SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 21
28. nóvember 2010 21
Sigmund Ó. Steinarsson íþróttafrétta-
mann sem kemur út í vor, og gefur víst
ágæta mynd af bókinni, að sögn höf-
undar.
„Ég leitast við að lýsa umhverfinu og
andrúmsloftinu á hverjum tíma,“ segir
hann. „Þetta verða ekki strípaðar leiklýs-
ingar, heldur miklu frekar sögur af fólki.
Fólkinu sem gerði knattspyrnu jafn vin-
sæla og raun ber vitni. Ég rek sögu vall-
anna, fjalla um þróun í klæðaburði, skó-
tískuna og þar fram eftir götunum. Hika
ekki við að hoppa út af vellinum og upp í
áhorfendapallana. Einnig verður farið í
saumana á leikkerfunum og hvernig þau
hafa breyst í tímans rás, svo dæmi séu
tekin.“
Sá er gætir markhliðs
Sigmundur dregur úr pússi sínu bók með
fyrstu knattspyrnulögunum sem ÍR gaf út
árið 1907. 17. grein laga þessara er svo-
hljóðandi: „Þá er skipað er mönnum til
leiks, heita 5 hinir fremstu forverðir, 3
hinir næstu miðmenn og 2 hinir öftustu
bakverðir, en markvörður sá er gætir
markhliðs.“
Nei, þetta er ekki prentvilla. Það var í
raun og veru gert ráð fyrir fimm mönn-
um í sókn. Eins gott að sýna Roberto
Mancini þetta ekki á fastandi maga.
Að sögn Sigmundar er það útbreiddur
misskilningur að Bjarni Jónsson frá Vogi
hafi fyrstur notað orðið knattspyrna á
prenti 1910. Í téðu riti þeirra ÍR-inga frá
1907 stendur orðið knattspyrna nefnilega
skýrum stöfum á kápunni.
Í bókinni er orðalag um margt fram-
andi. Þannig er talað um „endurvakningu
leiks“, þegar við myndum einfaldlega
segja „miðja“, og vítateigur aldrei nefnd-
ur annað en „vítisvöllur“. Það hefur verið
óskemmtileg að falla á þeim velli.
Alls um 800 blaðsíður
Tilefni skrifa Sigmundar er að Íslands-
mótið í knattspyrnu fer fram í hundr-
aðasta sinn næsta sumar. Fyrsta mótið
var haldið 1912. Fyrra bindi sögunnar
kemur út í apríl en hið síðara í nóvember.
Hvort bindi verður um 400 síður að
stærð.
Knattspyrnusamband Íslands annast
útgáfuna en Sigmundur hefur haft frjáls-
ar hendur við efnistökin. „Ég finn að mér
er treyst til verksins og það er mjög þægi-
legt. Ritnefnd á vegum KSÍ mun þó lesa
bókina yfir og gera athugasemdir ef þurfa
þykir. Við viljum hafa þetta skothelt.“
Sigmundur hefur víða leitað fanga við
ritun bókarinnar. Hann hefur verið með
annan fótinn á gamla Melavellinum, þar
sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú, og á
Borgarskjalasafninu, og lúsleitað í skrif-
uðum heimildum. Auk þess hefur hann
tekið fjölda viðtala við gamlar kempur og
afkomendur genginna sparkenda. Hann
segir sér hvarvetna hafa verið afar vel
tekið og fjölmargir verið boðnir og búnir
að greiða götu sína. Ein fullorðin kona lét
sig til að mynda ekki muna um að pússa
upp verðlaunasafn föður síns fyrir
myndatöku. „Án aðstoðar þessa fólk
hefði þessi bók aldrei orðið að veruleika.
Það er búið að fylla inn í margar eyður.“
Sigmundur segir stórmerkilegar heim-
ildir víða að finna, til dæmis á heimilum,
jafnvel án þess að fólk geri sér nokkra
grein fyrir því. „Þá er ég að tala um dag-
bækur leikmanna og annað sem þeir hafa
hripað hjá sér. Fólk áttar sig ekki alltaf á
því að þarna geta verið æðisleg verðmæti
á ferðinni, jafnvel á leið í glötun. Það hafa
margir bent mér á að ég sé að bjarga
menningarverðmætum og eflaust er
mikið til í því.“
Blaðað í minningargreinum
Eins og gefur að skilja hefur heim-
ildavinnan verið tímafrek en ekki er í öll-
um tilvikum auðvelt að hafa uppi á ætt-
ingjum látinna leikmanna. „Það er
mismiklar upplýsingar hjá knattspyrnu-
félögunum að hafa og oftar en ekki þurfti
ég að leita í minningargreinum til að
finna aðstandendur. Þetta hefur verið
geysimikill eltingarleikur.“
Sigmundur hefur ekki aðeins tekið við
upplýsingum frá niðjum leikmanna,
hann hefur líka miðlað þeim. „Það er
mjög ánægjulegt þegar ég get upplýst af-
komendur um eitthvað. Fyllt út í mynd-
ina af afrekum föður eða afa á vellinum.
