Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 50
50 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ALÞJÓÐLEGA stuttmyndahátíðin Northern Wave í Grundarfirði hófst í gærkvöldi, en þá voru sýnd- ar fjórtán stuttmyndir frá ýmsum löndum. Í kvöld verður keppninni svo fram haldið, en þá verður annar hluti keppni um bestu alþjóðlegu stuttmyndina og einnig sýndar hreyfi- og gamanmyndir frá ýmsum löndum, þar á meðal tvær íslenskar myndir. Valdís Óskarsdóttir klipp- ari og leikstjóri situr líka fyrir svörum á laugardeginum og sýnir brot úr nýjustu mynd sinni Kónga- vegi. Lokadagur keppninnar verður svo á morgun en þá verða sýndar átta íslenskar stuttmyndir. Dóm- nefnd hátíðarinnar skipa Ragnar Bragason, sem er gestadómari, Kristín Jóhannesdóttir og Hilmar Örn Hilmarsson, sem hafa bæði verið í dómnefnd frá upphafi. Alls verða sýnd 75 tónlistar- myndbönd og stuttmyndir frá tutt- ugu löndum en hátíðinni bárust um 150 myndir frá fjörutíu mismun- andi löndum. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin, en meðal nýjunga á þess- ari hátíð er að haldin verður fiski- súpukeppni í dag með áhorfendur sem smakkara og dómara, en einn- ig verður boðið upp á ókeypis tón- leika fyrir gesti og gangandi. Stuttmynda- hátíð í Grundarfirði Myndbönd og stutt- myndir frá 20 löndum Hátíð Daniel Brühl og Gísli Örn Garðarsson í Kóngavegi. STEINUNN Jóhannesdóttir flytur erindi í kirkjunni um Hallgrím Pétursson og Hall- dóru kirkjusmið á Hólum á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju næstkomandi sunnudag kl. 17. Hallgrímur ólst upp á Hólum í Hjaltadal, þar sem faðir hans var hringj- ari, og var 10 ára þegar dóm- kirkjan á Hólum hrundi í fár- viðri, en Halldóra biskupsdóttir tók þá forystu í því að reisa nýja kirkju. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís flytur einnig tónlist frá ungdómsárum Hallgríms. Um- ræður og kaffiveitingar verða að erindinu loknu. Kirkjusaga Hallgrímur og Hall- dóra kirkjusmiður Steinunn Jóhannesdóttir SÖNGHÓPURINN Hljóm- eyki stendur fyrir tónleikum í Kristskirkju á sunnudag sem helgaðir eru tónlist franska tónskáldsins Maurice Durufl- és. Flutt verður Requiem, sem er eitt þekktasta verk Durufl- és, og fjórar mótettur. Í Re- quiem aðstoða Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran, og Ágúst Ólafsson, baríton, söng- hópinn og Steingrímur Þór- hallsson leikur á orgel. Steingrímur flytur einnig orgelverkið Méditation pour orgue en Duruflé var organisti og skrifaði mikið fyrir hljóðfærið. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.00. Tónlist Kór- og orgeltónlist eftir Duruflé Steingrímur Þórhallsson FJÓRÐU tónleikarnir í barna- tónleikaröðinni Töfrahurð verða í Salnum í Kópavogi á morgun og hefjast kl. 13.00, en þá mun DJ Sóri, Sigurþór Heimisson, kynna klassíska danstónlist og á dansgólfinu hljóma Händel, Mozart, Bizet og Strauss. Áheyrendur fá að koma upp á svið og hjálpa til við flutninginn. Sérstakur dansherra á tónleikunum verð- ur tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson og dansarar úr Listdansskóla Íslands hjálpa til við dansana. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Olivers Kentish verður hljómsveit hússins. Tónlist Klassísk danstón- list í Töfrahurðinni Jóhann Friðgeir Valdimarsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is GRÍP ég því hatt minn og staf, heimildarmynd um lífshlaup Sveins Berg- sveinssonar, verð- ur frumsýnd í Regnboganum á morgun, sunnu- dag, en Sveinn, sem fæddist 1907 og lést 1988, ólst upp í mikilli fátækt og braust sjálfur til mennta, lærði í Berlín og bjó þar á árum seinna stríðs og síðan í Aust- ur-Berlín frá 1953 og til æviloka. Hjálmtýr Heiðdal gerði heimild- armyndina og hann segir gerð myndarinnar hafa sprottið af því þegar verið var að fara í gegnum ýmisleg gögn sem send voru til Ís- lands frá Austur-Þýskalandi að Sveini látnum. Eiginkona Hjálmtýs, Anna Kristín Kristjánsdóttir, sem er bróðurdóttir Sveins og sögumað- ur myndarinnar, tók við gögnunum fyrir hönd dætra Sveins. „Þegar við Anna Kristín fórum í gegnum kassa sem sendir voru hingað kom í ljós að í þeim voru mjög merkilegir hlutir, þar á meðal stuttar kvikmyndir, ljósmyndir, bréf, ljóð og sögur og hljóðsnældur með um tíu klukkutímum af frá- sögnum Sveins af ævi sinni og upp- runa.