Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 Dagur B. Eggertsson, varafor-maður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, minnti á sig með óvæntum hætti í vikunni. Borg- arstjóri var að leggja fram þriggja ára fjárhagsáætlun og Dagur gagnrýndi áætlunina þar sem í henni fælist nánast framkvæmda- stopp.     Gagnrýni Dagser óvænt af tveimur ástæð- um. Annars veg- ar þeirri að flokkur hans er í ríkisstjórn sem vinnur að því að hindra allar nýj- ar framkvæmdir.     Um þetta atriði þarf ekki að faramörgum orðum og nægir að vísa til ræðu formanns Samtaka iðnaðarins í vikunni, þar sem rík- isstjórnin var gagnrýnd harkalega fyrir skort á framkvæmdum og fyrir að hindra hagvöxt.     Hins vegar má segja að gagnrýniDags sé óvænt þar sem Reykjavíkurborg hefur eftir hrun staðið sig mun betur en ríkið í að halda áfram framkvæmdum og þarf ekki annað en vísa til aug- lýstra opinna útboða í því sam- bandi.     Þar má þó einnig nefna tölur.Hjá Óskari Bergssyni, borg- arfulltrúa Framsóknarflokksins, hefur til að mynda komið fram að framkvæmdir á vegum borg- arinnar hafi á síðasta ári og þessu verið um 25 milljarðar króna en ríkið hyggist í ár framkvæma fyrir minna en 10 milljarða.     Ekki þarf að koma á óvart aðfulltrúi minnihlutans telji sig þurfa að gagnrýna meirihlutann. Það er sjálfsagt og eðlilegt. En að Dagur B. Eggertsson telji sig í stöðu til að gagnrýna aðra fyrir framkvæmdastopp er óvænt útspil. Dagur B. Eggertsson Óvænt útspil varaformannsins SPÆNSKA skemmtiferðaskipið Grand Mistral, sem er 50 þúsund tonn að stærð, kemur tvisvar til Reykjavíkur í júlí og ágúst. Í fyrra skiptið stoppar skipið í þrjá sólarhringa og síðan hefur skipið tveggja sólarhringa viðdvöl. Farþegar með skipinu eru eingöngu Spánverjar og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland er markaðssett á Spáni fyrir skemmti- ferðaskip, að sögn Ágústar Ágústssonar, markaðs- stjóra Faxaflóahafna. Ferðatilhögun er þannig að skipið kemur frá Evr- ópu með 1.200 farþega sem fara af skipinu í Reykja- vík og farþegar koma til Reykjavíkur flugleiðina frá Barcelona og Madrid og fara um borð hér. Síðan fer skipið í 14 daga siglingu til Grænlands og snýr aftur. Það tekur þá við öðrum hópi og skilar af sér þeim sem komu frá Grænlandi og heldur áfram með nýja farþega til Evrópu. Samtals ferðast 3.600 farþegar með skipinu í Íslandsferðinni og verður þeim að sjálfsögðu boðið upp á ýmsar ferðir og afþreyingu á meðan á dvölinni á Íslandi stendur. Að sögn Ágústar er með þessum áfanga verið að stíga nýtt skref í komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og vonast hann til að þessi þróun haldi áfram og verði viðvarandi. Ísland hefur orðið æ vin- sælli áfangastaður skemmtiferðaskipa og svo verð- ur áfram í sumar. sisi@mbl.is Spænsk „innrás“ með skemmtiferðaskipi  Verið að stíga nýtt skref í komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur Grand Mistral Glæsilegt fley. Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 alskýjað Lúxemborg 3 heiðskírt Algarve 16 skýjað Bolungarvík 8 rigning Brussel 4 skýjað Madríd 6 skúrir Akureyri 6 skýjað Dublin 9 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Egilsstaðir 3 heiðskírt Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 skýjað London 8 heiðskírt Róm 8 skýjað Nuuk -9 léttskýjað París 6 léttskýjað Aþena 17 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 3 skýjað Winnipeg -3 þoka Ósló -4 heiðskírt Hamborg 3 skýjað Montreal -2 léttskýjað Kaupmannahöfn -2 skýjað Berlín 0 léttskýjað New York 4 alskýjað Stokkhólmur -3 heiðskírt Vín 0 skýjað Chicago 2 léttskýjað Helsinki -6 heiðskírt Moskva -2 snjókoma Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 6. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.11 0,7 10.19 3,3 16.22 0,9 22.49 3,4 8:18 19:01 ÍSAFJÖRÐUR 0.00 2,0 6.21 0,4 12.14 1,8 18.29 0,5 8:27 19:02 SIGLUFJÖRÐUR 2.22 1,2 8.27 0,2 14.57 1,1 20.48 0,4 8:10 18:45 DJÚPIVOGUR 1.20 0,3 7.09 1,7 13.19 0,4 19.42 1,8 7:49 18:30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Suðvestan 8-13 m/s, en 13-18 suðaustan til. Rigning eða slydda S- og SV-lands, annars dálítil él. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. Hægari vindur síðdegis og frystir víða fyrir norðan. Á mánudag Sunnan og suðaustan 5-10 m/s. Súld eða dálítil rigning S- og V-lands, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 1 til 7 stig, en nálægt frostmarki NA-lands. Á þriðjudag Sunnanátt og víða rigning, þó síst NA-lands. Hiti 5 til 10 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Breytileg átt og víða úrkoma. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt, víða 13-20 m/s. Rigning eða slydda S- og SV- lands, él norðvestan til en úr- komulítið annars staðar. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Aust- fjörðum, en í kringum frost- mark NV-lands síðdegis. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að heimila bílaleigum að kaupa not- aða bíla sem fluttir hafa verið til landsins og fá endurgreiddan virð- isaukaskatt af þeim. Þetta er gert vegna þess að horfur eru á að skort- ur verði á bílaleigubílum í sumar og mikið er til að óseldum bílum í land- inu. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að allar líkur séu á að árið í ár verði gott ár í ferða- þjónustunni. Á síðasta ári hafi verið skortur á bílaleigubílum og áætlað sé að það vanti um 1.000 bíla- leigubíla inn í flotann í sumar þegar mest verður að gera í ferðaþjónust- unni. Áætlað er að þetta kosti rík- issjóð um 300 milljónir króna. Fá að kaupa notaða bíla Hefurðu gengið Strútsstíg? Skoðaðu ferðaúrvalið á utivist.is Laugavegi 178, sími 562 1000, www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.