Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ✝ Óskar Berg Elef-sen fæddist á Siglufirði 10. desem- ber 1956. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 23. febrúar sl. Óskar Berg var sonur hjónanna Sig- urðar Guðbergs Elef- sen verkstæðisfor- manns og Ingibjargar Thorarensen hús- móður. Systkini Ósk- ars Bergs eru Sverrir Óttarr, f. 1950, Emelía Laufey, f. 1953 og Elvar Örn, f. 1958. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Óladóttir, f. 15. maí 1955. Dætur þeirra eru, Anita f. 26. des- ember 1987, maki Jón Karl Ágústs- son og Sigríður, f. 18. október 1989. Dætur Helgu af fyrra hjónabandi og fósturdætur Óskars eru Dagný Finnsdóttir, f. 6. september 1978, dóttir hennar er Sylvía Ósk Hall- dórsdóttir og Sandra Finnsdóttir, f. 9. janúar 1983, maki Hjalti Gunn- endum SR-Vélaverkstæðis þegar það var gert að hlutafélagi árið 2003. Þess má geta að á síðari árum færði SR-Vélaverkstæði út kvíarn- ar með verslunarrekstri og annarri starfsemi og átti Óskar alla tíð stór- an hlut í stjórn fyrirtækisins. Óskar Berg var mjög söngelskur og lét tónlistarmál á Siglufirði til sín taka. Hann var einn af stofn- endum Karlakórs Siglufjarðar árið 1999 og var alla tíð í stjórn kórsins. Þá var hann einn af söngvurum ÓB- kvartettsins. Óskar Berg stundaði um langt skeið skotveiði í frí- stundum sínum. Á síðustu árum fór áhugi hans á útivist mjög vaxandi og kleif hann öll helstu fjöll Siglu- fjarðar auk þess að fara marga þekkta fjallvegi á utanverðum Tröllaskaga. Fátt vissi Óskar betra en að standa við eldavélina og reiða fram góðan mat, hann var mikill mat- maður og hikaði ekki við að láta hugmyndaflugið ráða í elda- mennskunni. Honum leið best í faðmi fjölskyldunnar og sló gjarnan upp veislu fyrir sína nánustu að til- efnislausu. Útför Óskars fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, laugardaginn 6. mars, kl. 14: arsson, dóttir þeirra er Tinna. Börn Ósk- ars af fyrra hjóna- bandi eru Hjörtur, f. 30. maí 1977, maki Dagný Huld Gunn- arsdóttir, dætur þeirra eru Bjarney Lind og Emelía Björk, Brynjar, f. 18. október 1979, maki Birta Sif Melsteð og Íris Ósk, f. 16. júní 1985, sonur hennar er Sigurður Snær Inga- son. Óskar Berg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Siglu- firði 1973, stundaði nám við Iðn- skólann á Siglufirði, lauk vélstjóra- námi, fór í kjölfarið á samning hjá SR Vélaverkstæði og öðlaðist meistararéttindi í vélvirkjun eftir nám í þeirri grein. Frá unga aldri starfaði Óskar Berg við Vélaverkstæði SR og tók við verkstæðisformennsku af föður sínum árið 1991 skömmu eftir lát hans. Óskar Berg var einn af stofn- Elsku elsku pabbi minn. það er svo sárt að segja bless. Engin orð fá því lýst hvernig mér líður í hjartanu mínu, þú varst svo miklu meira en bara pabbi minn. Þú varst besti vinur minn, kletturinn minn. Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvernig ég á að takast við lífið án þín hér. Þú ert höndin sem leiðir mig í gegnum myrkrið, hver hjartsláttur er minn- ing um það hver ég er og hvaðan ég kom. Ég er svo stolt af því að geta kallað mig dóttur þína. Þú kenndir mér svo margt hvort svo sem það var hvernig ég átti að reima skóna mína eða hvernig ég átti að gera við frysti- kistuna heima í Norðurtúninu. Þú hefur alltaf haft svo mikla trú á mér, jafnvel þegar mér leið eins og engum öðrum. „Pabbi elskar þig.“ „Pabbi veit að þú getur þetta.“ Orð sem þessi eiga eftir að vera drifkraftur minn í gegnum þessa erfiðu tíma. Þú ert svo mikil hetja, pabbi. Ég er svo þakklát fyrir það að eiga þig. Tilvist þinni á þessari jörð er lokið, en ég efast ekki brot úr sekúndu um að þú ert enn hér hjá mér, þú munt alltaf standa við hliðina á mér og gefa mér styrk. Þú myndir aldrei taka neitt annað í mál en að fá að fylgjast með mér og leiða mig í rétta átt, því þú hefur aldrei vikið frá mér. Þegar ég slasaði mig í sumar og þurfti að vera á sjúkrahúsi varst þú líka veikur en þú sast við rúmið hjá mér, hélst í höndina á mér og grést heila nótt. Þú hefðir gefið allt til að taka burtu sársaukann sem ég fann. Þú gerðir alltaf allt sem þú gast fyrir litlu pabbastelpuna þína. Við áttum svo sérstakt samband ég og þú. Þú kenndir mér að smíða og tálga þegar ég var lítil, þú keyptir frekar handa mér hamar heldur en dúkku. Þú kenndir mér að finna og gera við naglagöt í dekkjum og fórst svo