Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ✝ Jóhanna LindPálsson fæddist 11. september 1916 í Svíney í Færeyjum. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra 28. febrúar sl. For- eldrar Jóhönnu voru Páll Lind, sjómaður, og Kristina Dani- elsen, húsmóðir. Systkini hennar voru Hans Peter, f. 1909, Karólína, f. 1911, Gunnhild, f. 1913, Hansína, f. 1918, og Jenný, f. 1921. Jóhanna giftist Agli Pálssyni verkamanni í Borgarnesi 29. apríl 1939. Hann var fæddur 6. sept. 1913 og lést 7. ágúst 1992. Þau eignuðust 14 börn. Ólafur Páll Lind, f. 16. ágúst 1939, kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur. Þau eiga 5 eiga þau 4 börn. Eygló Lind, f. 27. júní 1950. Fyrri maður hennar var Sigurður Sigurðsson og eignuðust þau 5 börn. Seinni maður hennar var Róbert Crosby og eiga þau 2 börn. Sonja Lind Carter, f. 12. september 1951, gift Peter Carter. Sólrún Lind, f. 2. febrúar 1953. Hún á eitt barn. Hans Lind, f. 27. apríl 1955, látinn 8. október sama ár. Hans Lind, f. 20. júlí 1957, kvæntur Sveinbjörgu Stef- ánsdóttur og eiga þau 3 börn. Jenný Lind, f. 14. febrúar 1959, gift Gunnari Ringsted, og eiga þau 2 börn. Dóttir Jóhönnu er Sóley Lind, f. 20. apríl 1937. Hún var gift Arnfinn Joensen (látinn) og eignuðust þau 3 börn. Jóhanna Lind hafði eignast 104 afkom- endur þegar hún lést. Jóhanna og Egill bjuggu á Gunnlaugsgötu 10 í Borgarnesi þar sem Jóhanna stýrði stóru heimili. Útför Jóhönnu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 6. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 14. börn. Hilmar Lind, f. 13. ágúst 1940, kvæntur Vicenta Vil- lela Adlawan. Þau eiga 2 börn. Kristinn Lind, f. 7. október 1941. Hann var kvæntur Iðunni Jó- mundsdóttur og eiga þau 3 börn. Guð- mundur Lind, f. 6. maí 1943. Kona hans var Kristín Halldórs- dóttir (látin), þau eignuðust 4 börn. Páll Lind, f. 14. júní 1944. Rannveig Lind, f. 12. mars 1946. Hún var gift Elíasi B. Elías- syni og eiga þau 4 börn. Þorberg- ur Lind, f. 8. október 1947. Hann var kvæntur Guðríði Vattnes Kristjánsdóttur og eiga þau eitt barn. Sigrún Lind, f. 8. nóvember 1948, gift Magnúsi Ingólfssyni og Ég sá Jóhönnu Lind fyrst fyrir um 50 árum þegar ég kom inn í fjöl- skylduna sem væntanleg tengda- dóttir; fáfróð sveitastelpa sem aldrei hafði séð svona marga við matar- borðið. Hanna var há og grönn þrátt fyrir 15 meðgöngur. Hún var létt á fæti og snör í snúningum og enginn hávaði í henni. Mér fannst hún glæsileg. Hún var alltaf að og öll verk sín vann hún hljóðlega. Hún kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu. Þó hefur lífið stundum verið henni erfitt en hún átti góðan mann. Það var alltaf stutt í brosið og jákvæðari manneskju hef ég ekki hitt. Hún gerði alltaf gott úr öllu og lagði aldr- ei illt orð til nokkurs manns. Hún hafði lítinn tíma fyrir áhuga- mál, en átti blóm í stofunni sem hún sinnti af alúð. Seinna eignaðist hún gróðurhús í garðinum. Það voru hennar bestu stundir að sitja þar í sólinni, horfa á rósirnar dafna, hlusta á útvarpið og lesa dönsku blöðin. Fyrir stuttu hafði hún á orði að vorið færi að koma og hlakkaði