SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 2

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 2
2 28. nóvember 2010 Við mælum með Fallega jólasýningin Ævintýrið um Augastein, sem fjallar um baráttu jólasveinanna til að bjarga drengnum Augasteini frá Grýlu og Jólakettinum, verður sýnd fimm sinnum fyrir jól hér á Íslandi en átta ár eru liðin frá því að verkið var upp- haflega frumsýnt í London. Höfundur sýningarinnar er Felix Bergsson en hann leikur einnig öll hlutverkin. Sýnt verður í Tjarnarbíói kl. 14 og 16, 28. nóvember og 12. desember, og kl. 13 hinn 19. desember. Ævintýrið um Augastein 23 Milli tveggja elda Nokkur eiturlyfjasamtök í Mexíkó berjast innbyrðis um völd og millj- arðamarkaðina í Bandaríkjunum. 24 Stórpólitísk sorgarsaga Ragnar Arnalds skrifar í nýrri skáldsögu um Margréti konungsdóttur í Noregi sem á 13. öld, þá átta ára gömul, var send í örlagaríka ferð. 36 Hvönnin okkar græna gull Íslenskar jurtavörur eru komnar í útrás. Eftir árs undirbúning er hvannarafurðin SagaPro á leið á kanadískan markað. 38 Hús án eirðar Fá hús í Reykjavík hafa farið víðar en „gamla pósthúsið“ við Brúnaveg. Upprunalega stóð það við Austurvöll og síðar í Skerjafirði. 42 Útnefning veldur deilum Jean-Luc Godard útnefndur til þeirrar veg- semdar að verða handhafi Heiðurs-Óskarsins. Ekki er öllum sama. 45 Kakó og kökur Aðventan hefst um helgina og þá gengur kakótíminn í garð. Fátt er betra en bolli af rjúkandi kakói með rjóma og smákökum. Lesbók 48 Venjulegt fólk er oftast óvenjulegt Óskar Magnússon er höfundur smásagnasafnsins Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Hann ræðir m.a. um skáldskap og húmor. 55 Bera bý bagga skoplítinn Pétur Gunnarsson rithöfundur á síðasta orðið. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók ljósmyndari UNICEF af litlu barni í Úganda. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 18 41 Augnablikið H árin risu, ég fékk gæsahúð og felldi tár, sagði ungur maður norðan úr landi þegar leikur Liverpool og West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta var nýhafinn á Anfield Road um síðustu helgi. Þetta var fyrsta ferðin hans á leikvanginn goðsagnakennda. Varla sú síðasta! Ekkert hafði gerst markvert ennþá á fag- urgrænu grasinu en það sem hreyfði við pilti var stemningin á leikvangingum. Raunar aðeins smábrot af stemningunni en þó stór þáttur; nefnilega þegar stuðningsmenn heimaliðsins sungu hið ótrúlega magnaða lag, You’ll Never Walk Alone, um það bil sem flautað var til leiks. Þetta er einkennislag liðsins og flestir taka undir nema hugsanlega fáir áhangendur gestaliðsins. Daginn eftir eða daginn áður er farið í skoð- unarferð um leikvanginn og á félagssafnið. Sag- an leynist í hverju skúmaskoti. Einn leiðsögumaður í ferðinni nefnir ríginn á milli Liverpool og Manchester United. „Við eig- um einn ekta Evrópubikar. Fengum bikarinn sem var í notkun þegar við unnum Evr- ópukeppnina í fimmta skipti, sem er nota bene oftar en nokkurt annað enskt félag. Nú er búið að breyta reglunum. Félög fá ekki ekta bikar lengur, þó að þau vinni keppnina svona oft, bara afsteypu. Ef Alex Ferguson [knatt- spyrnustjóri Manchester United] vill fá að sjá ekta bikar verður hann að borga sig inn á safnið okkar …“ Búningsherbergi Liverpool-manna er ótrúlega einfalt í sniðum. Harðir trébekkir og tveir snag- ar á mann. Búið! Svo er sest í The Kop, stúkuna aftan við annað markið. Hann hét upphaflega Spion Kop, nefndur eftir mikilvægri hæð sem breskir her- menn náðu á sitt vald í Búastríðinu í Suður- Afríku fyrir röskri öld. The Kop hefur mikið breyst síðan ég stóð þar ungur maður fyrir þremur áratugum. Þá fóru menn ekkert endilega á klósettið þótt þeim væri mál að pissa. Enda aðstaðan langt í burtu og ekki til að hrópa húrra fyrir. Liverpool stendur við ána Mersey, og leiðsögumaðurinn sagði að neðsti hluti Kop hefði stundum verið kallaður Gula Mersey í gamla daga. Nú rennur ekkert, nema eitt og eitt tár. Raddböndin eru jafnan þanin í The Kop, stúkunni aftan við annað markið á Anfield, meðan á leik stendur. Þar sitja/standa dyggustu stuðningsmennirnir. Aðra daga sitja þar túristar í rólegheitum og virða fyrir sér dýrðina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Komist á koppinn Mynd af nokkrum leikmönnum og Bill Shankly, þjálf- aranum sem lagði grunninn að stórveldi Liverpool, er í búningsherbergi liðsins. Vetur konungur tyllti sér makindalega á þennan bekk í Dabo í norð- austurhluta Frakklands fyrir helgi. Boðinn eða óboðinn. Snjór hylur nú víða jörð á meginlandi Evrópu með tilheyrandi frosthörku. Minna fer fyrir snjónum hér heima en hann spáir eigi að síður kólnandi um helgina. Veröld Vetur sest á bekk 28. nóvember Tríó Reykjavík- ur efnir til tón- leika í Hafn- arborg kl. 20, undir yfirskrift- inni Klassík við kertaljós. Tón- leikarnir eru helgaðir tónskáldinu Chopin og sérstakur gestur er söngkonan Alina Dubik. 28. nóvember Bjöllukór Tón- stofu Valgerðar spilar í Ársafni í Hraunbæ kl. 15. 28. nóvember Boðið verður upp á aðventu- upplestra á sunnudögum á Gljúfrasteini í sjöunda sinn í ár en þar lesa rithöfundar úr nýút- komnum verkum sínum. Dagskrá upplestranna má finna á slóð- inni gljufrasteinn.is.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.