Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 25
Daglegt líf 25ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010
Vorið er ekki langt undan enda alltaf
bjartara með hverjum degi sem líð-
ur. Á mörgum bæjum koma fyrstu
lömbin í næsta mánuði og þessa dag-
ana eru sauðfjárbændur að láta telja
fóstrin í ánum. Þetta þykir mörgum
mikil hagræðing og sauðburðurinn
verður að mörgu leyti léttari. Svo fer
rúningur að hefjast úr þessu og
fagna margir því hve eftirsótt ullin
er orðin eftir margra ára nið-
ursveiflu.
Félag þingeyskra kúabænda hélt að-
alfund sinn nýlega í félagsheimilinu
á Breiðumýri. Þar var nokkuð rætt
um verðlag á aðföngum, en gríð-
arlegur verðmunur getur verið á
ýmsu sem þarf til búrekstrar allt eft-
ir því hvar það er keypt. Í framhaldi
af því sagðist Friðgeir Sigtryggsson,
bóndi á Breiðumýri, vera ákveðinn í
að flytja sjálfur inn rúlluplast í gám-
um beint frá Kína og bauð öðrum
bændum að vera með í verkefninu.
Búast má við því að Kínaplastið komi
að góðum notum á komandi sumri
enda þykir það mjög vandað.
Bárðdælingar framleiddu allir úr-
valsmjólk á árinu og verða verðlaun-
aðir á samlagsfundinum sem verður
á næstunni. Að sögn Kristjáns
Gunnarssonar mjólkureftirlits-
manns er það nánast einsdæmi að
allir framleiðendur í einni deild komi
svona vel út en hann segir að Bárð-
dælingar séu mjög vakandi fyrir
mjólkurgæðum, mjög vandvirkir og
metnaðarfullir. Hann segist vera
ákaflega stoltur af framleiðendum
sínum á samlagssvæðinu, en í Eyja-
firði og Suður-Þingeyjarsýslu eru
alls 25 innleggjendur með verðlaun af
rúmlega 40 á öllu landinu.
Hænsnarækt er vaxandi áhugamál
hjá mörgum og hefur landnáms-
hænum fjölgað töluvert í héraðinu á
sl. ári. Til tals hefur komið að halda
sýningu á komandi sumri og velja þar
fallegustu fugla í sýslunni til þess
m.a. að vekja athygli á heim-
ilishænsnum. Anna Soffía Halldórs-
dóttir í Urðargerði, sem er nýr rækt-
andi, segir þetta frábært
tómstundagaman. Hún og dóttir
hennar, Anna Guðný, hafa verið með
útungunarvél í gangi að undanförnu
og er orðið mjög líflegt í hæsnahús-
inu.
Menningin blómstrar sem aldrei fyrr.
Tónleikar eru einhvers staðar í
hverri viku og karlakórinn Hreimur
ætlar að halda árlegan vorfagnað í
lok mánaðarins. Söngleikurinn
Ólafía, sem er á sviðinu á Breiðumýri,
nýtur mikilla vinsælda og hefur verið
uppselt á fyrstu sýningarnar. Þá hafa
10.-bekkingar á Húsavík sett upp
Dýrin í Hálsaskógi í nýrri útfærslu,
svo af nógu er að taka. Ekki má held-
ur gleyma hagyrðingakvöldi sem var
í Dalakofanum á Laugum nýlega þar
sem rætt var saman í bundnu máli.
Bóndi einn og böll voru þar m.a. til
umræðu og kom þá Sigurður Hlynur
Snæbjörnsson með þessa vísu:
Við konur þreytti karlinn dans,
klókur varla steig á fót.
Það er skemmtun helsta hans,
að henda sér á þorrablót.
Atli Vigfússon
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Líflegt Anna Guðný Pétursdóttir með litla hænuunga.
ÞINGEYJARSÝSLA
BANDARÍSKI uppfinn-
ingamaðurinn Erez Lieb-
erman-Aiden var á dög-
unum verðlaunaður af
háskólanum Massachu-
setts Institute of Techno-
logy (MIT) fyrir raf-
magnsinnlegg sem hann
nefnir iShoe. Hugmynd-
ina fékk hann eftir fráfall
ömmu sinnar sem lést af
áverkum sínum eftir að hafa dottið.
