Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 14

Morgunblaðið - 06.03.2010, Page 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ höfum skrifað sveit- arstjórnum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi bréf og til rík- isstjórna sömu landa, segir Mette Nord, talsmaður norsku verkalýðs- samtakanna Fagforbundet, um þá áskorun samtakanna að Norður- löndin styðji lánafyrirgreiðslu til handa Íslandi óháð afgreiðslu Ice- save-málins. „Það eru um 312.000 meðlimir í samtökunum okkar. Ég held að þeir séu nokkurn veginn jafn marg- ir í Svíþjóð og um 150.000 í Dan- mörku,“ sagði Nord sem var ekki með töluna fyrir Finnland á tak- teininum. Bresk herferð í sjónmáli Verkalýðsfélög í fleiri löndum gætu bæst í hópinn á næstunni því bresku baráttusamtökin Jubilee hyggjast á næstu vikum snúa sér að félagi í Bretlandi sem hefur um 6 milljón félagsmenn í sínum röð- um. Inntur eftir þessu átaki segir Nick Dearden, formaður Jubilee, að sökum mannfæðar hafi samtökin ekki náð að beita sér í Icesave- málinu sem skyldi. Þegar forgangs- mál hafi verið afgreidd muni félagið hefja leit að öflugum talsmanni til að fara fyrir herferð þar sem þrýst verður á bresk stjórnvöld að koma til móts við óskir Íslendinga. Dear- den bætir því við að evrópsk syst- ursamtök hyggist leita eftir stuðn- ingi verkalýðsfélaga í álfunni í málinu en að þær viðræður séu á viðkvæmu stigi. Helene Bank hefur einnig sterka skoðun á málinu en hún er þekkt baráttukona fyrir borgararéttindum í Noregi sem hefur unnið með Afr- íkuríkjum og ýmsum þróunar- löndum vegna skuldaaðlögunar. Bank, sem er meðlimur í samtök- unum, Campaign for the Welfare State, telur að þrátt fyrir aðvaranir hafi stjórnmálamenn haldið áfram á sömu braut og svo látið skattgreið- endur bera ábyrgðina að lokum. Nýlenduveldi ráði ekki yfir auð- æfum Íslendinga líkt og í mörgum þróunarlöndum. Ef Ísland nær sinni kröfu fram um að áætlun AGS verði endurskoðuð geti það hvatt önnur ríki til að gera slíkt hið sama. Sænskir vinstrimenn í málið Vinstriflokkurinn í Svíþjóð hefur tekið upp hanskann fyrir Ísland í deilunni og segir Ulla Andersson, þingmaður flokksins, stöðuna á Ís- landi munu verða tekna fyrir á fundi fjárlaganefndar þingsins á mánudag. Andersson kom til Ís- lands fyrir skömmu til að setja sig í málið. Stuðningur úr ólíkum áttum Morgunblaðið/Ómar Fyrirmynd? Víða um heim er fylgst með mótmælaöldunni á Íslandi í kjölfar fjármálahrunsins. Baráttan gegn Icesave-skuldabyrðinni þykir táknræn fyrir réttindabaráttu einstaklinga andspænis fjármálakerfinu. Hrunið er komið í kennslubækur.  Norskt verkalýðsfélag virkjar systurfélög sín á Norðurlöndum í Icesave-deilunni  Evrópsk samtök hyggjast beita sömu aðferð í Evrópu  Baráttukona telur Ísland geta orðið öðrum ríkjum fyrirmynd Verkalýðsfélög jafnt sem bar- áttusamtök og aðgerðasinnar víða um heim fylgjast grannt með framvindu Icesave-málsins sem þykir táknrænt fyrir rétt- indabaráttu borgaranna. Helene Bank Nick DeardenMette Nord Ulla Anderson „Það sem er að gerast á Íslandi er forsmekkurinn að því sem kann að verða algengara í þróuðum ríkjum. Stjórnvöld hafa sagt skattgreið- endum að þeir þurfi að bera kostn- aðinn af misráðnum ákvörðunum einkafyrirtækja, hversu hár sem hann kann að vera, ellegar sætta sig við jafnvel enn hryllilegri af- leiðingar í efnahagsmálum,“ skrif- aði Sheldon