“ Svein langaði alla tíð að búa á Ís- landi, enda var hann vinmargur hér en honum gekk illa að fá vinnu við sitt hæfi. Hjálmtýr segir að Sveinn hafi eiginlega lent á milli fylkinga í þeim hugmyndafræðilegu átökum sem hér geisuðu á sjötta áratugn- um; vinstrimenn töldu hann nasista, þar sem hann hafði lesið fréttir á ís- lensku í þýska ríkisútvarpið á stríðs- árunum, og hægrimenn komm- únista, vegna pólitískrar starfsemi hans áður en hann hélt utan til náms. „Honum tókst ekki einu sinni að deyja á Íslandi, svo mikið sem hann langaði til þess. Það kemur fram á hljóðsnældunum sem hann tók upp að honum fannst hann hafa hlotið hlutskipti útlagans, en þó að hann hafi tjáð sig um það við vini sína bar hann sig alltaf vel.“ Heimildarmynd um lífshlaup Sveins Bergsveinssonar Hann hlaut hlut- skipti útlagans Ljósmynd/Seylan Fræðimaður Sveinn Bergsveinsson var vinmargur á Íslandi þrátt fyrir að hafa búið erlendis lungann úr starfsævinni, enda kom hann hingað árlega. Í HNOTSKURN » Sveinn Bergsveinssonfæddist í Aratungu í Stað- ardal í Steingrímsfirði og lést í Austur-Berlín. » Doktorsritgerð hansfjallaði um íslenska setn- ingahljóðfræði. » Sveinn lá í berklum í húsa-rústum þegar orrustan um Berlín stóð sem hæst.HjálmtýrHeiðdal SAMBAND íslenskra myndlist- armanna, SÍM, hefur áhyggjur af því að ekki sé bara of lítið fjallað um myndlist í fjölmiðlum, heldur fari um- fjöllunin líka minnkandi. SÍM efnir því til málþings í samvinnu við Lista- safn Reykjavíkur, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Listfræða- félag Íslands, í Hugmyndahúsi Há- skólanna (Saltfélaginu), Grandagarði 2, kl. 15:00-17:00 í dag. Þátttakendur í málþinginu, sem flytja stutt framsöguerindi, eru Katr- ín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, og fulltrúar myndlistarmanna, fræðimanna og fjölmiðla: Einar Falur Ingólfsson, Hulda Stefánsdóttir, Jóhanna Jó- hannsdóttir, Aðalheiður Lilja Guð- mundsdóttir, Hlynur Helgason og Jórunn Sigurðardóttir. Fundarstjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Að lokn- um framsöguerindum verða pall- borðsumræður. Hlynur Hallsson segir að myndlist- armönnum finnist halla á umfjöllun um myndlist í fjölmiðlum og að ástandið fari síst batnandi; þannig hafi eitt af því fyrsta sem skorið var niður hjá Sjónvarpinu verið umfjöllun um myndlist og sérkennilegt í sjálfu sér að Rás 1 sé með miklu meiri um- fjöllun en Sjónvarpið. „Við höfum líka séð að það hefur orðið heilmikill nið- urskurður á Mogganum og Frétta- blaðið hefur alls ekki staðið sig í um- fjölluninni heldur. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki að leita að sökudólgum eða refsa neinum, heldur vildum við kanna ástæðuna fyrir þessu og hvaða leiðir væri hægt að fara til að bæta og auka umfjöllunina, enda er áhuginn gífurlegur hjá al- menningi.“ Myndlistarmönnum þykir umfjöllun um myndlist of lítil Gífurlegur myndlistar- áhugi hjá almenningi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Málþing Hlynur Hallsson segir skort á umfjöllun um myndlist. Þetta eru semsagt bara páfa- gaukar með límheila... 55 » Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við sex virta háskóla: Universidad del Salvador, Argentínu University of Queensland, Ástralíu Duke University & University of North Carolina, USA University of Bradford, Englandi International Christian University, Japan Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Rótarýhreyfingin á Íslandi má senda eina umsókn. Val íslenska umsækjandans fer fram eftir ítarleg viðtöl og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Átta Íslendingar hafa fengið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002. Nánari upplýsingar um námið, háskólana og umsóknarskilmála er að finna á heimasíðu Rotary International: rotary.org/ foundation/educational (Rotary Centers for International Studies). Einnig má nálgast upplýsingar á skrifstofu Rótarýumdæmisins (rotary@rotary.is). Sími 568-2233 (eða í síma 525-4818). Þeir sem hafa hug á að sækja um styrk eru beðnir um að senda ítarlegt æviágrip og lýsingu á markmiði með framhaldsnámi fyrir 9. apríl til Skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, merkt „Friðarstyrkur“. ALÞJÓÐLEGIR FRIÐARSTYRKIR RÓTARÝHREYFINGARINNAR 2011-2013 Rótarýsjóðurinn, ROTARY FOUNDATION, sem rekinn er af Alþjóða Rótarýhreyfingunni, mun veita allt að 60 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2011-2013. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.