til að fara í gróðurhúsið og sjá rósirnar lifna við. Hanna var færeysk að uppruna og elskaði föðurland sitt innilega. Á seinni árum fór hún oft í heimsóknir og ættingjar hennar voru duglegir að koma í heimsóknir. Í sumar stóðu afkomendur henn- ar fyrir ættarmóti á Varmalandi. Hún fór með okkur í heimsókn að Sólheimatungu þar sem hún kynnt- ist Agli Pálssyni. Það var gleðidagur þar sem hún rifjaði upp gamla daga. Dagurinn var baðaður sól og hlýju, bæði frá fólkinu sem tók á móti okk- ur og veðrinu. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að fara til Færeyja með henni, syni mínum og fleirum. Það var sannkölluð ævintýraferð. Við fórum til Svíneyjar þar sem Hanna var fædd og uppalin. Mér fannst ég vera komin mörg ár aftur í tímann. Hún sýndi okkur hús foreldra sinna, kirkjuna sem hún fermdist í, skól- ann þar sem allt var með svipuðu sniði, danshúsið og sundlaugina þar sem hún lærði að synda. Þegar hún stóð við eldavélina og sýndi mér hvernig mamma hennar hefði borið sig að við að kveikja upp, skynjaði ég hve heitt hún elskaði þessa eyju. Þessi ferð er mér ógleymanleg og jafnast ekki á við neitt. Þegar ég fletti albúmi með myndum af henni á þessum stöðum læðast tár niður vangana. Takk, elsku tengda- mamma. Síðustu 10-12 árin höfum við farið saman í vatnsleikfimi einu sinni til tvisvar í viku. Mér fannst við kynn- ast upp á nýtt á þessum góðu stefnumótum. Við töluðum um alla heima og geima, fjölskylduna okkar, börn og langömmubörn. Hún dásamaði veðrið og sólina sem henni fannst alltaf vera nálæg og talaði um hvað vatnið gerði okkur gott. Hún endurnærðist eftir hvern tíma. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessar stundir með henni. Ég vona að það sé sundlaug þar sem hún er núna og ég veit að hún á stóran rósagarð sem hún spókar sig í með Agli og litlu drengjunum sínum. Þegar ég sat hjá henni daginn fyr- ir andlátið vaknaði hún eins og bara til að kveðja. Hún hvíslaði: „Hvenær ferðu næst í vatnið?“ Þetta var óska- stund fyrir okkur sem vissum að hverju dró. Stundaglasið var að tæmast eftir 93 ár. Þökk fyrir allt, guð geymi þig. Jafnvel þótt í fótspor fenni, fjúki í skjólin heimaranns. Gott er að signa göfugmenni gjalda blessun minning hans, dreifa skini yfir enni, ilmi um brjóst hins fallna manns. (Guðm. Friðj.). Ólöf Guðmundsdóttir (Lóa). Oft verður mér hugsað til Egils Pálssonar, vinnumanns í Sólheima- tungu þegar hann var sendur upp á þjóðveg í veg fyrir rútuna að ná í kaupakonu að sunnan. En þar var þá ekki kaupakona að sunnan heldur færeysk stúlka sem hafði alið barn í Reykjavík um vorið og hún varð að skiljast við. Barnið var sent til móð- urforeldra í Færeyjum. Árið var 1937. Í Sólheimatungu hófst ævintýri og tveimur sumrum síðar voru þau orðin hjón færeyska stúlkan og vinnumaðurinn. Sjötíu árum síðar, sumarið 2009, þurfti Jóhanna Lind tvær rútur til að ferja niðja og teng- dalið á upprunaslóðir í Sólheima- tungu. Jóhanna Lind bar með sér færeyska menningu og verkþekk- ingu, ástin blómstraði og blessun óx með barni hverju. Hún fæddi 16 börn, 14 komust til fullorðinsára og lifa móður