alltaf með mig og keyptir handa mér prins póló í verðlaun. Þú leyfðir mér alltaf að vera ég og fyrir það er ég svo þakklát. En núna ert þú farinn á vit nýrra ævintýra á einhverjum fallegum stað með fólki sem þú elskar og hefur saknað og ég trúi því, pabbi minn, að þér líði vel í hjartanu þínu þar sem þú ert núna. Ég á eftir að sakna þín svo sárt, elsku pabbi, svo, svo sárt en við verðum alltaf saman ég og þú. – Mitt hjarta, þitt hjarta, eitt hjarta. – Love You. Sigríður. Elsku pabbi, ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn. Þú sem varst svo hress þegar ég fékk síðustu frétt- ir af þér en svo gerðist eitthvað þarna um nóttina og næstu fréttir af þér voru þungbærar, þú varst dáinn. Ég vil þakka þær góðu stundir og minningar sem við áttum og líka þann lærdómsríka tíma sem ég varði hjá þér á Siglufirði, þau ár sem ég var að klára iðnmenntun mína. Þegar ég horfi aftur veginn sé ég hvað sá tími var mér dýrmætur. Ég vil líka minnast þeirra gleði- stunda eftir að dætur mínar fæddust, hvað þú gafst mikið af þér í sambandi við þær. Einnig þótti mér vænt um þegar Bjarney Lind var hjá þér í nokkra daga síðastliðið sumar. Hún talaði ekki um annað en veiðiferðina sem þið fóruð í og allt hitt sem þið gerðuð saman og strax við heimkom- una var hún farin að tala um næsta sumar og það sem hún ætlaði að gera með afa á Sigló. Við fjölskyldan eigum fullt af góð- um og skemmtilegum minningum um þig sem gleymast aldrei og verða varðveittar í hjarta okkar um ókomna framtíð. Með söknuð í hjarta kveð ég þig, elsku pabbi minn. Hjörtur Elefsen. Elsku pabbi, það er enn erfitt að trúa því að síðasta kveðja okkar hafi orðið okkar hinsta. Þú sem varst svo kröftugur og allur að koma til, því reynist mér það enn þungbært að átta mig á að þú sért dáinn. Þó að síð- ustu dagar hafa verið mjög erfiðir þá hefur verið mikinn styrk að finna í okkar stóru fjölskyldu. Hið sanna ríkidæmi manns er að finna hjá því fólki sem elskar hann, það hefur sannarlega sannað sig síðustu daga. Vegferð okkar var ekki alltaf sam- leiðis og okkur greindi á, en ég verð ávallt þakklátur því að við fengum aftur tækifæri og ómetanlegan tíma saman. Sá tími sýndi mér að það er margt sem við áttum sameiginlegt sem var mér mikilvægt. Sá tími gaf mér einnig fleiri minningar sem verða mér ómetanlegar þegar fram líða tímar eins og þegar við spiluðum saman á gítarinn og sungum eins og englar á ættarmótinu á Dalvík hérna um árið. Tónlistin tengdi okkur einna best saman og ég reyndi alltaf að spila fyr- ir þig þegar ég kom í heimsókn. Fyrst til að sýna þér að ég væri að ná fram- förum og seinna meir til að sýna þér að ég væri ekkert að gleyma því hvernig ætti að gera þetta. Þú elskaðir afahlutverkið og stóðst þig einstaklega vel í því og mér þótti afar vænt um þegar ég kom með litlu frændsystkinin mín í heimsókn til þín núna um jólin. Ég var þá nýbúinn að komast að því að ég væri að verða pabbi sjálfur og ég hlakkaði mjög til þess að geta sagt þér það. Ég vissi að þú yrðir alveg himinlifandi og að það myndi hjálpa þér í þínum veikindum. Það var því sérstök stund í mínu lífi þegar við Birta komum og sýndum þér fyrstu sónarmyndirnar, þú ljóm- aðir og varðst svolítið grobbinn og við áttum yndislega stund saman. Ég mun varðveita minningu þína í hjarta mínu og með það veganesti kveð ég þig með söknuði, pabbi minn. Brynjar Elefsen. Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo mikið og ég trúi ekki að þú sért far- inn. Þetta gerðist allt svo hratt, þú varst orðinn svo kátur og hress og ég hlakkaði mikið til að koma og heim- sækja þig á þriðjudeginum eins og til stóð. Ég vildi óska þess að við hefðum átt meiri tíma saman og ég á eftir að sakna þess sárt að kíkja á Sigló að hitta þig. Þú varst alltaf svo hress og kátur þegar við komum og sagðir skemmtilegar sögur af því sem hafði hent þig nýlega. Síðan varst þú svo góður við krakkana og þau eiga eftir að sakna afa síns svo mikið. Ég vildi óska þess að við gætum haft þig leng- ur hérna hjá okkur. Vonandi líður þér vel á nýja staðn- um, elsku besti pabbi minn. Ég mun alltaf eiga okkar góðu minningar, sakna þín svo mikið og elska þig. Íris Ósk Elefsen. Þegar ég segi sjálfri mér að raun- veruleikinn sé sá að ég sjái þig aldrei aftur – langar mig að öskra. Ég þekki ekki líf án þín, ég þekki ekki lífið án þess að geta hringt í þig