Filger, róttækur að- gerðasinni, í pistli í dagblaðinu Huffington Post skömmu eftir synjun forsetans í janúarbyrjun. Blaðamaður sló þá á þráðinn til Filgers sem býr í Kanada en hann heldur úti vefsíðunni Global- Economic- Crisis.com, ásamt því að hafa gefið út bók þar sem vikið er sér- staklega að Ís- landi. Filger fjallar þar um bankakerfið og má merkja að hann er í talsverðri fjarlægð frá viðfangsefninu. Nathan Lewis, sjóðsstjóri og pistlahöfundur á sama blaði, hefur tekið í sama streng og harðlega gagnrýnt framkomu AGS í málinu. Forsmekkurinn að því sem koma skal? Sheldon Filger Norsku baráttusamtökin Attac hyggjast sýna stuðning sinn við Íslendinga í deilunni í verki með því að safnast saman fyr- ir utan sendiráð Íslands í Ósló. Aðspurð hvort hún eigi von á mörgum segir Emilie Eke- berg, formaður félagsins í Noregi, að hún búist við minnst 30 manns, enda hafi fjölmiðlar fjallað talsvert um Icesave. Hún telur aðgerðirnar munu verða lið í að setja þrýsting á norsku stjórnina í málinu. Sýna stuðning við sendiráðið í Ósló Eftir Ingunni Eyþórsdóttur NÝKJÖRINN formaður Samtaka ungra bænda, Helgi Haukur Hauks- son, kom frá Brussel í gær þar sem hann var í kynningarferð á vegum Evrópusambandsins, ESB. „Tilgangurinn var kynning á Evr- ópusambandinu. Áþreifanlegt var hvað þeir reyndu markvisst að skauta framhjá göllum sambandsins í landbúnaðarmálum,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. „ESB eyðir töluverðum fjárhæðum í kynn- ingar af þessu tagi. Umræðan um landbúnaðarþáttinn að þessu sinni var sáralítil og fátækleg.“ Hann telur að almennt séu fé- lagsmenn í Samtökum ungra bænda á móti aðild Íslendinga að ESB og að andstaða sín gegn sambandinu hafi styrkst til muna í ferðinni. „Land- búnaðarstefna ESB er ekki farsæl fyrir íslenskan landbúnað.“ Hann bendir jafnframt á hversu mikil áhrif hugsanleg innganga Ís- lendinga í Evrópusambandið myndi hafa á landbúnað í landinu, til að mynda með óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum og algerri um- breytingu á styrkjakerfinu. „Ég álít að þjóð af okkar stærðargráðu eigi lítið erindi inn í Evrópusambandið, áhrif okkar yrðu afar takmörkuð á þeim vettvangi. Ég skora á stjórnvöld að hefja ekki aðild- arviðræður,“ seg- ir hann. Ungum bænd- um innan Evr- ópusambandsins fækkaði um 1% á milli áranna 2008 og 2009. Þetta segir Helgi að sé mikið áhyggjuefni. „Verið er að skoða hvort sambærileg fækkun hafi átt sér stað á milli ára hjá ungum bændum hér á landi,“ segir Helgi en bætir við að samtökin finni fyrir verulegum áhuga hjá ungu fólki á landbúnaði hérlendis. Til marks um það hefur aðsókn í nám í búfræði og búvísindum í Landbúnaðarháskóla Íslands aldrei verið meiri en síðastliðið haust. Aðspurður segir Helgi að eitt af baráttumálum Samtaka ungra bænda sé að efla nýliðun í greininni. Einnig berjast samtökin fyrir bættu lánaumhverfi ungs fólks sem vill hefja búskap. Samtök ungra bænda eru ætluð ungu fólki á aldrinum 18- 35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar. Félagsmenn eru um tvö hundruð og koma víðs vegar af landinu. „Andstaðan við ESB styrktist“ Helgi Haukur Hauksson Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Rannís. Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is. Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2010 Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.