SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 4

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 4
4 28. nóvember 2010 Frá gildistöku stjórnarskrárinnar hefur henni verið breytt alls sjö sinnum, oftast vegna breytinga á kjör- dæmaskipan og skilyrðum kosningaréttar. Árið 1991 var skipulagi Alþingis breytt þannig að það starfar nú í einni deild en ekki tveimur eins og áður var. Umfangsmestu breytingarnar voru gerðar árið 1995 þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður. Þar sem stjórnarskráin er æðsta réttarheimild landsins nýtur hún meiri verndar en almenn lög og erfiðara er að breyta henni. Skv. 79. grein stjórnar- skrárinnar verða breytingar að vera samþykktar af tveimur þingum með þingrofi og almennum kosn- ingum á milli, auk þess sem forseti Íslands þarf að staðfesta breytinguna. Nokkrar greinar í stjórnarskránni eru þó undan- þegnar þessu ferli og þeim má breyta með venjulegri lagasetningu. Sem dæmi má nefna 35. grein sem fjallar um samkomutíma Alþingis, þeirri grein má breyta með almennum lögum. 62. grein sem skilgreinir hina „evangelísku lút- ersku kirkju“ sem þjóðkirkju Íslands má einnig breyta með lögum, en 1. málsgrein 79. greinar segir að auki, að slík breyting þurfi samþykki í leynilegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjö sinnum verið breytt Tvö þing þurfa að samþykkja breytingar á stjórnar- skrá með þingrofi og almennum kosningum á milli. Morgunblaðið/Kristinn S tjórnarskrá lýðveldisins Íslands er í deigl- unni enda hafa kröfur um endurskoðun á henni verið háværar upp á síðkastið, einkum eftir bankahrun. Stjórnarskránni verður ekki breytt eins og hendi sé veifað og kosningar til stjórnlagaþings sem fram fara um helgina eru liður í ferlinu. Stjórnarskráin er æðstu lög landsins sem öll önnur lög verða að hlíta og var núverandi útgáfa samþykkt sem lög nr. 33/1944 af Alþingi við lýð- veldisstofnunina á Þingvöllum, 17. júní 1944. Saga stjórnarskrárinnar er um margt merkileg. Um miðja nítjándu öld hljóp mikið líf í baráttu fyrir auknum borgaralegum réttindum víðsvegar um Evrópu. Þessum straumum skolaði á land hér í fásinninu og urðu þeir vatn á myllu sjálfstæð- isbaráttunnar, sem hafin var fyrir alvöru í nafni þjóðernishyggju. Í júní 1849 fann þáverandi kon- ungur Danmerkur sig knúinn til að ganga til móts við kröfur frjálslyndra og þjóðernissinna og sam- þykkti stjórnarskrá fyrir Danmörku og þar með einnig Ísland. Afnam stjórnarskráin einveldið og kom á stjórnarskrárbundinni konungsstjórn þar sem völd yfir nokkrum mikilvægum málaflokkum voru færð til þjóðkjörins þings. Hleypti illu blóði í Íslendinga Þessi gjörningur hleypti illu blóði í Íslendinga enda þýddi hann í raun skerta sjálfsstjórn nýlend- unnar. Fram að þessu höfðu íslenskir embættis- menn leynt og ljóst ráðið því sem þeir vildu ráða í málefnum landsins en nú var það komið undir stjórn þings sem Íslendingar höfðu engin áhrif á. Á þjóðfundinum 1851 settu Íslendingar fram kröfu um sjálfsstjórn en Danir voru ófúsir að ganga að þeim á þeim forsendum að það gæti skaðað hagsmuni Dana í Slésvík og Holtsetalandi. En þegar þau héruð voru limuð inn í Prússland árið 1867 sköpuðust nýjar aðstæður. Stöðulögin voru sett 1871 og mæltu fyrir um samband Íslands og Danmerkur. Kristján IX., þáverandi konungur Danmerkur, kom til landsins 1874 til að vera viðstaddur há- tíðahöld í tilefni af þúsund ára afmæli Íslands- byggðar. Við það tækifæri gaf hann Íslendingum sérstaka stjórnarskrá eins og þeir höfðu krafist. Var hún kölluð „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“ og er að stofni til sú sama og nú- gildandi stjórnarskrá. Með sambandslögunum 1918 varð Ísland full- valda ríki og árið 1920 fékk landið nýja stjórnar- skrá til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Sú stjórnarskrá var kölluð „Stjórnarskrá konungsríkisins Ís- lands“. Snemma árs 1944 samþykkti Alþingi að fella niður sambandslögin og samþykkti nýja stjórnar- skrá auk þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tveggja. Í maí sama ár var gengið til kosninga og var kjörsókn 98%. Álitið var á einn veg, 97% greiddu atkvæði með sambandsslitum og 95% samþykktu lýðveldisstjórnarskrána. Þann 17. júní 1944 kom Alþingi svo saman á Þingvöllum þar sem lýst var yfir gildistöku stjórnarskrárinnar og stofnun lýðveldis. Kristján IX með stjórnarskrána fyrir framan stjórnarráðið í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Lög sem öll önnur lög verða að hlíta Stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands á sér merkilega sögu Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lýðveldið stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944. Stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands er í áttatíu greinum í sjö köflum sem hver tekur á ólík- um þáttum stjórnskipunar- innar. Í stjórnarskránni er stjórnskipan landsins ákveðin og ýmis grundvallarréttindi borgaranna vernduð. Í fyrsta kafla er kveðið á um að Ísland eigi að vera lýðveldi. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti ís- lands, undirritar embættiseið. Sjö kaflar og áttatíu greinar - nýr auglýsingamiðill Nýtt og betra atvinnublað alla fimmtudaga Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu Sendu pöntun á finnur@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is ERATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.