Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 mínu uppeldi ásamt afa. Alltaf var gott að fá jólakökur og nýsteiktar kleinur hjá ömmu og á mínum yngri árum var fátt jafn skemmtilegt og að hoppa upp í rúm til ömmu og afa áður en ég fór að sofa. Afi las þá iðulega fyrir mig bókina Palli var einn í heiminum og amma brosti út í annað. Eftir að ég flutti frá ömmu var ég samt sem áð- ur tíður gestur því heimili hennar og afa var við hlið grunnskólans. Fátt var eins þægilegt og að kíkja yfir í eitthvert bakkelsi eftir skóla. Ég er svo þakklátur fyrir að þú hafir fengið að kynnast syni mínum honum Hinriki Val og að þú hafir verið viðstödd brúðkaup mitt. Þetta voru merkisatburðir í mínu lífi og þar mættir þú hress og kát að vanda þrátt fyrir háan aldur. Eins gladdi það mig mjög að hafa heimsótt þig nokkuð oft rétt áður en þú kvaddir, fékk að heyra hláturinn og gleðina sem einkenndi líf þitt. Já, hjá ömmu var alltaf gott að vera og hláturinn hennar er minningin sem ég ber með mér um aldur og ævi. Kærar þakkir fyrir allt, amma mín. Hlynur Lind. Elsku amma, ótal minningar streyma um huga minn á þessari stundu. Fyrstu ferðina niður í Kaup- félag fór ég fyrir þig þegar ég var þriggja ára. Þá varstu að passa mig og fannst ég tala svo mikið að þú taldir mig fullfæra um að ná í mjólk niður í búð. Eftir þessa ferð fór ég óteljandi ferðir fyrir þig niður í Kaupfélag og svo frábærlega sem það kann að hljóma sendir þú mig alltaf eftir því sama, danskt marmel- aði, þriggjakornabrauð, maltbrauð, te-kex, tvö rauð epli og nýjasta danska blaðið um konungsfjölskyld- una. Svo kom ég með allt heim til þín og þá sagðir þú svo skemmtilega með þínum frábæra færeyska hreim: „skjóstu nú fyrir mig og keyptu tvær mjólk“. Þetta gerðir þú alltaf því þér fannst of mikið að láta litlar hendur bera bæði epli og mjólk heim í sama pokanum. Svo fór ég alltaf og endurnýjaði miðann þinn í happdrætti Das og keypti brjóstsykur í apótekinu. Eftir ferð- irnar gafstu mér svo bestu marm- araköku í heimi, og oft græddi ég nú hundraðkall. Svo oft þegar ég var að leita að þér varstu úti í gróðurhúsi með konunglega kaffibollann þinn að horfa á bleiku rósirnar þínar sem voru svo fallegar. Þú varst alltaf svo vel til höfð og falleg. Amma, þú varst svo lífsglöð og talaðir alltaf svo vel um alla. Þegar ég var að kveðja þig kvöldið áður en þú fórst voru síðustu orð þín til mín: „Það fer nú bráðum að vora.“ Elsku amma, ég mun muna þig um alla eilífð. Megi guð vera með þér. Martha Lind. Í dag kveðjum við systurnar elskulega ömmu okkar. Amma, Jó- hanna Lind, var falleg og einstök kona. Sérlega lífsglöð, kraftmikil og skemmtileg manneskja. Hennar persónuleiki einkenndist af því hvað hún var jákvæð, alltaf í góðu skapi og stutt í hláturinn. Þrátt fyrir stórt heimili og mikla vinnu oft kvartaði hún aldrei. Hún gekk í öll verk með brosi og jákvæðni. Amma talaði aldrei um hvað lífið hafi verið erfitt í gamla daga. Þegar hún var spurð að því hvort þetta hefði ekki verið mikil vinna hló hún bara og sagði, að þetta hefði verið mikið fjör. Þegar við vorum litlar og komum við í heimsókn til ömmu fengum þá gjarna mjólkurglas og nýbakaðar kleinur eða marmaraköku úr dunk- inum góða, og seinna þegar við urð- um stærri fórum við í sendiferðir með miða í búðina að kaupa inn og áttum þá í örlitlum vandræðum að skilja færeyskuna hennar. Öll munum við eftir að hafa hitað fyrir hana tebolla og fært henni ann- aðhvort á náttborðið eða við sjón- varpið, og það varð að vera lítill og fallegur bolli. Oft laumuðumst við undir sjalið hjá henni í eldhúsinu og fengið snjúbb eins og hún kallaði gott knús. Amma hastaði aldrei á okkur eða kvartaði yfir hávaðanum í okkur. Það munum við og virðum. Hún var í ljósinu alla tíð og smitaði út frá sér gleði og kærleika og þessa einstöku lífsgleði. Amma talaði aldr- ei neikvætt um hluti eða menn og sá alltaf jákvæðan flöt á