þegar eitt- hvað bjátar á, þegar mig vantar að vita hvernig best sé að brúna kart- öflur eða gera uppstúf, eða þegar mig einfaldlega vantar að spjalla við pabba minn. Ég þekki ekki lífið án þess að fá frá þér stórt og þétt faðm- lag, koss í kjölfarið og að heyra þig segja: „Pabbi elskar þig“ eða „I love you“. Ég skil ekki hvernig nokkur maður getur réttlætt það að þú hafir verið tekinn frá mér, og okkur. Ég veit ekki hvernig ég get lifað við söknuðinn, því hann nístir inn að beini. Ég reyni þó að hugsa til allra ómetanlegu stund- anna með þér og er afskaplega þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum saman, það getur enginn tekið frá mér. Þú ert mér svo margt, elsku pabbi. Þú valdir nafnið mitt. Þú kenndir mér að labba, þú kenndir mér að lesa, þú fylgdir mér í skólann fyrsta skóladag- inn, þú kenndir mér að hjóla, þú kenndir mér að vera metnaðargjörn í starfi og námi, þú kenndir mér að keyra, þú kenndir mér að elda, þú kenndir mér mikilvægi þess að vera hreinskilin og segja sannleikann. Þú kenndir mér að vera ég. Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum.) Elsku pabbi, ég mun sakna þín meira en orð geta lýst. Þú verður í hjarta mínu og huga það sem ég á eft- ir ólifað. Ég elska þig, að eilífu. Aníta. Elsku pabbi. Ég bíð eiginlega eftir því að vakna upp frá slæmum draumi, það gerist víst ekki. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa hvernig mér hefur liðið undanfarna daga, hjartað mitt er í þúsund molum, ég er reið, sár og skil ekki tilganginn. En ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og reyni að hugga mig við það að þér hefur ef- laust verið úthlutað einhverju spenn- andi verkefni. Þú stóðst þig eins og hetja í veik- indum þínum og lést aldrei bugast. Þú varst ákveðinn, þrjóskur, góð- ur, framtakssamur og hjálplegur en umfram allt góður pabbi og afi og ég mun sakna þín svo sárt. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Sofðu rótt, ég elska þig. Þín, Sandra. Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’ þrýsti ég á. Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst, en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst. Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig þá lengst af finn ég huggun við minninguna’ um þig. Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit og hreinni’ bæði og ástríkari’ en nokkur maður veit. Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um þig, en lengst af þessi hugsun mun fróa og gleðja mig. Og lengi mun þín röddin lifa’ í minni sál til leiðbeiningar för minni’ um ver-aldarál. Og tár af mínum hrjóta hvörmum og heit þau falla niður kinn, því vafinn dauðans er nú örmum hann elsku – hjartans pabbi minn. (Kristján Albertsson.) Takk fyrir allt, elsku besti pabbi minn. Elska þig! Þín, Dagný. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum sam- an. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst, að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt, hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt, hann mun ávallt okkur vernda, vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth.) Sofðu rótt, elsku besti afi minn. Þín, Sylvía Ósk. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Takk fyrir allt, elsku Óskar. Þín, Helga. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Með þessum orðum viljum við kveðja þig með söknuði, kæri vinur. Guð geymi þig. Elsku Helga, börn og fjölskyldur. Megi algóði Guð styrkja ykkur og hugga. Ólína, Lárus og fjölskylda. Um leið og ég kveð minn kæra vin, Óskar „frænda“, vil ég minnast hans og samveru okkar í nokkrum orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp með þessum hlýja og góða dreng norður á Siglufirði. Milli okkar voru tvö ár, hann fæddur í des- ember ’56, ég fyrr. Veröldin var ekki ýkja stór um það leyti er við fórum að leika okkur saman á „brekkunni“, eins og það var kallað. Við áttum báð- ir heima á Hverfisgötunni og var hún að sjálfsögðu miðja alheimsins í hug- um okkar. Fyrst í stað voru mörkin að ofan við Eddatún, ofan Hávegar, en þangað fórum við með brauð- skorpur í bréfpoka að gefa rollunum og fylgjast með lömbum þeirra á vor- in. Að norðan var það kirkjugarður- inn, en innan hans var aldrei talast við nema í hálfum hljóðum og passað Óskar Berg Elefsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.