Morgunblaðið - 06.03.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.03.2010, Qupperneq 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 ÍSBRJÓTUM tókst í gærmorgun að losa tugi skipa, m.a. farþegaferjur, sem höfðu verið föst í hafís á Eystra- saltinu, sum í nokkra daga. Alls festust um fimmtíu skip í haf- ísnum, flest þeirra voru föst á svæð- inu á milli Stokkhólms og Álands- eyja en nokkur voru í Helsingjabotni í norðurhluta Eystrasaltsins, að sögn siglingastofnunar Svíþjóðar. Á meðal skipanna sem losnuðu var ferjan Amorella sem var föst í hafísnum með um eitt þúsund far- þega og áhöfn um borð. Tugir skipa losnuðu 200 km Helsingja- botn Álandseyjar Heimildir: BBC, norrænir fjölmiðlar Stokkhólmur Helsinki FINNLAND SVÍÞJÓÐ Eystrasalt Flutningaskip eru föst í ís í Helsingja- botni Tugir skipa festust í hafísnum Verð á sígarettupakka (20 sígarettur) í krónum í nokkrum Evrópulöndum (febrúar 2010). Á Íslandi kostar pakkinn um 870 krónur. VERÐ Á SÍGARETTUM Í EVRÓPU Bretland 1.180 Svíþjóð 905 Finnland 765 Austurríki 700Frakkland 975 Spánn 560 Ítalía 645 Grikkland 560 Þýskaland 870 Holland 850 Danmörk 870 Belgía 850 Lúx. 645 Portúgal 610 Írland 1.480 520-700 kr. (3-4 evrur) 700-870 kr. (4,1-5 evrur) 871-1.045 kr. (5,1-6 evrur) Meira en 1.045 kr. (6 evrur) Dómstóll Evrópusambandsins hefur úrskurðað að Frakkland, Austurríki og Írland hafi brotið samkeppnisreglur sambandsins með því að setja lágmarksverð á sígarettur í heildsölu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að löndin þyrftu að beita öðrum ráðum til að stemma stigu við reykingum. Hann sagði að ríki gætu samt enn lagt háa skatta á tóbak til að stuðla að hærra verði í baráttunni gegn reykingum. Heimild: Samtök tóbaksframleiðenda (TMA) ÞRÁTT fyrir efnahagssamdráttinn í heiminum var síðasta ár það besta í sögu fjárfestinga sjóðsins í útlöndum, að sögn stjórnenda sjóðsins í gær. Hagnaður olíusjóðsins á síðasta ári nam 613 milljörðum norskra króna, sem svarar rúmum 13.000 milljörðum íslenskra, að sögn fréttavefjar norska ríkisútvarpsins. Árið áður tapaði sjóðurinn um 633 milljörðum norskra króna, þannig að með hagnaðinum á síðasta ári hefur sjóðurinn unnið að mestu upp tapið. „Langtímarekstraráætlun sjóðsins hefur orðið til þess að við höfum kom- ið vel út úr kreppunni,“ sagði Yngve Slyngstad, forstjóri olíusjóðsins. Hann bætti við að gengi hlutabréfa í eigu sjóðsins hefði hækkað meira en búist hefði verið við. Fréttavefur Aftenposten hefur eft- ir Slyngstad að ákveðið hafi verið árið 2007, áður en efnahagssamdrátturinn hófst, að nota ætti 60% af fjármunum hans til að kaupa hlutabréf, í stað 40% áður. Þessi ákvörðun var heppi- leg fyrir sjóðinn því hann jók kaup sín á hlutabréfum þegar gengi þeirra var lágt. Eignir olíusjóðsins eru nú áætlaðar um 2.500 milljarðar norskra króna, eða sem svarar 55.000 milljörðum íslenskra. Umdeildar fjárfestingar Sérstakt ráð á vegum sjóðsins met- ur hvort fjárfestingar samræmist siðareglum hans. Hann hefur ekki mátt fjárfesta í 49 fyrirtækjum, m.a. tóbaksfyrirtækjum, Boeing, Wal- Mart og ísraelska fyrirtækinu Elbit. Olíusjóðurinn hefur þó verið gagn- rýndur fyrir að halda áfram að fjár- festa í umdeildum fyrirtækjum. Hann hefur t.a.m. aukið fjárfestingar sínar í átta fyrirtækjum sem hafa unnið með herforingjastjórninni í Búrma. Sjóðurinn hefur einnig haldið áfram að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum með starfsemi í Vestur-Sahara sem Marokkó hernam fyrir meira en þremur áratugum. Þá hefur sjóður- inn verið gagnrýndur fyrir að fjár- festa í fyrirtæki í Hong Kong sem er sakað um að eyða regnskógum í lönd- um sem það starfar í. bogi@mbl.is Besta ár í sögu norska olíusjóðsins  Sagður hafa komið vel út úr efnahagskreppunni í heiminum Í HNOTSKURN » Svein Gjedrem, seðla-bankastjóri Noregs, sagði að olíusjóðurinn ætti nú um 1% af öllum hlutabréfum í heim- inum, en fyrir ári átti hann 0,8% hlutabréfanna. Sjóðurinn á 1,8% hlutabréfa á evrópskum mörkuðum. » Olíusjóðurinn á hlutabréf ímeira en 8.000 fyrirtækjum í heiminum, en hlutur hans í fyrirtækjunum er oftast undir einu prósenti. LÖGREGLUMENN handtaka mann sem tók þátt í mót- mælum í miðborg Aþenu gegn aðgerðum til að minnka fjárlagahalla Grikklands. Þúsundir kommúnista mót- mæltu aðgerðunum þegar gríska þingið samþykkti þær í gær. Lögreglan beitti táragasi eftir að verkalýðsfor- ingi varð fyrir meiðslum í árás nokkurra ungmenna. Reuters Sparnaðaraðgerðir samþykktar á gríska þinginu Táragasi beitt gegn mótmælendum ALÞJÓÐLEG nefnd sérfræð- inga hefur fallist á þá kenningu að risaeðlurnar hafi dáið út vegna áreksturs stórs loftsteins eða halastjörnu við jörðina fyrir um 65 milljónum ára. Nefndin er skipuð 41 sérfræðingi og komst að þessari niðurstöðu eft- ir viðamestu rannsóknina til þessa á orsökum þess að rúmur helm- ingur allra tegunda á jörðinni varð aldauða á þessum tíma, meðal ann- ars risaeðlurnar, flugeðlur og stór sjávarskriðdýr. Nokkrir vísindamenn höfðu dregið loftsteinskenninguna í efa og meðal annars hafði komið fram sú kenning að rekja mætti aldauða dýranna til mikilla eldgosa á Ind- landi og stóraukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Alþjóðlega nefndin vísaði þessum efasemdum á bug og komst að þeirri niðurstöðu að dýrategund- irnar hefðu dáið út vegna áreksturs stórs loftsteins sem varð til þess að Chicxulub-gígurinn í Mexíkó mynd- aðist. Stór loftsteinn olli víst aldauða risaeðlanna Málið telst upplýst. Fyrirtækjum gengur yfirleitt best þegar þjónustan er frábær. Þess vegna leita þau til okkar. Þorleifur Sigurðsson, viðskiptastjóri Borgartúni Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.