sína en Egill lést árið 1992. Þar sem Jóhanna Lind, tengda- móðir mín, kom varð allt gott og nafnið hennar var svona fallegt af því að hún bar það. Í Svíney í Fær- eyjum nyrstu eyju í byggð eru tvær lendingar sín hvorum megin eiðis á miðri eynni. Því eru gæftir þar betri en annars staðar. Byggðin teygir sig út með ströndinni og grasbýli eru samtýnis þar til klettar taka við. Þar er gjarnan fjárhús í kjallara og einn bás eða tveir ef tún leyfa. Þar stend- ur æskuheimili Jóhönnu enn í góðri umhirðu frænda hennar og vina. Og í skólanum hennar þar sem Hjalmar Joansen kenndi börnunum landa- fræði, dönsku og meira að segja sund er enn allt með líkum hætti. Og hrútarnir fá enn að leika sér sum- arlangt í sjálfheldu í bjarginu austan megin á eynni. Á haustin síga Svín- eyingar í bjargið, fanga hrútana og draga síðan allt upp á bjargbrún, fumlausir og æðrulausir. Æðruleysi, jafnvægi hugans og lífsgleði voru förunautar Jóhönnu Lind gegnum lífið en um leið fylgdi kapp með forsjá og einbeittur vilji hennar og Egils að koma börnunum til manns. Þessi forskrift virtist sjálfgefin og þeim skeikaði í engu. Góð heilsa til líkama og sálar var þeim gefin og börnum þeirra. Og þótt engin sé ævin án áfalla getur hamingjan verið ríkjandi þegar litið er yfir sviðið. Gjöfulu og hamingju- ríku lífi Jóhönnu Lind er lokið og þakklæti er efst í huga. Blessuð sé minning hennar. Magnús Ingólfsson. Mér hefur oft fundist að konur eins og hún Jóhanna Lind, amma mín, ættu að fá fálkaorðu. Hún ól upp 13 börn og kom þeim öllum til manns og það á tímum þegar þjóðin var fátæk og launin voru lág. Þetta var á tímum þegar engir leikskólar voru til, engar barnabætur eða fæð- ingarorlof. Amma og afi minn, Egill Pálsson, stóðu ein og óstudd að því að fæða og klæða öll börnin. Þau unnu langan vinnudag og tóku sér sjaldan frí. Það kann einhver að spyrja hvernig er hægt að ala upp 13 börn og fæða þau og klæða af einum verkamannslaunum? Svarið er, með þrotlausri vinnu og mikilli hagsýni. Afi og amma voru með kindur, kýr og hænur í Borgarnesi samhliða því að afi vann fulla vinnu og oft langan vinnudag hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga. Vinnudagur ömmu var líka langur. Ég spurði ömmu einu sinni hvort hún væri ekki afreksmaður. Hún hló og svaraði af hógværð: „Mér finnst ég ekki hafa unnið neitt afrek. Það var reyndar oft mikið að gera, en þetta gekk allt vel.“ Amma var þekkt fyrir tvennt, að eiga mörg börn og að vera alltaf í góðu skapi. Hún hafði einstaklega létta lund og var alltaf brosandi. Mér kom því dálítið á óvart þegar hún sagði mér frá því að hún hefði stuttu eftir að hún og afi hófu bú- skap farið niður á skrifstofu Versl- unarfélagsins Borgarness og krafist þess að afa yrðu greidd laun í pen- ingum. Hún sætti sig ekki við að laun hans yrðu skráð í úttektarbók verslunarinnar og fór öskureið til fundar við kaupmanninn. Amma var fædd og uppalin í Fær- eyjum og eyjarnar höfðu sérstakan sess í hennar huga. Fyrir um 10 ár- um fórum við amma saman í ferð á æskuslóðirnar í Svíney. Þetta var ógleymanleg ferð. Hún sagði mér frá því þegar Páll