Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 52
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VERA Þórðardóttir er fatahönnunarnemi á þriðja ári við Instituto Marangoni í London. Hún lenti nýlega í fjórða sæti í keppni fyrir unga fatahönnunarnema sem haldin er árlega á vegum F.A.D., Fashion Awareness Direct, í Bretlandi. „F.A.D. er góðgerðarfélag sem styður við unga hönnuði. Þeir fara í alla hönnunarskóla á Englandi og kynna F.A.D.-samkeppnina. Hver skóli fær að velja þrjá nemendur á lokaári og þrjá á mastersstigi til þess að taka þátt í keppn- inni. Þrjátíu og fjórir skólar tóku þátt og ég var ein af þeim sem minn skóli valdi til að senda inn. F.A.D. valdi síðan fjórtán nemendur úr hundrað manna hópi til að sýna á Vauxhall Fas- hion Scout sem er aðalviðburðurinn fyrir unga hönnuði á London Fashion Week,“ segir Vera spurð út í aðdraganda keppninnar. „Það var alveg frábært tækifæri að vera valin til þátttöku og enn betra að ná svona langt. Vogue talar um þetta sem einn af bestu stökk- pöllunum fyrir breska fatahönnuði,“ segir Vera. Í verðlaun fyrir fjórða sætið fékk Vera starfs- nám hjá William Tempest sem hún hyggst hefja í lok júní. Tempest er einn af undrabörnunum í tískuheiminum, fæddur 1985 og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir falleg kvenföt. Stjörn- ur eins og Victoria Beckham, Emma Watson og Lilly Allen hafa allar sést í hönnun hans. „Ég fékk eiginlega sérstök verðlaun sem dómnefndin ákvað að bæta við. Henni fannst þau þurfa að vekja athygli á textílnum sem ég gerði. Ég bjó til textíl úr Swarovski-kristöllum, sílikoni og vírum og þau langaði að verðlauna mig fyrir það,“ segir Vera. Minningar um snjó Í F.A.D.-keppninni þurftu keppendur að sýna tvær flíkur, unnar út frá þemanu minningar og hvað minningar skilja eftir sig. „Ég tók fyrir snjóinn heima á Íslandi, það stóð mér mjög nærri. Önnur minningin átti að vera persónuleg og hin sem hópur hafði upp- lifað í sameiningu. Stutti kjóllinn minn var mín upplifun af snjó og síði kjóllinn var unninn út frá minningunni um hús fjölskyldu minnar á Núpi í Dýrafirði. Við misstum það í snjóflóði þegar ég var tíu ára, 1995. Ég notaði minn- inguna um húsið áður en snjóflóðið féll og hlut- ina sem stóðu eftir. Dómnefndin var mjög snortin af minningu minni, ég held að þetta hafi verið svolítið framandi fyrir hana, að hugsa um snjóflóð sem gæti tekið heilt hús,“ segir Vera. Hún segir mikla áherslu lagða á það í skólanum að gera textíl og koma með eitthvað nýtt. „Textílinn, sem ég þróaði úr silíkoni, vír og kristöllum, vann ég frá grunni og hann lítur eig- inlega út eins og klaki. Ég bræddi líka göt í hvítt filt til þess að fá snjóáferð á það. Síðan vann ég með leður, sem ég brenndi í mynstur, og silki og siffon. Það var mikið af textílum í kjólunum og vakti það áhuga og eftirtekt hjá dómnefndinni. Formaður Vauxhall Fashion Sco- ut talaði lengi við mig eftir sýninguna um síli- konið og hvernig ég yrði að halda áfram að þróa það.“ Eigið merki er draumurinn Vera útskrifast eftir þriggja ára nám í vor og er nú að vinna að útskriftarverkefninu. „Ég er að gera stóra línu, ég þarf að sýna þrjú heildar- útlit en vinna teikningar fyrir þrjátíu og þrjú. Lokaverkefnið er byggt á svipaðri hugmynd og það sem ég gerði fyrir F.A.D., en meira hvernig frost hefur áhrif á frumefnin og vinn ég stóran hluta úr sílikoni,“ segir Vera sem sækir aug- ljóslega innblástur til Íslands. „Gera það ekki allir íslenskir hönnuðir?