Einn afkomanda gat ég frætt um að faðir
hans hefði bara leikið einn leik eitt sum-
arið vegna þess að hann var við landbún-
aðarstörf í Danmörku. Ég fann meira að
segja mynd, þar sem fram kom á bak-
hliðinni hvar hann hafði nákvæmlega
verið.“
Bækurnar verða ríkulega mynd-
skreyttar og grafíkin hvergi spöruð. „Það
er mín reynsla úr íþróttafréttunum að
texti, grafík og ljósmyndir vinni vel sam-
an og þannig byggi ég bókina upp,“ segir
höfundurinn sem hannar útlit bók-
arinnar sjálfur.
Hann leggur mikla áherslu á að komast
yfir frumgerðir af ljósmyndum og hefur
orðið talsvert ágengt. „Það hafa margir
farið að gramsa fyrir mig og kann ég þeim
vitaskuld bestu þakkir fyrir ómakið. Það
skiptir sköpum að hafa aðgang að frum-
myndunum enda eru myndir úr gömlum
blöðum misskýrar þar sem þær voru
prentaðar með blýi.“
Sigmundur Ó. Steinarsson
hefur fjallað um íslenska
knattspyrnu í fjóra áratugi í
dagblöðum. Nú er röðin
komin að bók.
Morgunblaðið/RAX
’
Margt kyndugt hefur
komið upp úr krafs-
inu. Til dæmis hefur
Sigmundur fundið heim-
ildir fyrir því að a.m.k.
tveir menn hafi varið
markið með gleraugu á
nefinu.
Sigmund Ó. Steinarsson þarf ekki að kynna fyrir áhugamönn-
um um knattspyrnu. Hann starfaði um árabil sem íþrótta-
fréttamaður á Tímanum, Vísi og Morgunblaðinu en und-
anfarin tvö og hálft ár hefur hann helgað sig ritun sögu
Íslandsmótsins. „Ég hef safnað upplýsingum allan minn
starfsferil og komið mér upp ágætum grunni. Undanfarin tvö
og hálft ár hef ég verið að byggja ofan á þann grunn og reisa
verkið við,“ segir hann.
Sigmundur fæddist á Grettisgötunni í Reykjavík árið
1948, þar sem vígi Fram og Vals voru á þeim tíma. Hann
gekk ungur í Fram en tengist fleiri félögum traustum bönd-
um. „Faðir minn, Steinar Þorsteinsson, spilaði með KR og
lék fyrsta leikinn fimm dögum áður en ég kom í heiminn. Um
haustið fagnaði hann sigri á Íslandsmótinu, þannig að segja
má að ég hafi fengið meistaratitilinn í vöggugjöf,“ segir Sig-
mundur kíminn. Faðir hans varð ferfaldur Íslandsmeistari
með KR.
Afi Sigmundar, Ragnar Lárusson, var lengi formaður Fram,
þannig að það hefur verið fjör við kvöldverðarborðið!
Þá má geta þess að Sigmundur bjó um tíma í Þróttarhverf-
inu og nú heldur hann heimili steinsnar frá Víkinni. „Ég hef
því komið nálægt flestum gömlu félögunum í Reykjavík.“
Sigmundur fór oft út fyrir bæjarmörkin – kynntist til dæmis
eiginkonu sinni, Maríu Haraldsdóttur frá Keflavík, í Glasgow
þegar hópferð var farin með hinu sigursæla liði Keflavíkur á
Evrópuleik gegn Hibernian í Skotlandi. Var um stuttan tíma
eftir það kallaður í gamni – af knattspyrnumönnum í Reykja-
vík; tengdasonur Keflavíkurliðsins. Magnús, bróðir Maríu,
varð tvisvar Íslandsmeistari með Keflavík.
Fékk meistaratitil í vöggugjöf