Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ höfum skrifað sveit- arstjórnum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi bréf og til rík- isstjórna sömu landa, segir Mette Nord, talsmaður norsku verkalýðs- samtakanna Fagforbundet, um þá áskorun samtakanna að Norður- löndin styðji lánafyrirgreiðslu til handa Íslandi óháð afgreiðslu Ice- save-málins. „Það eru um 312.000 meðlimir í samtökunum okkar. Ég held að þeir séu nokkurn veginn jafn marg- ir í Svíþjóð og um 150.000 í Dan- mörku,“ sagði Nord sem var ekki með töluna fyrir Finnland á tak- teininum. Bresk herferð í sjónmáli Verkalýðsfélög í fleiri löndum gætu bæst í hópinn á næstunni því bresku baráttusamtökin Jubilee hyggjast á næstu vikum snúa sér að félagi í Bretlandi sem hefur um 6 milljón félagsmenn í sínum röð- um. Inntur eftir þessu átaki segir Nick Dearden, formaður Jubilee, að sökum mannfæðar hafi samtökin ekki náð að beita sér í Icesave- málinu sem skyldi. Þegar forgangs- mál hafi verið afgreidd muni félagið hefja leit að öflugum talsmanni til að fara fyrir herferð þar sem þrýst verður á bresk stjórnvöld að koma til móts við óskir Íslendinga. Dear- den bætir því við að evrópsk syst- ursamtök hyggist leita eftir stuðn- ingi verkalýðsfélaga í álfunni í málinu en að þær viðræður séu á viðkvæmu stigi. Helene Bank hefur einnig sterka skoðun á málinu en hún er þekkt baráttukona fyrir borgararéttindum í Noregi sem hefur unnið með Afr- íkuríkjum og ýmsum þróunar- löndum vegna skuldaaðlögunar. Bank, sem er meðlimur í samtök- unum, Campaign for the Welfare State, telur að þrátt fyrir aðvaranir hafi stjórnmálamenn haldið áfram á sömu braut og svo látið skattgreið- endur bera ábyrgðina að lokum. Nýlenduveldi ráði ekki yfir auð- æfum Íslendinga líkt og í mörgum þróunarlöndum. Ef Ísland nær sinni kröfu fram um að áætlun AGS verði endurskoðuð geti það hvatt önnur ríki til að gera slíkt hið sama. Sænskir vinstrimenn í málið Vinstriflokkurinn í Svíþjóð hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland í deilunni og segir Ulla Andersson, þingmaður flokksins, stöðuna á Ís- landi munu verða tekna fyrir á fundi fjárlaganefndar þingsins á mánudag. Andersson kom til Ís- lands fyrir skömmu til að setja sig í málið. Stuðningur úr ólíkum áttum Morgunblaðið/Ómar Fyrirmynd? Víða um heim er fylgst með mótmælaöldunni á Íslandi í kjölfar fjármálahrunsins. Baráttan gegn Icesave-skuldabyrðinni þykir táknræn fyrir réttindabaráttu einstaklinga andspænis fjármálakerfinu. Hrunið er komið í kennslubækur.  Norskt verkalýðsfélag virkjar systurfélög sín á Norðurlöndum í Icesave-deilunni  Evrópsk samtök hyggjast beita sömu aðferð í Evrópu  Baráttukona telur Ísland geta orðið öðrum ríkjum fyrirmynd Verkalýðsfélög jafnt sem bar- áttusamtök og aðgerðasinnar víða um heim fylgjast grannt með framvindu Icesave-málsins sem þykir táknrænt fyrir rétt- indabaráttu borgaranna. Helene Bank Nick DeardenMette Nord Ulla Anderson „Það sem er að gerast á Íslandi er forsmekkurinn að því sem kann að verða algengara í þróuðum ríkjum. Stjórnvöld hafa sagt skattgreið- endum að þeir þurfi að bera kostn- aðinn af misráðnum ákvörðunum einkafyrirtækja, hversu hár sem hann kann að vera, ellegar sætta sig við jafnvel enn hryllilegri af- leiðingar í efnahagsmálum,“ skrif- aði Sheldon Filger, róttækur að- gerðasinni, í