Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 FARSÆL lausn ICESAVE- deilunnar fyrir Íslendinga – og sú eina sem þjóðin mun una – blasir við. Stjórnvöld láta þýða eftirfarandi klausu á ensku og kynna hana þjóðum heims. Jóhanna, Steingrímur og félagar: Kallið til löggiltan skjalaþýðanda og leysið samninganefndina frá störfum! Yfirlýsing Íslendinga vegna ICESAVE ICESAVE-deilan er deila milli Evrópuríkja. Hana ber að leysa fyrir evrópskum dómstóli sem úr- skurði um það hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að greiða bætur. Ísland mun greiða það sem því ber, innan þeirra marka sem þjóðarbúið ræður við, að uppfylltu því skilyrði sem fram kemur í tölu- lið 1. Kolfellum samninginn Í dag bíður okkar afar brýnt verk- efni. Við þurfum að kolfella núgild- andi ICESAVE-samning í þjóð- aratkvæðagreiðslu – með þorra greiddra atkvæða. Þannig styrkj- um við samningsstöðu okkar enn frekar og sendum alþjóðasamfélag- inu skýr skilaboð. Minnumst þess að fyrsti gjald- dagi þrælasamningsins er árið 2016. Því er nægur tími til stefnu og engin ástæða til að fara á taug- um og varpa sér viljugur í hyldýp- ið. Áfram Ísland! BRAGI V. BERGMANN Akureyri. Lausnin eina Frá Braga V. Bergmann Bragi V. Bergmann 21. MARS er á hverju ári „Al- þjóðadagur Samein- uðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti“. Þá ver Evrópusambandið einnig viku í að vekja athygli á kynþáttamis- rétti undir slagorðinu „Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti“. Sú staðreynd að slíkir dagar og vika séu til segir okkur að kynþáttafordómar og misrétti eru raunverulegt vanda- mál í heiminum, þ.á m. í Evrópu. Undanfarin ár höfum við sem störfum saman að málefnum inn- flytjenda og mannréttinda almennt á Íslandi reynt að vekja athygli á kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Það kann að vera, þvert á móti, að mörgum Íslendingum þyki erfitt að tala um kynþáttafordóma og misrétti þar sem málið er sjald- an í opinberri umræðu. Það neitar þó enginn tilvist þess í samfélaginu. Eru fordómar til á Íslandi? Það tíðkast sem betur fer ekki á Íslandi að kveikja í híbýlum þeirra sem eru af öðrum kynstofni en Ís- lendingar og því öðruvísi í útiliti. Það sama á langoftast við um árásir á það fólk sem hefur fram- andi útlit. (Það verður samt að benda á að of- beldisfullar árásir hafa verið framdar vegna þess að viðkomandi var af öðrum kynstofni og framandi í útliti.) Við verðum að muna að öll komum við af einni og sömu dýrateg- undinni vísindalega séð, Homo sapiens. Það er leiðinlegt frá því að segja að á Íslandi eru fordómar almennt gagnvart útlendingum. Sem prestur innflytjenda er ég í miklum sam- skiptum við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því að fjölmargir skjólstæðingar mínir upplifa nið- urlægingu og mismunun í daglegu lífi sínu hér á landi. Neikvætt álit á útlendingum hefur ýmsar birting- armyndir. Ég vil staldra við tvö atriði áður en ég held áfram. Í fyrsta lagi þá vil ég leggja áherslu á að ég tel ekki að allir Íslendingar sem hafa fordóma gagnvart útlendingum séu svokallaðir „rasistar“. Ég lít á þá sem venjulegt fólk, rétt eins og annað, en stundum fer það villur vegar í mannlegum samskiptum, vegna oft ómeðvitaðra fordóma sinna. Í öðru lagi þá geta útlendingar sjálfir verið með fordóma gagnvart öðrum útlendingum. Ég heyri þetta af og til frá Íslendingum. En sú staðreynd getur aldrei afsakað eig- in fordóma, í þessu tilviki fordóma sem Íslendingar kunna að hafa. Það, að minnihlutahópurinn hafi fordóma hefur minna vægi af því að mismununin er oftast alvarlegri þar sem hún tengist „samfélagsvaldi“, þar sem vald meirihlutans, í þessu tilviki Íslendinga, hefur meira vægi í samfélaginu. En minnihlutahópum fyrirgefast þó ekki fordómar sínir heldur. Skiptir útlendinga engu máli? Birtingarform fordóma eða mis- mununar eru mjög mismunandi og ég ætla ekki að telja upp allar birt- ingarmyndirnar hér. En í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti langar mig að biðja íslenskt fólk um að velta vel fyrir sér hvort þeir verði varir við í umhverfi sínu ákveðið tilfinningaleysi í garð út- lendinga, sem myndi síður líðast í garð Íslendinga. Þetta snýst um að finna ekki til með útlendingum og hafa ekki samkennd með þeim og veita þeim því verri þjónustu, leyfa sér að vera dónalegri við þá og nota harkalegra orðalag. Þetta er mjög oft reynsla fólks af erlendum