“ segir hún og hlær. „Það er gaman að minnast á það að ég nota fiskileður frá Atlants-leðri í lokaverkefni mitt. Það hefur vakið nokkra athygli enda hefur fiski- leður ekki uppgötvast almennilega í London. Það þekkja það ekki allir hér en fólk er að heyra af því núna. Kennararnir mínir eru mjög spenntir fyrir leðrinu og hversu umhverfisvænt það er,“ segir Vera. Hún stefnir á að vera í London að minnsta kosti ár eftir útskrift. „Ég ætla að halda áfram að byggja upp sam- bönd og skapa tækifæri, það er vel stutt við bakið á ungum hönnuðum hér. Ég ætlaði fyrst að fara í fatahönnunarnám til Ítalíu og fór þangað í þrjá mánuði á Leonardó-styrk eftir  Vera Þórðardóttir var valin til að sýna á aðalviðburð- inum fyrir unga fatahönnuði á tískuvikunni í London  Vann með Swarovski-kristalla og sílikon Tony Wellington Photography Textíll Kjólarnir sem Vera sýndi á F.A.D. samkeppninni og færðu henni fjórða sætið. 52 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010  DUPLEX-tónleikaserían verður haldin í kvöld á Sódómu og Batt- eríinu. Fram koma Langi Seli og Skuggarnir, Ólöf Arnalds, For- gotten Lores, Original Melody, Weapons, Darke & Taylor og Tam- arin/(Gunslinger). DUPLEX á Sódómu og Batteríinu í fimmta sinn Fólk  Með öngulinn í rassinum er ný þáttaröð á SkjáEinum. Þar munu þeir tvíburabræður Gunnar og Ás- mundur Helgasynir reyna með sér í fluguveiði og ýmsu fleiru og atast hvor í öðrum eins og bræðrum er einum lagið. Ef öðrum gengur vel verður hinn fúll og svo öfugt. Í þáttinn koma líka góðir gestir og spjalla um líf sitt í veiðinni. Þannig koma Þorsteinn Joð, Hilm- ar Hansson, Birgitta Haukdal og fleiri í heimsókn til bræðranna. Þátturinn er ætlaður fyrir alla fjöl- skylduna og hægt verður að fylgj- ast með ævintýrum bræðranna á vefsíðunni ongullinn.123.is. Með öngulinn í rass- inum á SkjáEinum  Umsóknarfrestur um leik- aranám við Listaháskóla Íslands rann út 1. mars. Alls bárust 165 um- sóknir í leikaranámið, er það 23% aukning frá fyrra ári og metaðsókn frá stofnun deildarinnar. Nú fara fram inntökupróf og að þeim lokn- um er um átta nemendum boðin skólavist, leikurum framtíðarinnar. En sjö leikarar útskrifast úr nám- inu í vor. Metaðsókn í leikaranám LHÍ Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfisgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar · leiðsögn · verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Aðrar sýningar: Íslendingar, Póstkortaár, Flora Islandica, Handritin. Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa. Veitingar á virkum dögum. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Z IK Z A K – D ag ur K ár i: Th e G oo d H ea rt ÍSLAND :: KVIKMYNDIR BERLÍN – KAUPMANNAHÖFN – REYKJAVÍK THE GOOD HEART Kvikmyndasögusýningin ÍSLAND :: KVIKMYNDIR hefur verið framlengd til hausts. Nýjustu myndbrotin á sýningunni eru úr The Good Heart, Sólskinsdreng, Brúðgumanum og Sveitabrúðkaupi. Hægt er að horfa á yfir 100 kvikmyndir að eigin vali í fullri lengd, stuttmyndir, heimildarmyndir, leiknar myndir og myndir byggðar á bókmenntum. Sýningin er miðuð við aldurshópinn 16 ára og eldri. Frítt er á sýninguna fyrir framhaldsskólanema, eldri borgara og öryrkja. Ýmsir viðburðir eru áformaðir á sýningunni til hausts, upplýsingar á thjodmenning.is. aga Borgarættarinnar > Land og synir > Börn náttúrunnar > Nói Albinói > A Little Tr 1904-2009 Hönnuðurinn Vera Þórðar- dóttir á fram- tíðina fyrir sér.Á stökkpallinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.