pistli í dagblaðinu Huffington Post skömmu eftir synjun forsetans í janúarbyrjun. Blaðamaður sló þá á þráðinn til Filgers sem býr í Kanada en hann heldur úti vefsíðunni Global- Economic- Crisis.com, ásamt því að hafa gefið út bók þar sem vikið er sér- staklega að Ís- landi. Filger fjallar þar um bankakerfið og má merkja að hann er í talsverðri fjarlægð frá viðfangsefninu. Nathan Lewis, sjóðsstjóri og pistlahöfundur á sama blaði, hefur tekið í sama streng og harðlega gagnrýnt framkomu AGS í málinu. Forsmekkurinn að því sem koma skal? Sheldon Filger Norsku baráttusamtökin Attac hyggjast sýna stuðning sinn við Íslendinga í deilunni í verki með því að safnast saman fyr- ir utan sendiráð Íslands í Ósló. Aðspurð hvort hún eigi von á mörgum segir Emilie Eke- berg, formaður félagsins í Noregi, að hún búist við minnst 30 manns, enda hafi fjölmiðlar fjallað talsvert um Icesave. Hún telur aðgerðirnar munu verða lið í að setja þrýsting á norsku stjórnina í málinu. Sýna stuðning við sendiráðið í Ósló Eftir Ingunni Eyþórsdóttur NÝKJÖRINN formaður Samtaka ungra bænda, Helgi Haukur Hauks- son, kom frá Brussel í gær þar sem hann var í kynningarferð á vegum Evrópusambandsins, ESB. „Tilgangurinn var kynning á Evr- ópusambandinu. Áþreifanlegt var hvað þeir reyndu markvisst að skauta framhjá göllum sambandsins í landbúnaðarmálum,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. „ESB eyðir töluverðum fjárhæðum í kynn- ingar af þessu tagi. Umræðan um landbúnaðarþáttinn að þessu sinni var sáralítil og fátækleg.“ Hann telur að almennt séu fé- lagsmenn í Samtökum ungra bænda á móti aðild Íslendinga að ESB og að andstaða sín gegn sambandinu hafi styrkst til muna í ferðinni. „Land- búnaðarstefna ESB er ekki farsæl fyrir íslenskan landbúnað.“ Hann bendir jafnframt á hversu mikil áhrif hugsanleg innganga Ís- lendinga í Evrópusambandið myndi hafa á landbúnað í landinu, til að mynda með óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum og algerri um- breytingu á styrkjakerfinu. „Ég álít að þjóð af okkar stærðargráðu eigi lítið erindi inn í Evrópusambandið, áhrif okkar yrðu afar takmörkuð á þeim vettvangi. Ég skora á stjórnvöld að hefja ekki aðild- arviðræður,“ seg- ir hann. Ungum bænd- um innan Evr- ópusambandsins fækkaði um 1% á milli áranna 2008 og 2009. Þetta segir Helgi að sé mikið áhyggjuefni. „Verið er að skoða hvort sambærileg fækkun hafi átt sér stað á milli ára hjá ungum bændum hér á landi,“ segir Helgi en bætir við að samtökin finni fyrir verulegum áhuga hjá ungu fólki á landbúnaði hérlendis. Til marks um það hefur aðsókn í nám í búfræði og búvísindum í Landbúnaðarháskóla Íslands aldrei verið meiri en síðastliðið haust. Aðspurður segir Helgi að eitt af baráttumálum Samtaka ungra bænda sé að efla nýliðun í greininni. Einnig berjast samtökin fyrir bættu lánaumhverfi ungs fólks sem vill hefja búskap. Samtök ungra bænda eru ætluð ungu fólki á aldrinum 18- 35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar. Félagsmenn eru um tvö hundruð og koma víðs vegar af landinu. „Andstaðan við ESB styrktist“ Helgi Haukur Hauksson Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Rannís. Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is. Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2010 Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.