Lind, langafi minn, féll í sjóinn við Grænland og hvernig honum var bjargað naum- lega, en tveir skipsfélagar hans drukknuðu. Hún sagði mér líka frá því þegar langamma mín missti fyrri manninn sinn í sjóinn frá tveimur litlum börnum og einu ófæddu. Fimm aðrir ungir menn drukknuðu í þessari sjóferð. Hún sagði að það hefði verið gott að alast upp í Svíney, en lífsbaráttan við sjó- inn gat sannarlega verið hörð. Egill Ólafsson. Í dag kveðjum við einstaka konu sem var okkur fjölskyldunni og sam- ferðamönnum öllum svo hjartfólgin. Hláturinn, gleðin og bjartsýnin voru hennar samverkamenn. Hver dagur lífsins guðs gjöf sem hún amma mín kunni svo sannarlega að njóta. Um tvítugt kom amma til Íslands sem kaupakona og kynntist Agli afa sem þá var vinnumaður í Sólheima- tungu. Bjuggu þau alla tíð á Gunn- laugsgötu 10 með sístækkandi barnahópinn sinn og áttu þau afar fallegt hjónaband. Ekki var til sá hlutur sem hann Egill afi vildi ekki gera fyrir hana Hönnu sína. Á Gunnlaugsgötu var ætíð gott að koma. Alltaf líf og fjör og einhver úr fjölskyldunni að koma eða fara. Stofan hennar fína, fallegu blómin, notalegi eldhúskrókurinn og garð- húsið innan um rósirnar hennar ömmu voru góð umgjörð samheld- innar fjölskyldu sem við nú búum að. Jólaboðin, fínu bollarnir, klein- ustamparnir, heyskapurinn á túninu, írska og færeyska þjóðlaga- tónlistin, fjöruferðirnar, dönsku blöðin og áhuginn á kóngafólkinu, allt þetta kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka til elsku ömmu. Eyjunum sínu grænu, Færeyjum, undi hún alla tíð og talaði með mik- illi hlýju um æskuárin sín þar. Ógleymanleg er ferð 12 ára stúlku með ömmu og afa til æskustöðvanna í Svíney þar sem við gistum á æsku- heimili ömmu. Allar systurnar sam- an komnar í heimsókn hjá Jenný systur sinni og mikið hlegið og skrafað. Amma naut mikið góðs af því á efri árum að kynnast sund- leikfiminni, enda stundaði hún hana frá sjötugu og fram yfir nírætt. Hafði oft á orði að hafa verið hrædd um að hafa verið of gömul þegar hún byrjaði en amma missti vart úr tíma, þökk sé Lóu tengdadóttur hennar og var lifandi dæmi þess að betri heilsubót er vart til. Að þess- um minningum og ótal mörgum fleiri búum við nú að og eigum sem veganesti inn í framtíð okkar og af- komendanna. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma og megir þú vera Guði þínum falin. Nú skína stjörnurnar á himin- hvolfinu skærar. Áslaug Lind. Ferðalagið upp í Borgarnes með Mumma frænda á mjólkurbílnum, M-670, var ótrúlega langt. Stundum fórum við með Akraborginni upp á Skaga eða keyrðum fyrir Hvalfjörð sem virtist endalaus. Þegar komið var að Hvítárbrúnni ógurlegu var farið að hilla undir lok ferðarinnar. Það var stoppað við Mjólkursamsöl- una og hlaupið eins og fætur toguðu upp Bröttugötu að Gunnlaugsgötu 10 og hrópað í dyrunum: „Amma, ég er komin.