Lieberman-Aiden sem er þrítugur nemandi bæði við MIT og Harvard
var ósáttur eftir fráfallið og taldi að hægt hefði verið að koma í veg fyrir
það, s.s. ef amma hans hefði haft betra jafnvægi. Í starfsnámi sínu hjá
NASA flaug hugmyndin í kollinn á honum.
Með iShoe-innlegginu er jafnvægi notenda skráð og sent um leið í tölvu.
Þar með er að hægt að skrásetja hvað betur má fara og vinna í að bæta
jafnvægið.
Lieberman-Aiden hlaut 30 þúsund dollara í verðlaunafé, eða tæpar fjór-
ar milljónir króna. iShoe er enn á þróunarstigi en hann gerir ráð fyrir að
innleggið komi á markað eftir fáein ár.
Innlegg bætir jafnvægið
FROSIÐ grænmeti getur verið
næringarríkara en ferskt, sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem sagt er
frá í breska blaðinu Daily Tele-
graph. Um 45% næringarefna geta
verið farin úr fersku grænmeti frá
því það er tínt og þar til það berst
að vörum neytenda. Oft tekur það
grænmeti tvær vikur eða meira að
komast af akrinum og á matardisk-
inn. Breskir neytendur eru sér þó
ekki meðvitandi um þetta og telja
að grænmeti sé að meðaltali fjög-
urra daga gamalt þegar þeir kaupa
það í matvöruverslunum.
Sé grænmeti hins vegar fryst
fljótlega eftir að það er tínt varð-
veitast næringarefnin betur, sam-
kvæmt rannsókn vísindamanna við
bresku Matvælarannsóknarstofn-
unina (Institute of Food Research).
Rannsóknin var gerð fyrir fram-
leiðendur frosins grænmetis.
Á sextán dögum tapa grænar
baunir 45% af næringarefnum sín-
um, spergill 25% og gulrætur 10%.
Frosið
grænmeti
hollara?
S. 562 1200 F. 562 1251
Skipalón 16-20 • Hafnarfirði
- Fimmtugir og eldri, nú er lag! -
Nýtt í sölu • Mjög hagstætt verð
Vandaður frágangur.
Fullinnréttuð sýningaríbúð. Hagstæð 70 til
90% lán frá Íbúðalánasjóði geta fylgt með.
Glæsilegar og sérlega vandaðar íbúðir, vel staðsettar með
góðu aðgengi. Allur frágangur til fyrirmyndar.
Opið hús í dag frá 14-16
Verð á 2ja herb. íbúð frá kr. 17.100.000
Verð á 3ja herb. íbúð frá kr. 20.800.000
Verð á 4ra herb. íbúð frá kr. 26.800.000
VERÐ
- 2ja herb. íbúðir frá 71 m2
- 3ja herb. íbúðir frá 92,2 til 122,2 m2
- 4ja herb. íbúðir frá 127,4 til 167,3 m2
- Tvennar svalir á stærri íbúðum, bæði út
frá eldhúsi og stofu.
- Frábært útsýni.
- Stórar stofur
- Tvö baðherbergi í stærri íbúðum, annað
inn af hjónaherbergi.
- Þvottaherbergi í öllum íbúðum.
- Innréttingar í hæsta gæðaflokki frá
Brúnási.
- Heimilistæki frá AEG.
- Uppþvottavél og ísskápur fylgja.
- Hreinlætistæki frá Tengi.
- Ljóst granít á borðum og sólbekkjum frá S.
Helgasyni.
- Sérbílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir
öllum íbúðunum.
- Innangengt úr bílgeymslu í 3 lyftur.
- Góð þvottaaðstaða í bílgeymslu.
- Hefðbundin sameign ásamt 55 fermetra
samkomusal.
- Golfvöllur í göngufæri.
- Til afhendingar strax.