sem spilað var á og farið seint. Helgu minni þakka ég fyrir þessar stundir, sem og allar aðrar með foreldrum mínum. Eftir að við hjónin hófum endur- byggingu í Nýhöfn komu þau Helga og Pétur nokkrum sinnum við og tóku út framkvæmdir og eitt kvöldið settumst við að spilaborði. Þau voru líka fastagestir á sumarhátíðum í Miðtúni – spjölluðu og sungu. Nú er skarð fyrir skildi. Það fækkar í kyn- slóð mömmu og Helgu – þeim stóra hópi – það er gangur lífsins. Einlægar samúðarkveðjur sendum við Pétri, Einari, Helga og ástvinum öllum. Fyrir hönd Miðtúnsfjölskyldunnar kveð ég Helgu frænku mína í Garði með þökk fyrir allt og allt. Friður Guðs fylgi henni og blessuð sé minning hennar. Níels Árni Lund. Nafna mín. Svona ávarpaði hún mig gjarnan, nafna mín í Garði. Þó að ég eigi vissulega margar nöfnur þar sem ég heiti svo algengu nafni var hún Nafna með stórum staf. Helga og Pétur voru alltaf til stað- ar þegar ég var lítil stelpa heima á Kópaskeri og ósjaldan sem við skruppum upp í Garð þar sem okkur var alltaf tekið jafn vel og gátum ver- ið eins og heima hjá okkur. Helga sagði sínar skoðanir hreint út og það gat hnussað í henni þegar henni fannst vitleysan vera um kolla að keyra. Hún bar líka virðingu fyrir því sem við unga fólkið tókum okkur fyrir hendur þó að hún kærði sig ekk- ert endilega um að breyta til sjálf. Ég sé hana fyrir mér með kaffi- bolla, sígarettu og krossgátu. Hún hætti reyndar að reykja fyrir mörg- um árum og hætti um leið að hafa gaman af krossgátum, en þannig man ég hana. Naglalakkið var aldrei langt undan og þó að hún væri engin pjatt- rófa var hún oftast með lakkaðar neglur. Alla vega í minningunni og á þeim tíma þekkti ég enga aðra konu sem hafði svona fínar neglur eins og hún nafna mín. Nafna mín var listamaður því hún gat saumað það sem henni sýndist. Hún saumaði dragtir, buxur, kjóla, leðurpils og jakkaföt á barnabörnin; „bara nefndu það“ og þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda, þá 16 ára gömul, þá saumaði hún á mig allt mögulegt svo ég yrði til sóma í út- löndum. Burda-blöð, snið og efni út um allt eldhús. Svo var kominn mat- artími og púff – allt horfið og eins og ekkert hefði gerst. Margar af mínum æskuminning- um tengjast Helgu og Pétri og senni- lega lærði ég mína stærstu lexíu í jafnréttismálum á þeirra heimili, eitt tilvik sem ekki verður farið nánar út í situr í mér. Það voru alltaf allir velkomnir í Garði og síðustu árin fengum við fjöl- skyldan að vera þar í nokkra daga í sumarfríinu okkar. Við vorum hjart- anlega velkomin og þurftum bara að passa að vera komin heim klukkan sjö. Þá var matur. Samverustundum fækkaði þegar ég fór að heiman en við heyrðumst í síma, nú síðast í janúar. Þá bar hún sig vel þó að vitað væri að af henni væri dregið. Helga var góð, hreinskiptin og heiðarleg. Það hefur áhrif á börn og mótar þau til framtíðar þegar þau fá tækifæri til að umgangast fólk með slíka eiginleika. Nafna mín hafði mik- il áhrif á mig og fyrir það vil ég þakka. Við Gunnar Örn og strákarnir sendum Pétri, Einari, Helga og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Barðadóttir. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Að eignast vináttu góðrar mann- eskju er auður sem mölur og ryð fá ekki grandað. Þannig var vinátta okkar Helgu Helgadóttur frá Leir- höfn og aldrei hefur borið skugga á. Milli heimilanna í Leirhöfn og á Grjótnesi, sem bæði eru á Melrakka- sléttu í N-Þing., var ætíð mikill sam- gangur og vinskapur, og má segja að sú vinátta hafi gengið í erfðir til okk- ar barnanna á báðum heimilunum. Helga var fædd og uppalin í Leir- höfn, því mikla menningarheimili og var stolt af að vera Norður-Þingey- ingur. Systkinin voru sex, Jóhann, Jón, Hildur, Helga, Birna og Anna. Leirhafnarsysturnar voru glæsileg- ar, vel gefnar og skemmtilegar. Sem barn og unglingur var mín heitasta ósk að fá að vera talin ein af Leirhafnarsystrunum. Það hefur ræst að nokkru því að vináttu þeirra systra hef ég fengið að njóta alla tíð, eða síðastliðin meira en 70 ár. Helgu var margt til lista lagt. Hún var mikil hannyrðakona, saumaði úr dýrum efnum, fínustu kjóla og glæsi- legan karlmannafatnað og fór létt með það. Hér á árum áður, þegar sveita- menningin var svolítið á öðrum nót- um en í dag, var gaman að vera ung- ur og búa fyrir norðan. Þá var ungmennafélagsandinn í heiðri hafð- ur og haldnar voru samkomur og íþróttamót úti um allar sveitir. Þá var Helga hrókur alls fagnaðar og ekki leið á löngu áður en ungur maður sást æ oftar við hlið hennar, Pétur Einarsson frá Garði í Núpasveit, en ættaður frá Grjótnesi. Þau tóku spor- ið í Ásbyrgi, í Lundi, í Vaglaskógi og víðar og héldu því áfram fram á síð- asta dag. Heimili þeirra í Garði, þar sem þau bjuggu alla tíð, var annálað fyrir gestrisni, opið gestum og gangandi. Helga tók þátt í lífinu fyrir norðan og markaði spor þar sem ekki verða af- numin. Hún var ein af þeim sem komu Byggðasafninu á Kópaskeri á stofn og starfaði hún þar. Hún vann einnig í versluninni á Kópaskeri og var liðtæk í kvenfélaginu. Við Steinnessystur, Villa og Dúna, þökkum allar ánægjustundirnar og sendum Pétri frænda okkar og þeim bræðrum, Einari og Helga og fjöl- skyldum þeirra, baráttukveðjur, því vissulega er mikil vinna framundan. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Helga Helgadóttir ✝ Sigþór Ólafssonfæddist 18. janúar 1942 á Hlíðarenda í Ölfusi. Hann lést á heimili sínu 28. febr- úar sl. Foreldrar hans voru Ólafur Helgi Þórðarson, f. 10. júní 1906, d. 4. mars 2001 og Ólafía Sigurðar- dóttir, f. 27. júlí 1906, d. 10. júní 1984. Alsystkini Sigþórs eru Þórður Ólafsson, f. 1938 og Guðríður Ólafsdóttir, f. 1946. Systkini sammæðra eru Reynir Ásberg, f. 1931 og Oddfreyr Ásberg, f. 1933, d. 1971. Sigþór kvæntist Guðrúnu Lárus- dóttur, f. 1941, árið 1968. Þau skildu. Syn- ir þeirra eru Ólafur Helgi, f. 18. júlí 1968, í sambúð með Ingi- björgu Dagbjarts- dóttur, f. 1980. Börn þeirra eru Dagbjört Rún, f. 2004 og Re- bekka Rán, f. 2007. Auk þess á Ólafur barn úr fyrra sam- bandi, Helga Snæ, f. 1997. Sigþór Gunnar, f. 23. júní 1972, kvæntur Guðnýju Sig- urðardóttur, f. 1974. Börn þeirra eru Sóley Lea, f. 1999 og Ísabella Ragna, f. 2003. Systur Ólafs og Gunnars sam- mæðra eru Anna Lea, f. 1957 og Lára Bryndís, f. 1962. Árið 1984 hóf Sigþór sambúð með Guðrúnu Lilju Skúladóttur, f. 1940. Börn hennar eru Guðný Kúld, f. 1962, fráskilin, börn hennar eru Hjalti, f. 1984 og Sandra, f. 1990. Lilja Kúld, f. 1965, gift Jóhanni H. Rafnssyni, f. 1965 barn þeirra er Kristína, f. 1987. Þorsteinn Kúld, f. 1966. Á sínum yngri árum stundaði Sigþór og keppti í íþróttum og hestamennsku. Hann byrjaði ungur að árum til sjós í Þorlákshöfn. Á ár- unum kringum 1980 stundaði hann bátasmíðar til nokkura ára en fór síðan aftur til sjós. Sigþór hafði alla tíð mikinn áhuga á hestum og öllu sem þeim tengdist. Árið 2002 sneri Sigþór sér alfarið að hestamennskunni. Útför Sigþórs fer fram frá Þor- lákshafnarkirkju í dag, laugardag- inn 6. mars, kl. 14. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Okkur fjölskyldunni var brugðið á sunnudagsmorguninn þegar fréttin barst að vinur okkar Sigþór væri fall- inn frá. Sigþór var búinn að segja um nokkurt skeið að nú færi að styttast í hans „vitjunartíma“ nú síðast á laug- ardagmorguninn kom hann inn á þetta undir kaffispjalli í hesthúsinu, en auðvitað vildum við ekki trúa því. Já, Sigþór var á margan hátt sérstak- ur maður, sagði umbúðalaust skoðun sína, var glettinn, mikill dýravinur og ákaflega barngóður. Unglingarnir og börnin í fjölskyldunni löðuðust að hon- um, hann sýndi þeim áhuga og hlýlega athygli sem fékk þau til að vilja hitta hann þegar þau komu í hesthúsið. Í vikunni spurði litli Sveinbjörn Orri: „Hvar er maðurinn á rauða bíln- um, kemur hann ekki aftur?“ Hann kom við flesta daga, spjallaði aðeins og áður en maður vissi af var hann horfinn, farinn að sinna sínu. Sigþór var ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd með alla skapaða hluti, hvort heldur var viðgerð á tækjum og tólum, ráðleggingar með hestana eða jafnvel heilsufar okkar, hann virtist hafa ráð undir rifi hverju. Það verðu tómlegt að koma í hesthúsahverfið okkar og eiga ekki von á að sjá honum bregða fyrir. Við vottum Guðrúnu, börnum og fjölskyldum þeirra samúð okkar og hugsum með hlýhug og þakklæti til samverustunda okkar með Sigþóri. Blessuð sé minning hans. Sveinbjörn Garðarsson og fjölskylda. Fallinn er frá góður vinur okkar Sigþór Ólafsson. Margar góðar stund- ir áttum við saman. Ekki minnist ég þess að hanna hafi nokkurn tíma neit- að mér um hjálp þegar gera þurfti eitthvað við bílinn minn eða bátinn. Það lék allt í höndunum á honum, þeg- ar vélaviðgerðir voru annars vegar. Sigþór var hestavinur mikill og það var gaman að fara með honum upp í hesthúsin hans, þar sem hann fóðraði marga hesta. Þeir þekktu hann vel. Honum þótti vænt um þessa vini sína og þegar hann kallaði nafn þeirra komu þeir til hans. Sigþór átti við veikindi að stríða í mörg ár, en var harður við sig og vann alltaf mikið. Við kveðjum þennan vin okkar með þakklæti fyrir góð kynni um leið og við vottum Guðrúnu og allri fjölskyld- unni hans samúð okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hvíl í Guðs friði. Jón Trausti og Hrefna. Fyrir rúmum fjórum árum lágu leiðir okkar Sigþórs fyrst saman. Ég var þá að leita að aðstöðu fyrir hest- ana mína. Frá fyrstu stundu vildi Sig- þór allt fyrir mig og mína gera. Hann tók hestana í fullt fæði og húsnæði, út- vegaði pláss til bráðabirgða þegar þeim fjölgaði og aðstoðaði á alla lund. Alltaf tók hann okkur mæðgum fagnandi þegar við komum í hesthúsið og ekki síst stelpunum mínum, hvatti okkur í hestamennskunni og gerði að gamni sínu. „Þær vilja nú bara ríða gandreið,“ var viðkvæðið og svo hlóg- um við öll. Svo krydduðum við fé- lagsskapinn með smáhestabraski og áhættufjárfestingum á því sviði. Ég þakka Sigþóri vináttu og hlýhug okk- ar stuttu samferð. Guðrúnu og að- standendum öllum votta ég samúð mína. Erna Bjarnadóttir. Sigþór Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.