“ Skónum var sparkað af sér, stiginn tekinn í eins fáum skref- um og litlir fætur leyfðu og í eldhús- inu beið mjúkur faðmur ömmu, sterkur faðmur afa, ísköld mjólk og nýsteiktar kleinur. Í eldhúsinu hjá ömmu og afa var langborð með bekkjum beggja vegna sem rúmaði endalaust marga. Eldhúsið hjá ömmu var samkomu- hús ættarinnar og þar var alltaf fullt af fólki, gleði, hlátur og stríðni. Í innréttingunni hennar ömmu voru ógleymanlegar risaskúffur fyrir hveiti og sykur sem rúmuðu 50 kg sekk hvor. Það var alltaf kökuilmur í eldhúsinu og ég stóð upp á kolli við að hjálpa ömmu að snúa kleinunum þegar ég fékk uppskriftina í fyrsta sinn. Matarafgöngum var safnað í þrjá dalla, einn fyrir hundinn, einn fyrir hænurnar og einn fyrir kind- urnar hans afa. Ég elskaði að fara með afa í fjárhúsin uppi á túni. Hann hristi vel allt ryk úr heyinu áður en gefið var á garðann og bjó svo til dularfullt drullumall í stórri fötu úr mjöli, matarafgöngunum og vatni og hellti yfir heyið áður en kindunum var hleypt inn. Á sumrin fór amma með upp á tún til að snúa og raka og þar voru hríf- ur í öllum stærðum, svo minnstu hendurnar gátu líka gert gagn. Við túnið var líka berjaland, klettar til að klifra í og leyndardómsfullur skurður með litríku skeljum. Eggja- brauð og gott kaffi á brúsa var ómissandi og með í öllum ferðum með ömmu, hvort sem var upp á tún, í berjamó eða Lambastaðafjöru. Heimur ömmu og afa í Borgarnesi var himnaríki á jörð. Amma var alltaf í góðu skapi, geislaði af gleði og góðmennsku. Aldrei hallmælti hún nokkrum manni og sá bara jákvæðu hliðarnar á mönnum og málefnum. Hún sinnti heimilinu af alúð og í hverjum mat- arbita var fullt af ást og hamingju. Kvart og kvein var ekki til í orða- bókinni hennar ömmu þó að bar- áttan við að koma upp stórum barnahóp væri ekki létt verk. Engin verk voru of ómerkileg og ekki nokkurn tíma hef ég heyrt hana svo mikið sem gefa það í skyn að lífið hafi verið erfitt. Þó að eldhúsið breyttist, amma flytti niður á neðri hæðina og að lokum upp á Dval- arheimili var dvalarstaður ömmu alltaf í alfaraleið. Ég kom við hjá ömmu í síðustu viku og þessa stuttu stund sem ég stoppaði var hlegið dátt, drukkið kaffi og við gæddum okkur á súkkulaði ásamt öðrum ætt- ingjum sem duttu inn á sama tíma. Í dag kveð ég ömmu sem er aftur komin í faðm afa. Amma og afi skilja eftir sig stórt skarð í hjarta mínu. Það skarð er fullt af þakklæti, hlýju og góðum minningum. Jákvæðni ömmu og góða skapið gera hana að bestu fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér. Elsku amma, takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar. Jóhanna Lind Elíasdóttir. Amma mín, takk fyrir allt. Þú átt- ir svo stóran þátt í mínu lífi. Fyrstu níu ár ævi minnar ólst ég upp á Gunnlaugsgötu 10 í Borgarnesi. Það var einnig æskuheimili móður minn- ar, þar bjuggum við afi, amma og mamma. Amma átti því stóran hlut í Jóhanna Lind Pálsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Útför okkar elskulega bróður og mágs, EINARS HREIÐARS ÁRNASONAR verkfræðings, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 11. Aðstandendur. ✝ MAGNÚS JÓNSSON, Skarphéðinsgötu 2, fyrrum verzlunarstjóri hjá Slippfélaginu, Mýrargötu 2, lézt mánudaginn 4. marz, 96 ára að aldri. Honum fylgja hlýjar kveðjur og þakkir frá fjölskyldu og vinum. Guðrún Kristín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.