öllum málum. Hjá ömmu var alltaf sumar og sól. Á þessari kveðjustund fer hug- urinn á flug og hvarflar til baka. Minningarnar eru svo ótal, ótal margar, og allar svo skemmtilegar. Litlu dagsferðirnar sem í minning- unni verða svo dýrmætar þegar var farið með kaffi og nesti á fallegum degi út í Hafnarskóg. Allir vildu koma með, það var svo gaman. Amma var miðpunkturinn, alltaf á töflunum með sjalið á öxlunum og sat vafin í teppi í grænni lautu með litla kaffibollann sinn og hló og horfði á okkur leika okkur. Hún var hjartað í þessum ferðum sem tengdi okkur saman og við nutum þess að vera með henni og hlægja með henni. Síðustu árin átti hún rólegri daga og margar góðar stundir sat hún í gróðurhúsinu sínu. Þar var gaman að koma til hennar þar. Sækja rauðu kaffikönnuna inn og nokkrar kleinur og hlusta á hana dást að rósunum sínum sem sprungu út í öllum litum allt í kringum hana. Þar leið henni vel, ilmurinn og fallegir litir blómanna áttu vel við hana. Hún var alltaf sólarmegin. Það er skemmti- legt að rifja upp að amma vildi t.d aldrei ganga í gráum fötum. Hún vildi hafa liti og fegurð allt í kring. Það var gott að sitja með henni og spjalla, hún sýndi manni alltaf að maður skipti máli, spurði frétta og hafði gaman af að heyra eitthvað létt og skemmtilegt. Amma kvaddi okkur friðsæl og falleg síðasta sunnudag, eins fallega og hún sjálf var bæði að innan og utan. Hún kenndi okkur margt, var einstök fyrirmynd. Þegar við hugsum til baka þá sjáum við það að samband afa og ömmu var alveg einstakt. Þau ólu upp 14 börn saman. Lífið hefur líklega ekki alltaf verið einfalt og þau ekki átt margar stundir útaf fyrir sig. Amma og afi báru mikla virðingu fyrir hvort öðru og mikil ást og kær- leikur var á milli þeirra alla tíð. Við vitum að afi tekur glaður á móti henni, snjúbbar hana og þau dansa saman brosandi yfir blómabreiður himnanna. Sigríður Lind, Guðveig Anna, Kristín Lilja, Sonja Lind Það þarf heilt þorp til að koma barni á legg. Svo segir á vísum stað. En fyrir kemur að ein manneskja skapar heilt þorp, eða hún fær að minnsta kosti það svipmót í huga manns. Þannig er það með Jóhönnu Lind, þessa merkilegu konu frá Færeyjum sem settist að í Borg- arnesi, eignaðist þar fjölmörg börn með manni sínum Agli Pálssyni og bjó í húsi sem kallað er „Bær“ eða „Bærinn“. Yngsti sonurinn, Hansi í Bænum, er æskuvinur minn og heimilið einn af fastapunktunum í vitund minni um uppvaxtarárin. Þegar ég kom til Hansa sem krakki var ég alltaf jafn hissa að pláss skyldi finnast við eld- húsborðið ef ég staldraði við; ég hef líklega talið að Jóhanna hefði nóg með allt sitt fólk og þyrfti ekki auka- gemlinga. En Jóhanna var kona með stórt hjarta og bjó ævinlega til pláss, ekki síst í eldhúsinu, sem iðaði gjarnan af lífi, samræðum og hlátri. Og í minningasjóðnum er líka fær- eyskur dans sem barst um efri hæð- ina undir röggsamri stjórn húsmóð- urinnar. Lengi vel hafði ég ekki almenni- lega tölu á systkinum Hansa; sá þau úti um allt þorp, við vinnu, í leik og í skóla. Nærri má geta hvað Egill og Jóhanna hafa þurft að leggja á sig til að framfleyta sinni stóru fjölskyldu. Bæði bjuggu þau yfir miklu jafn- aðargeði og Jóhanna virtist eiga ótæmandi sjóð af góðvild og lífs- gleði, sem litaði allt umhverfi henn- ar. Það er kominn tími til að þakka fyrir sig. Ég kveð Jóhönnu Lind með mikilli virðingu og votta fjöl- skyldu hennar samúð mína. Ástráður Eysteinsson. Elsku amma, ég kveð þig nú. Ég þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum í gegnum tíðina. Ég mun aldrei gleyma þínum jákvæðu orðum, þínum skemmtilega hlátri og gleðinni sem þú færðir öllum sem nálægt þér komu. Þú ert mín fyr- irmynd. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Saknaðarkveðja frá ömmustelp- unni. Guðríður Ringsted (Dúdda) Elsku amma, stundum hef ég sent þér kort þegar ég er á ferðalögum en nú ert þú farin í þitt ferðalag, mikið væri gaman að fá kort frá þér núna. Alltaf varst þú heppin með veður á öllum þínum ferðalögum og hvað þau voru vel lukkuð, ég trúi því að á því verði engin breyting. Oft hef ég leitt hugann að því hve gott var að alast upp með annan fót- inn á Gunnlaugsgötu hjá ykkur afa. Það var alltaf mikið að gerast, stórt heimili þar sem margir áttu leið um. Ekki get ég minnst þín, amma, án þess að hugsa aðeins um mat. Hve oft sat maður ekki og fylgdist með brauðgerð, kökubakstri og hundruð- um kleina snúnum niður og steikt- um, þetta rann allt svo létt í hönd- unum á þér en samt var alltaf tími til að setjast niður með okkur ömmubörnunum og fara yfir söguna af litlu gulu hænunni og öllum vin- um hennar. Alltaf var eitthvað góm- sætt til í boxunum hjá þér inni í búri. Margar góðar stundir átti ég uppi á túni með afa að sinna skjátunum og gefa hænunum. Gaman var að fylgjast með afa þegar hann var að úrbeina, ekki hef ég síðar séð eins góða nýtingu á hráefni, og þessi handtök ykkar sem ég horfði svo oft á kenndu mér mikið þegar ég fór að halda mitt eigið heimili. Jákvæðni var þitt aðalsmerki, ekki man ég þig öðruvísi en með bros á vör og alltaf sástu það besta og bjartasta úr hverjum hlut. Í seinni tíð var yndislegt að koma í heimsókn til þín í gróðurhúsið á Gunnlaugsgötu, þar sast þú ein af rósunum með þín dönsku blöð, út- varpið, kaffibollan og áttir allan tím- ann á jörðinni. Tókst alltaf fagnandi á móti okkur fjölskyldunni. Betra hefði það ekki getað orðið. Nú þrumar Skódinn með ykkur afa á nýjar slóðir eftir vel lukkaða dvöl hér, það er bjart framundan og hver veit nema það sé örlítið kons- um-súkkulaði í hanskahólfinu. Þín minning lifir með okkur. Egill Sigurðsson og fjölskylda. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.750 kr. á mann. ERFIDRYKKJUR Gott verð - Góð þjónusta STEINSMIÐJAN REIN Viðarhöfða 1, 110 Rvk Sími 566 7878 Netfang: rein@rein.is www.rein.is ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MARGRÉTAR ELÍASDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Boðahlein 26. Þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði á vistinni og á sjúkradeild 4B þar sem Anna dvaldi síðustu dagana, gleymist ei. Ragnar Stefán Magnússon, Guðlaug P. Wíum, Svanhvít Magnúsdóttir, Elín Guðmunda Magnúsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN GEIRSSON, ráðuneytisstjóri, sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi að kvöldi föstudagsins 26. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. mars kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. María Friðrika Haraldsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Þóra Björg Þorsteinsdóttir, Gerry Oliva Nastor, Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, Sigurður Ómarsson, Haraldur Geir Þorsteinsson, Sigurþór Smári Einarsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÞORVALDSSONAR, rafvirkjameistara, Stóragerði 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Lsp, Landakoti fyrir góða umönnun. Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Magnús R. Jónasson, Vilborg Sigurðardóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Ólöf Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Sigríður Kristjánsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HARALDAR EGGERTSSONAR, Hábæ 42. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar og starfsfólks G-11 á Landspítala Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Hildur Hermannsdóttir, Aðalbjörg Haraldsdóttir, Þröstur Björgvinsson, Guðrún I. Haraldsdóttir, Jón Pétursson, Svanhildur Haraldsdóttir, Ólafur Guðmundsson og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON, andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 2. mars. Jarðarförin verður frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. mars kl. 13. Synir, tengdadætur og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.