upp- runa. Við innflytjendur verðum ekki síður særðir en Íslendingar þegar við upplifum það að verða fyrir að- kasti eins og að ofan greinir. Við upplifum að vera útilokaðir og fá ekki að njóta sambærilegrar vin- áttu og aðrir Íslendingar í sam- félaginu. Við tökum því jafn óstinnt upp og verðum móðgaðir á sama hátt og sambýlingar okkar. Ég skal taka nokkur dæmi. Þjón- ustufulltrúi hefur ekki jafn góðan tíma fyrir útlenska viðskiptavini, fulltrúi frá opinberri stofnun út- skýrir mikilvægt erindi ekki al- mennilega fyrir innflytjendum sem skilja íslensku ekki jafnvel og inn- fæddir eða starfsfólk talar óþarf- lega harkalega við erlent starfsfólk á sama vinnustað. Persónulega nefni ég flokk af slíkum uppá- komum „skiptir útlendinga engu máli-fordómar“: Það er að mann- eskja getur ekki skynjað útlending- inn sem manneskju rétt eins og hún er sjálf og dæmir fyrirfram að útlendingi væri sama um hvað er að ræða. Margir sem lesa þessar línur munu draga í efa að slíkt gerist í raun, en því miður gerist það oftar en stundum. Hafið þið ekki séð slíkt með ykkar eigin augum? Hafið þið ef til vill tekið þátt í slíku ein- elti? Mér fyndist gott að við færum öll yfir það hvernig við högum sam- skiptum okkar í tilefni af þessu al- þjóðaátaki sem ætlað er að vekja athygli á kynþáttamisrétti. Ég end- urtek það að málið varðar ekki ein- ungis Íslendinga, heldur fólk af er- lendum uppruna líka og mig sjálfan. „Kynþáttamisrétti“ er stórt orð. Við getum auðveldlega litið framhjá því í okkar daglega lífi, sagt að það komi okkur ekki við. En við getum einnig hugsað um kynþáttamisrétti í okkar daglega lífi og sett það í samhengi við það. Ég óska þess að við öll sem sköpum þetta samfélag tökum okkur stund og hugsum um málið einu sinni enn. Við þurfum að takast á við okkar eigin fordóma til þess gera kynþáttmisrétti útlægt. Sköpum sanngjarnt samfélag fyrir alla, útrýmum kynþáttafordómum. Eftir Toshiki Toma » Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því að fjölmargir skjól- stæðingar mínir upplifa niðurlægingu og mis- munun í daglegu lífi sínu hér á landi. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Eyðum fordómum inni í okkur BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 ÞRÁSPURÐUR í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag gat fjármálaráðherra ekki fengið það af sér að svara því hvað myndi styrkja samn- ingsstöðu Íslands best í áframhaldandi Icesave-viðræðum – að þjóðin segði já, nei eða færi ekki að kjósa í þjóðaratkvæða- greiðslunni á laugardaginn. Ó nei, ráðherrann taldi að hver og einn kjósandi ætti að fá að gera þetta upp við sig sjálfur, hann ætlaði ekki að fara að skipa fólki fyrir. Þetta er sami maðurinn og sagð- ist fáum dögum eftir synjun for- seta ekki ætla að sitja aðgerð- arlaus og horfa á þjóðina fella samninginn sinn – nei hann skyldi berjast fyrir því að fá hann sam- þykktan. Þá sýndist honum þjóð- inni ekki veita af pólitískri leiðsögn þó svo að honum hafi þótt það hlægilegt á Alþingi á fimmtudag að til þess væri ætlast af honum. Það er átakanlega sorglegt að fylgjast með forystumönnum rík- isstjórnarinnar tilkynna þjóð sinni það að þeir ætli að bregðast henni á ögurstundu. Hvernig getur það mögulega skaðað hagsmuni Íslands að þjóðin standi saman og felli samning sem allir eru sammála um að sé algerlega óviðunandi fyrir ís- lenska þjóð? Hvernig getur það mögulega skaðað hagsmuni Íslands í áframhaldandi við- ræðum að viðsemj- endur okkar sjái svart á hvítu að við séum tilbúin til að berjast fyrir hagsmunum okk- ar? Með úrtölum sínum, afneitun og vanhæfi hafa þessir tveir reynslumiklu for- ystumenn í íslenskum stjórnmálum dæmt sig úr leik. Ég hvet þjóðina til að tryggja sjálf sína hagsmuni og mæta á kjörstað og greiða atkvæði gegn Icesave-samningi Steingríms og Jóhönnu. Ekki að sitja heima, eins og svekktir leiðtogar rík- isstjórnarinnar, sem geta ekki horfst í augu við þá staðreynd að hagsmunir þjóðarinnar eru svo miklu mikilvægari en sært stolt vegna misheppnaðra samninga. Við hin vitum, að NEI þjónar hags- munum okkar best til framtíðar. Auðvitað kjósum við Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur Ragnheiður Elín Árnadóttir » Það er átakanlega sorglegt að fylgjast með forystumönnum ríkisstjórnarinnar til- kynna þjóð sinni það að þeir ætli að bregðast henni á ögurstundu. Höfundur er alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.