SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Side 20
20 28. nóvember 2010
A
ð mörgu var gaman í leiknum,
en mest skemmtun þótti
mörgum, er kjölturakki einn-
ar reykvíkskrar frúar komst í
leikinn. Var hann hinn torveldasti við-
ureignar og ærið snar í snúningum. Fékk
hann að lokum tekið knöttinn af öllum
mótstöðumönnum sínum. En með því að
enginn vissi um, með hverjum hann vildi
vera, þá réðust báðir flokkar á seppa, og
fengu að lokum handsamað hann. Var
hann síðan teymdur út af leiksviðinu við
mikinn orðstír.“
Þessi kostulega saga frá kappleik KR og
Fram sumarið 1913 verður í fyrra bindi
sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu eftir
Spark í
spegli tímans
Íslandsmótið í knattspyrnu fer fram í hundr-
aðasta skipti næsta sumar. Af því tilefni kemur
saga mótsins frá upphafi út í tveimur bindum á
næsta ári, skráð af Sigmundi Ó. Steinarssyni.
Hann hefur lagst í víðtæka heimildaöflun til að
gefa sem gleggsta mynd af þessari litríku sögu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sigmundur hefur kynnt sér feril margra afreksmanna
við ritun bókarinnar en fáir komast að hans dómi með
tærnar þar sem Tryggvi Magnússon (1896-1943), fyr-
irliði Fram, hafði hælana en hann varð tíu sinnum Ís-
landsmeistari á árunum 1913-25.
Ekki nóg með það. Tryggvi var fremsti fim-
leikamaður Íslands og varð tvisvar Íslandsmeistari,
1929 og 1930. Hann var frjálsíþróttamaður góður
og um tíma slyngasti skíðamaðurinn hér á landi,
auk þess sem hann stundaði skautaíþróttir. Þá
var Tryggvi sundmaður góður og einn besti dýf-
ingamaður Íslands. Hann var mikill unnandi útivist-
ar og hafði gaman af göngum – var einn af stofn-
endum Skátahreyfingarinnar á Íslandi 1910 og
Ferðafélags Íslands 1927. Tryggvi var einn af stofn-
endum Skíðafélags Reykjavíkur 1914 og einn af
stofnendum Nafnlausa félagsins – félags íslenskra
göngugarpa, 1916. Þá var hann virkur þátttakandi í
Skotfélagi Reykjavíkur.
Tryggvi var listfengur mjög, teiknaði, málaði og tók
ljósmyndir. Þá hafði hann leikaragáfu nokkra og lék um
tíma í mörgum gamanleikjum.
Pétur Jón Hoffmann, bróðir Tryggva, varð níu sinnum Ís-
landsmeistari í knattspyrnu á árunum 1913-1923. Ólafur
Magnússon, konunglegur hirðljósmyndari, varð meist-
ari fjórum sinnum 1913-1916 og fjórði bróðirinn,
Karl, var í meistaraliði Fram 1913 og 1914.
Tífaldur meistari
Tryggvi
Magnússon
hlaðinn
verðlauna-
peningum.
Liðsmyndin af Íslandsmeisturum Vals
1933 var tekin við óvenjulegar aðstæður.
Þannig var að Jón Karel Kristbjörnsson
markvörður slasaðist lífshættulega í sam-
stuði í úrslitaleiknum gegn KR, sem Val-
ur vann 6:3, og lést af sárum sínum á
sjúkrahúsi fjórum dögum síðar. Í virðing-
arskyni við hann var skilið eftir rými fyrir
miðri mynd og gömul mynd af Jóni Karel,
frá því Valur varð Íslandsmeistari 1930,
sett inn á nýju liðsmyndina, svo sem sjá
má hér að ofan. Getur Sigmundur sér
þess til að hér sé á ferðinni fyrsta „fótó-
sjoppaða“ mynd Íslandssögunnar.
Jón Karel, sem var aðeins 21 árs,
meiddist innvortis og fékk lífhimnubólgu.
Skurðaðgerð náði ekki að bjarga lífi
hans.
Einn annar íslenskur knattspyrnumaður
hefur látist af völdum áverka sem hann
hlaut í kappleik, Ármenningurinn Haukur
Birgir Hauksson árið 1973.
Íslandsmeistarar Vals 1933 með og án Jóns Karels heitins sem lést af völdum áverka sem
hann hlaut í úrslitaleiknum. Aftari röð frá vinstri: Hrólfur Benediktsson, Hólmgeir Jónsson,
Frímann Helgason, Ólafur Sigurðsson, Reidar Sörensen, þjálfari, Jón Eiríksson, Óskar Jóns-
son, Agnar Breiðfjörð, Gísli Kjærnested. Fremri röð: Grímar Jónsson, Hermann Her-
mannsson, Jón Karel Kristbjörnsson, Jóhannes Bergsteinsson og Magnús Bergsteinsson
Látinn maður með á liðsmynd